Djúpavogshreppur
A A

Fuglavefur

 Margar fuglategundir sáust á Djúpavogi í dag svo á vötnunum í nágrenni bæjarins.
Í einum húsagarði mátti m.a. sjá gransöngvara, þistilfinku, stara, gráþröst, skógarþröst og svartþröst.
Á vötnunum Fýluvogi og Breiðavogi í nágrenni Djúpavogs mátti sjá í dag, stokkendur, urtendur, skúfendur, rauðhöfðaendur og brandendur. Þá var eitt lómapar á Fýluvogi.  AS

Var efnið hjálplegt?