Djúpavogshreppur
A A

Sölvi Tryggvason með fyrirlestur

Sölvi Tryggvason með fyrirlestur
01 Mar
20:00

Sölvi Tryggvason með fyrirlestur

Sölvi Tryggvason sem nýverið gaf út bókina "Á eigin skinni" verður með fyrirlestur á Hótel Framtíð föstudaginn 1. mars kl 20:00.

Sölvi er sálfræðimenntaður en er líklega þekktari fyrir störf sín sem fjölmiðlamaður á Stöð 2 og Skjá einum hér áður fyrr. Undir lok ferilsins fór hann í gegnum erfitt tímabil þegar andleg og líkamleg heilsa hans hrundi.

Undanfarin 10 ár hefur hann gert tilraunir á sjálfum sér og farið ýmsar hefðbundnar og óhefðbundar leiðir í átt að betri heilsu og innihaldsríkara lífi. Hann deilir reynslu sinni á einlægan og opinskáan hátt í bók sinni og hefur haldið fjölda fyrirlestra þessu tengt undanfarið.

Hann sækir Djúpavog heim á föstudaginn og heldur fyrirlestra fyrir grunnskólabörn um hádegi og fullorðna kl. 20:00 eins og áður segir.

Fyrirlestrarnir eru í boði foreldrafélags Grunnskóla Djúpavogs, Ungmennafélags Neista og Hótel Framtíðar.

Í tilefni af komu Sölva bíður Hótel Framtíð upp girnilega og góða heilsurétti, hrákökur og fleira í bland við hefðbundinn matseðil frá kl 17:00 á föstudaginn.

Foreldrafélag Grunnskólans og ungmennafélag Neista hvetur alla yfir 16 ára að mæta á Hótel Framtíð og hlusta á þennan magnaða mann.