Fréttir
Snjórinn
Loksins kom snjór á Djúpavog og voru mikil fagnaðarlæti hjá börnunum í Bjarkatúni þegar þau sáu að jörðin var orðin hvít en smá föl fór að leggjast yfir allt þegar leið á morguninn. Auðvitað vildu allir fara út að leika í snjónum þrátt fyrir rokið sem fylgdi snjókomunni.
Auðvitað var búinn til snjókarl
Út var farið með bros á vör sem breyttist í smá skelfingu þegar snjókornin fuku beint í andlitið á börnunum, sum létu það ekkert á sig fá á meðan önnur leituðu í skjólið.
Betra að vera í skjólinu
Við vorum ekki lengi úti í þetta skiptið enda varð sumum fljótlega kalt enda snjórinn ansi blautur og breyttist fljótlega í slyddu.
Búa til snjóbolta
Á fullu að leika sér í snjónum
ÞS
Vetur konungur og alþjóðlegur bangsadagur
Í tilefni þess að fyrsti vetrardagur er á morgun og Alþjóðlegi bangsadagurinn er á sunnudaginn mættu börnin í leikskólanum á náttfötum og með bangsann sinn. Öllum finnst gaman að koma á náttfötum í skólann og ekki verra að hafa með sér uppáhaldsbangsann sinn. Byrjað var á deginum með því að borða morgunmat, þá var farið í samverustund. Eftir samverustundina var val þar sem þrír elstu árgangarnir fóru saman í val en tveir yngri árgangarnir voru inn á deild í leik. Börnin á Kjóadeild komu nefnilega í heimsókn á Krummadeildina. Síðan var haldið heljarinnar ball í salnum þar sem allir dönsuðu hókí pókí, superman og fleirri skemmtileg lög.
Fleiri myndir hér af bangsadeginum
Fleiri myndir hér af náttfataballinu
ÞS
Skólamjólkurdagurinn
Skólamjólkurdagurinn var þann 25. september sl. Þá fengu börnin skólamjólk með hádegismatnum og var hún vel þegin eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Skólamjólkin góða
MUU mundu eftir mjólkinni!!!
ÞS