Djúpivogur
A A

Fréttir

Skógardagurinn

Skógardagur leikskólans var haldinn í blíðskaparveðri í júní.  Mjög góð mæting var og áttum við góða stund saman.  Gengið var í gegnum Hálsaskóg og á leiðinni hengdu börnin upp listaverkin sín, sem hangið hafa uppi í allt sumar, gestum og gangandi til mikillar gleði.  Óskaboxið var sett á sinn stað og má gera ráð fyrir því að margar góðar óskir séu geymdar þar.  Hefð er orðin fyrir því að birta óskirnar í fyrsta tölublaði Bóndavörðunnar á hverju hausti.  Að sjálfsögðu áðum við í Aðalheiðarlundi og borðuðum nesti.  Börnin léku sér allt í kring í þessari dásamlegu ævintýraveröld sem Hálsaskógur er og fullorðna fólkið spallaði um heima og geima.
Um mánaðamótin þurfum við síðan að hittast aftur og taka niður verkin og skila skóginum hreinum og fínum, eins og við tókum við honum í vor.  Myndir eru hér.  HDH

Aukafundur í sveitarstjórn

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn í Geysi miðvikudaginn 14.ágúst kl 16:00.
Eina dagskrármálið  

1.  Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 ásamt umhverfisskýrslu
  vegna Axarvegar milli  Háabrekku og Reiðeyri.  

                                                                                                               Sveitarstjóri

Djúpavogsskóli auglýsir

Vegna fæðingarorlofs vantar starfsmann í 100% starf við leikskólann frá 19. ágúst 2013 til og með 31. mars 2014.  Vinnutími frá 8:00 – 16:00.  Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2013.  Umsóknir sendist á netfangið skolastjori@djupivogur.is

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, skólastjóri