Djúpivogur
A A

Fréttir

Uppræting lúpínu í þéttbýlinu

Hér með eru allir íbúar sem vettlingi geta valdir hvattir til að taka þátt í að uppræta lúpínu hér í þéttbýlinu og á nærsvæði á næstu dögum og vikum.  Samhliða er stefnt að því að sveitarfélagið vinni að því á næstunni að uppræta lúpínuna þar sem hún hefur breitt mest úr sér.

Um þessar mundir er einmitt talið rétti tíminn til að herja á þennan skaðvald sem ógnar m.a. tilveru íslensku flórunnar á stórum svæðum. Íbúum er hér með gefnar frjálsar hendur með að slá þetta illgresi niður, hvort heldur með sláttuorfum eða öðrum brúklegum verkfærum.  Að þessu tilefni er því beint til íbúa í viðkomandi hverfum að einbeita sér fyrst og síðast að þeim svæðum.   

Sumargrill foreldrafélagsins

Foreldrafélag leikskólans ætlar að halda sumargrill fyrir leikskólabörnin og aðstandendur þeirra.  Grillið verður á miðvikudaginn, 11. júlí milli kl. 12:00 - 13:00. Hótel Framtíð gefur pylsur á grillið og Fellabakarí gefur pylsubrauð.    

Foreldrafélag Djúpavogsskóla
 

Sjálfsmat

Nú hafa sjálfsmatsskýrslur grunn- og leikskólans fyrir skólaárið 2011 - 2012 litið dagsins ljós.  Í þeim má finna upplýsingar um þau verkefni sem unnið var að í sjálfsmatinu á líðandi skólaári.

Skýrsla grunnskólans er hér.

Skýrsla leikskólans er hér.

Skólastjóri svara öllum fyrirspurnum um skýrslurnar.  HDH