Djúpivogur
A A

Fréttir

Viðbragðsáætlun leikskólans vegna H1N1 inflúensufaraldurs

Leikskólinn Bjarkatún  hefur tekið í notkun viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsútbreiðslu influensu H1N1 en það er gert samkvæmt tilmælum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sóttvarnalækni og menntamálaráðuneyti.  Þessi áætlun er geymd útprentuð inn á báðum deildum leikskólans auk kaffistofu starfsfólks.

Hægt er að skoða áætlunina með því að smella hér.

ÞS

29.08.2009

Opnum aftur eftir sumarfrí

Leikskólinn opnar aftur eftir sumarfrí þann 17. ágúst kl. 7:45.  Opnað verður á Krummadeild í vetur og mun þær Björg og Guðrún taka á móti börnunum.  Nýr starfsmaður á Krummadeild tekur einnig til starfa en það er Hafdís Gunnarsdóttir, við bjóðum hana velkomna til starfa. 

ÞS

16.08.2009