Djúpavogsskóli er kominn með nýja heimasíðu, www.djupavogsskoli.is.
Öll eldri gögn og færslur, þ.m.t. fréttir og myndir verða áfram aðgengileg hér en síðan verður ekki uppfærð.
Smellið hér til að fara á heimasíðu Djúpavogsskóla.
----
Hugrekki - Virðing - Samvinna
Djúpavogsskóli er einsetinn heildstæður skóli með 85 nemendur í grunnskóla, úr dreifbýli og þéttbýli Djúpavogshrepps. Í grunnskólanum er lögð mikil áhersla á samkennslu, samvinnu og þverfaglega vinnu nemenda og kennara. Mikil áhersla er lögð á að nýta hið stórkostlega umhverfi sem skólinn er staðsettur í, bæði við leik og störf.
Mikil samvinna er milli skólans, Umf. Neista, tónskólans og Djúpavogshrepps. Nemendum úr dreifbýli er ekið í skólann að morgni og þeir síðan keyrðir heim í lok skóladags. Þá er sveitarfélagið í samstarfi við Hótel Framtíð og býður upp á niðurgreiðslu á heitum máltíðum í hádeginu.
Símanúmer í skólanum eru:
Aðalnúmer: 470-8710
Stjórnendur: 470-8713
skolastjori@djupivogur.is