Djúpivogur
A A

Aldraðir

Tryggvabúð

Tryggvabúð, félagsaðstaða eldri borgara í Djúpavogshreppi, er til húsa í Markarlandi 2.

Opnunartími Tryggvabúðar er mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá klukkan 10:30- 16:00/17:00. Þriðjudaga er opið frá 10:30-14:00.

Boðið er upp á hádegisverð og kaffitíma á opnunardögum. Á miðvikudögum er alltaf Vöfflukaffi. Upplýsingar og skráning í kaffið og hádegismatinn er að fá hjá Möggu í síma 470-8745

Netfang Tryggvabúðar er tryggvabud@djupivogur.is

Félagsstarf í Tryggvabúð

Mánudaga frá 15:30 til 16:00/17:00 eftir því hvað verið er að gera hverju sinni. Þennan dag er yfirleitt upplestur og svo er samkvæmt dagskrá stólaleikfimi.

Miðvikudaga frá 15:40-16:00/17:00 og þá er er ýmislegt brallað.

Fimmtudaga frá 13:00 til 14:30 og svo er sundleikfimi klukkan 16:15 -17:00.

Félagsstarfið hefur upp á margt að bjóða. Það sem helst er verið að gera er að hlusta á upplestur, hlusta á hjóðbækur, horfa á allskyns myndefni, bocchia, píla, perla, gátur, þrautir, umræður og spjall og marg margt fleira. Auk þess sem að alltaf er eitthvað á prjónunum. Það var ákveðið eftir áramót að hafa dagskránna fyrir félagsstarfið meira opna en áður og í stað þess að setja inn ákveðna viðburði fyrir hvern og einn dag þá stendur oftast félagsstarf á dagskránni. Þetta var gert til þess að hafa opnari möguleika á því að gera það sem okkur dettur í hug hverju sinni.

En það er alveg ljóst að það leiðist engum í Tryggvabúð og á nógu að taka. Þær stundir sem ekki er skipulagt félagsstarf í gangi þá er margt í boði fyrir þá sem mæta. Það er t.d. píluspjald, púsl, krossgátur, sudoku, garn, skafmyndir og fleira sem hægt er að ganga í að vild.

Hægt er að fylgjast með starfinu á Facebook síðunni Tryggvabúð félagsstarf. Það sem framundan er hjá okkur er að við höfum verið að sanka að okkur garni og ætlum að prjóna úr því vettlinga, sokka og fleira og gefa í Rauða Krossinn.

Allir sem vilja koma og leggja okkur lið eru velkomnir. Við viljum vekja athygli á því að það er ekki nauðsyn að vera í Félagi eldri borgara til að sækja Tryggvabúð og það sem þar er í boði. Allir velkomnir að koma og taka þátt eða bara koma og kíkja í heimsókn og sjá hvað verið er að gera.

Umsjónarmaður félagsstarfsins er Dröfn Freysdóttir, drofn@djupivogur.is.

Félag eldri borgara er opið þeim sem vilja, 60 ára og eldri.

Formaður þess er Stefánía Hannesdóttir.

Félagið fundar 1. föstudag hvers mánaðar.

Nýir meðlimir velkomnir