Djúpavogshreppur
A A

Velferð

Sveitarfélögin Fljótsdalshérað, Vopnafjarðarhreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fljótsdalshreppur og Djúpavogshreppur mynda saman eitt félagsþjónustuvæði. Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs veitir íbúum allra sveitarfélaganna þjónustu samkvæmt samningi þar um. Þessi sex sveitarfélög standa jafnframt að sameiginlegri fimm manna félagsmála- og barnaverndarnefnd samkvæmt samningi um nefndina og samþykktum fyrir hana.

Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs er skipt upp í fjögur megin verkefni, sem eru Ráðgjöf, Búseta, Virkni og Barnavernd. Félagsmálastjóri er yfirmaður félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

Starfsfólk félagsþjónustunnar annast móttöku á barnaverndartilkynningum og úrvinnslu þeirra, fyrir öll sveitarfélögin, auk þess að beita stuðningsaðgerðum til hagsbóta fyrir einstök börn og fjölskyldur þeirra, þegar það á við, samkvæmt barnaverndarlögum.

Helstu verkefnin sem starfsfólk félagsþjónustunnar sinnir á sviði félagsþjónustu eru almenn félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, heimaþjónusta og liðveisla, samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Einnig er veitt sértæk þjónusta samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks, s.s. þjónusta á heimilum fatlaðs fólks í þjónustu- og íbúðakjörnum og í sjálfstæðri búsetu, stuðningsfjölskylur og skammtímavistun og hæfing og iðja. En sveitarfélög tóku við málefnum fatlaðs fólks frá ríkinu um áramótin 2010/2011.

Þá er félagsmiðstöð og dagvistun fyrir eldri borgara starfrækt á Fljótsdalshéraði.

Meginaðstaða starfsfólks félagsþjónustunnar er að Lyngási 12, Egilsstöðum. Íbúar allra sveitarfélaganna geta sótt þjónustu þangað. Viðvera starfsfólks félagsþjónustunnar í öðrum sveitarfélögum en Fljótsdalshéraði er eftir þörfum og samkomulagi félagsmálastjóra og sveitarstjóra í viðkomandi sveitarfélagi. Viðvera starfsfólks félagsþjónustunnar er auglýst sérstaklega þegar um er að ræða Vopnafjarðarhrepp og Djúpavogshrepp en best er að panta tíma hjá starfsfólki í síma 4 700 705 og til að fá upplýsingar um viðveru starfsfólks í sveitarfélögunum.

Sími félagsþjónustunnar er 4 700 705 og opnunartímar eru 9.00-15.00 alla virka daga.

Netfang félagsþjónustunnar er felagsthjonusta@fljotsdalsherad.is

Allar frekari upplýsingar um Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, þ.m.t. reglur, samþykktir, eyðublöð og umsóknir er að finna hér.

Var efnið hjálplegt?