Djúpivogur
A A

Refa- og minkaveiðar

Refaveiðar í Djúpavogshreppi

Í Djúpavogshreppi eru 4 veiðisvæði tilgreind vegna refaveiða:

Svæði 1: Streiti til og með Berufirði (að Selnesi)

Svæði 2: Fossárdalur að Hamarsá (Lindarbrekka meðtalin)

Svæði 3: Sunnan Hamarsár að Múlahálsi

Svæði 4: Múlaháls að hreppamörkum í Hvalnesskriðum (Hærukollsnes meðtalið)

Hvert grenjaveiðitímabil vegna refaveiða stendur yfir frá 1. maí til 31. ágúst ár hvert. Á því tímabili er aðeins ráðnum veiðimönnum og landeigendum/ábúendum heimilt að veiða grenjadýr og yrðlinga og greitt fyrir. Upphæð fyrir veidd dýr fer eftir ákvörðun sveitarstjórnar hverju sinni. Hið sama gildir um tímabilið frá 1. september til 30. apríl.

Minkaveiðar í Djúpavogshreppi

Veiðimenn eru ráðnir í grenjavinnslu vegna minks frá 1. júní til 30. júlí og fá þeir greitt fyrir hvert dýr, tímakaup og akstur skv. samningi.