Djúpivogur
A A

Hreinsun og sorphirða

Í Djúpavogshreppi er þriggja tunnu kerfi Íslenska Gámafélagsins (ÍGF).

Með því hefur Djúpavogshreppur ákveðið að stíga skref í átt að umhverfisvænna samfélagi með því að auka flokkun frá heimilum og stofnunum í sveitarfélaginu og draga þannig úr sorpmagni sem fer til urðunar.

Í þéttbýlinu eru allar tunnur losaðar á þriggja vikna fresti. Í dreifbýli eru Gráa tunnan losuð á þriggja vikna fresti en Græna tunnan á sex vikna fresti, enda eru íbúar í dreifbýli með 660 lítra kar undir

endurvinnsluhráefnin.

Innihald Grænu tunnunnar er flokkað frekar hjá ÍGF og sent til endurvinnslu. Mikilvægt er að hafa í huga að óhreint hráefni hentar ekki til endurvinnslu og ætti að fara með almennu sorpi í Gráu tunnuna.

Lífræni eldhúsúrgangurinn í Brúnu tunnunni er nýttur til jarðgerðar, þ.e.a.s. búin er til molta sem er næringarríkur jarðvegsbætir sem t.d. getur nýst vel til landgræðslu.

Það er til mikils að vinna að flokka og minnka magn þess úrgangs sem fer í urðun og þannig drögum við úr kostnaði og spörum auðlindir, umhverfinu til hagsbóta.


Smellið hér til að skoða kynningarbækling fyrir sorphirðu í Djúpavogshreppi.


Græna tunnan er fyrir endurvinnanlegan heimilisúrgang. Dæmi; bylgjupappi, dagblöð og tímarit, fernur, plastumbúðir og niðursuðudósir.

Nánari leiðbeiningar
English version: Green bin
Tablica segregacji: Zielony Pojemnik


Brúna tunnan er fyrir lífrænan eldhúsúrgang. Í hana mega fara allir matarafgangar sem til falla á heimilinu. Dæmi um lífrænan úrgang frá heimilum er afskurður af ávöxtum, eldaðir kjöt– og fiskafgangar, brauðmeti, kaffikorgur, tannstönglar og tepokar.

Nánari leiðbeiningar
English version: Brown bin
Tablica segregacji: Brązowy pojemnikBrązowy pojemnik


Gráa tunnan er fyrir úrgang sem ekki hefur skilgreindan endurvinnsluferil. Dæmi; gler, bleyjur, frauðplast, umbúðir úr blönduðu hráefni (t.d. plastumbúðir með álfilmu sem ekki er hægt að skilja frá), óhreinar umbúðir, stór bein o.fl.