Djúpivogur
A A

Sýndarveruleiki

Deiliskipulag í 3D

Í tengslum við gerð nýs deiliskipulags fyrir efsta hluta Borgarlands sem nú er í auglýsingu, hefur verið smíðað gagnvirkt, tölvugert þrívíddarumhverfi. Umhverfið gefur fólki kost á því að virða fyrir sér framtíðaruppbyggingu frá ólíkum sjónarhornum af jörðu niðri.

Þetta þróunarverkefni er hluti af verkefninu Sjálfbærar borgir framtíðarinnar 2 (Cities that Sustain Us 2) sem er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps, TGJ og Háskólans í Reykjavík, unnið með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði Íslands.


Sjón er sögu ríkari
smelltu hér til að skoða

(ATH! Nota þarf Mozilla Firefox-vafrann til að opna þrívíddarumhverfið. Hægt er að nálgast nýjustu með því aðsmella hér).

DJÚPIVOGUR FRAMTÍÐARINNAR

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að móta framtíðarsýn fyrir miðbæjarsvæðið á Djúpavogi í deiliskipulagsverkefni sem ber vinnuheitið "Íbúar í forgrunni - gestir velkomnir". Áherslur þeirrar framtíðarsýnar eru fyrst og síðast mannvæn stefna í anda Cittaslow, þar sem fólk og sjálfbær þróun er sett í fyrsta sætið. Lögð er áhersla á fjölbreytileika innan svæðis, heildstæða ásýnd byggðar, tengsl við náttúru og menningu og aðskilnað gangandi og akandi umferðar en sýnt hefur verið fram á mikilvægi allra þessara þátta þegar kemur að því að skapa uppbyggilegt og heilbrigt umhverfi.

Myndbandið sýnir stöðu mála eftir fund með íbúum þann 11. maí 2018, en á þeim fundi var fundargestum boðið upp á að upplifa Djúpavog framtíðarinnar í tölvugerðum og gagnvirkum sýndarveruleika. Skipulagsvinnunni vindur áfram enda nauðsynlegt að skýr stefna liggi fyrir um þennan mikilvæga kjarna í þéttbýlinu.

Verkefnið er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps, Háskólans í Reykjavík og TGJ.