Djúpavogshreppur
A A

Skipulagsmál í kynningu / auglýsingu

20. maí 2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Áningarstaður ferðamanna í Fossárvík - breytt landnotkun

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 dags. 10 maí 2019, ásamt umhverfisskýrslu.

Skipulagsgögnin má nálgast hér fyrir neðan:

Uppdráttur

Greinargerð og umhverfisskýrsla

Tillaga að deiliskipulagi
Áningarstaður í Fossárvík - deiliskipulag

Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að deiliskipulagi vegna uppbyggingar áningarstaðar við Fossárvík frá maí 2019. Deiliskipulagstillagan nær yfir 22,1 ha lands frá Fossá að Miðásgljúfri. Við áningarstað við Nykurhyl er gert ráð fyrir allt að 90 m2 þjónustuhúsi á sérlóð ásamt 30 bílastæðum og tveimur rútustæðum. Gert er jafnframt ráð fyrir útsýnispöllum við Nykurhyl og Nykurhylsfoss. Á áningarstað á Sveinstekk er gert ráð fyrir 12 bílastæðum og einu rútustæði. Þá gerir tillagan ráð fyrir gönguleiðum við Fossá og brú yfir Miðásgljúfur. Öll uppbygging skal falla vel að landi og skulu dvalargestir fá sem best notið þeirra gæða sem umhverfið býður upp á.

Skipulagsgögnin má nálgast hér fyrir neðan:

Uppdráttur

Greinargerð


Djúpivogur - Efsti hluti Borgarlands
Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að deiliskipulagi vegna uppbyggingar íbúðarhúsa í efsta hluta Borgarlands dags. 16. maí 2019. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir byggingu sjö einbýlishúsa (allt að 250 m2 að stærð) og eins parhúss (allt að 260 m2 að stærð). Afmarkaðar eru lóðir og byggingarreitir, bílastæði og gönguleiðir.

Tillagan gerir ráð fyrir að uppbygging falli vel að nálægri byggð og lögð sé áhersla á að heildarásýnd byggðar haldi sér. Uppbygging taki mið af landi og veðráttu á svæðinu.

Skipulagsgögnin má nálgast hér fyrir neðan:

Uppdráttur

Greinargerð

Kynningargögn vegna ofangreindra skipulagsmála munu liggja frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi, til og með 4. júní 2019.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum er varða ofangreind mál skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið skipulag@djupivogur.is, eigi síðar en 4. júní 2019. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga.

Skipulagsfulltrúi Djúpavogshrepps