Djúpavogshreppur
A A

Skipulagsmál í kynningu / auglýsingu

20. desember 2018

Deiliskipulag – Hamarssel í Djúpavogshreppi

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

Uppbygging gistihúsa fyrir ferðamenn í Hamarsseli.


Deiliskipulagssvæðið er 1,1 ha að stærð og nær yfir bæjarstæði og næsta nágrenni. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir uppbyggingu tveggja gistihúsa ætluðum til útleigu til ferðamanna auk bílastæða og göngustíga.


Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi og er einnig aðgengileg á heimasíðu Djúpavogshrepps undir liðnum Skipulagsmál – mál í kynningu.

Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 20. desember 2018 til 31. janúar 2019. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á skipulag@djupivogur.is, eigi síðar en 31. janúar 2019. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga og athugasemda. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan gefins frests telst vera henni samþykkur.


Skipulagsfulltrúi Djúpavogshrepps