Djúpavogshreppur
A A

Skipulagsmál í kynningu / auglýsingu

14. nóvember 2018

Lýsing á breytingu á aðalskipulagi
Áningarstaður ferðamanna í Fossárvík - breytt landnotkun
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 vegna breyttrar landnotkunar á viðkomustað ferðamanna við Nykurhylsfoss og Nykurhyl, dags. 12. nóvember 2018.

Nálgast má lýsinguna hér fyrir neðan:

Lýsing


Kynningargögn vegna ofangreindra skipulagsmála munu liggja frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi, til og með 28. nóvember 2018.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum er varða ofangreind mál skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið skipulag@djupivogur.is, eigi síðar en 28. nóvember 2018. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga.


Sveitarstjóri

24. október 2018

Lýsing á deiliskipulagi
Eyjólfsstaðir, ferðaþjónusta
Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing á deiliskipulagi vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í landi Eyjólfsstaða í Djúpavogshreppi dags. október 2018.
Samkvæmt lýsingu er deiliskipulagsgerð ætlað að stækka núverandi tjaldsvæði, móta tillögur að gönguleiðum í nágrenni þess, afmarka tvo byggingarreiti undir aðstöðuhús og allt að 150 m2 gistihús auk þess að gera grein fyrir veitukerfum.Kynningargögn vegna ofangreindra skipulagsmála munu liggja frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi, til og með 7. nóvember 2018.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum er varða ofangreind mál skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið skipulag@djupivogur.is, eigi síðar en 7. nóvember 2018. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga.

Sveitarstjóri

24. september 2018

Hamarssel - Uppbygging gistihúsa fyrir ferðamenn

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að deiliskipulagi vegna uppbyggingar gistihúsa fyrir ferðamenn á jörðinni Hamarsseli dags. 16. ágúst 2018. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir byggingu tveggja 25 m2 gistihúsa. Einnig er afmarkaður byggingareitur fyrir viðbyggingu við eldra íbúðarhús. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir lagningu stígakerfis á nærsvæði.

Tillagan gerir ráð fyrir að uppbygging falli vel að landi, taki mið af veðráttu og vindafari og dvalargestir fái sem best notið þeirra gæða sem umhverfið býður upp á. Jafnframt verður lagt upp úr að aðgengi að húsum verði gott og falli vel að landi.

Nálgast má tillögu og uppdrætti hér fyrir neðan:


Uppdráttur

Greinargerð


Kynningargögn vegna ofangreindra skipulagsmála munu liggja frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi, til og með 4. október 2018.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum er varða ofangreind mál skal skila skriflega til sveitarstjóra Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is, eigi síðar en 4. október 2018. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga.

24. september 2018

Sveitarstjóri