Djúpivogur
A A

Djúpavogshöfn

Frá upphafi hefur sjávaútvegur verið ein af undistöðu atvinnugreinum á Djúpavogi.

Vægi þessa hefur minnkað síðastliðin ár, en fiskeldi og slátrun á eldisfiski hafa verið aukast og orðin undirstaða í atvinnu á staðnum.

Koma skemmtiferðaskipa hefur einnig aukist jafnt og þétt síðustu ár, þau koma að bryggju í Gleiðuvík eða leggjast á akkeri utan við höfnina.

Hafnarvörður er Stefán Guðmundsson, netfang port.djupivogur@mulathing.is

Djúpavogshöfn skiptist í tvær aðskildar hafnaraðstöður:

Gleiðavík (í Innri-Gleðivík) þar er 75 metra stál viðlegukantur, dýpi 9 metrar, höfnin er óvarin og þar getur verið slæm lega í óhagstæðum vindáttum. Aðkoma er mörkuð með landmerkjum
(græn ljós) og rauðum baujustaur (hafa á bakborða á innleið).

Þessi aðstaða er mest notuð af vöruskipum og litlum skemmtiferðaskipum (110 m max)

Gamla höfnin er í Djúpavogi, við Fiskimannatanga. Hún er vel varin af náttúrunnar hendi og hafnargarði. Aðsigling er afmörkuð af þremur baujum og landmerkjum (rauð ljós). Höfnin er orðin of lítil og þröng miðað við núverandi notkun.


Viðlegu/löndunarkantar eru 20+60+55 metrar stálþil, tveir löndunarkranar. Olíuafgreiðsla er á 20 metra hlutanum til að þjónusta smábáta. 60+55 metra hlutarnir eru notaðir til löndunar á fiski og eldisfiski.

Innar í höfninni er ný harðviðarbryggja 35 metra löng og 140 metra flotbryggjur (280 m. viðlega).

Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa.

Fiskmarkaður Djúpavogs, Víkurlandi 1, býður upp á ýmiskonar þjónustu m.a. íssölu (afgreitt í körum eða blásið um borð), löndunarþjónustu, slægingarþjónustu, gámafrágang, lyftaraþjónustu, köfunarþjónustu og ýmislegt fleira.

Sími: 478 8880, 843-1115, 843-1116. Netfang fmd@fmd.is. Heimasíða www.fmd.is

Var efnið hjálplegt?