Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn - 27. júní 2019Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 27.6.2019

2.aukafundur 2018-2022


Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 27. júní 2019 kl. 16:15.

Fundarstaður:Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Elísabet Guðmundsdóttir, Sigurjón Stefánsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.Sameining Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar – Önnur umræða

Í samræmi við 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 tekur sveitarstjórn til síðari umræðu framlagðar tillögur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að fylgt verði eftir þeim áherslum sem fram hafa komið á fundum samstarfsnefndar varðandi brýn verkefni í samgöngumálum með það fyrir augum að tryggja greiðfærar samgöngur innan nýs sveitarfélags.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við tillögur samstarfsnefndar og hvetur jafnframt alla íbúa til að kynna sér þær og taka þátt í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu. Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins(https://svausturland.is/) auk þess sem þær verða til kynningar og umfjöllunar m.a. á íbúafundum og öðru kynningarefni fram að kosningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:19.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Þorbjörg Sandholt, fundarritari.