Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

8. mars 2018

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 08.03.2018
43. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 8. mars 2018 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Sóley Dögg Birgisdóttir, Rán Freysdóttir, Kristján Ingimarsson, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Sóley stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fráveitumál
Farið var yfir skýrslu frá Mannvit – verkfræðistofu ásamt kostnaðaráætlun vegna fráveituframkvæmda. Valgeir Kjartansson sat fundinn undir þessum lið og fór yfir kostnaðar- og mögulega framkvæmdaáætlun. Sveitarstjórn sammála um að vinna að málinu áfram m.a. með því að kanna aðstæður við mögulegar útrásir sem fyrst með það fyrir augum að fá tilboð í verkið þegar grunnupplýsingar liggja fyrir.

2. Fundargerðir

a) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 7. febrúar 2018. Lögð fram til kynningar.
b) Viðbragðsaðilar á Djúpavogi, dags. 15. febrúar 2018. Lögð fram til kynningar.
c) Félagsmálanefnd, dags. 20. febrúar 2018. Lögð fram til kynningar.
d) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 22. febrúar 2018. Liður 1, íbúðarhúsalóð í Hammersminni 24 staðfestur. Liður 2, uppdráttur af vallarsvæði og byggingarreitur staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Skipulagsstofnun, breyting á aðalskipulagi, dags. 2. febrúar 2018. Lagt fram til kynningar.
b) Umhverfisstofnun, deiliskipulag Bragðavellir, dags. 2. febrúar 2018. Lagt fram til kynningar.
c) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Pisa 2018, dags. 2. febrúar 2018. Lagt fram til kynningar.
d) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, raforkuflutningskerfi í dreifbýli, dags. 8. febrúar 2018. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.
e) Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, uppgjör við Brú lífeyrissjóð, dags. 8. febrúar 2018. Lagt fram til kynningar.
f) Náttúruverndarsamtök Austurlands, ályktanir frá aðalfundi, dags. 14. febrúar 2018. Lagt fram til kynningar.
g) Minjastofnun, Bragðavellir – breyting á aðalskipulagi, dags. 16. febrúar 2018. Lagt fram til kynningar.
h) Minjastofnun, Bragðavellir – tillaga að deiliskipulagi, dags. 16. febrúar 2018. Lagt fram til kynningar.
i) Skipulagsstofnun, Bragðavellir – breytingar á aðalskipulagi, dags 26. febrúar 2018. Lagt fram til kynningar.
j) Umhverfisstofnun, Teigarhorn – deiliskipulag, dags. 28. febrúar 2018. Lagt fram til kynningar.
k) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, viðbótarframlag, dags. 5. mars 2018. Sveitarstjórn samþykkir greiðslu viðbótarframlags.

4. Ungt Austurland – Ályktanir af miðstjórnarfundi félagsins 2017
Lagt fram til kynningar.

5. Skoðanakönnun vegna samstarfs/sameiningar sveitarfélaga
Farið yfir skoðanakönnun sem fyrirhugað er að leggja fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn hvetur íbúa til að taka þátt þannig að niðurstöður endurspegli sem best viðhorf meirihluta íbúa.

6. Verkefnislýsing Svæðisskipulags Austurlands
Farið yfir Verkefnislýsingu svæðisskipulags Austurlands sem barst 15. febrúar 2018.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða verkefnislýsingu og er hún samþykkt samhljóða.

7. Virkjun vindorku á Íslandi
Stefnumótunar- og leiðbeiningarrit Landverndar lagt fram til kynningar.

8. Húsbyggjendastyrkur 2018
Farið var yfir reglur um eingreiðslu til húsbyggjenda í Djúpavogshreppi sem eru að mestu sambærilegar þeim sem samþykktar voru fyrir 2017. Eftir nokkrar umræður voru reglurnar staðfestar af sveitarstjórn og sveitarstjóra falið að koma þeim í kynningu.

9. Skipulags- og byggingamál

a) Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030, forkynning.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við drög að aðalskipulagi Breiðdalshrepps 2018-2030.
b) Bragðavellir - uppbygging ferðaþjónustu - breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi dags. 15. nóvember 2017, uppfærð 10. janúar 2018 og 6. mars 2018 lögð fram ásamt umhverfisskýrslu. Skipulagsstofnun veitti heimild til auglýsingar í bréf dags. 26. febrúar 2018. Sveitarstjórn samþykkir framlögð gögn og er sveitarstjóra falið að koma þeim í auglýsingu hið fyrsta.
c) Bragðavellir - uppbygging ferðaþjónustu á og nærri bæjarstæði - deiliskipulagstillaga.Tillaga að deiliskipulagi dags. 15. nóvember 2017, uppfærð 10. janúar 2018 og 6. mars 2018 ásamt umhverfisskýrslu lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir framlögð gögn og er sveitarstjóra falið að auglýsa tillöguna samhliða því sem breyting á aðalskipulagi er auglýst.
d) Steinaborg - lýsing á deiliskipulagi. Lýsing á deiliskipulagi sem fylgdi innsendu erindi TPZ dags. 19. febrúar 2018 lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir framlögð gögn og er sveitarstjóra falið að koma þeim í kynningar- og umsagnarferli hið fyrsta.

10. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir nokkrum möguleikum varðandi nýja slökkvibifreið sem fyrirhugað er að kaupa fyrir slökkviliðið 2019 samkvæmt fjárhagsáætlun.
b) Sveitarstjóri kynnti stöðuna varðandi flutning gamla golfskálans á nýjan stað á Neistavellinum þar sem hann mun standa í staða gamla skúrsins sem hefur verið fjarlægður. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við fyrsta tækifæri.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir úttekt og kostnaðaráætlun vegna viðgerða á girðingum á Berufjarðarströnd. Enn er beðið eftir greinargerð frá Vegagerðinni.
d) (Sóley vék af fundi) Sveitarstjóri kynnti endanleg drög að leigusamningi vegna löndunarhússins og tankanna við gömlu bræðsluna. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum. (Sóley kom aftur til fundar)
e) Sveitarstjóri kynnti drög að samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, stofngjald vatnsveitu, byggingarleyfisgjöld og framkvæmdaleyfisgjald í Djúpavogshreppi. Stefnt er að afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar sem fyrirhugaður er 12. apríl.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi umsókn til Orkusjóðs. Sveitarstjóra falið að vinna að verkinu áfram.
g) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum malbikunarframkvæmdum í maí, alls um 3000 ferm. á hafnarsvæðinu, við grunnskólann og ofan við Löngubúð.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

09.03.2018