Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

8. febrúar 2018

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 08.02.2018

42. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 8. febrúar 2018 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að lið 2a) yrði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fráveitumál
Farið var yfir skýrslu frá Mannvit – verkfræðistofu ásamt kostnaðaráætlun vegna fráveituframkvæmda við voginn.

2. Fundargerðir

a) Samstarfsnefnd, dags. 6. nóvember 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Félagsmálanefnd, dags. 16. janúar 2018. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 22. janúar 2018. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn SSA, dags. 22. janúar 2018. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga, dags. 26. janúar 2018. Lögð fram til kynningar.
f) Samstarfsnefnd, dags. 29. janúar 2018. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Brunavarna Austurlands, dags. 31. janúar 2018. Lögð fram til kynningar.
h) Fundur með Búnaðarfélagi Beruneshrepps 1. febrúar 2018. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 2. febrúar 2018. Lögð fram til kynningar.
j) Samráðsf. v. húsnæðisáætl. f. Austurland, dags. 6. febrúar 2018. Lögð fram til kynningar.
k) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 7. febrúar 2018. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Búnaðarfélag Beruneshrepps, lausaganga búfjár, dags. 17. janúar 2018. Þegar hefur verið brugðist við erindinu með vísan til fundargerðar frá 1. febrúar 2018.
b) Skipulagsstofnun, deiliskipulag á Teigarhorni, dags. 22. janúar 2018. Lagt fram til kynningar.
c) Skógræktin, deiliskipulag á Teigarhorni, dags. 23. janúar 2018. Lagt fram til kynningar.
d) Umhverfisstofnun, breyting á aðalskipulagi v. Bragðavalla, dags. 24. janúar 2018.
Lagt fram til kynningar.
e) Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, samstarf sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2018. Brugðist hefur verið við erindinu í samráði við SSA.
f) Björgunarsveitin Bára og Djúpavogsdeild RKÍ, dags. 1. febrúar 2018. Sveitarstjóra og oddvita falið að funda með aðilum málsins.

4. Viðauki við samning um félagsþjónustu og barnavernd.
Farið yfir viðauka við samning um félagsþjónustu og barnavernd sem gerir ráð fyrir upptöku „sænska módelsins“ í málaflokknum. Sveitarstjórn staðfestir þátttöku Djúpavogshrepps í verkefninu og felur sveitarstjóra að undirrita samning þess efnis.

5. Almenningssamgöngur – Strætisvagnar Austurlands
Farið yfir fundargerð stjórnarfundar Strætisvagna Austurlands frá 29. janúar 2018. Forsendur eru nokkuð breyttar frá því sveitarstjórn samþykkti að taka þátt í verkefninu þar sem Vopnafjarðarhreppur og Seyðisfjörður munu ekki taka þátt. Sveitarstjóra falið að undirrita samning til eins árs.

6. Skipulags- og byggingamál

a) Íþróttasvæðið í Blánni – nýtt vallarhúsnæði.
Formaður SFU kynnti tillögu að staðsetningu á nýju vallarhúsi og stærð vallarsvæðis. Sveitarstjórn staðfestir umrædda staðsetningu og uppsetningu á nýju vallarhúsnæði. Sveitarstjóra og formanni SFU falið að sjá um grenndarkynningu í samráði við skipulagsskrifstofu.
b) Gjaldskrárbreytingar
Sveitarsstjóri kynnti vinnu sem staðið hefur yfir undanfarið vegna gjaldskrárbreytinga sem fyrirhugaðar eru vegna byggingartengdra málefna.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi jarðhitaleit á Búlandsnesi en umsókn hefur verið lögð inn til Orkusjóðs.
b) Sveitarstjóri kynnti nýja íbúaskrá frá Þjóðskrá Íslands 1. desember 2017. Samkvæmt henni voru íbúar í sveitarfélaginu alls 461, karlar 18 ára og eldri 185 og konur á sama aldri 156. Börn, 17 ára og yngri voru 120.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhugaðri úttekt á girðingum á Berufjarðarströnd í framhaldi af fundi með Vegagerðinni og igna hluta bænda á svæðinu. Stefnt er að því að úttektinni verði lokið á allra næstu dögum.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir sölu eigna sveitarfélagsins. Gengið hefur verið frá sölu Borgarlands 40 sem þegar hefur verið afhent og Borgarlands 20b og 38. Þær eignir verða afhentar 1.ágúst.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

09.02.2018