Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

11. janúar 2018

 

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.01.2018

41. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. janúar 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri fór fram á að lið 3f) væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Viðauki við fjárhagsáætlun 2018 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
Lagt fram samkomulag milli Djúpavogshrepps og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga um framlög Djúpavogshrepps til A-deildar Brúar vegna samkomulags milli Bandalags háskólamanna, BSRB og Kennarasambands Íslands annars vegar og fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga hinsvegar sem undirritað var 19. september 2016. Markmið þess samkomulags var að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Samhliða þessu samkomulagi gerðu fjármála- og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samning um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar með fjárframlögum til sjóðanna, dags. 19. september 2016. Skv. 8. gr. samningsins var samningurinn gerður með fyrirvara um að hann skyldi öðlast gildi gagnvart einstökum sveitarfélögum við samþykkt viðkomandi sveitarstjórna á uppgjöri þeirra á skuldbindingum sem myndast í A-deild Brúar. Lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins byggðu að meginstefnu til á fyrrgreindu samkomulagi aðila. Framlagt samkomulag felur í sér að Djúpavogshreppur skuldbindur sig að greiða kr. 4.818.432 framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar, kr. 12.333.093 framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 1.326.831 framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar. Samtals eru þetta framlög að upphæð kr. 18.476.356 Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna áranna 2018-2021 til að mæta þessum skuldbindingum sem samkomulagið felur í sér. Sveitarstjóra falið að útfæra viðauka í samstarfi við KPMG og afgreiða hann í samræmi við sveitarstjórnarlög og fjármálareglur sveitarfélaga.“

b) Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 50.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála lánstilboð sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á afborgunum eldri lána hjá Lánasjóðinum og vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við lífeyrissjóðinn Brú sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Gauta Jóhannessyni, kt. 070364-2559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Ríkarðssafns ehf., dags.18. ágúst 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SSA, dags. 11. desember 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Félagsmálanefnd, dags. 12. desember 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 13. desember 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 15. desember 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Hafnarnefnd, dags. 15. desember 2016. Liður 1, gjaldskrá 2018 staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 15. desember 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 11. janúar 2018. Liður 1, viðauki við fjárhagsáætlun 2018, staðfestur. Liður 3, tilboð í Borgarland 40 og sala íbúða í eigu sveitarfélagsins, staðfestur. Sveitarstjóra falið að koma íbúðunum í söluferli.

3. Erindi og bréf

a) Landgræðslan, endurheimt votlendis, dags. 12. desember 2017. Lagt fram til kynningar.
b) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, dags. 13. desember 2017. Lagt fram til kynningar.
c) Skipulagsstofnun, Borgargarður, hverfisvernd, dags. 20. desember 2017. Lagt fram til kynningar.
d) Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Albert Jensson, tillaga að deiliskipulagi við Teigarhorn, dags. 7. janúar 2018. Lagt fram til kynningar.
e) Mannvirkjastofnun, vegna brunavarnaáætlunar, dags. 4. janúar 2018. Lagt fram til kynningar.
f) Íris Birgisdóttir, Kolbeinn Einarsson, tillaga að deiliskipulagi við Teigarhorn, dags. 9. janúar 2018. Lagt fram til kynningar.

4. Byggingartengd málefni

a) Kynntar tillögur að skipulagi á planinu við Kjörbúðina og gömlu kirkjuna.
b) Bragðavellir - uppbygging ferðaþjónustu - breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps
2008 - 2020. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi dags. 15. nóvember 2017, uppfærð 10. janúar 2018 lögð fram til samþykktar ásamt umhverfisskýrslu. Sveitarstjóra falið að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar og koma tillögu í auglýsingu ef athugasemdir Skipulagsstofnunar eru engar eða minniháttar.
c) Bragðavellir - uppbygging ferðaþjónustu á og nærri bæjarstæði - deiliskipulagstillaga.
Tillaga að deiliskipulagi dags. 15. nóvember 2017, uppfærð 10. janúar 2018 ásamt umhverfisskýrslu lögð fram til samþykktar fyrir auglýsingu. Sveitarstjóra er falið að auglýsa tillöguna samhliða því sem breyting á aðalskipulagi er auglýst.
d) Teigarhorn - fólkvangur og náttúruvætti - deiliskipulagstillaga.
Ábendingafrestur vegna tillögu að deiliskipulagi á Teigarhorni rann út 10. janúar 2018. Tvær ábendingar bárust. Þar sem lögum samkvæmt er ekki gert ráð að innsendum ábendingum á kynningartíma sé svarað með formlegum hætti, skal áréttað að í næsta skrefi kynningar-/samráðsferlis verður tillagan auglýst í Lögbirtingablaðinu og Fréttablaðinu. Þá gefst öllum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta tækifæri til að senda inn skriflega athugasemd og er athugasemdafrestur 6 vikur. Öllum innsendum athugasemdum þarf sveitarfélagið, lögum samkvæmt, að svara með skriflegum og rökstuddum hætti.
Þeir sem telja sig eiga hagmuna að gæta eru því eindregið hvattir til að kynna sér stöðu mála á auglýsingatíma og nýta sér eftir atvikum þann rétt sem þeir hafa til athugasemda. Á auglýsingatíma munu uppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla verða aðgengilegir á heimasíðu og á skrifstofu sveitarfélagsins auk þess sem hægt er að leita upplýsinga hjá skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að senda þeim aðilum sem sendu inn ábendingar á nýliðnum kynningartíma meðfylgjandi leiðbeiningar til áréttingar. Deiliskipulagstillaga er í umsagnarferli stofnana til 26. janúar nk. Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi dags. 15. nóvember 2017 til auglýsingar með fyrirvara að ekki komi fram meiriháttar athugasemdir á umsagnartíma stofnanna.

5. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samningi við Ferðamálastofu vegna ferða- og menningarmálafulltrúa.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

12.01.2018