Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

16. nóvember 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 16.11.2017

39. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 16. nóvember 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sigurjón Stefánsson og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2018. Heimild til hámarksútsvars er 14,52%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2018.
b) Gjaldskrár 2018 til fyrri umræðu. Gjaldskrá grunn-, leik- og tónskóla vísað til fræðslu- og tómstundanefndar. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi allra gjaldskráa vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2018. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2018. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir, samningsbundnar greiðslur o.fl. v. ársins 2018. Vísað til afgreiðslu við síðari umræðu.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2017. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af KPMG í samráði við starfshóp um fjárhagsleg málefni og með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2018. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur liðlega 30 millj. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana og starfshópi um fjárhagsleg málefni milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til frekari hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2018. Að lokinni umfjöllun var samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu 14. desember kl. 16:00.

2. Fundargerðir

a) Félagsmálanefnd, dags. 17. október 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Fræðslunefnd, skólastjórar og sveitarstjórn, dags. 18. október 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands íslands, dags. 25. október 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. október 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Hafnarnefnd, dags. 31. október 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 2. nóvember 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Brunavarna Austurlands, dags. 10. nóvember 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 13. nóvember 2017. Lögð fram til kynningar.
i) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 14. nóvember 2017. Sveitarstjóra falið að kanna möguleika á kaupum á lausum kennslustofum í samráði við formann nefndarinnar, jafnframt er þeim falið að kynna sér með hvaða hætti megi koma á dreifnámi í samráði við m.a. Austurbrú. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Stígamót, styrkbeiðni, dags. 15. október 2017. Styrkbeiðni hafnað.
b) Skipulagsstofnun, vegna Borgargarður, dags. 20. október 2017. Lagt fram til kynningar.
c) Ungt Austurland, styrkbeiðni, dags. 25. október 2017. Samþykkt að veita 30.000 kr. styrk til ráðstefnuhalds.
d) Ríkiseignir, vegna Hamarssels, dags. 31. október 2017. Lagt fram til kynningar.
e) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 1. nóvember 2017. Þegar hefur verið samþykkt að styrkja félagið.
f) Hólmfríður Haukdal og Eðvald Smári Ragnarsson, kaup eða leiga á Hammersminni 2b, dags. 1. nóvember 2017. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá leigusamningi til eins árs.
g) Skipulagsstofnun, vegna Hamarssels, dags. 9. nóvember 2017. Lagt fram til kynningar.
h) Fiskeldi Austfjarða, vegna athugasemda frá Urðarteigi, dags. 14. nóvember 2017.
Lagt fram til kynningar.

4. Hitaveita Djúpavogshrepps
Oddviti lagði til á grunni ráðgjafar þar um að Djúpavogshreppur stofni sérstakt félag undir heitinu Hitaveita Djúpavogshrepps ehf. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að annast endanlegan frágang við drög að stofnsamningi og samþykktum Hitaveitu Djúpavogshrepps ehf. sem kynnt var á fundinum. Sveitarstjórn sammála um að sveitarstjórn skipi stjórn Hitaveitu Djúpavogshrepps ehf. Oddviti lagði jafnhliða fram tilboð vegna áforma um næstu skref við frekari jarðhitaleit. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. fyrir hönd óstofnaðs félags í borholu allt að 800 m. að dýpt með fyrirvara um fjármögnun.

5. Starfsmannamál
Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu nýs atvinnu- og menningarmálafulltrúa. Umsækjendur um stöðuna voru sjö en einn dró umsókn sína til baka. Að höfðu samráði við formenn atvinnumála- og ferða- og menningarmálanefndar var ákveðið að ráða Grétu Mjöll Samúelsdóttur í starfið frá og með 1. maí. Fram að þeim tíma mun Bryndís Reynisdóttir sinna ferða- og menningarmálum í sveitarfélaginu í hlutastarfi. Bryndís hefur áður sinnt starfi ferða- og menningarmálafulltrúa og þekkir því vel til málaflokksins. Rúnar Matthíasson hefur einnig verið ráðinn sem landvörður á Teigarhorni (70%) og úttektaraðili byggingarfulltrúa / eftirlitsaðili með viðhaldi fasteigna Djúpavogshrepps (30%), samtals 100% starf. Sveitarstjórn býður þau velkomin til starfa og hlakkar til góðs samstarfs við þau.

6. Ályktanir aðalfundar SSA 2017
Lagðar fram til kynningar.

7. Bygginga- og skipulagsmál

a) Bragðavellir - uppbygging ferðaþjónustu - breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi dags. 15. nóvember 2017 lögð fram til samþykktar. Sveitarstjóra falið að kynna tillöguna og senda hana til umsagnaraðila.
b) Bragðavellir - uppbygging ferðaþjónustu á og nærri bæjarstæði - deiliskipulagstillaga. Tillaga að deiliskipulagi dags. 15. nóvember 2017 lögð fram til samþykktar. Sveitarstjóra falið að kynna tillöguna og senda hana til umsagnaraðila.
c) Teigarhorn - breytt landnotkun og færsla Hringvegar - breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020. Breyting á aðalskipulagi var auglýst í sl. sumar og bárust tvær athugasemdir. Þann 8. september 2017 óskaði Djúpavogshreppur eftir að Vegagerðin skoðaði tillögu að breyttri veglínu, sem samræmis stefnu sveitarfélagsins, um Eyfreyjunes og við Framnes. Vegagerðin sendi 15. nóvember 2017 frumhönnun á breyttri veglínu. Sveitarstjórn samþykkir framlagða veglínu Vegagerðarinnar frá 15. nóvember 2017 og felur sveitarstjóra að svara framkomnum athugasemdum og senda uppfærð gögn til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
d) Teigarhorn - fólkvangur og náttúruvætti - deiliskipulagstillaga.
Tillaga að deiliskipulagi dags. 15. nóvember 2017 lögð fram til samþykktar. Sveitarstjóra falið að kynna tillöguna og senda hana á umsagnaraðila.
e) Borgargarður 1 (Borgargerði) – hverfisvernd – breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 20. október 2017 við tillögu dags. 13. september 2017. Sveitarstjórn samþykkir uppfærslu á tillögu dags. 16. nóvember 2017. Sveitarstjóra falið að senda uppfærða tillögu til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

8. Samantekt samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna bókunar 1 í kjarasamningi aðila
Lögð fram til kynningar.

9. Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Djúpavogshrepps
Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um stöðu málsins.

10. Málefni Djúpavogsskóla
Þorbjörg víkur af fundi. Sveitarstjóri kynnti minnisblað sveitarstjóra sem hann hafði tekið saman vegna samreksturs leik-, grunn- og tónskóla á Djúpavogi. Að höfðu samráði við fræðslu- og tómstundanefnd og stjórnendur leik- og grunnskóla samþykkir sveitarstjórn að frá og með áramótum verði reknir tveir skólar á Djúpavogi, Leikskólinn Bjarkatún og Djúpavogsskóli sem hvort tveggja verður grunn- og tónlistarskóli. Þorbjörg kemur aftur til fundar.

11. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna aukinna ökuréttinda fyrir slökkviliðsmenn. Sveitarstjórn sammála um að fela sveitarstjóra að vinna að lausn málsins í samráði við Brunavarnir Austurlands.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sem staðið hafa yfir við Íslenska gámafélagið vegna sorphirðu í sveitum.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir félagsstarfi í Tryggvabúð og fyrirhuguðum breytingum á opnunartíma en gert er ráð fyrir að frá og með áramótum verði opnað kl. 11:00 en mögulega opið lengur einhverja daga eftir hádegið ef þurfa þykir.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að nýjum reglum vegna leiguhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins sem stefnt er að því að taki gildi frá og með næstu áramótum.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir staðsetningu nytjamarkaðar í bræðslunni. Gert er ráð fyrir að nytjamarkaðurinn verði settur upp í sýningarrýminu sem „Rúllandi snjóbolti“ hefur verið í fram til þessa, til reynslu fram til vors, í samstarfi við Foreldrafélag Djúpavogsskóla.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti með stjórnendum og fulltrúum kennara úr grunnskólanum varðandi Vegvísi – bókun 1. Fram kom að vel hefur gengið að koma ýmsum umbótum á í skólanum og lýstu fundarmenn ánægju með hvernig til hefur tekist.
g) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við siglingasvið Vegagerðarinnar vegna skástífa sem enn á eftir að setja á nýju trébryggjuna. Stefnt er að því að ljúka því verki hið fyrsta.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

20.11.2017