Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

14. september 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.09.2017

37. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14. september 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri óskaði eftir að liður 2b) yrði tekinn á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni – Fjárhagsáætlun 2018

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
Stefnt er að því að hún verði tekin til fyrri umræðu á nóvemberfundi sveitarstjórnar.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 15. ágúst. 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Landbúnaðarnefnd, dags. 21. ágúst 2017. Liður 1, Skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 25. ágúst 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Hafnarnefnd, dags. 29. ágúst 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 29. ágúst 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 1. september 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 6. september 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 6. september 2017. Lögð fram til kynningar.
i) Fundur um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar f. Austurland, dags. 7. september 2017. Lögð fram til kynningar.
j) Aðalfundur Kvennasmiðjunnar ehf., dags. 11. september 2017. Lögð fram til kynningar.
k) Stjórn Samtaka sjávarútvegsveitarfélaga, dags. 11. september 2017. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Þjóðskrá Íslands, Tilkynning um fasteignamat 2018, dags. 12. júlí 2017. Lagt fram til kynningar.
b) Vegagerðin, úthlutun úr styrkvegasjóði, dags. 24. júlí 2017. Sveitarfélaginu var úthlutað 1.200.000 kr. úr styrkvegasjóði 2017. Styrknum hefur m.a. verið varið til framkvæmda í Bragðavalladal með það fyrir augum að létta undir með gangna- og hreindýraveiðimönnum.
c) Þór Vigfússon, athugasemd v. Verndarsvæði í byggð, dags. 31. júlí 2017. Sveitarstjórn þakkar góðar ábendingar og athugasemdir sem brugðist hefur verið við.
d) Ágústa Arnardóttir, nytjamarkaður, dags. 2. ágúst 2017. Sveitarstjórn lýst vel á hugmyndina um að stuðla að því að komið verði upp nytjamarkaði e.t.v. í samvinnu við t.d. Rauða krossinn, Neista, grunnskólanemendur eða aðra. Ferða- og menningarmálafulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
e) Skipulagsstofnun, deiliskipulag í landi Blábjarga, dags. 3. ágúst 2017. Lagt fram til kynningar.
f) Alda Snæbjörnsdóttir, styrkbeiðni, dags. 6. ágúst 2017. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja útgáfu bókarinnar: “Djúpavogshreppur, þjóðsögur og sagnir” um 500.000 kr.
g) Svavar Eysteinsson, veggirðing í landi Karlsstaða, dags. 14. ágúst 2017.
Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu í samráði við Vegagerðina.
h) Samband ísl. sveitarfélaga, kostnaðarþátttaka vegna kjaramálavinnu, dags. 18. ágúst 2017. Lagt fram til kynningar.
i) Vegagerðin, svör Vegagerðarinnar vegna athugasemda við breytingu á aðalskipulagi, dags. 1. september 2017. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir er fram hafa komið er varðar veglínu ofan þjóðvegar við Eyfreyjunes og hefur nú þegar sett fram óskir til Vegagerðarinnar um að kanna nýjan veglínukost frá Eyfreyjunesvík í beinni línu að þjóðvegi í austur, sem var meðal valkosta á fyrri stigum. Jafnhliða verði leitast við í nánari deiliskipulagsgerð að mæta athugasemdum sem fram hafa komið vegna stærðar áningastaðar í landi Djúpavogshrepps við Eyfreyjunesvík.
j) Ásdís H. Benediktsdóttir, vargfugl í námunda við fiskeldi, dags. 10. september 2017. (Sóley vék af fundi.) Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur vegna þeirra athugasemda sem koma fram í bréfinu sem er skrifað fyrir hönd landeigenda að Urðarteigi. Þau neikvæðu umhverfisáhrif af máffuglum sem sækja í miklu magni inn á athafnasvæði fiskeldisins við Glímeyri og nærsvæði, auk annarra athugasemda sem fram koma í bréfi landeigenda ber að taka alvarlega. Sveitarstjóra falið að kalla eftir viðbrögðum frá Fiskeldi Austfjarða þar sem fulltrúum fyrirtækisins verði gert að svara með skriflegum hætti þeim athugasemdum og spurningum sem fram koma í bréfi landeigenda að Urðarteigi. Svör liggi fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar. Sömuleiðis verði kallað eftir viðbrögðum frá viðeigandi eftirlitsstofnunum vegna þeirra athugasemda sem fram koma í bréfinu. Framtíð fiskeldis við Berufjörð á allt undir að lífríki og umhverfi sé sýnd tilhlýðileg virðing. (Sóley kemur aftur til fundar.)
k) Íbúar við Hamra, Vigdísarlundur, 11. september 2017. Sveitarstjórn fagnar frumkvæði íbúa við Hamra að því að endurbæta umhverfið í Vigdísarlundi. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samráði við íbúa.
l) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, auglýsing umsóknar um byggðakvóta, dags. 11. september 2017. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.
m) Hrafnhildur Kristjánsdóttir, meðmæli, dags. 12. september 2017. Vísað til landbúnaðarnefndar.

4. Bygginga- og skipulagsmál

a) Verndarsvæði í byggð – Verndarsvæðið við Voginn
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða tillögu að verndarsvæði í byggð dags. 13. júlí 2017 og uppfærða 14. september 2017 ásamt greinargerð og uppdráttum.Verndarsvæðið er 7,5 ha landspilda og myndar megin kjarnann í miðsvæði kauptúnsins, sem nýtur hverfisverndar skv. Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Með tillögu um Verndarsvæðið við Voginn verður verndargildi svæðisins fest í sessi. Tillagan ásamt fylgigögnum var auglýst sbr. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og 2. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016.Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda tillögu ásamt fylgigögnum til staðfestingar ráðherra hið fyrsta, sbr. 7. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
b) Hverfisvernd - Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 er tekur til hverfisverndar á lóðinni Borgargarði 1 og nágrennis. Breytingin felst í að lóðin Borgargarður 1 er afmörkuð í samræmi við hnitsetningu á lóðarleigusamningi dags. 12. september 2017. Við það minnkar skilgreint íbúðarsvæði til austurs og vesturs og er lit landnotkunarflokks utan lóðar breytt til samræmis við það, úr íbúðarsvæði í óbyggt svæði. Allt svæðið nýtur nú hverfisverndar.
Um er að ræða stærsta óraskaða búsetulandslag innan þéttbýlismarka Djúpavogs og telur sveitarstjórn að tillaga að breytingu sé til þess fallin að styrkja þá heildsteyptu verndarstefnu sem kemur fram í gildandi aðalskipulagi. Sveitarstjórn telur því að hér sé um að ræða óverulega breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020, sbr. 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 dags. 13. september 2017 til staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er sveitarstjóra falið að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar, sbr. 2. mgr. 32. gr. sömu laga.

5. Starfsmannamál

Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarmálafulltrúi, hefur sagt upp störfum. Stefnt er að því að starf atvinnu- og menningarfulltrúa verði auglýst hið fyrsta. Einnig hefur Sævar Þór Halldórsson, staðarhaldari á Teigarhorni sagt upp starfi sínu. Dröfn Freysdóttir hefur verið ráðin í 20% starf í Tryggvabúð þar sem hún mun skipuleggja og stjórna tómstundastarfi í samráði við heldri borgara. Dröfn er með próf í tómstunda- og félagsmálafræði með áherslu á félags- og tómstundastarf eldri borgara. Maciej Pietruńko hefur verið ráðinn tímabundið til að leysa af sem þjálfari hjá Neista vegna fæðingarorlofs. Maciej hefur lokið mastersprófi í ferðamála- og tómstundafræði frá íþróttaháskólanum í Poznan og hefur mikla reynslu af störfum með börnum og unglingum.

6. Málefni Löngubúðar

Leigusamningur við núverandi rekstaraðila Löngubúðar rennur út í árslok. Sveitarstjóra falið að endurskoða skilmála sem í gildi hafa verið og auglýsa í framhaldinu reksturinn til leigu í samráði við formann ferða- og menningarmálanefndar og stjórn Ríkarðshúss.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum sem orðið hafa á sorphirðu og flokkun í kjölfar m.a. stóraukinna umsvifa í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Ljóst er að taka þarf gjaldtöku og fyrirkomulag til endurskoðunar. Sveitarstjóra, formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar ásamt forstöðumanni áhaldahúss falið að vinna að málinu með það fyrir augum að ný gjaldskrá og endurbætt skipulag taki gildi frá og með næstu áramótum. Jafnhliða verði óskað eftir sérstökum fundi með fulltrúum Gámaþjónustunnar um heildstæða framtíðarlausn varðandi málaflokkinn.
b) Sveitarstjóri fór yfir vinnu sem staðið hefur yfir vegna sameiningarviðræðna Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Næsti fundur sameiningarnefndar með fulltrúum allra sveitarfélaganna verður haldinn 18. september.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir mögulegum malbikunarframkvæmdum ofan við Löngubúð. Ekki var gert ráð fyrir umræddum framkvæmdum í fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn sammála um nauðsyn þess að grípa tækifærið nú þegar malbikunarflokkur er á ferðinni. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði rúmar 5 millj. Sveitarstjóra falið að ganga frá viðauka vegna framkvæmdarinnar sem lagður verður fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat og boðað var til af félögum sauðfjárbænda á Austurlandi á Arnhólsstöðum í Skriðdal þriðjudaginn 29. ágúst sl.
Gestir fundarins voru m.a. fulltrúar frá Landssamtökum sauðfjárbænda, Bændasamtökum Íslands og einnig fulltrúar afurðastöðva sem taka við sláturfé af svæðinu. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps vill af þessu tilefni lýsa áhyggjum af þeirri óljósu stöðu sem nú er uppi í sauðfjárrækt í landinu. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd falið að vinna sameiginlega að greiningu á mögulegum áhrifum á dreifbýli Djúpavogshrepps vegna þeirra breytingum sem boðaðar hafa verið af hálfu stjórnvalda og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirspurn vegna skráningu íbúða inn á athafnasvæðum.
Form. SFU falið að kanna möguleika á breytingu á skipulagi hvað þetta varðar í samráði við skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sem átt hafa sér stað vegna mögulegra breytinga á rekstri Djúpavogsskóla. Skólastjórnendur hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórn. Samþykkt að sveitarstjóri boði til fundarins við fyrstu hentugleika.
g) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum fundi með fulltrúum frá Mannvit m.a. vegna stöðu byggingarfulltrúa og hönnunar viðbyggingar/endurbóta á Grunnskóla Djúpavogs.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

19.09.2017