Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

13. júlí 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 13.07.2017

36. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. júlí 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Sóley stjórnaði fundi.
Fundarstjóri óskaði eftir að liður 5 yrði tekinn fyrstur á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 20. maí 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 7. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi, dags. 13. júní 2017. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í „Eldvarnabandalaginu“. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
d) Sveitar- og bæjarstjórar á Austurlandi vegna gerðar sameiginlegrar húsnæðisáætlunar, dags. 14. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 19. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 19. júní 2017. Lögð fram til kynningar
g) Stjórn SSA, dags. 20. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Félagsmálanefnd, dags. 21. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
i) Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 21. júní 2017. Liður 1, sveitarstjóra falið að kanna hvaða breytingar það hefði í för með sér að slíta samrekstri leik- og grunnskóla og hvernig það yrði best útfært. Liður 2, staðfestur.
j) Skipulags-, framkvæmda, og umhverfisnefnd, dags. 22. júní 2017. Liður 8, sveitarstjóra falið að yfirfara gildandi leigusamninga í samræmi við ábendingar nefndarinnar.
k) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
l) Stjórn Kvennasmiðjunnar, dags. 30. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
m) Stjórn SSA, dags. 5. júlí 2017. Lögð fram til kynningar.
n) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 7. júlí 2017. Lögð fram til kynningar.
o) Hafnarnefnd, dags. 12. júlí 2017. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Sóknarnefnd Djúpavogskirkju, kirkjugarðurinn á Hálsi, dags. 27. apríl 2017.
Sveitarstjórn staðfestir að Djúpavogshreppur taki ábyrgð á og sinni umsjón með kirkjugarðinum á Hálsi í Hamarsfirði hér eftir. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að hafa samráð við Kirkjugarðaráð og Minjastofnun varðandi næstu skref.
b) Eðvald Smári Ragnarsson, göngustígur, dags. 22. júní 2017. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
c) Íris Birgisdóttir, athugasemdir vegna færslu hringvegar, dags. 26. júní 2017. Lagt fram til kynningar.
d) Umhverfisstofnun, umsögn vegna deiliskipulags á Blábjörgum, dags. 27. júní 2017. Lagt fram til kynningar.
e) Skipulagsstofnun, lýsing fyrir deiliskipulagstillögu – Stórsteinar, dags. 28. júní 2017. Lagt fram til kynningar.
f) Fornleifastofnun, tilboð í skráningu fornleifa á Búlandsnesi, dags. 30. júní 2017.
Sveitarstjórn sammála um að taka tilboði Fornleifastofnunar og gera jafnframt ráð fyrir fjárveitingu vegna verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
g) Foreldrar barna fædd 2016 og 2017, leikskólamál, dags. 1. júlí 2017. Miðað við stöðuna í dag er enginn biðlisti við leikskólann og eitt pláss laust í haust. Stefnt er að því að hönnun viðbyggingar við grunnskólann hefjist á þessu ári. Gert er ráð fyrir deild úr leikskólanum þar innanhúss. Með því er vonast til að biðlistar vegna leikskólans verði úr sögunni. Sveitarstjórn er meðvituð um þá stöðu sem er uppi og mun hér eftir sem hingað til hafa málefni barnafjölskyldna í fyrirrúmi.
h) Skúli Benediktsson, sandkassaleikur á bakka, dags. 3. júlí 2017. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar
i) Umhverfisstofnun, Stórsteinar, dags. 3. júlí 2017. Lagt fram til kynningar.

3. Byggingar- og skipulagsmál

a) Búland 9 - Ás
Umsókn um leyfi til að rífa efri hæðina á Ási með það fyrir augum að byggja ofan á neðri hæðina aftur verði það mögulegt. Leitast verður við að ganga þannig frá því sem eftir stendur að ekki stafi hætta af. Leitað hefur verið eftir umsögn Minjastofnunar um framkvæmdina sem ekki gerir athugasemd við hana. Sveitarstjórn staðfestir leyfi til framkvæmdarinnar.
b) Blábjörg
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagt deiliskipulag í landi Blábjarga. Deiliskipulagstillaga var auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu 16. maí 2017, og lágu gögnin frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess að vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins (www.djupivogur.is). Frestur til athugasemda var til og með 27. júní 2017. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Ríkiseignum og Umhverfisstofnun. Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar umsagnir. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda deiliskipulag dags. 10. maí 2017 m.s.br. til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
c) Stórsteinar
Umsóknarfrestur vegna lýsingar á deiliskipulagstillögu rann út 4. júlí. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
d) Teigarhorn
Frestur til athugasemda og ábendinga vegna breytingar á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Breytt landnotkun í landi Teigarhorns og Djúpavogshrepps við Eyfreyjunes, og færsla Hringvegar nærri bæjarstæði á Teigarhorni og fyrir Eyfreyjunesvík rann út 27. júní. Tvær athugasemdir bárust og var óskað eftir viðbrögðum frá Vegagerðinni vegna þeirra með bréfi 7. júlí.
e) Verndarsvæði í byggð – Verndarsvæðið við voginn
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að verndarsvæði í byggð dags. 13. júlí 2017 ásamt greinargerð og uppdráttum. Verndarsvæðið er 7,5 ha landspilda og myndar megin kjarnann í miðsvæði kauptúnsins, sem nýtur hverfisverndar skv. Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Með tillögu um Verndarsvæðið við Voginn verður verndargildi svæðisins fest í sessi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma tillögunni í auglýsingu hið fyrsta, sbr. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Sveitarstjórn lýsir sérstakri ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið í þetta verkefni af hálfu þeirra sem komið hafa að málinu.
4. Sparkvöllur
Sveitarstjóri kynnti tilboð vegna gúmmískipta á sparkvelli við íþróttahúsið. Samþykkt að taka tilboðinu og sveitarstjóra falið að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar. Kristján Ingimarsson gerir athugasemdir við framkvæmdina og greiðir henni ekki atkvæði sitt í ljósi þess að engar upplýsingar liggi fyrir um skaðsemi þess efnis sem er á vellinum og skaðleysi þess efnis sem á að koma í staðinn.

5. Fiskeldi og vinnsla
Sóley Dögg Birgisdóttir og Kristján Ingimarsson viku af fundi. Þeirra sæti tóku Andrés Skúlason og Sigurjón Stefánsson. Kynnt var minnisblað vegna atvinnuuppbyggingar við hafnarsvæðið í Innri-Gleðivík á Djúpavogi frá Löxum ehf. Sveitarstjóra falið að ganga til viðræðna við Laxa ehf. í samráði við sveitarstjórn með það fyrir augum að samningur um atvinnuuppbyggingu liggi fyrir til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar. AS og SS yfirgefa fundinn SDB og KI koma aftur til fundar.

6. Sumarleyfi sveitarstjórnar 2017
Sumarleyfi ákveðið frá 15. júlí til 30. ágúst. Gerist þess þörf er þó heimilt að boða til aukafunda á tímabilinu.

7. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi
Sveitarstjóri kynnti samning við Orkufjarskipti ásamt framkvæmdalýsingu vegna lagningar ljósleiðara í Djúpavogshreppi. Samningurinn staðfestur af sveitarstjórn. Stefnt er að því að hefja lagningu ljósleiðara í haust og að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins alls verði lokið eigi síðar en 2020.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir lokun skrifstofu vegna sumarleyfa. Skrifstofan verður lokuð frá 24. júlí og opnar aftur 21. ágúst.
b) Sveitarstjóri fór yfir vinnu sem staðið hefur yfir vegna sameiningarviðræðna Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðhaldsvinnu sem unnin hefur verið undanfarið á Löngubúð og fyrirhuguð er á húsnæði sveitarfélagsins í Borgarlandi.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat 11. júlí 2017 á Breiðdalsvík þar sem til umfjöllunar var lokaskýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á framtíðarskipan byggðakvóta. Sveitarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við tillögur starfshópsins og felur sveitarstjóra að bregðast við þeim formlega.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi vegna „Rúllandi snjóbolti/9“ sem opnar 15. júlí.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

17.07.2017