Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

15. júní 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 15.06.2017

35. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. júní 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Sóley stjórnaði fundi. 

Fundarstjóri óskaði eftir að liður 2a yrði tekinn á dagskrá.  Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:   

1. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 16. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

b) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 19. maí 2017. Lögð fram til kynningar

c) Aðalfundur Cruise Iceland, dags. 19. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

d) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 23. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

e) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 24. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

f) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

g) Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 7. júní 2017. Liður 2, skóladagatal, staðfestur. 

Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

h) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 7. júní 2017. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn vegna rekstrarleyfis – Sjónarhraun ehf., afgreiðslu var frestað á fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2017.   Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til handa Sjónahrauni ehf.

b) SSA, vegna aðalfundar 2017, dags. 5. maí 2017. Lagt fram til kynningar.

c) Þjóðskjalasafn Íslands, reglugerð um héraðsskjalasöfn, dags. 8. maí 2017. Lagt fram til kynningar.

d) Þórhallur Pálsson, vegna Stekkáss í Fossárdal, dags. 14. maí 2017. Erindi vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar. 

e) Atvinnuvegaráðuneytið, deiliskipulag við Blábjörg, dags. 16. maí 2017. Lagt fram til kynningar.

f) Sveitarfélagið Hornafjörður, vegna sorphirðu, dags. 19. maí 2017. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.

g) Ríkiseignir, deiliskipulag við Blábjörg, dags. 22. maí 2017. Lagt fram til kynningar.

h) Ágústa Arnardóttir, vegna leiksvæðis, dags. 23. maí 2017.  Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með frumkvæðið og hugmyndina.  Formanni fræðslu- og tómstundanefndar falið að fylgja verkefninu eftir í samráði við skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd.

i) Vegagerðin, salerni á áningarstöðum, dags. 24. maí 2017. Lagt fram til kynningar.

j) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn vegna rekstrarleyfis – Krákhamar ehf., dags. 30. maí 2017. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til handa Krákhamri ehf.

k) Umhverfisstofnun, tillaga að breytingu á aðalskipulagi við Teigarhorn, dags. 30. maí 2017.  Lagt fram til kynningar.

l) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn vegna rekstrarleyfis – Havarí ehf. 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til handa Havarí ehf.

m) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn vegna rekstrarleyfis – Baggi ehf., dags. 7. júní 2017. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við útgáfu rekstarleyfis til handa Bagga ehf.

m) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn vegna rekstrarleyfis – Goðaborg NK 1 ehf., dags. 9. júní 2017. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við útgáfu rekstarleyfis til handa Goðaborg NK 1 ehf.

n) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, ársskýrsla, ódagsett. Lögð fram til kynningar.

3. Byggingar- og skipulagsmál

a)  Deiliskipulag - Lýsing- Uppbygging frístundabyggðar á Stórsteinum í landi Múla í Djúpavogshreppi.

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða skipulagslýsingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar frístundabyggðar á Stórsteinum í landi Múla í Djúpavogshreppi dags. 15. júní 2017. Lýsingin verður kynnt með dreifibréfi sem sent verður til eigenda/ábúenda nærliggjandi jarða 19. júní 2017. Auk þess verður tilkynning hengd upp í Kjörbúðinni og Við Voginn. Ábendingafrestur er veittur til og með 4. júlí 2017. Sveitarstjórn telur að deiliskipulagið falli vel að markmiðum og sé í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Sveitarstjóra verður falið að senda lýsinguna til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar. Óskað verður eftir athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar eru fyrir 18. júlí 2017.

b) Frumdrög að skipulagi við Bjargstún og Við Voginn lögð fram til kynningar.

c) Frumtillaga að gönguleið á miðsvæði.  Sveitarstjórn sammála um að ráðast í framkvæmdina við fyrsta tækifæri og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

d) Greinargerð vegna verndarsvæðis í byggð lögð fram til kynningar.

4. Sparkvöllur

Tilboð vegna verðkönnunar með Fjarðabyggð, Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystri verða opnuð 21. júní.  Ákvörðun um framkvæmdir verður tekin í framhaldinu.

5. Fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfund SSA 29. og 30. september á Breiðdalsvík.

Tveir aðalmenn

Sóley Dögg Birgisdóttir Þorbjörg Sandholt

 og tveir til vara

Rán Freysdóttir Kári Snær Valtingojer

6. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi

Sveitarstjóri kynnti drög að samningi við Orkufjarskipti vegna lagningu ljósleiðara í Djúpavogshreppi.  Stefnt er að því að hefja lagningu ljósleiðara í haust og að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins alls verði lokið eigi síðar en 2020.  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum á grundvelli framlagðra draga og kynna endanlegan samning ásamt nákvæmari framkvæmdaáætlun á næsta fundi sveitarstjórnar.

7. Opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar

Opnunartími íþróttamiðstöðvar hefur verið styttur þar sem erfiðlega hefur gengið að ráða starfsfólk.  Áfram verður leitað allra leiða til að manna miðstöðina.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a)   Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat á Egilsstöðum varðandi gerð húsnæðisáætlana fyrir sveitarfélög.

b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með fulltrúum SAF annarsvegar og ráðherrum hins vegar varðandi ferðamál.

c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála hjá áhaldahúsinu í sumar.  Mun færri unglingar eru við störf en undanfarin sumur og á hið sama við um flokksstjóra.  Það og stóraukinn fjöldi ferðafólks með tilheyrandi álagi á nærumhverfið, sorphirðu og flokkun gerir það að verkum að erfiðara verður að sinna hefðbundnum sumarverkefnum og ekki mögulegt að koma til móts við beiðnir um viðbótarþjónustu svo sem garðslátt eins og verið hefur.

d) Sveitarstjóri fór yfir vinnu sem staðið hefur yfir vegna sameiningarviðræðna Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps.  Stefnt er að vinnufundi vegna málsins fljótlega þar sem farið verður yfir framlögð gögn frá verkefnisstjórn KPMG með það fyrir augum að kynningarefni fyrir íbúa verði tilbúið fyrir opinn íbúafund snemma í haust.

e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Vegagerðina vegna girðingamála á Berufjarðarstönd.

f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðu viðhaldi á götum í bænum.  Stefnt er að því að holufylla eftir þörfum og yfirlagningu þar sem hjá því verður ekki komist.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:15.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

19.06.2017