Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

11. maí 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.05.2017

34. fundur 2014-2018

 

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Kristján Ingimarsson, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Sóley stjórnaði fundi.
Fundarstjóri óskaði eftir að liðir 3l og 3m yrðu teknir á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2016 – síðari umræða.
Helstu niðurstöður ársreiknings 2016 eru, í þús. króna.

 

Rekstur A og B hluta  
Rekstrartekjur 587.757
Rekstrargjöld -536.294
Afkoma fyrir fjármagnsliði 51.464
Fjármagnsliðir -22.391
Tekjuskattur 164
Rekstrarniðurstaða 29.237
   
Rekstur A hluta  
Rekstrartekjur 528.726
Rekstrargjöld -504.045
Afkoma fyrir fjármagnsliði  24.681
Fjármagnsliðir  -20.544
Rekstrarniðurstaða  4.138
   
Eignir A og B hluta  
Varanlegir rekstrarfjármunir  708.460
Áhættufjármunir og langtímakröfur  32.922
Óinnheimtar skatttekjur   16.087
Aðrar skammtímakröfur   20.647
Handbært fé   33.946
Eignir samtals   812.063
   
Eignir A hluta  
Varanlegir rekstrarfjármunir   428.135
Áhættufjármunir og langtímakröfur   55.422
Óinnheimtar skatttekjur   16.087
Aðrar skammtímakröfur  19.868
Handbært fé   28.418
Eignir samtals  547.930
   
Eigið fé og skuldir A og B hluta  
Eiginfjárreikningar   366.582
Skuldbindingar   3.708
Langtímaskuldir   322.426
Skammtímaskuldir 119.347
Eigið fé og skuldir samtals  812.063

 

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

2. Fundargerðir

a) Ungmennaráð, dags. 23. febrúar 2017. Samþykkt fyrir Ungmennaráð Djúpavogshrepps samþykkt. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 27. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Starfa, dags. 31. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Aðalfundur Starfa, dags. 31. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 5. apríl 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 18. apríl 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 28. apríl 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Landbúnaðarnefnd, dags. 4. maí 2017. Liður 1, yfirlýsing v. Hamarssels staðfestur. Liður 2 vegna refa- og minkaveiði staðfestur.
i) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 10. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Þjóðskrá Íslands, stofnun lóðar – Berufjörður vegsvæði, dags. 1. mars 2017. Samþykkt samhljóða.
b) Þjóðskrá Íslands, stofnun lóðar – Lindarbrekka vegsvæði, dags. mars 2017. Samþykkt samhljóða.
c) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, minnisblað, dags. 8. apríl 2017. Lagt fram til kynningar.
d) Sýslumaðurinn á Austurlandi, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis, (Gauti víkur af fundi) dags. 10. apríl 2017. Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis vegna Adventura ehf. (Gauti kemur aftur til fundar).
e) Bæjar- og sveitarstjórar, Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, dags. 24. apríl 2017. Sveitarstjórn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfinu varðandi frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, umsögn um fjármálaáætlun, dags. 26. apríl 2017. Lagt fram til kynningar.
g) Ársreikningur Hafnasambands Íslands, dags. 2. maí 2017. Lagður fram til kynningar.
h) Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 2. maí 2017. Lagður fram til kynningar.
i) Smári Kristinsson, stofnun lóðar á Þvottá, dags. 4. maí 2017. Skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins falið að bregðast við erindinu.
j) Minjastofnun, styrkveiting vegna Faktorshúss, dags. 5. maí 2017. Veittur er 2 millj. kr. styrkur til hönnunar á útitröppum og palli.
k) Minjastofnun, styrkveiting vegna Gömlu kirkjunnar, dags. 5. maí 2017. Veittur er 5 millj. kr. styrkur vegna þaks á kirkjuskipi, forkirkju og kórs.
l) Félag eldri borgara á Djúpavogi, áskorun v. flugbrautar, dags. 5. maí 2017. Sveitarstjórn er sammála eldri borgurum um að mikilvægt sé að skemmdir séu ekki unnar á flugbrautinni með óþarfa umferð enda mikið öryggisatriði að flugbrautin sé nothæf í neyðartilvikum. Sveitarstjóra falið að fylgja erindinu eftir. Í skoðun er að gera vegslóða meðfram brautinni svo ekki sé farið inn á hana. Í annan stað er staðan sú að flugvöllurinn á Djúpavogi hefur ekki stöðu sjúkraflugvallar lengur þar sem þær flugvélar sem notaðar eru til sjúkraflugs í dag geta ekki lent á vellinum. Sveitarstjóra og form. SFU falið að ræða við rekstaraðila vallarins um stöðu vallarins og lausnir sem legið hafa á borðinu varðandi að stýra umferð fram hjá vellinum með lítilsháttar aðgerðum. .
m) Sýslumaðurinn á Austurlandi, beiðni um umsókn vegna rekstrarleyfis, dags. 9. maí 2017. Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis vegna Ferðaþjónustunnar í Fossárdal ehf.

4. Byggingar- og skipulagsmál

a) Varða 9 – Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar og unnið er að stofnun lóðarinnar.
b) Göngugata um Bakka – Farið yfir framlagða tillögu vegna göngustígs um Bakka sem áður hefur verið fjallað um í SFU og í sveitarstjórn. Sveitarstjórn er sammála því að til reynslu í sumar verði framkvæmt á grunni tillögunnar sem gengur út á að aðskilja gangandi og akandi umferð um Bakka svo tryggja megi skilvirkara flæði og öryggi í ljósi aukinnar umferðar um svæðið.
c) Tjaldsvæði 1. áfangi - Frumdrög dags. 8. apríl 2017 lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn er sammála um að á þessum grunni verði unnið áfram að nánari útfærslum og framkvæmd í samstarfi við TGJ.
d) Karlsstaðir – Sveitarstjóri kynnti staðfestingu Skipulagsstofnunar á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Byggingarleyfi dags. 25. apríl 2017 staðfest.
e) Blábjörg - Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í landi Blábjarga í Djúpavogshreppi dags. 10. maí 2017.
Sveitarstjórn samþykkti lýsingu að deiliskipulaginu á fundi 15. desember 2016. Áður hafði sveitarstjóra, að höfðu samráði við sveitarstjórn, verið falið að senda lýsinguna til kynningar til eigenda/ábúenda nærliggjandi jarða. Ábendingafrestur var veittur frá 7. til 19. desember 2016. Engar ábendingar bárust. Jafnframt var sveitarstjóra falið að senda lýsinguna til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar (umsögn barst 5. janúar 2017), Minjastofnunar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Rarik, Mílu og Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Óskað var eftir athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar væru fyrir 10. janúar 2017. Þá barst athugasemd frá Ríkiseignum dags. 16. janúar 2017.
Sveitarstjórn samþykkir að kynna framlagða tillögu. Er sveitarstjóra falið að setja framlagða tillögu í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda tillöguna til umsagnar eftirfarandi stofnana á auglýsingatíma: Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, Ríkiseigna og Umhverfisstofnunar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda eigendum/ábúendum nærliggjandi jarða kynningarbréf, hengja kynningu upp í Samkaupum og Við Voginn og birta kynningu á heimasíðu sveitarfélagsins.
f) Steinaborg - Erindi frá Sigrúnu Landvall dags. 23. apríl 2017. – Samþykkt að veita byggingarleyfi fyrir einu frístundahúsi þegar samþykktar teikningar liggja fyrir. Frekari byggingarleyfi verða hinsvegar ekki gefin út fyrr en samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. Erindinu verður að öðru leyti svarað af hálfu skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins um stöðu og ferli máls við gerð deiliskipulags.

5. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Sætún. Stefnt er að því að auglýsa húsnæðið til leigu undir verslun eða þjónustutengda starfsemi.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir málþingi um skipulag haf- og strandsvæða sem SSA og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga standa fyrir á Reyðarfirði 17. maí.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir áformum á næstu vikum að dýpka skurði milli íþróttavallar og tjaldsvæðis í þeim tilgangi að veita vatni af svæðinu sem situr orðið upp í skurðum sem hafa fallið saman á liðnum áratugum.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir tilboði frá Málningarþjónustu Hornafjarðar vegna málningar á Löngubúð. Stefnt er að því að mála húsið að utan sem fyrst þó tilboðið sé nokkru hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir næstu fundum samráðshóps um sameiningu Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps þar sem fundað verður m.a. með innanríkisráðherra.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

16.05.2017