Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

12. apríl 2017

 

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.03.2017

32. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 12. apríl 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að liðum 2i), 2j), 3d), 3l), 3m) og 3r) yrði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
Ársreikningur Djúpavogshrepps 2016 – fyrri umræða. Magnús Jónsson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Starfsendurhæfingar Austurlands, dags. 17. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SSA, dags. 7. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 13. mars 2017.
Liður 2 í fundargerð staðfestur. Karlsstaðir – breyting á aðalskipulagi.
Liður 7, smáhýsi á íbúðalóðum – staðfest. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 28. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Félagsmálanefnd, dags. 29. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarf., dags. 30. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 10. apríl 2017. Lögð fram til kynningar.
i) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 10. apríl 2017. Þorbjörg Sandholt og Sóley Dögg Birgisdóttir víkja af fundi. Sigurjón Stefánsson og Kristján Ingimarsson koma til fundar. Liður 2, Breyting á deiliskipulagi við götuna Hlíð staðfestur. Rán greiðir atkvæði gegn breytingunni. Sigurjón og Kristján yfirgefa fundinn. Þorbjörg og Sóley koma aftur til fundar.
j) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 11. apríl 2017. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Sýslumaðurinn á Austurlandi, Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi í Berunesi, dags. 14. mars 2017. Sveitarstjórn samþykkir rekstrarleyfi, en felur jafnhliða skipulagsskrifstofu Djúpavogshrepps að meta stöðu Berunes með tilliti til skipulagsskilmála og bregðast við eftir atvikum.
b) Íbúar við Hlíð, grenndarkynning, dags. 16. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
c) Skipulagsstofnun, Athugun -Teigarhorn, dags. 16. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
d) Íris Birgisdóttir og Kolbeinn Einarsson, athugasemdir vegna Hlíð 11. Lagt fram til kynningar.
e) Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum, Slóðir og smalavegir, dags. 20. mars 2017.
Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til að leita áfram samráðs við forsvarsmanna félagsins vegna viðhalds og viðgerða á slóðum í sveitarfélaginu.
f) Minjastofnun, Bláin, dags. 22. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
g) Minjastofnun, Starmýri, dags. 22. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
h) Minjasstofnun, heimreiðar í Berufirði, dags. 23. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
i) Minjastofnun, Hlíð, breyting á deiliskipulagi, dags. 28. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
j) Austurbrú, Tilnefningar vegna stjórnarkjörs hjá Austurbrú ses., dags. 29. mars 2017.
Sveitarstjóra og oddvita falið að bregðast við erindinu.
k) SSA, samvinna við gerð húsnæðisáætlana, dags. 29. mars 2017. Sveitarstjórn lýsir yfir vilja sínum í að taka þátt í slíkri samvinnu og felur sveitarstjóra að koma þeirri afstöðu til skila.
l) Ingi Ragnarsson fh. Bagga ehf., tillaga að deiliskipulagi dregin til baka, dags. 31. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
m) Steinunn Jónsdóttir og Þórunnborg Jónsdóttir, ósk um stofnun lóðar, dags. 31. mars 2017.
Samþykkt samhljóða.
n) Guðný Jónsdóttir, Hamarssel, yfirlýsing varðandi búsetu, dags. 1. apríl 2017. Vísað til landbúnaðarnefndar.
o) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsókn um tækifærisleyfi, dags. 6. apríl 2017. Rán víkur af fundi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna. Rán kemur aftur til fundar.
p) Náttúruverndarsamtök Austurlands, girðingaverkefni, dags. 7. apríl 2017. Þegar hefur verið brugðist við erindinu.
q) Vilmundur Þorgrímsson, umferð og ástand vega við Hvarf, ódagsett 2017. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að bregðast við erindinu.
r) Jóhanna Reykjalín og Ingi Ragnarsson, fyrirspurn um tímabundið leikskólapláss, ódags. Sveitarstjóra var á síðasta fundi falið að afla frekari gagna. Sveitarstjóri kynnti gögn er lúta að kostnaði sveitarfélagsins vegna tímabundinnar leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags. Samþykkt að verða við erindinu og að kostnaður verði greiddur sbr. viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

4. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna verkefnisins „Ísland ljóstengt“. Endanleg útfærsla á verkefninu liggur ekki fyrir en áfram er unnið að henni í samráði við Mannvit.

5. Sameining Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps
Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum um sameiningu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps. Síðasti fundur fulltrúa sveitarfélaganna ásamt verkefnisstjóra frá KPMG var mánudaginn 11. apríl.

6. Austurbrú – Þjónustusamningur við sveitarfélög 2017
Sveitarstjóri kynnti bréf frá Austurbrú ásamt þjónustusamningi og fjárhagsáætlun fyrir 2017.
Sveitarstjóra falið að undirrita þjónustusamning fyrir hönd sveitarfélagsins.

7. Starfsendurhæfing Austurlands
Ársreikningur Starfsendurhæfingar Austurlands ásamt skýrslu stjórnar lagt fram til kynningar.

8. Almenningssamgöngur á Austurlandi
Tillaga stjórnar Strætisvagna Austurlands lögð fram. Tillagan samþykkt.

9. Skipulagstengd málefni

a) Starmýri II, Djúpavogshreppi – deiliskipulag. Endanleg afgreiðsla og niðurstaða sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagt deiliskipulag í landi Starmýrar II. Deiliskipulagstillaga var auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu 23. febrúar 2017, og lágu gögnin frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess að vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins (www.djupivogur.is). Frestur til athugasemda var til og með 6. apríl 2017. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Minjastofnun. Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar umsagnir. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda deiliskipulag dags. 3. febrúar 2017 til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

b) Hlíð – breyting á deiliskipulagi
Þorbjörg Sandholt og Sóley Dögg Birgisdóttir víkja af fundi. Sigurjón Stefánsson og Kristján Ingimarsson koma til fundar.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi við götuna Hlíð á Djúpavogi. Breytingin var tillagan kynnt fasteignaeigendum við götuna Hlíð með bréfi dags. 20. febrúar 2017. Skipulagstillagan lá frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og var veittur fjögurra vikna athugasemda- og ábendingafrestur. Tvær athugasemdir bárust innan tilgreinds frests. Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd (SFU) gaf umsögn um athugasemdir á fundi 10. apríl 2017. Þá var óskað umsagnar Minjastofnunar og barst hún 28. mars 2017.
Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar athugasemdir og umsögn SFU, og samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi dags. 23. febrúar 2017 og umsögn SFU. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er sveitarstjóra jafnframt falið að senda þeim sem tjáðu sig um tillöguna innan gefins athugasemdafrests niðurstöðu sveitarstjórnar, sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Staðfest af sveitarstjórn. Rán greiðir atkvæði gegn breytingunni.
Þorbjörg og Sóley koma aftur til fundar. Sigurjón og Kristján yfirgefa fundinn.

10. Breyting í sveitarstjórn
Kristján Ingimarsson hefur beðist lausnar úr sveitarstjórn sem aðalmaður og tekur Þorbjörg Sandholt sæti hans í sveitarstjórn til loka kjörtímabils. Kristján tekur stöðu varamanns í sveitarstjórn og gegnir auk þess stöðu formanns ferða- og menningarmálanefndar.

11. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með fulltrúum kennara vegna Bókunar 1 í kjarasamningi.
b) Sveitarstjóri kynnti samning vegna upplýsingamiðstöðvar sumarið 2017. Gert er ráð fyrir að hún verði staðsett á tjaldstæðinu samkvæmt samkomulagi þar um.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir málefnum tengdum starfi byggingarfulltrúa. Samningi við Þórhall Pálsson var sagt upp og þegar hefur verið fundað einu sinni vegna mögulegs samstarfs við Sveitarfélagið Hornafjörð og Rúnar Matthíasson byggingariðnfræðing og húsasmíðameistara sem búsettur er á Djúpavogi. Stefnt er að því að endanlegt fyrirkomulag verði staðfest á næsta fundi sveitarstjórnar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

24.04.2017