Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

14. desember 2017

 

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.12.2017

40. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14. desember 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2018.
Vegna fasteignagjaldaálagningar 2018 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I. Fasteignaskattur A 0,625%
II. Fasteignaskattur B 1,32%
III. Fasteignaskattur C 1,65%
IV. Holræsagjald A 0,30%
V. Holræsagjald B 0,30%
VI. Holræsagj. dreifbýli 8.860 kr.
VII. Vatnsgjald A 0,35%
VIII. Vatnsgjald B 0,35%
IX. Aukavatnsskattur 37,50 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald 17.472 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald 15.600 kr. pr. íbúð
XII. Sorpgjöld, frístundahús 12.480 kr.
XIII. Lóðaleiga 1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga 6
Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.
Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.

b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2018. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

c) Erindi um samningbundnar greiðslur, styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn.

d) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021, síðari umræða,fyrirliggjandi gögn kynnt.

Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ................................................ 262.090
* Fjármagnsgjöld A-hluta......................................... 7.325
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð.................. 4.127
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð .................... 6.131
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð ......... 30.394
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... 5.176
* Afskriftir A og B hluti .................................... 24.063
* Eignir ............................................................. 831.340
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.................... 318.842
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 122.764
* Skuldir og skuldbindingar samtals.................... 441.606
* Eigið fé í árslok 2017 ..................................... 389.734
* Veltufé frá rekstri áætlað ................................ 34.817
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........ 9.100

e) Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 30 millj.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um grunnþjónustu í sveitarfélaginu. Unnið verður áfram að uppbyggingu við Faktorshús og gömlu kirkju sem og verkefnum á Teigarhorni. Þá verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi auk byggingarlóða á árinu 2018 ásamt framkvæmdum við fráveitu og hönnun viðbyggingar/endurbóta grunnskólans. Gert er ráð fyrir að haldið verði áfram við jarðhitaleit á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast.
Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Fundargerðir

a) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 4. september 2017. Liður 1, upplýsingamiðstöð. Sveitarstjóra falið að leiða málið til lykta í samráði við ferða- og menningarmálanefnd.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 30. október 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Félagsmálanefnd, dags. 14. nóvember 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. nóvember 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 27. nóvember 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 1. desember 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 6. desember 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 6. desember 2017. Lögð fram til kynningar.
i) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 6. desember 2017. (Þorbjörg víkur af fundi.) Sveitarstjóra falið að bregðast við lið 4 í samráði við skólastjóra og formann fræðslu- og tómstundanefndar. Liður 2, skólareglur, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar. (Þorbjörg kemur aftur til fundar).
j) Stjórn SvAust, dags. 6. desember 2017. Sveitarstjórn staðfestir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu SvAust miðað við þær forsendur sem tilgreindar eru.
k) Opnun tilboða vegna Löngubúðar, dags. 11. desember 2017. Eitt tilboð barst í rekstur veitingaaðstöðu í Löngubúð. Sveitarstjóra í samráði við ferða- og menningarmálanefnd og stjórn Ríkarðshúss falið að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
l) Stofnfundur Hitaveitu Djúpavogshrepps ehf., dags. 11. desember 2017. Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti stofnun Hitaveitu Djúpavogshrepps ehf. og fagnar því framfaraspori sem stigið er með stofnun veitunnar.

3. Erindi og bréf

a) Minjastofnun, göngustígur, svör við athugasemdum, dags. 14. nóvember 2017. Lagt fram til kynningar.
b) Björgunarsveitinn Bára, styrkbeiðni, dags. 14. nóvember 2017. Samþykkt.
c) Berunes Strandlíf ehf., kynningarbréf, dags. 16. nóvember 2017. Sveitarstjórn fagnar áformum Beruness Strandlífs ehf. Lagt fram til kynningar.
d) Berunes Strandlíf ehf., Frummatsskýrsla FA og starfsemi ferðaþjónustunnar Berunes Strandlífs ehf. Rétt er að árétta að sveitarstjórn hefur þegar sent umsögn vegna frummatsskýrslu FA. Lagt fram til kynningar.
e) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, umsögn um deiliskipulag í Hamarsseli, dags. 17. nóvember 2017. Lagt fram til kynningar.
f) Snorraverkefnið, styrkbeiðni, dags. 20. nóvember 2017. Styrkbeiðni hafnað.
g) Aflið, styrkbeiðni, dags. 20. nóvember 2017. Styrkbeiðni hafnað.
h) Atvinnuvegaráðuneytið, byggðakvóti, dags. 21. nóvember 2017. Lagt fram til kynningar.
i) Hótel Framtíð, fyrirspurn v. upplýsingamiðstöðvar, dags. 27. nóvember 2017. Sveitarstjóra falið að leiða málið til lykta sbr. bókun v. liðar 2a).
j) Umhverfisstofnun, v. Hamarssels, dags. 27. nóvember 2017. Lagt fram til kynningar.
k) Öryrkjabandalagið, málefni fatlaðra, dags. 29. nóvember 2017. Lagt fram til kynningar.
l) Samband ísl. sveitarf., málefni miðhálendisins, dags. 30. nóvember 2017. Lagt fram til kynningar.
m) Samband ísl. sveitarf., Í skugga valdsins, dags. 30. nóvember 2017. Lagt fram til kynningar.
n) Minjastofnun, v. Hamarssels, dags. 4. desember 2017. Lagt fram til kynningar.
o) Samband ísl. sveitarf., endurheimt votlendis, dags. 4. desember 2017. Lagt fram til kynningar.
p) Katrin Mathis, v. íþróttaskóla, ódags. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.

4. Húsreglur vegna íbúða í eigu Djúpavogshrepps
Sveitarstjóri kynnti nýjar reglur vegna íbúða í eigu Djúpavogshrepps. Eftir nokkrar umræður staðfesti sveitarstjórn reglurnar sem taka gildi frá og með næstu áramótum. Sveitarstjóra falið að kynna þær leigjendum.

5. Skipulags- og byggingamál - Íbúðir á athafnasvæðum
Á fundi sveitarstjórnar þann 14. sept. sl. var formanni SFU falið að kanna grundvöll þess að breyta aðalskipulagi með það fyrir augum að blanda saman athafnasvæði og íbúðasvæði innan þéttbýlis á Djúpavogi þannig að heimilt verði að breyta húsnæði á athafnasvæði í íbúðarhúsnæði, en slík landnotkun er ekki heimil samkvæmt gildandi aðalskipulagi Djúpavogshrepps. Í áliti Skipulagsstofnunar og skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins kemur fram að þessir tveir ólíku landnotkunarflokkar falla ekki vel saman. Form. hefur í framhaldi kynnt málið innan SFU og í ljósi viðbragða nefndarmanna auk yfirferðar málsins með fulltrúum sveitarstjórnar, er það niðurstaða sveitarstjórnar að heimila ekki breytingu á aðalskipulagi í þessum efnum.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri kynnti úthlutun hreindýraarðs til sveitarfélagsins fyrir árið 2017 sem áætluð er u.þ.b. 1,5 millj.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

15.12.2017

16. nóvember 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 16.11.2017

39. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 16. nóvember 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sigurjón Stefánsson og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2018. Heimild til hámarksútsvars er 14,52%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2018.
b) Gjaldskrár 2018 til fyrri umræðu. Gjaldskrá grunn-, leik- og tónskóla vísað til fræðslu- og tómstundanefndar. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi allra gjaldskráa vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2018. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2018. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir, samningsbundnar greiðslur o.fl. v. ársins 2018. Vísað til afgreiðslu við síðari umræðu.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2017. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af KPMG í samráði við starfshóp um fjárhagsleg málefni og með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2018. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur liðlega 30 millj. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana og starfshópi um fjárhagsleg málefni milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til frekari hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2018. Að lokinni umfjöllun var samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu 14. desember kl. 16:00.

2. Fundargerðir

a) Félagsmálanefnd, dags. 17. október 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Fræðslunefnd, skólastjórar og sveitarstjórn, dags. 18. október 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands íslands, dags. 25. október 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. október 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Hafnarnefnd, dags. 31. október 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 2. nóvember 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Brunavarna Austurlands, dags. 10. nóvember 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 13. nóvember 2017. Lögð fram til kynningar.
i) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 14. nóvember 2017. Sveitarstjóra falið að kanna möguleika á kaupum á lausum kennslustofum í samráði við formann nefndarinnar, jafnframt er þeim falið að kynna sér með hvaða hætti megi koma á dreifnámi í samráði við m.a. Austurbrú. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Stígamót, styrkbeiðni, dags. 15. október 2017. Styrkbeiðni hafnað.
b) Skipulagsstofnun, vegna Borgargarður, dags. 20. október 2017. Lagt fram til kynningar.
c) Ungt Austurland, styrkbeiðni, dags. 25. október 2017. Samþykkt að veita 30.000 kr. styrk til ráðstefnuhalds.
d) Ríkiseignir, vegna Hamarssels, dags. 31. október 2017. Lagt fram til kynningar.
e) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 1. nóvember 2017. Þegar hefur verið samþykkt að styrkja félagið.
f) Hólmfríður Haukdal og Eðvald Smári Ragnarsson, kaup eða leiga á Hammersminni 2b, dags. 1. nóvember 2017. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá leigusamningi til eins árs.
g) Skipulagsstofnun, vegna Hamarssels, dags. 9. nóvember 2017. Lagt fram til kynningar.
h) Fiskeldi Austfjarða, vegna athugasemda frá Urðarteigi, dags. 14. nóvember 2017.
Lagt fram til kynningar.

4. Hitaveita Djúpavogshrepps
Oddviti lagði til á grunni ráðgjafar þar um að Djúpavogshreppur stofni sérstakt félag undir heitinu Hitaveita Djúpavogshrepps ehf. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að annast endanlegan frágang við drög að stofnsamningi og samþykktum Hitaveitu Djúpavogshrepps ehf. sem kynnt var á fundinum. Sveitarstjórn sammála um að sveitarstjórn skipi stjórn Hitaveitu Djúpavogshrepps ehf. Oddviti lagði jafnhliða fram tilboð vegna áforma um næstu skref við frekari jarðhitaleit. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. fyrir hönd óstofnaðs félags í borholu allt að 800 m. að dýpt með fyrirvara um fjármögnun.

5. Starfsmannamál
Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu nýs atvinnu- og menningarmálafulltrúa. Umsækjendur um stöðuna voru sjö en einn dró umsókn sína til baka. Að höfðu samráði við formenn atvinnumála- og ferða- og menningarmálanefndar var ákveðið að ráða Grétu Mjöll Samúelsdóttur í starfið frá og með 1. maí. Fram að þeim tíma mun Bryndís Reynisdóttir sinna ferða- og menningarmálum í sveitarfélaginu í hlutastarfi. Bryndís hefur áður sinnt starfi ferða- og menningarmálafulltrúa og þekkir því vel til málaflokksins. Rúnar Matthíasson hefur einnig verið ráðinn sem landvörður á Teigarhorni (70%) og úttektaraðili byggingarfulltrúa / eftirlitsaðili með viðhaldi fasteigna Djúpavogshrepps (30%), samtals 100% starf. Sveitarstjórn býður þau velkomin til starfa og hlakkar til góðs samstarfs við þau.

6. Ályktanir aðalfundar SSA 2017
Lagðar fram til kynningar.

7. Bygginga- og skipulagsmál

a) Bragðavellir - uppbygging ferðaþjónustu - breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi dags. 15. nóvember 2017 lögð fram til samþykktar. Sveitarstjóra falið að kynna tillöguna og senda hana til umsagnaraðila.
b) Bragðavellir - uppbygging ferðaþjónustu á og nærri bæjarstæði - deiliskipulagstillaga. Tillaga að deiliskipulagi dags. 15. nóvember 2017 lögð fram til samþykktar. Sveitarstjóra falið að kynna tillöguna og senda hana til umsagnaraðila.
c) Teigarhorn - breytt landnotkun og færsla Hringvegar - breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020. Breyting á aðalskipulagi var auglýst í sl. sumar og bárust tvær athugasemdir. Þann 8. september 2017 óskaði Djúpavogshreppur eftir að Vegagerðin skoðaði tillögu að breyttri veglínu, sem samræmis stefnu sveitarfélagsins, um Eyfreyjunes og við Framnes. Vegagerðin sendi 15. nóvember 2017 frumhönnun á breyttri veglínu. Sveitarstjórn samþykkir framlagða veglínu Vegagerðarinnar frá 15. nóvember 2017 og felur sveitarstjóra að svara framkomnum athugasemdum og senda uppfærð gögn til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
d) Teigarhorn - fólkvangur og náttúruvætti - deiliskipulagstillaga.
Tillaga að deiliskipulagi dags. 15. nóvember 2017 lögð fram til samþykktar. Sveitarstjóra falið að kynna tillöguna og senda hana á umsagnaraðila.
e) Borgargarður 1 (Borgargerði) – hverfisvernd – breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 20. október 2017 við tillögu dags. 13. september 2017. Sveitarstjórn samþykkir uppfærslu á tillögu dags. 16. nóvember 2017. Sveitarstjóra falið að senda uppfærða tillögu til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

8. Samantekt samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna bókunar 1 í kjarasamningi aðila
Lögð fram til kynningar.

9. Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Djúpavogshrepps
Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um stöðu málsins.

10. Málefni Djúpavogsskóla
Þorbjörg víkur af fundi. Sveitarstjóri kynnti minnisblað sveitarstjóra sem hann hafði tekið saman vegna samreksturs leik-, grunn- og tónskóla á Djúpavogi. Að höfðu samráði við fræðslu- og tómstundanefnd og stjórnendur leik- og grunnskóla samþykkir sveitarstjórn að frá og með áramótum verði reknir tveir skólar á Djúpavogi, Leikskólinn Bjarkatún og Djúpavogsskóli sem hvort tveggja verður grunn- og tónlistarskóli. Þorbjörg kemur aftur til fundar.

11. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna aukinna ökuréttinda fyrir slökkviliðsmenn. Sveitarstjórn sammála um að fela sveitarstjóra að vinna að lausn málsins í samráði við Brunavarnir Austurlands.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sem staðið hafa yfir við Íslenska gámafélagið vegna sorphirðu í sveitum.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir félagsstarfi í Tryggvabúð og fyrirhuguðum breytingum á opnunartíma en gert er ráð fyrir að frá og með áramótum verði opnað kl. 11:00 en mögulega opið lengur einhverja daga eftir hádegið ef þurfa þykir.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að nýjum reglum vegna leiguhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins sem stefnt er að því að taki gildi frá og með næstu áramótum.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir staðsetningu nytjamarkaðar í bræðslunni. Gert er ráð fyrir að nytjamarkaðurinn verði settur upp í sýningarrýminu sem „Rúllandi snjóbolti“ hefur verið í fram til þessa, til reynslu fram til vors, í samstarfi við Foreldrafélag Djúpavogsskóla.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti með stjórnendum og fulltrúum kennara úr grunnskólanum varðandi Vegvísi – bókun 1. Fram kom að vel hefur gengið að koma ýmsum umbótum á í skólanum og lýstu fundarmenn ánægju með hvernig til hefur tekist.
g) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við siglingasvið Vegagerðarinnar vegna skástífa sem enn á eftir að setja á nýju trébryggjuna. Stefnt er að því að ljúka því verki hið fyrsta.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

20.11.2017

19. október 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 19.10.2017

38. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 19. október 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir.
Andrés stjórnaði fundi og Sóley ritaði fundargerð.
Oddviti óskaði eftir að liður 3n) yrði tekinn á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni – Fjárhagsáætlun 2018
Unnið hefur verið að fjárhagsáætlun 2018 undanfarið í samráði við KPMG og starfshóp um fjárhagsleg málefni. Gerð fjárhagsáætlunar tekin til frekari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

2. Fundargerðir

a) Félagsmálanefnd, dags. 19. september 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 20. september 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Fundur um húsnæðisáætlun Austurlands, dags. 3. október 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Landbúnaðarnefnd, dags. 10. október 2017. Liður 1, yfirlýsing v. Blábjarga staðfestur.
e) Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd, dags. 10. október 2017. Lögð fram til kynningar
f) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 11. október 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 16. október 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd 17. október 2017. Liður 2, Umsókn Bílaklúbbs Djúpavogs um fyrir lóð undir mótókrossbraut staðfestur. Liður 3, skipulagslýsing fyrir Hamarssel staðfestur. Liður 7, umhverfisstofnun-tilnefning eftirlitsaðila vegna vegagerðarframkvæmda við botn Berufjarðar staðfestur. Að öðru leiti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Þórir Stefánsson, ábending vegna malbikunarframkvæmda, dags. 14. september 2017. Lagt fram til kynningar.
b) Matvælastofnun, athugasemdir vegna umgengni, dags. 17. september 2017. Lagt fram til kynningar. Sóley og Júlía viku af fundi. Ekki hefur borist svar frá Fiskeldi Austfjarða vegna athugasemda, sveitarstjóra falið að ítreka erindið.
c) Eldvarnabandalagið, eldvarnir, dags. 28. september 2017. Lagt fram til kynningar.
d) ÚÍA, fjárstuðningur, dags. 2. október 2017. Samþykkt að veita umbeðinn stuðning.
e) NAUST, stefna varðandi plastnotkun, dags. 4. október 2017. Lagt fram til kynningar.
f) Alda Snæbjörnsdóttir, þakkarbréf, dags. 6. október 2017. Lagt fram til kynningar.
g) Kvenfélagið Vaka, uppsetning leiktækis, dags. 7. október 2017. Sveitarstjórn þakkar kvenfélaginu Vöku kærlega fyrir framtakið. Sveitarstjórn samþykkir að Djúpavogshreppur taki að sér uppsetningu og viðhald leiktækis.
h) Umhverfisstofnun, ársfundur náttúruverndarnefnda, dags. 9. október. lagt fram til kynningar.
i) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, aðalfundarboð, dags. 11. október 2017. Samþykkt að fulltrúi Djúpavogshrepps á fundinum verði Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir til vara.
j) Björn Ingimarsson, fulltrúi í starfshóp, dags. 12. október 2017. Andrés Skúlason tilnefndur af sveitarstjórn sem fulltrúi sveitarfélagsins í starfshóp um samstarfsverkefni.
k) Ferðamálastofa, opinber upplýsingaveita, dags. 12. október 2017. Lagt fram til kynningar.
l) Minjastofnun, vegna Stórsteina, dags. 13. október 2017. Lagt fram til kynningar.
m) Minjastofnun, auglýsing, dags. 16. október 2017. Lagt fram til kynningar
n) Umhverfisstofnun, fyrirspurn vegna umhverfisáhrifa við Glímeyri, dags. 18. október 2017. Sóley og Júlía viku af fundi. Lagt fram til kynningar.

4. Bygginga- og skipulagsmál

a) Hamarssel - Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða skipulagslýsingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar smáhýsa sem ætluð eru til útleigu til ferðamanna í landi Hamarssels í Djúpavogshreppi dags. 13. október 2017. Lýsingin verður kynnt með dreifibréfi sem sent verður til eigenda/ábúenda nærliggjandi jarða næstu daga. Auk þess verður tilkynning hengd upp í Samkaupum og Við Voginn. Ábendingafrestur er veittur til og með 7. nóvember 2017. Sveitarstjórn telur að deiliskipulagið falli vel að markmiðum og sé í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Sveitarstjóra verður falið að senda lýsinguna til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar. Óskað verður eftir athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar eru fyrir 21. nóvember 2017.
b) Varða 9, Emil Karlsson umsókn um byggingarleyfi 4.okt.2017-Sveitarstjórn samþykkir byggingarleyfisumsókn með fyrirvara um samþykki byggingarfulltrúa.
c) Blábjörg, Stefán Gunnarsson umsókn um byggingarleyfi 10.okt.2017.Sveitarstjórn samþykkir byggingarleyfisumsókn.

5. Fiskeldi Austfjarða – Beiðni um umsögn vegna allt að 21.000 tonna framleiðslu á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði

Sóley og Júlía viku af fundi. Farið yfir beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn á allt að 21.000 tonna framleiðslu Fiskeldis Austfjarða á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, dags. 28. september 2017. Sveitarstjórn treystir sem áður að viðkomandi stofnanir leggi faglegt mat á þá þætti máls sem liggja til grundvallar fiskeldi í Berufirði og sveitarstjórn hefur ekki forsendur til að meta. Sveitarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að vinna að uppbyggingu fiskeldis í Berufirði sé unnin í sátt við umhverfi og samfélag sbr. smábátasjómenn, landeigendur og fleiri hagsmunaaðila og að gætt sé að hagsmunum þeirra sem fyrir eru með starfsemi í firðinum. Sóley og Júlía komu aftur til fundar.

6. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi

Djúpavogshreppi hefur verið úthlutað 10.900.000 kr. byggðastyrk vegna ljósleiðaravæðingar í sveitarfélaginu 2018. Markmið byggðastyrksins er að bæta samkeppnisstöðu tiltekinna sveitarfélaga gagnvart umsóknum þeirra í samkeppnispott fjarskiptasjóðs. Áfram er unnið að fyrirhugaðri ljósleiðaravæðingu 2017 í samstarfi við Orkufjarskipti og verkfræðistofuna Mannvit og er vonast til að framkvæmdir hefjist fyrir árslok.

7. Starfsmannamál

Gerð var grein fyrir stöðu mála varðandi ráðningu menningar- og atvinnumálafulltrúa. Umsóknarfrestur var til 10. október og bárust 7 umsóknir um starfið. Verið er að vinna úr umsóknum í samráði við F.M.

8. Skýrsla oddvita

a) Oddviti gerði grein fyrir fundi sem haldinn var á Egilsstöðum 11. október á Egilsstöðum vegna Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
b) Oddviti gerði grein fyrir stöðu jarðhitaleitar á Búlandsnesi.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

30.10.2017

14. september 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.09.2017

37. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14. september 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri óskaði eftir að liður 2b) yrði tekinn á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni – Fjárhagsáætlun 2018

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
Stefnt er að því að hún verði tekin til fyrri umræðu á nóvemberfundi sveitarstjórnar.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 15. ágúst. 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Landbúnaðarnefnd, dags. 21. ágúst 2017. Liður 1, Skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 25. ágúst 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Hafnarnefnd, dags. 29. ágúst 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 29. ágúst 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 1. september 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 6. september 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 6. september 2017. Lögð fram til kynningar.
i) Fundur um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar f. Austurland, dags. 7. september 2017. Lögð fram til kynningar.
j) Aðalfundur Kvennasmiðjunnar ehf., dags. 11. september 2017. Lögð fram til kynningar.
k) Stjórn Samtaka sjávarútvegsveitarfélaga, dags. 11. september 2017. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Þjóðskrá Íslands, Tilkynning um fasteignamat 2018, dags. 12. júlí 2017. Lagt fram til kynningar.
b) Vegagerðin, úthlutun úr styrkvegasjóði, dags. 24. júlí 2017. Sveitarfélaginu var úthlutað 1.200.000 kr. úr styrkvegasjóði 2017. Styrknum hefur m.a. verið varið til framkvæmda í Bragðavalladal með það fyrir augum að létta undir með gangna- og hreindýraveiðimönnum.
c) Þór Vigfússon, athugasemd v. Verndarsvæði í byggð, dags. 31. júlí 2017. Sveitarstjórn þakkar góðar ábendingar og athugasemdir sem brugðist hefur verið við.
d) Ágústa Arnardóttir, nytjamarkaður, dags. 2. ágúst 2017. Sveitarstjórn lýst vel á hugmyndina um að stuðla að því að komið verði upp nytjamarkaði e.t.v. í samvinnu við t.d. Rauða krossinn, Neista, grunnskólanemendur eða aðra. Ferða- og menningarmálafulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
e) Skipulagsstofnun, deiliskipulag í landi Blábjarga, dags. 3. ágúst 2017. Lagt fram til kynningar.
f) Alda Snæbjörnsdóttir, styrkbeiðni, dags. 6. ágúst 2017. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja útgáfu bókarinnar: “Djúpavogshreppur, þjóðsögur og sagnir” um 500.000 kr.
g) Svavar Eysteinsson, veggirðing í landi Karlsstaða, dags. 14. ágúst 2017.
Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu í samráði við Vegagerðina.
h) Samband ísl. sveitarfélaga, kostnaðarþátttaka vegna kjaramálavinnu, dags. 18. ágúst 2017. Lagt fram til kynningar.
i) Vegagerðin, svör Vegagerðarinnar vegna athugasemda við breytingu á aðalskipulagi, dags. 1. september 2017. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir er fram hafa komið er varðar veglínu ofan þjóðvegar við Eyfreyjunes og hefur nú þegar sett fram óskir til Vegagerðarinnar um að kanna nýjan veglínukost frá Eyfreyjunesvík í beinni línu að þjóðvegi í austur, sem var meðal valkosta á fyrri stigum. Jafnhliða verði leitast við í nánari deiliskipulagsgerð að mæta athugasemdum sem fram hafa komið vegna stærðar áningastaðar í landi Djúpavogshrepps við Eyfreyjunesvík.
j) Ásdís H. Benediktsdóttir, vargfugl í námunda við fiskeldi, dags. 10. september 2017. (Sóley vék af fundi.) Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur vegna þeirra athugasemda sem koma fram í bréfinu sem er skrifað fyrir hönd landeigenda að Urðarteigi. Þau neikvæðu umhverfisáhrif af máffuglum sem sækja í miklu magni inn á athafnasvæði fiskeldisins við Glímeyri og nærsvæði, auk annarra athugasemda sem fram koma í bréfi landeigenda ber að taka alvarlega. Sveitarstjóra falið að kalla eftir viðbrögðum frá Fiskeldi Austfjarða þar sem fulltrúum fyrirtækisins verði gert að svara með skriflegum hætti þeim athugasemdum og spurningum sem fram koma í bréfi landeigenda að Urðarteigi. Svör liggi fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar. Sömuleiðis verði kallað eftir viðbrögðum frá viðeigandi eftirlitsstofnunum vegna þeirra athugasemda sem fram koma í bréfinu. Framtíð fiskeldis við Berufjörð á allt undir að lífríki og umhverfi sé sýnd tilhlýðileg virðing. (Sóley kemur aftur til fundar.)
k) Íbúar við Hamra, Vigdísarlundur, 11. september 2017. Sveitarstjórn fagnar frumkvæði íbúa við Hamra að því að endurbæta umhverfið í Vigdísarlundi. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samráði við íbúa.
l) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, auglýsing umsóknar um byggðakvóta, dags. 11. september 2017. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.
m) Hrafnhildur Kristjánsdóttir, meðmæli, dags. 12. september 2017. Vísað til landbúnaðarnefndar.

4. Bygginga- og skipulagsmál

a) Verndarsvæði í byggð – Verndarsvæðið við Voginn
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða tillögu að verndarsvæði í byggð dags. 13. júlí 2017 og uppfærða 14. september 2017 ásamt greinargerð og uppdráttum.Verndarsvæðið er 7,5 ha landspilda og myndar megin kjarnann í miðsvæði kauptúnsins, sem nýtur hverfisverndar skv. Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Með tillögu um Verndarsvæðið við Voginn verður verndargildi svæðisins fest í sessi. Tillagan ásamt fylgigögnum var auglýst sbr. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og 2. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016.Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda tillögu ásamt fylgigögnum til staðfestingar ráðherra hið fyrsta, sbr. 7. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
b) Hverfisvernd - Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 er tekur til hverfisverndar á lóðinni Borgargarði 1 og nágrennis. Breytingin felst í að lóðin Borgargarður 1 er afmörkuð í samræmi við hnitsetningu á lóðarleigusamningi dags. 12. september 2017. Við það minnkar skilgreint íbúðarsvæði til austurs og vesturs og er lit landnotkunarflokks utan lóðar breytt til samræmis við það, úr íbúðarsvæði í óbyggt svæði. Allt svæðið nýtur nú hverfisverndar.
Um er að ræða stærsta óraskaða búsetulandslag innan þéttbýlismarka Djúpavogs og telur sveitarstjórn að tillaga að breytingu sé til þess fallin að styrkja þá heildsteyptu verndarstefnu sem kemur fram í gildandi aðalskipulagi. Sveitarstjórn telur því að hér sé um að ræða óverulega breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020, sbr. 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 dags. 13. september 2017 til staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er sveitarstjóra falið að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar, sbr. 2. mgr. 32. gr. sömu laga.

5. Starfsmannamál

Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarmálafulltrúi, hefur sagt upp störfum. Stefnt er að því að starf atvinnu- og menningarfulltrúa verði auglýst hið fyrsta. Einnig hefur Sævar Þór Halldórsson, staðarhaldari á Teigarhorni sagt upp starfi sínu. Dröfn Freysdóttir hefur verið ráðin í 20% starf í Tryggvabúð þar sem hún mun skipuleggja og stjórna tómstundastarfi í samráði við heldri borgara. Dröfn er með próf í tómstunda- og félagsmálafræði með áherslu á félags- og tómstundastarf eldri borgara. Maciej Pietruńko hefur verið ráðinn tímabundið til að leysa af sem þjálfari hjá Neista vegna fæðingarorlofs. Maciej hefur lokið mastersprófi í ferðamála- og tómstundafræði frá íþróttaháskólanum í Poznan og hefur mikla reynslu af störfum með börnum og unglingum.

6. Málefni Löngubúðar

Leigusamningur við núverandi rekstaraðila Löngubúðar rennur út í árslok. Sveitarstjóra falið að endurskoða skilmála sem í gildi hafa verið og auglýsa í framhaldinu reksturinn til leigu í samráði við formann ferða- og menningarmálanefndar og stjórn Ríkarðshúss.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum sem orðið hafa á sorphirðu og flokkun í kjölfar m.a. stóraukinna umsvifa í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Ljóst er að taka þarf gjaldtöku og fyrirkomulag til endurskoðunar. Sveitarstjóra, formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar ásamt forstöðumanni áhaldahúss falið að vinna að málinu með það fyrir augum að ný gjaldskrá og endurbætt skipulag taki gildi frá og með næstu áramótum. Jafnhliða verði óskað eftir sérstökum fundi með fulltrúum Gámaþjónustunnar um heildstæða framtíðarlausn varðandi málaflokkinn.
b) Sveitarstjóri fór yfir vinnu sem staðið hefur yfir vegna sameiningarviðræðna Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Næsti fundur sameiningarnefndar með fulltrúum allra sveitarfélaganna verður haldinn 18. september.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir mögulegum malbikunarframkvæmdum ofan við Löngubúð. Ekki var gert ráð fyrir umræddum framkvæmdum í fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn sammála um nauðsyn þess að grípa tækifærið nú þegar malbikunarflokkur er á ferðinni. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði rúmar 5 millj. Sveitarstjóra falið að ganga frá viðauka vegna framkvæmdarinnar sem lagður verður fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat og boðað var til af félögum sauðfjárbænda á Austurlandi á Arnhólsstöðum í Skriðdal þriðjudaginn 29. ágúst sl.
Gestir fundarins voru m.a. fulltrúar frá Landssamtökum sauðfjárbænda, Bændasamtökum Íslands og einnig fulltrúar afurðastöðva sem taka við sláturfé af svæðinu. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps vill af þessu tilefni lýsa áhyggjum af þeirri óljósu stöðu sem nú er uppi í sauðfjárrækt í landinu. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd falið að vinna sameiginlega að greiningu á mögulegum áhrifum á dreifbýli Djúpavogshrepps vegna þeirra breytingum sem boðaðar hafa verið af hálfu stjórnvalda og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirspurn vegna skráningu íbúða inn á athafnasvæðum.
Form. SFU falið að kanna möguleika á breytingu á skipulagi hvað þetta varðar í samráði við skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sem átt hafa sér stað vegna mögulegra breytinga á rekstri Djúpavogsskóla. Skólastjórnendur hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórn. Samþykkt að sveitarstjóri boði til fundarins við fyrstu hentugleika.
g) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum fundi með fulltrúum frá Mannvit m.a. vegna stöðu byggingarfulltrúa og hönnunar viðbyggingar/endurbóta á Grunnskóla Djúpavogs.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

19.09.2017

13. júlí 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 13.07.2017

36. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. júlí 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Sóley stjórnaði fundi.
Fundarstjóri óskaði eftir að liður 5 yrði tekinn fyrstur á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 20. maí 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 7. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi, dags. 13. júní 2017. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í „Eldvarnabandalaginu“. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
d) Sveitar- og bæjarstjórar á Austurlandi vegna gerðar sameiginlegrar húsnæðisáætlunar, dags. 14. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 19. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 19. júní 2017. Lögð fram til kynningar
g) Stjórn SSA, dags. 20. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Félagsmálanefnd, dags. 21. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
i) Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 21. júní 2017. Liður 1, sveitarstjóra falið að kanna hvaða breytingar það hefði í för með sér að slíta samrekstri leik- og grunnskóla og hvernig það yrði best útfært. Liður 2, staðfestur.
j) Skipulags-, framkvæmda, og umhverfisnefnd, dags. 22. júní 2017. Liður 8, sveitarstjóra falið að yfirfara gildandi leigusamninga í samræmi við ábendingar nefndarinnar.
k) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
l) Stjórn Kvennasmiðjunnar, dags. 30. júní 2017. Lögð fram til kynningar.
m) Stjórn SSA, dags. 5. júlí 2017. Lögð fram til kynningar.
n) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 7. júlí 2017. Lögð fram til kynningar.
o) Hafnarnefnd, dags. 12. júlí 2017. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Sóknarnefnd Djúpavogskirkju, kirkjugarðurinn á Hálsi, dags. 27. apríl 2017.
Sveitarstjórn staðfestir að Djúpavogshreppur taki ábyrgð á og sinni umsjón með kirkjugarðinum á Hálsi í Hamarsfirði hér eftir. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að hafa samráð við Kirkjugarðaráð og Minjastofnun varðandi næstu skref.
b) Eðvald Smári Ragnarsson, göngustígur, dags. 22. júní 2017. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
c) Íris Birgisdóttir, athugasemdir vegna færslu hringvegar, dags. 26. júní 2017. Lagt fram til kynningar.
d) Umhverfisstofnun, umsögn vegna deiliskipulags á Blábjörgum, dags. 27. júní 2017. Lagt fram til kynningar.
e) Skipulagsstofnun, lýsing fyrir deiliskipulagstillögu – Stórsteinar, dags. 28. júní 2017. Lagt fram til kynningar.
f) Fornleifastofnun, tilboð í skráningu fornleifa á Búlandsnesi, dags. 30. júní 2017.
Sveitarstjórn sammála um að taka tilboði Fornleifastofnunar og gera jafnframt ráð fyrir fjárveitingu vegna verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
g) Foreldrar barna fædd 2016 og 2017, leikskólamál, dags. 1. júlí 2017. Miðað við stöðuna í dag er enginn biðlisti við leikskólann og eitt pláss laust í haust. Stefnt er að því að hönnun viðbyggingar við grunnskólann hefjist á þessu ári. Gert er ráð fyrir deild úr leikskólanum þar innanhúss. Með því er vonast til að biðlistar vegna leikskólans verði úr sögunni. Sveitarstjórn er meðvituð um þá stöðu sem er uppi og mun hér eftir sem hingað til hafa málefni barnafjölskyldna í fyrirrúmi.
h) Skúli Benediktsson, sandkassaleikur á bakka, dags. 3. júlí 2017. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar
i) Umhverfisstofnun, Stórsteinar, dags. 3. júlí 2017. Lagt fram til kynningar.

3. Byggingar- og skipulagsmál

a) Búland 9 - Ás
Umsókn um leyfi til að rífa efri hæðina á Ási með það fyrir augum að byggja ofan á neðri hæðina aftur verði það mögulegt. Leitast verður við að ganga þannig frá því sem eftir stendur að ekki stafi hætta af. Leitað hefur verið eftir umsögn Minjastofnunar um framkvæmdina sem ekki gerir athugasemd við hana. Sveitarstjórn staðfestir leyfi til framkvæmdarinnar.
b) Blábjörg
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagt deiliskipulag í landi Blábjarga. Deiliskipulagstillaga var auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu 16. maí 2017, og lágu gögnin frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess að vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins (www.djupivogur.is). Frestur til athugasemda var til og með 27. júní 2017. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Ríkiseignum og Umhverfisstofnun. Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar umsagnir. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda deiliskipulag dags. 10. maí 2017 m.s.br. til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
c) Stórsteinar
Umsóknarfrestur vegna lýsingar á deiliskipulagstillögu rann út 4. júlí. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
d) Teigarhorn
Frestur til athugasemda og ábendinga vegna breytingar á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Breytt landnotkun í landi Teigarhorns og Djúpavogshrepps við Eyfreyjunes, og færsla Hringvegar nærri bæjarstæði á Teigarhorni og fyrir Eyfreyjunesvík rann út 27. júní. Tvær athugasemdir bárust og var óskað eftir viðbrögðum frá Vegagerðinni vegna þeirra með bréfi 7. júlí.
e) Verndarsvæði í byggð – Verndarsvæðið við voginn
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að verndarsvæði í byggð dags. 13. júlí 2017 ásamt greinargerð og uppdráttum. Verndarsvæðið er 7,5 ha landspilda og myndar megin kjarnann í miðsvæði kauptúnsins, sem nýtur hverfisverndar skv. Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Með tillögu um Verndarsvæðið við Voginn verður verndargildi svæðisins fest í sessi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma tillögunni í auglýsingu hið fyrsta, sbr. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Sveitarstjórn lýsir sérstakri ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið í þetta verkefni af hálfu þeirra sem komið hafa að málinu.
4. Sparkvöllur
Sveitarstjóri kynnti tilboð vegna gúmmískipta á sparkvelli við íþróttahúsið. Samþykkt að taka tilboðinu og sveitarstjóra falið að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar. Kristján Ingimarsson gerir athugasemdir við framkvæmdina og greiðir henni ekki atkvæði sitt í ljósi þess að engar upplýsingar liggi fyrir um skaðsemi þess efnis sem er á vellinum og skaðleysi þess efnis sem á að koma í staðinn.

5. Fiskeldi og vinnsla
Sóley Dögg Birgisdóttir og Kristján Ingimarsson viku af fundi. Þeirra sæti tóku Andrés Skúlason og Sigurjón Stefánsson. Kynnt var minnisblað vegna atvinnuuppbyggingar við hafnarsvæðið í Innri-Gleðivík á Djúpavogi frá Löxum ehf. Sveitarstjóra falið að ganga til viðræðna við Laxa ehf. í samráði við sveitarstjórn með það fyrir augum að samningur um atvinnuuppbyggingu liggi fyrir til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar. AS og SS yfirgefa fundinn SDB og KI koma aftur til fundar.

6. Sumarleyfi sveitarstjórnar 2017
Sumarleyfi ákveðið frá 15. júlí til 30. ágúst. Gerist þess þörf er þó heimilt að boða til aukafunda á tímabilinu.

7. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi
Sveitarstjóri kynnti samning við Orkufjarskipti ásamt framkvæmdalýsingu vegna lagningar ljósleiðara í Djúpavogshreppi. Samningurinn staðfestur af sveitarstjórn. Stefnt er að því að hefja lagningu ljósleiðara í haust og að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins alls verði lokið eigi síðar en 2020.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir lokun skrifstofu vegna sumarleyfa. Skrifstofan verður lokuð frá 24. júlí og opnar aftur 21. ágúst.
b) Sveitarstjóri fór yfir vinnu sem staðið hefur yfir vegna sameiningarviðræðna Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðhaldsvinnu sem unnin hefur verið undanfarið á Löngubúð og fyrirhuguð er á húsnæði sveitarfélagsins í Borgarlandi.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat 11. júlí 2017 á Breiðdalsvík þar sem til umfjöllunar var lokaskýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á framtíðarskipan byggðakvóta. Sveitarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við tillögur starfshópsins og felur sveitarstjóra að bregðast við þeim formlega.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi vegna „Rúllandi snjóbolti/9“ sem opnar 15. júlí.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

17.07.2017

15. júní 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 15.06.2017

35. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. júní 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Sóley stjórnaði fundi. 

Fundarstjóri óskaði eftir að liður 2a yrði tekinn á dagskrá.  Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:   

1. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 16. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

b) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 19. maí 2017. Lögð fram til kynningar

c) Aðalfundur Cruise Iceland, dags. 19. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

d) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 23. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

e) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 24. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

f) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

g) Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 7. júní 2017. Liður 2, skóladagatal, staðfestur. 

Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

h) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 7. júní 2017. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn vegna rekstrarleyfis – Sjónarhraun ehf., afgreiðslu var frestað á fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2017.   Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til handa Sjónahrauni ehf.

b) SSA, vegna aðalfundar 2017, dags. 5. maí 2017. Lagt fram til kynningar.

c) Þjóðskjalasafn Íslands, reglugerð um héraðsskjalasöfn, dags. 8. maí 2017. Lagt fram til kynningar.

d) Þórhallur Pálsson, vegna Stekkáss í Fossárdal, dags. 14. maí 2017. Erindi vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar. 

e) Atvinnuvegaráðuneytið, deiliskipulag við Blábjörg, dags. 16. maí 2017. Lagt fram til kynningar.

f) Sveitarfélagið Hornafjörður, vegna sorphirðu, dags. 19. maí 2017. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.

g) Ríkiseignir, deiliskipulag við Blábjörg, dags. 22. maí 2017. Lagt fram til kynningar.

h) Ágústa Arnardóttir, vegna leiksvæðis, dags. 23. maí 2017.  Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með frumkvæðið og hugmyndina.  Formanni fræðslu- og tómstundanefndar falið að fylgja verkefninu eftir í samráði við skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd.

i) Vegagerðin, salerni á áningarstöðum, dags. 24. maí 2017. Lagt fram til kynningar.

j) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn vegna rekstrarleyfis – Krákhamar ehf., dags. 30. maí 2017. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til handa Krákhamri ehf.

k) Umhverfisstofnun, tillaga að breytingu á aðalskipulagi við Teigarhorn, dags. 30. maí 2017.  Lagt fram til kynningar.

l) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn vegna rekstrarleyfis – Havarí ehf. 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til handa Havarí ehf.

m) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn vegna rekstrarleyfis – Baggi ehf., dags. 7. júní 2017. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við útgáfu rekstarleyfis til handa Bagga ehf.

m) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsögn vegna rekstrarleyfis – Goðaborg NK 1 ehf., dags. 9. júní 2017. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við útgáfu rekstarleyfis til handa Goðaborg NK 1 ehf.

n) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, ársskýrsla, ódagsett. Lögð fram til kynningar.

3. Byggingar- og skipulagsmál

a)  Deiliskipulag - Lýsing- Uppbygging frístundabyggðar á Stórsteinum í landi Múla í Djúpavogshreppi.

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða skipulagslýsingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar frístundabyggðar á Stórsteinum í landi Múla í Djúpavogshreppi dags. 15. júní 2017. Lýsingin verður kynnt með dreifibréfi sem sent verður til eigenda/ábúenda nærliggjandi jarða 19. júní 2017. Auk þess verður tilkynning hengd upp í Kjörbúðinni og Við Voginn. Ábendingafrestur er veittur til og með 4. júlí 2017. Sveitarstjórn telur að deiliskipulagið falli vel að markmiðum og sé í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Sveitarstjóra verður falið að senda lýsinguna til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar. Óskað verður eftir athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar eru fyrir 18. júlí 2017.

b) Frumdrög að skipulagi við Bjargstún og Við Voginn lögð fram til kynningar.

c) Frumtillaga að gönguleið á miðsvæði.  Sveitarstjórn sammála um að ráðast í framkvæmdina við fyrsta tækifæri og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

d) Greinargerð vegna verndarsvæðis í byggð lögð fram til kynningar.

4. Sparkvöllur

Tilboð vegna verðkönnunar með Fjarðabyggð, Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystri verða opnuð 21. júní.  Ákvörðun um framkvæmdir verður tekin í framhaldinu.

5. Fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfund SSA 29. og 30. september á Breiðdalsvík.

Tveir aðalmenn

Sóley Dögg Birgisdóttir Þorbjörg Sandholt

 og tveir til vara

Rán Freysdóttir Kári Snær Valtingojer

6. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi

Sveitarstjóri kynnti drög að samningi við Orkufjarskipti vegna lagningu ljósleiðara í Djúpavogshreppi.  Stefnt er að því að hefja lagningu ljósleiðara í haust og að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins alls verði lokið eigi síðar en 2020.  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum á grundvelli framlagðra draga og kynna endanlegan samning ásamt nákvæmari framkvæmdaáætlun á næsta fundi sveitarstjórnar.

7. Opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar

Opnunartími íþróttamiðstöðvar hefur verið styttur þar sem erfiðlega hefur gengið að ráða starfsfólk.  Áfram verður leitað allra leiða til að manna miðstöðina.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a)   Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat á Egilsstöðum varðandi gerð húsnæðisáætlana fyrir sveitarfélög.

b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með fulltrúum SAF annarsvegar og ráðherrum hins vegar varðandi ferðamál.

c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála hjá áhaldahúsinu í sumar.  Mun færri unglingar eru við störf en undanfarin sumur og á hið sama við um flokksstjóra.  Það og stóraukinn fjöldi ferðafólks með tilheyrandi álagi á nærumhverfið, sorphirðu og flokkun gerir það að verkum að erfiðara verður að sinna hefðbundnum sumarverkefnum og ekki mögulegt að koma til móts við beiðnir um viðbótarþjónustu svo sem garðslátt eins og verið hefur.

d) Sveitarstjóri fór yfir vinnu sem staðið hefur yfir vegna sameiningarviðræðna Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps.  Stefnt er að vinnufundi vegna málsins fljótlega þar sem farið verður yfir framlögð gögn frá verkefnisstjórn KPMG með það fyrir augum að kynningarefni fyrir íbúa verði tilbúið fyrir opinn íbúafund snemma í haust.

e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Vegagerðina vegna girðingamála á Berufjarðarstönd.

f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðu viðhaldi á götum í bænum.  Stefnt er að því að holufylla eftir þörfum og yfirlagningu þar sem hjá því verður ekki komist.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:15.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

19.06.2017

11. maí 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.05.2017

34. fundur 2014-2018

 

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Kristján Ingimarsson, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Sóley stjórnaði fundi.
Fundarstjóri óskaði eftir að liðir 3l og 3m yrðu teknir á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2016 – síðari umræða.
Helstu niðurstöður ársreiknings 2016 eru, í þús. króna.

 

Rekstur A og B hluta  
Rekstrartekjur 587.757
Rekstrargjöld -536.294
Afkoma fyrir fjármagnsliði 51.464
Fjármagnsliðir -22.391
Tekjuskattur 164
Rekstrarniðurstaða 29.237
   
Rekstur A hluta  
Rekstrartekjur 528.726
Rekstrargjöld -504.045
Afkoma fyrir fjármagnsliði  24.681
Fjármagnsliðir  -20.544
Rekstrarniðurstaða  4.138
   
Eignir A og B hluta  
Varanlegir rekstrarfjármunir  708.460
Áhættufjármunir og langtímakröfur  32.922
Óinnheimtar skatttekjur   16.087
Aðrar skammtímakröfur   20.647
Handbært fé   33.946
Eignir samtals   812.063
   
Eignir A hluta  
Varanlegir rekstrarfjármunir   428.135
Áhættufjármunir og langtímakröfur   55.422
Óinnheimtar skatttekjur   16.087
Aðrar skammtímakröfur  19.868
Handbært fé   28.418
Eignir samtals  547.930
   
Eigið fé og skuldir A og B hluta  
Eiginfjárreikningar   366.582
Skuldbindingar   3.708
Langtímaskuldir   322.426
Skammtímaskuldir 119.347
Eigið fé og skuldir samtals  812.063

 

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

2. Fundargerðir

a) Ungmennaráð, dags. 23. febrúar 2017. Samþykkt fyrir Ungmennaráð Djúpavogshrepps samþykkt. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 27. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Starfa, dags. 31. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Aðalfundur Starfa, dags. 31. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 5. apríl 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 18. apríl 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 28. apríl 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Landbúnaðarnefnd, dags. 4. maí 2017. Liður 1, yfirlýsing v. Hamarssels staðfestur. Liður 2 vegna refa- og minkaveiði staðfestur.
i) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 10. maí 2017. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Þjóðskrá Íslands, stofnun lóðar – Berufjörður vegsvæði, dags. 1. mars 2017. Samþykkt samhljóða.
b) Þjóðskrá Íslands, stofnun lóðar – Lindarbrekka vegsvæði, dags. mars 2017. Samþykkt samhljóða.
c) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, minnisblað, dags. 8. apríl 2017. Lagt fram til kynningar.
d) Sýslumaðurinn á Austurlandi, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis, (Gauti víkur af fundi) dags. 10. apríl 2017. Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis vegna Adventura ehf. (Gauti kemur aftur til fundar).
e) Bæjar- og sveitarstjórar, Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, dags. 24. apríl 2017. Sveitarstjórn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfinu varðandi frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, umsögn um fjármálaáætlun, dags. 26. apríl 2017. Lagt fram til kynningar.
g) Ársreikningur Hafnasambands Íslands, dags. 2. maí 2017. Lagður fram til kynningar.
h) Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 2. maí 2017. Lagður fram til kynningar.
i) Smári Kristinsson, stofnun lóðar á Þvottá, dags. 4. maí 2017. Skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins falið að bregðast við erindinu.
j) Minjastofnun, styrkveiting vegna Faktorshúss, dags. 5. maí 2017. Veittur er 2 millj. kr. styrkur til hönnunar á útitröppum og palli.
k) Minjastofnun, styrkveiting vegna Gömlu kirkjunnar, dags. 5. maí 2017. Veittur er 5 millj. kr. styrkur vegna þaks á kirkjuskipi, forkirkju og kórs.
l) Félag eldri borgara á Djúpavogi, áskorun v. flugbrautar, dags. 5. maí 2017. Sveitarstjórn er sammála eldri borgurum um að mikilvægt sé að skemmdir séu ekki unnar á flugbrautinni með óþarfa umferð enda mikið öryggisatriði að flugbrautin sé nothæf í neyðartilvikum. Sveitarstjóra falið að fylgja erindinu eftir. Í skoðun er að gera vegslóða meðfram brautinni svo ekki sé farið inn á hana. Í annan stað er staðan sú að flugvöllurinn á Djúpavogi hefur ekki stöðu sjúkraflugvallar lengur þar sem þær flugvélar sem notaðar eru til sjúkraflugs í dag geta ekki lent á vellinum. Sveitarstjóra og form. SFU falið að ræða við rekstaraðila vallarins um stöðu vallarins og lausnir sem legið hafa á borðinu varðandi að stýra umferð fram hjá vellinum með lítilsháttar aðgerðum. .
m) Sýslumaðurinn á Austurlandi, beiðni um umsókn vegna rekstrarleyfis, dags. 9. maí 2017. Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis vegna Ferðaþjónustunnar í Fossárdal ehf.

4. Byggingar- og skipulagsmál

a) Varða 9 – Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar og unnið er að stofnun lóðarinnar.
b) Göngugata um Bakka – Farið yfir framlagða tillögu vegna göngustígs um Bakka sem áður hefur verið fjallað um í SFU og í sveitarstjórn. Sveitarstjórn er sammála því að til reynslu í sumar verði framkvæmt á grunni tillögunnar sem gengur út á að aðskilja gangandi og akandi umferð um Bakka svo tryggja megi skilvirkara flæði og öryggi í ljósi aukinnar umferðar um svæðið.
c) Tjaldsvæði 1. áfangi - Frumdrög dags. 8. apríl 2017 lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn er sammála um að á þessum grunni verði unnið áfram að nánari útfærslum og framkvæmd í samstarfi við TGJ.
d) Karlsstaðir – Sveitarstjóri kynnti staðfestingu Skipulagsstofnunar á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Byggingarleyfi dags. 25. apríl 2017 staðfest.
e) Blábjörg - Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í landi Blábjarga í Djúpavogshreppi dags. 10. maí 2017.
Sveitarstjórn samþykkti lýsingu að deiliskipulaginu á fundi 15. desember 2016. Áður hafði sveitarstjóra, að höfðu samráði við sveitarstjórn, verið falið að senda lýsinguna til kynningar til eigenda/ábúenda nærliggjandi jarða. Ábendingafrestur var veittur frá 7. til 19. desember 2016. Engar ábendingar bárust. Jafnframt var sveitarstjóra falið að senda lýsinguna til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar (umsögn barst 5. janúar 2017), Minjastofnunar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Rarik, Mílu og Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Óskað var eftir athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar væru fyrir 10. janúar 2017. Þá barst athugasemd frá Ríkiseignum dags. 16. janúar 2017.
Sveitarstjórn samþykkir að kynna framlagða tillögu. Er sveitarstjóra falið að setja framlagða tillögu í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda tillöguna til umsagnar eftirfarandi stofnana á auglýsingatíma: Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, Ríkiseigna og Umhverfisstofnunar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda eigendum/ábúendum nærliggjandi jarða kynningarbréf, hengja kynningu upp í Samkaupum og Við Voginn og birta kynningu á heimasíðu sveitarfélagsins.
f) Steinaborg - Erindi frá Sigrúnu Landvall dags. 23. apríl 2017. – Samþykkt að veita byggingarleyfi fyrir einu frístundahúsi þegar samþykktar teikningar liggja fyrir. Frekari byggingarleyfi verða hinsvegar ekki gefin út fyrr en samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. Erindinu verður að öðru leyti svarað af hálfu skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins um stöðu og ferli máls við gerð deiliskipulags.

5. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Sætún. Stefnt er að því að auglýsa húsnæðið til leigu undir verslun eða þjónustutengda starfsemi.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir málþingi um skipulag haf- og strandsvæða sem SSA og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga standa fyrir á Reyðarfirði 17. maí.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir áformum á næstu vikum að dýpka skurði milli íþróttavallar og tjaldsvæðis í þeim tilgangi að veita vatni af svæðinu sem situr orðið upp í skurðum sem hafa fallið saman á liðnum áratugum.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir tilboði frá Málningarþjónustu Hornafjarðar vegna málningar á Löngubúð. Stefnt er að því að mála húsið að utan sem fyrst þó tilboðið sé nokkru hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir næstu fundum samráðshóps um sameiningu Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps þar sem fundað verður m.a. með innanríkisráðherra.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

16.05.2017

12. apríl 2017

 

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.03.2017

32. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 12. apríl 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að liðum 2i), 2j), 3d), 3l), 3m) og 3r) yrði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
Ársreikningur Djúpavogshrepps 2016 – fyrri umræða. Magnús Jónsson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Starfsendurhæfingar Austurlands, dags. 17. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SSA, dags. 7. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 13. mars 2017.
Liður 2 í fundargerð staðfestur. Karlsstaðir – breyting á aðalskipulagi.
Liður 7, smáhýsi á íbúðalóðum – staðfest. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 28. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Félagsmálanefnd, dags. 29. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarf., dags. 30. mars 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 10. apríl 2017. Lögð fram til kynningar.
i) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 10. apríl 2017. Þorbjörg Sandholt og Sóley Dögg Birgisdóttir víkja af fundi. Sigurjón Stefánsson og Kristján Ingimarsson koma til fundar. Liður 2, Breyting á deiliskipulagi við götuna Hlíð staðfestur. Rán greiðir atkvæði gegn breytingunni. Sigurjón og Kristján yfirgefa fundinn. Þorbjörg og Sóley koma aftur til fundar.
j) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 11. apríl 2017. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Sýslumaðurinn á Austurlandi, Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi í Berunesi, dags. 14. mars 2017. Sveitarstjórn samþykkir rekstrarleyfi, en felur jafnhliða skipulagsskrifstofu Djúpavogshrepps að meta stöðu Berunes með tilliti til skipulagsskilmála og bregðast við eftir atvikum.
b) Íbúar við Hlíð, grenndarkynning, dags. 16. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
c) Skipulagsstofnun, Athugun -Teigarhorn, dags. 16. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
d) Íris Birgisdóttir og Kolbeinn Einarsson, athugasemdir vegna Hlíð 11. Lagt fram til kynningar.
e) Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum, Slóðir og smalavegir, dags. 20. mars 2017.
Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til að leita áfram samráðs við forsvarsmanna félagsins vegna viðhalds og viðgerða á slóðum í sveitarfélaginu.
f) Minjastofnun, Bláin, dags. 22. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
g) Minjastofnun, Starmýri, dags. 22. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
h) Minjasstofnun, heimreiðar í Berufirði, dags. 23. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
i) Minjastofnun, Hlíð, breyting á deiliskipulagi, dags. 28. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
j) Austurbrú, Tilnefningar vegna stjórnarkjörs hjá Austurbrú ses., dags. 29. mars 2017.
Sveitarstjóra og oddvita falið að bregðast við erindinu.
k) SSA, samvinna við gerð húsnæðisáætlana, dags. 29. mars 2017. Sveitarstjórn lýsir yfir vilja sínum í að taka þátt í slíkri samvinnu og felur sveitarstjóra að koma þeirri afstöðu til skila.
l) Ingi Ragnarsson fh. Bagga ehf., tillaga að deiliskipulagi dregin til baka, dags. 31. mars 2017. Lagt fram til kynningar.
m) Steinunn Jónsdóttir og Þórunnborg Jónsdóttir, ósk um stofnun lóðar, dags. 31. mars 2017.
Samþykkt samhljóða.
n) Guðný Jónsdóttir, Hamarssel, yfirlýsing varðandi búsetu, dags. 1. apríl 2017. Vísað til landbúnaðarnefndar.
o) Sýslumaðurinn á Austurlandi, umsókn um tækifærisleyfi, dags. 6. apríl 2017. Rán víkur af fundi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna. Rán kemur aftur til fundar.
p) Náttúruverndarsamtök Austurlands, girðingaverkefni, dags. 7. apríl 2017. Þegar hefur verið brugðist við erindinu.
q) Vilmundur Þorgrímsson, umferð og ástand vega við Hvarf, ódagsett 2017. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að bregðast við erindinu.
r) Jóhanna Reykjalín og Ingi Ragnarsson, fyrirspurn um tímabundið leikskólapláss, ódags. Sveitarstjóra var á síðasta fundi falið að afla frekari gagna. Sveitarstjóri kynnti gögn er lúta að kostnaði sveitarfélagsins vegna tímabundinnar leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags. Samþykkt að verða við erindinu og að kostnaður verði greiddur sbr. viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

4. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna verkefnisins „Ísland ljóstengt“. Endanleg útfærsla á verkefninu liggur ekki fyrir en áfram er unnið að henni í samráði við Mannvit.

5. Sameining Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps
Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum um sameiningu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps. Síðasti fundur fulltrúa sveitarfélaganna ásamt verkefnisstjóra frá KPMG var mánudaginn 11. apríl.

6. Austurbrú – Þjónustusamningur við sveitarfélög 2017
Sveitarstjóri kynnti bréf frá Austurbrú ásamt þjónustusamningi og fjárhagsáætlun fyrir 2017.
Sveitarstjóra falið að undirrita þjónustusamning fyrir hönd sveitarfélagsins.

7. Starfsendurhæfing Austurlands
Ársreikningur Starfsendurhæfingar Austurlands ásamt skýrslu stjórnar lagt fram til kynningar.

8. Almenningssamgöngur á Austurlandi
Tillaga stjórnar Strætisvagna Austurlands lögð fram. Tillagan samþykkt.

9. Skipulagstengd málefni

a) Starmýri II, Djúpavogshreppi – deiliskipulag. Endanleg afgreiðsla og niðurstaða sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagt deiliskipulag í landi Starmýrar II. Deiliskipulagstillaga var auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu 23. febrúar 2017, og lágu gögnin frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess að vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins (www.djupivogur.is). Frestur til athugasemda var til og með 6. apríl 2017. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Minjastofnun. Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar umsagnir. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda deiliskipulag dags. 3. febrúar 2017 til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

b) Hlíð – breyting á deiliskipulagi
Þorbjörg Sandholt og Sóley Dögg Birgisdóttir víkja af fundi. Sigurjón Stefánsson og Kristján Ingimarsson koma til fundar.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi við götuna Hlíð á Djúpavogi. Breytingin var tillagan kynnt fasteignaeigendum við götuna Hlíð með bréfi dags. 20. febrúar 2017. Skipulagstillagan lá frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og var veittur fjögurra vikna athugasemda- og ábendingafrestur. Tvær athugasemdir bárust innan tilgreinds frests. Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd (SFU) gaf umsögn um athugasemdir á fundi 10. apríl 2017. Þá var óskað umsagnar Minjastofnunar og barst hún 28. mars 2017.
Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar athugasemdir og umsögn SFU, og samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi dags. 23. febrúar 2017 og umsögn SFU. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er sveitarstjóra jafnframt falið að senda þeim sem tjáðu sig um tillöguna innan gefins athugasemdafrests niðurstöðu sveitarstjórnar, sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Staðfest af sveitarstjórn. Rán greiðir atkvæði gegn breytingunni.
Þorbjörg og Sóley koma aftur til fundar. Sigurjón og Kristján yfirgefa fundinn.

10. Breyting í sveitarstjórn
Kristján Ingimarsson hefur beðist lausnar úr sveitarstjórn sem aðalmaður og tekur Þorbjörg Sandholt sæti hans í sveitarstjórn til loka kjörtímabils. Kristján tekur stöðu varamanns í sveitarstjórn og gegnir auk þess stöðu formanns ferða- og menningarmálanefndar.

11. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með fulltrúum kennara vegna Bókunar 1 í kjarasamningi.
b) Sveitarstjóri kynnti samning vegna upplýsingamiðstöðvar sumarið 2017. Gert er ráð fyrir að hún verði staðsett á tjaldstæðinu samkvæmt samkomulagi þar um.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir málefnum tengdum starfi byggingarfulltrúa. Samningi við Þórhall Pálsson var sagt upp og þegar hefur verið fundað einu sinni vegna mögulegs samstarfs við Sveitarfélagið Hornafjörð og Rúnar Matthíasson byggingariðnfræðing og húsasmíðameistara sem búsettur er á Djúpavogi. Stefnt er að því að endanlegt fyrirkomulag verði staðfest á næsta fundi sveitarstjórnar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

24.04.2017

9. mars 2017

 

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.03.2017

32. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. mars 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 31. janúar 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Heilbrigðisnefnd Austurlands, 8. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 17. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 22. febrúar 2017. Lögð fram til kynnningar.
e) Félagsmálanefnd, dags. 22. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
f) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd 23. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Hafnasambandsins, 24. febrúar 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Fræðslu- og tómstundanefnd, 7. mars 2017. Liður 2, reglur leikskólans staðfestur. Liður 3, dagforeldrar, sveitarstjóra falið að auglýsa eftir dagforeldrum. Liður 4, fyrirspurn um tímabundið leikskólapláss, sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og kynna sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Samband ísl. sveitarfélaga, Endurskoðun samninga við Fjölís, dags. 7. febrúar 2017. Samþykkt að ganga til samninga við Fjölís á grundvelli framlagðra gagna.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi fyrir hönd sveitarfélagsins.
b) Olíudreifing ehf., umsókn vegna niðurrifs á eldsneytisgeymi, dags. 14. febrúar 2017.
Leyfi veitt sbr. staðfestingu á fundargerð skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar frá 23. febrúar 2017
c) Strympa – skipulagsráðgjöf, Umsókn um heimild til stofnunar lóðar úr landi Þvottár, dags. 19. febrúar 2017. Sveitarstjóra og form. SFU falið að bregðast við erindinu í samráði við skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins.
d) Þeba Björt Karlsdóttir og Ragnhhildur Bjarney Traustadóttir, stofnun lóðar í landi Múla 1, dags. 28. febrúar 2017. Samþykkt samhljóða.
e) Stjórn Ungs Austurlands, styrkbeiðni, dags. 6. mars 2017. Samþykkt að styðja samtökin um 30.000 kr.

3. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samningi við fjarskiptasjóð vegna verkefnisins „Ísland ljóstengt“. Endanleg útfærsla á verkefninu liggur ekki fyrir en áfram er unnið að henni í samráði við Mannvit.

4. Sameining Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps
Farið yfir skapalón til notkunar vegna mögulegrar sameiningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps. Samþykkt að sveitarstjórn komi saman til vinnufundar þar sem frekar verður unnið með áherslur sveitarfélagsins og framtíðarsýn. Sveitarstjóra falið að boða til fundarins við fyrsta tækifæri.

Hlé var gert á fundi.

Fundi fram haldið á brúnni yfir Berufjarðará.

5. Samgöngumál – Berufjarðarbotn
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps skorar á samgönguráðherra og alþingi að standa við nýsamþykkta samgönguáætlun og efna þannig gefin loforð fyrir kosningar.
Yfirlýsingar samgönguráðherra í fjölmiðlum um að mótmæli íbúa í Djúpavogshreppi muni engu breyta varðandi niðurskurð við botn Berufjarðar eru þess eðlis að þær geta ekki annað en haft þveröfug áhrif á allt samfélagið á Austurlandi. Samgönguyfirvöldum ásamt þingheimi er löngu kunnugt um ástand mála á þjóðvegi 1 við botn Berufjarðar. Ráðherra samgöngumála þarf því ekki að láta hörð mótmæli við niðurskurðartillögum á þessari framkvæmd koma sér á óvart. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps krefst þess því að samgönguráðherra og alþingi sameinist um að koma framkvæmd við nýjan veg um botn Berufjarðar í útboð nú þegar.
Ályktun borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum fundum með fulltrúum kennara vegna Bókunar 1 í kjarasamningi.
b) Sveitarstjóri kynnti minnisblað framkvæmdastjórnar HSA varðandi brýn málefni á árinu 2017.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

10.03.2017