Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

16. desember 2016

 

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 15.12.2016

29. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. desember 2016 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að lið 3l) væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2017.

Vegna fasteignagjaldaálagningar 2017 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I. Fasteignaskattur A 0,625%
II. Fasteignaskattur B 1,32%
III. Fasteignaskattur C 1,65%
IV. Holræsagjald A 0,30%
V. Holræsagjald B 0,30%
VI. Holræsagj. dreifbýli 8.320 kr.
VII. Vatnsgjald A 0,35%
VIII. Vatnsgjald B 0,35%
IX. Aukavatnsskattur 37,50 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald 17.472 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald 15.600 kr. pr. íbúð
XII. Sorpgjöld, frístundahús 12.480 kr.
XIII. Lóðaleiga 1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga 6
Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.
Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.

b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2017. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

c) Erindi um samningbundnar greiðslur, styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn. Skjalið verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.

d) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020, síðari umræða,fyrirliggjandi gögn kynnt.

Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ................................................ 232.905
* Fjármagnsgjöld A-hluta......................................... 27.331
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð.................. 51.002
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð .................... 53.960
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð ......... 1.011
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... 30.080
* Afskriftir A og B hluti .................................... 23.292
* Eignir ............................................................. 783.486
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.................... 339.160
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 127.655
* Skuldir og skuldbindingar samtals.................... 466.815
* Eigið fé í árslok 2017 ..................................... 316.671
* Veltufé til rekstrar áætlað ................................ 313
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........ 23.900

e) Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um rúmlega 1 millj.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um grunnþjónustu í sveitarfélaginu. Unnið verður áfram að uppbyggingu við Faktorshús og gömlu kirkju sem og verkefnum á Teigarhorni. Þá verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi á árinu 2017 ásamt framkvæmdum við fráveitu og hönnun viðbyggingar/endurbóta grunnskólans. Kannaðir verði áfram möguleikar á nýtingu á jarðhita á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast.
Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 11. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
b) Félagsmálanefnd, dags. 16. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 24. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Samtaka íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 29. nóvember 2016. Lögð fram til kynnningar.
f) Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 6. desember 2016.
g) Fundur bæjar- og sveitarstjóra, dags. 6. desember 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 7. desember 2016. Lögð fram til kynningar.
i) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 7. desember 2016. Lögð fram til kynningar.
j) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 7. desember 2016. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Samband íslenskra sveitarfélaga, Íslandsmót iðn- og verkgreina, dags. 17. nóvember 2016. Lagt fram til kynnningar.
b) Sveitarfélagið Hornafjörður, breytingar á sorpmálum, dags. 21. nóvember 2016. Samningi við Djúpavogshrepp varðandi urðun úrgangs í Syðra Firði er sagt upp með 6 mánaða fyrirvara og verður samningurinn laus frá og með 1. júní 2017. Sveitarfélagið Hornafjörður lýsir jafnframt yfir áhuga á áframhaldandi samstarfi við Djúpavogshrepp hvað varðar þennan málaflokk. Sveitarstjóra og formanni skipulags, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að fylgja málinu eftir fyrir hönd sveitarfélagsins.
c) Landgræðslan, styrkbeiðni, dags. 24. nóvember 2016. Samþykkt að styrkja samstarfsverkefnið „Bændur græða landið“ um 24.000 kr.
d) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 30 nóvember 2016. Samþykkt að styrkja Skógræktarfélag Djúpavogs með sama hætti og verið hefur undanfarin ár þ.e. með 300.000 kr. vinnuframlagi.
e) Aflið,, styrkbeiðni, dags. 1. desember 2016. Styrkbeiðni hafnað.
f) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, Ársreikningur 2015, dags. 2. desember 2016. Sveitarstjóra í samráði við starfshóp um fjárhagsleg málefni falið að bregðast við erindinu. Sveitarstjóri og oddviti munu jafnframt funda með eftirlitsnefndinni í janúar þar sem viðbrögðum sveitarfélagsins verður fylgt eftir.
g) Hammondhátíð Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 5. desember 2016. Samþykkt að styrkja Hammondhátíð Djúpavogs 2017 um 300.000 kr. auk vinnuframlags starfsmanna sveitarfélagsins líkt og verið hefur.
h) Samband íslenskra sveitarfélaga, tilkynning um skil starfshóps, dags. 6. desember 2016. Lagt fram til kynningar.
i) Áfangastaðurinn Austurland, staðfesting á framlagi sveitarfélaga, dags. 7. desember 2016. Sveitarstjórn staðfestir framlag Djúpavogshrepps.
j) Þroskahjálp, Húsnæðisáætlanir og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki, dags. 7. desember 2016. Lagt fram til kynningar.
k) Sýslumaðurinn á Austurlandi, rekstur sýslumannsembættisins 2017, dags. 8. desember 2016. Sveitarstjórn leggur áherslu á að rekstrargrundvöllur embættisins verði tryggður svo það geti staðið undir þeirri grunnþjónustu sem því er ætlað að veita. Sveitarstjóra falið að koma áherslum sveitarstjórnar á framfæri.
l) Björgunarsveitin Bára, styrkbeiðni 500.000. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 250.000 kr. styrk. Ákvörðun um viðbótarstyrkveitingu frestað til næsta fundar.
m) Sjávarklasinn, Verstöðin Ísland, ódags. Lagt fram til kynningar

4. Hitaveita

Formaður skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefndar fór yfir stöðu mála varðandi jarðhitaboranir fyrir Djúpavogshrepp en leitað hefur verið til Orkusjóðs um hámarksfyrirgreiðslu vegna áframhaldandi jarðhitaleitar. Á næstu vikum er stefnt að því að dýpka a.m.k. eina holu með það að markmiði að staðsetja vinnsluholu til framtíðar.

5. Ísland ljóstengt 2017

Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Úthlutunarfyrirkomulag er með svipuðu sniði og áður. Sveitarfélögum býðst að sækja um styrk úr 450 milljón króna heildarpotti fjarskiptasjóðs vegna Ísland ljóstengt. Skilmálar og umsóknargögn lögð fram til kynningar undir þessum lið. Sveitarstjórn lýsir yfir megnri óánægju með þá áherslubreytingu sem orðið hefur varðandi þennan málaflokk frá því upphaflegar hugmyndir voru settar fram. Hún áréttar jafnframt að hún er þeirrar skoðunar að ljósleiðaravæðing landsins sé hluti af grunnþjónustu sem hið opinbera eigi að tryggja íbúum óháð búsetu. Sveitarstjóra engu að síður falið að leggja inn umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins.

6. Skipulags- og byggingamál

a) Blábjörg – Deiliskipulag ferðaþjónustu-, útivistar- og landbúnaðarsvæðis:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða skipulagslýsingu á deiliskipulagi ferðaþjónustu-, útivistar- og landbúnaðarsvæðis á jörðinni Blábjörgum í Djúpavogshreppi dags. 30. nóvember 2016 ásamt meðfylgjandi drögum að tillögu dags. 24. nóvember 2016. Lýsingin var kynnt með dreifibréfi sent var út til eigenda nærliggjandi jarða 6. desember 2016. Ábendingafrestur var veittur frá 7. - 19. desember 2016. Sveitarstjórn telur að deiliskipulagið falli vel að markmiðum og sé í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Sveitarstjóra, að höfðu samráði við sveitarstjórn, hefur þegar verið falið að senda lýsinguna til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Rarik, Mílu og Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Óskað var eftir athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar eru fyrir 10. janúar 2017.
b) Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020: Breytt landnotkun í landi Teigarhorns: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Breytt landnotkun í landi Teigarhorns dags. 12. desember 2016. Lýsing á aðalskipulagsbreytingu var kynnt á borgarafundi á Djúpavogi 24. janúar 2015. Ábendingarfrestur var veittur frá 27. janúar til 5. febrúar 2015 og bárust engar ábendingar. Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að senda lýsingu á breytingu á aðalskipulagi dags. 27. janúar 2015 ásamt viðbótum dags. 12. febrúar 2015 til umsagnar Skipulagsstofnunar (umsögn dags. 25. febrúar 2015), Ferðamálastofu (umsögn barst ekki), Heilbrigðiseftirlits Austurlands (umsögn dags. 3. mars 2015), Minjastofnunar (umsögn dags. 6. mars 2015), Skógræktar ríkisins (umsögn barst ekki), Vegagerðarinnar (umsögn dags. 1. apríl 2015) og Veiðimálastofnunar (umsögn barst ekki).Miklar tafir hafa orðið á gerð skipulags á Teigarhorni vegna viðræðna við Vegagerðina um færslu Hringvegar nærri bæjarstæði á Teigarhorni og fyrir Eyfreyjunesvík en endanleg staðfesting Vegagerðinnar á framlagðri veglínu barst 22. júlí 2016. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að að senda tillögu að breytingu á aðalskipulagi dags. 12. desember 2016 hið fyrsta til umsagnar eftirfarandi aðila: Ferðamálastofu, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Skógræktar ríkisins, Vegagerðarinnar og Veiðimálastofnunar. Jafnframt verður tillagan kynnt með dreifibréfi sem sent verður til eigenda/ábúenda nærliggjandi jarða sem og hagsmunaaðila 19. desember 2016. Auk þess verður tilkynning hengd upp í Samkaupum og Við Voginn. Ábendingafrestur er veittur til og með 4. janúar 2016.
c) Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020: Uppbygging ferðaþjónustsu á Bragðavöllum – breytt landnotkun: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Uppbygging ferðaþjónustu á Bragðavöllum - breytt landnotkun, dags. 12. desember 2016. Dreifibréf til kynningar á lýsingu verður sent eigendum/ábúendum nærliggjandi jarða 19. desember 2016. Auk þess verður tilkynning hengd upp í Samkaupum og Við Voginn. Ábendingarfrestur verður veittur frá 19. desember 2016 til 4. janúar 2017. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda lýsingu á breytingu á aðalskipulagi til umsagnar eftirfarandi aðila: Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og Veiðimálastofnunar. Óskað er eftir að athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar eru fyrir 18. janúar 2017.
d) Lýsing – Deiliskipulag – Uppbygging ferðaþjónustu á Starmýri II í Djúpavogshreppi: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða skipulagslýsingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á jörðinni Starmýri II í Djúpavogshreppi dags. 12. desember 2016. Lýsingin verður kynnt með dreifibréfi sem sent verður til eigenda/ábúenda nærliggjandi jarða 19. desember 2016. Auk þess verður tilkynning hengd upp í Samkaupum og Við Voginn. Ábendingafrestur er veittur til og með 4. janúar 2016. Sveitarstjórn telur að deiliskipulagið falli vel að markmiðum og sé í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Sveitarstjóra verður falið að senda lýsinguna til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands Minjastofnunar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og Umhverfisstofnunar. Óskað verður eftir athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar eru fyrir 18. janúar 2017.
e) Kerhamrar í landi Múla í Djúpavogshreppi - deiliskipulagstillaga: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi á Kerhömrum í landi Múla vegna uppbyggingar ferðaþjónustu dags. 28. nóvember 2016. Aðalskipulagsbreyting vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar var staðfest af Skipulagsstofnun 14. apríl 2016. Sé horft til umfangs uppbyggingarinnar og þess að allar meginforsendur tillögunnar liggja fyrir í aðalskipulagi lítur sveitarstjórn svo á að heimilt sé að falla frá sérstakri kynningu á tillögunni sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er sveitarstjóra falið að koma tillögunni í auglýsingu sem fyrst.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir hleðslustöð sem Orkusalan færði sveitarfélaginu að gjöf.
Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hún verður sett upp. Málinu vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
b) Sveitarstjóri kynnti úthlutun hreindýraarðs til sveitarfélagsins fyrir árið 2016 sem áætluð er u.þ.b. 3 milljónir.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir símafundi með starfshópi um endurskoðun rekstrarfyrirkomulags flugvalla 14. desember.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við innleiðingu Wise lausna í bókhaldskerfi sveitarfélagsins sem tekið verður í notkun um áramót.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

16.12.2016