Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

17. nóvember 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.11.2016

28. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 17. nóvember 2016 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sigurjón Stefánsson og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri fór fram á að lið 5 væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2017. Heimild til hámarksútsvars er 14,52%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2017.
b) Gjaldskrár 2017 til fyrri umræðu. Gjaldskrá grunn-, leik- og tónskóla vísað til fræðslu- og tómstundanefndar. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi allra gjaldskráa vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2017. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2017. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir, samningsbundnar greiðslur o.fl. v. ársins 2017. Vísað til afgreiðslu við síðari umræðu.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2016. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af KPMG í samráði við starfshóp um fjárhagsleg málefni og með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2017. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur 1 millj. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana og starfshópi um fjárhagsleg málefni milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til frekari hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2017. Að lokinni umfjöllun var samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu 15. desember kl. 16:00.

2. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, 20. september 2016. Lögð fram til kynningar.
b) Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 23. september 2016.
Lögð fram til kynningar.
c) Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 23. september 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Héraðsskjalasafnsins, dags. 26. september 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 6. október 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Hafnasambandsins, dags. 12. október 2016. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 14. október 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Aðalfundur Kvennasmiðjunnar ehf, dags. 17. október 2016. Lögð fram til kynningar.
i) Félagsmálanefnd, dags. 19. október 2016. Lögð fram til kynningar.
j) Stjórn Austurbrúar, dags. 25. október 2016. Lögð fram til kynningar.
k) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 26. október 2016. Lögð fram til kynningar.
l) Stjórn Sambands. ísl. sveitarfélaga, dags. 28. október 2016. Lögð fram til kynningar.
m) Stjórn SSA, dags. 1. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
n) Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Austurlands, dags. 2. nóvember 2016.
Lögð fram til kynningar.
o) Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins, dags. 3. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
p) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
q) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
r) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
s) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 10. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
t) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 16. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Stígamót, styrkbeiðni, dags. 10. október 2016. Styrkbeiðni hafnað.
b) Skógræktarfélaga Íslands, þakkir til Skógræktarfélags Djúpavogs og fleiri, dags. 14. október 2016. Lagt fram til kynningar.
c) Innanríkisráðuneytið, greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga 2016, dags. 27. október 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Samband íslenskra sveitarfélaga, undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks, dags. 28. október 2016. Lagt fram til kynningar.
e) Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, umsókn um byggðakvóta 2016/2017, dags. 31. október 2016. Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins fiskveiðiárið 2016/2017 er 300 þorskígildistonn. Sveitarstjórn gerir ekki tillögur um að vikið verði frá þeim almennu reglum sem gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í sveitarfélaginu fiskveiðiárið 2016/2017.
f) Minjavörður Austurlands, umsögn vegna byggingarrreits, dags. 2. nóvember 2016. Lagt fram til kynningar.
g) Stjórn Samtaka tónlistarskólastjóra, áskorun, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Mannvirkjastofnun, brunavarnaáætlun, dags. 7. nóvember 2016. Lagt fram til kynningar.
i) Austurbrú, Orkuskipti á Austurlandi, dags. 10. nóvember 2016. Lagt fram til kynningar.
j) Guðrún Guðmundsdóttir, ódagsett, v. Stekkáss. Formanni skipulags-, umhverfis- og framkvæmdanefndar falið að svara erindinu.

4. Sameining Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna vegna mögulegrar sameiningar Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Fyrir liggur vilyrði um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni veita fjárhagslega aðstoð vegna verkefnisins og gengið hefur verið frá samningi við KPMG um verkefnisstjórn.

5. Djúpavogsskóli
Þorbjörg víkur af fundi. Farið yfir framlögð gögn vegna hönnunarkostnaður viðbyggingar/endurbóta á grunnskóla Djúpavogs. Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samvinnu við Mannvit, skólayfirvöld og hagsmunaðila.
Þorbjörg kemur aftur til fundar.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir auglýsingu sem birtist í fjölmiðlum varðandi laus störf í Djúpavogshreppi.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir heimsókn erlendra blaðamanna sem væntanlegir eru á næstu dögum til að kynna sér Cittaslow.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á Hótel Framtíð 7. nóvember.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

18.11.2016