Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

13. október 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 13.10.2016

27. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sigurjón Stefánsson og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri fór fram á að lið 5 væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Fjárhagsáætlun 2017
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu varðandi fjárhagsáætlun 2017 sem unnið hefur verið að undanfarið í samráði við KPMG og starfshóp um fjárhagsleg málefni. Tillaga að fjárhagsáætlun verður lögð fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga.
b) Viðauki II við fjárhagsáætlun 2016
Breytingar á fjárfestingu - Vegna aukinna umsvifa í sveitum í tengslum við ferðaþjónustu og byggingaráforma í þorpinu liggur fyrir að auka þarf fjármagn til skipulagsvinnu. Fjárfesting vegna skipulags færist í Eignasjóði og hækkar
um 5,0 millj. kr.
Breytingar á rekstrarkostnaði – Vegna aukinna byggingaráforma í sveitarfélaginu er lagt til að auka framlög varðandi þjónustu byggingarfulltrúa til ársloka 2016. Lagt er til að framlög til málaflokks 09 Skipulags og byggingarmála hækki um 2,0 millj. kr.
Rekstarniðurstaða – Rekstarhagnaður mun lækka um 2,0 millj. kr. og verða 1,3 millj. kr.
Handbært fé, breyting – Framangreind útgjöld verða fjármögnuð af handbæru fé. handbært fé mun lækka um 7,0 millj. kr. og verða 66,3 millj. kr.
Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Hafnasambands Íslands, 19. september 2016. Lögð fram til kynningar.
b) Félagsmálanefnd, dags. 21. september 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Heilbrigðisnefnd 21. september 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 5. október 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Aðalfundur SSA, 7.-8. október 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 11. október 2016. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Austurbrú, uppbygging á innviðum fyrir rafmagnsbíla, dags. 21. september 2016. Lagt fram til kynningar.
b) Þjóðskrá, meðferð kjörskrárstofna, dags. 29. október 2016. Lagt fram til kynningar.
c) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, form og efni viðauka við fjárhagsáætlun, dags. 3. október 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Snorraverkefnið 2017, styrkbeiðni, dags. 6. október 2016. Styrkbeiðni hafnað.
e) Dagur Bjarnason, kynningarbréf v. þjónustu sálfræðinga og geðlækna, ódagsett.
Lagt fram til kynningar

4. Kjörskrá
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskúrða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 29. október 2016 í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

5. Samgönguáætlun
Oddviti kynnti að samgönguáætlun til 4 ára hefur verið samþykkt frá Alþingi.
Við afgreiðslu á samgönguáætlun voru á lokametrum þingsins samþykktar breytingatillögur í nokkrum liðum sem minnihluti Umhverfis- og samgöngunefndar alþingis lagði til. Á meðal þeirra breytingatillagna er Axarvegur sem hefur nú verið færður inn á 4 ára áætlun með fjárframlag árið 2018 til undirbúnings og útboðs.
Tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að hefjast handa við framkvæmdir á nýjum Axarvegi í beinu framhaldi af framkvæmdum við Berufjarðarbotn sem bjóða á út að óbreyttu eftir áramótin. Þá er malarkaflinn í botni Skriðdals að Axarvegi á framkvæmdaáætlun 2018. Ljóst má vera að með þessu hefur náðst mikill áfangasigur fyrir hönd íbúa Djúpavogshrepps sem og hins almenna vegfarenda með því að tillögur minnihlutans í Umhverfis- og samgöngunefndar voru samþykktar. Sveitarstjórn vill af þessu tilefni fagna jákvæðum breytingum á samgönguáætlun og þakka um leið þeim fulltrúum þingsins sem hafa barist fyrir brýnum samgöngubótum fyrir hönd svæðisins svo og Umhverfis- og samgöngunefnd allri fyrir að samþykkja tillögur minnihlutans.

6. Djúpavogsskóli
Á síðasta fundi sveitarstjórnar voru kynntar áætlanir um hönnunarkostnað frá Mannviti, Eflu og Verkís vegna viðbyggingar við Grunnskóla Djúpavogs. Þá var samþykkt að afla frekari upplýsinga um framkomnar áætlanir og fresta afgreiðslu til næsta fundar. Erindi hefur borist frá Eflu og Verkís þar sem farið er fram á lengri frest til að skila inn gögnum. Sveitarstjórn fellst á það og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna vegna mögulegrar sameiningar Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps og greindi frá síðasta fundi sameiningarnefndar 28. september á Kirkjubæjarklaustri. Stefnt er að því að ráða verkefnisstjóra til að hafa yfirumsjón með verkefninu.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með sveitarstjórn ásamt opnum fundi með frambjóðendum Vinstri grænna sunnudaginn 9. október. Gert er ráð fyrir að fulltrúar fleiri stjórnmálaflokka verði á ferðinni á næstunni í aðdraganda kosninga þar sem tækifæri mun gefast til að koma helstu áherslum svæðisins á framfæri.
Á fundunum var meðal annars rætt að gefnu tilefni um mikinn skort á 3 fasa rafmagni og háhraðanettengingum í dreifbýli. Miklar breytingar í atvinnumálum hafa átt sér stað og eru í farvatninu til sveita. Þrátt fyrir að nokkrar jarðir standi áfram sterkt í hefðbundnum landbúnaði í Djúpavogshreppi þá hafa nýjar atvinnugreinar verið að vaxa mjög sbr. ferðaþjónusta, fullvinnsla í matvælaiðnaði o.fl., sumpart samhliða hefðbundnum búskap. Til þess að hægt sé að mæta þörfum dreibýlisins varðandi ný sóknarfæri í atvinnuuppbyggingu er því knýjandi að koma á bæði þriggja fasa rafmagni og háhraðaneti til þessara svæða. Fjölbreyttara atvinnulíf er forsenda þess að snúa við neikvæðri íbúaþróun í dreifbýlinu. Algert forgangsatriði í þessu sambandi er því að lagt verði 3 fasa rafmagn og ljósleiðari í dreifbýli og þéttbýli Djúpavogshrepps. Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að loknum kosningum að hefja þegar markvissa uppbyggingu á þessari grunnþjónustu með byggðasjónarmið að leiðarljósi.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi ungmennaráð. Gert er ráð fyrir að umsjón með ráðinu verði í höndum íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá og með áramótum.
d) Sveitarstjórn vill í ljósi vel heppnaðs kynningardags í Íþróttamiðstöðinni laugardaginn
8. okt. síðast liðinn, sem nú var haldinn annað árið í röð, fagna sérstaklega því frumkvæði sem einstaklingar á svæðinu hafa sýnt með samfélagsviðburði þessum. Þar ber fyrsta að telja Ágústu M Arnardóttur sem á hugmyndina að viðburðinum svo og öllum þeim fjölmörgu sem þátt hafa tekið og sýnt hvað mikið er í boði hér í samfélaginu. Viðburður þessi er til vitnis um að Djúpavogshreppur er Cittaslow sveitarfélag þar sem jákvætt frumkvæði heimamanna verður til þess að fjölbreytt starfsemi og vörur úr héraði eru til kynningar.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:10.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

14.10.2016