Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

20. september 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 20.09.2016

26. fundur 2010-2014

 

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 20. september 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Júlía Hrönn Rafnsdóttir og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að liðum 3j) og 3k) væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Í ljósi aukinna umsvifa sem fyrirhuguð eru í ferðaþjónustu í dreifbýli sveitarfélagsins og nýbyggingaráforma á Djúpavogi er sveitarstjórn sammála um nauðsyn þess að auka fjárveitingar til skipulagsmála og starfs byggingarfulltrúa á árinu. Sveitarstjóra í samráði við KPMG falið að vinna drög að viðaukum sem lagðir verða fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
b) Forsendur fyrir vinnslu fjárhagsáætlana fyrir árið 2017 og fjárhagsáætlun til þriggja ára. Farið var yfir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. ágúst 2016.

2. Fundargerðir

a) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 27. júlí 2016. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 4. ágúst 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Landbúnaðarnefnd, dags. 15. ágúst 2016. Liður 1, Skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 16. ágúst 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 18.-19. ágúst 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Félagsmálanefnd, dags. 23. ágúst 2016. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Kvennasmiðjunnar, dags. 26. ágúst 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. september 2016. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 5. september. Lögð fram til kynningar.
j) Atvinnumálanefnd, dags. 12. september. Lögð fram til kynningar.
k) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 12. september 2016. Liður 2a) Umsókn um lóð við Vörðu 9, staðfestur. Sóley og Þorbjörg víkja af fundi. Liður 2b) Umsókn um lóð (nr. ótilgreint) við Hlíð, staðfestur. Sóley og Þorbjörg koma aftur til fundar. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
l) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 19 september 2016. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Samband íslenskra sveitarfélaga, samantekt um svör frá sveitarfélögum um löggæslukostnað vegna bæjarhátíða, minnisblað dags. 12. ágúst 2016. Lagt fram til kynningar.
b) Samband íslenskra sveitarfélaga, Samningur um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi – hlutdeild sveitarfélaga, dags. 16. ágúst 2016. Lagt fram til kynningar.
c) Samband íslenskra sveitarfélaga, Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum, dags. 23. ágúst 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, Ársreikningur 2015, dags. 2. september 2016. Sveitarstjóra í samráði við KPMG falið að bregðast við erindinu.
e) Atvinnu og nýsköpunarráðuneytið, umsókn um byggðakvóta fiskveiðiárið 2016/2017. Sveitarstjóri hefur þegar brugðist við erindinu.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, Alþingiskosningar 2016 – utankjörfundaratkvæðagreiðsla, dags. 9. september 2016.
Sveitarstjórn sammála um að Djúpavogshreppur taki áfram þátt i tilraunaverkefni um utankjörfundaratkvæðagreiðslu við alþingiskosningar í haust.
g) Míla, ljósleiðaravæðing sveitarfélaga, dags. 10. September 2016. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að fylgja umsókn eftir.
h) Minjastofnun Íslands, Úthlutun styrks úr húsafriðunarsjóði 2016. Verndarsvæði í byggð – Miðbæjarsvæði Djúpavogs. Djúpavogshreppi var úthlutað kr. 5.405.000.-
i) Vegagerðin, Hringvegur um Berufjörð, umsókn um framkvæmdaleyfi, dags. 15. September 2016. Sveitarstjórn fagnar því að útboð vegna vegaframkvæmda við botn Berufjarðar sé nú á næsta leyti og veitir Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. Jafnhliða staðfestingu sveitarstjórnar á framkvæmdaleyfi, hvetur hún Vegagerðina til að hafa samráð við viðeigandi stofnanir um framvindu ef ekki hefur verið leitað til þeirra nú þegar. Samþykkt samhljóða.
j) Minjastofnun Íslands, framkvæmdir við Hálskirkjugarð – umsögn, dags. 12. september. Lagt fram til kynningar.
k) Minjastofnun Íslands, minningarmörk o.fl.v. Hálskirkjugarður – umsögn, dags. 12. september. Lagt fram til kynningar.

4. Djúpavogsskóli

Sveitarstjóri kynnti áætlanir um hönnunarkostnað frá Mannviti, Eflu og Verkís vegna viðbyggingar við Grunnskóla Djúpavogs. Samþykkt að afla frekari upplýsinga um framkomnar áætlanir og fresta afgreiðslu til næsta fundar.

5. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu ferða- og menningarmálafulltrúa. Erla Dóra er farin í barneignaleyfi og hefur Bryndís Reynisdóttir verið ráðin tímabundið meðan á því stendur. Gert er ráð fyrir að Bryndís komi að fullu til starfa á skrifstofunni í byrjun desember en þangað til mun hún sinna hlutastarfi í fjarvinnslu.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfsmannamálum í þjónustumiðstöð. Axel Kristjánsson hefur sagt starfi sínu lausu og mun hann láta af störfum í lok september.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við nýja gangbraut í Hammersminni. Vinna er hafin og vonast er til að henni ljúki sem fyrst.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna vegna mögulegrar sameiningar Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Viðræður hafa legið niðri í sumar en næsti fundur er fyrirhugaður 28. september á Kirkjubæjarklaustri. Lögð verður áhersla á að halda íbúum upplýstum um ganga mála.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

21.09.2016