Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

14. júní 2016 (aukafundur)

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.06.2016

7. aukafundur 2010-2014

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 14. júní kl. 08:15. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Kjörskrá

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá.
Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 08:30.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

15.06.2016

9. júní 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.06.2016

24. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. júní 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni. Viðauki við fjárhagsáætlun 2016 – Aðstaða á íþóttasvæði

Hús sem áður hýsti starfsemi Golfklúbbs Djúpavogs á Hamri verður flutt og sett niður við íþróttasvæði Neista í Blánni. Ekki var gert ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun 2016. Áhrif: Fjárfestingaráætlun 2016 hækkar um 4.000.000 og kemur til lækkunar á handbæru fé.

Heildaráhrif viðauka
Samþykkt viðauka hefur í för með sér nettó hækkun fjárheimilda til fjárfestinga að fjárhæð 4.000.000 kr. sem mætt verður með nýtingu á því handbæra fé sem sveitarfélagið hefur til umráða. Breytingar afskrifta, verðbóta og annarra afleiddra liða sem tengjast ofangreindum breytingum færast á afkomu ársins. Viðauki við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir árið 2016 er gerður í samræmi við 2. mgr., 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í yfirlitum sem lögð voru fyrir fundinn er sýnt hvaða áhrif viðaukinn hefur á upphaflega samþykkta fjárhagsáætlun 2016.
Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerðir

a) Félagsmálanefnd, 27. apríl 2016. Lögð fram til kynningar
b) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 17. maí Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 17. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 18. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 19. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn SSA, dags. 24. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
g) Félagsmálanefnd, dags. 25. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Héraðsskjalasafnsins, dags. 31. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
j) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 1. júní 2016. Liður 4, jafnréttisstefna Djúpavogshrepps staðfest. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Landskerfi bókasafna, ársreikningur, dags. 15. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
b) Bæjarstjórn Seyðisfjarðar, bókun, dags. 13. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
c) HSA, minnisblað, dags. 18. maí 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Strympa skipulagsráðgjöf f.h. Bagga ehf., beiðni um afgreiðslu skipulagslýsingar, dags. 20. maí 2016. Brugðist hefur við erindinu af hendi skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins sem bíður frekari gagna.
e) Strympa skipulagsráðgjöf, heimild fyrir stofnun lóðar úr lóðinni Lindarbrekku 2, dags. 23. maí 2016. Sveitarstjórn leyfir stofnun umræddrar lóðar.
f) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, ársskýrsla 2015, dags. 24. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
g) Aðalfundur SSA 2016, drög að dagskrá, dags. 25. maí 2016. Lagt fram til kynningar.
h) Guðmundur Eiríksson og Sigrún Snorradóttir, athugasemd vegna niðurfellingar Starmýrarvegar, dags. 30. maí 2016. Sveitarstjóri hefur þegar sent erindi til Vegagerðarinnar þar sem tekið er undir athugasemdir bréfritara.
i) Auðunn Baldursson, umsókn um nýtt gistileyfi í flokki II, dags. 31. maí 2016. Með vísan til fyrri samþykktar sveitartjórnar varðandi skammtímaleigu húsnæðis á Djúpavogi leggst sveitarstjórn gegn leyfisveitingunni.
j) Rafey ehf., nettengingar, dags. 31. maí 2016. Lagt fram til kynningar.
k) Havarí ehf., umsókn um nýtt veitingaleyfi í flokki II, dags. 31. maí 2016. Sveitarstjórn leggst ekki gegn leyfisveitingunni.
l) Velferðarráðuneytið, orlofsmál fatlaðs fólks, dags. 2. júní 2016. Lagt fram til kynningar.
m) Haukur Elísson og Stefanía Björg Hannnesdóttir, vegna gistiþjónustu í íbúð, ódagsett.
Sveitarstjórn áréttar fyrri samþykkt varðandi skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi. Lagt fram til kynningar.

4. Svæðisskipulag fyrir Austurland

Lögð fram tillaga starfshóps um þær áherslur og þau verkefni sem hafa skal að leiðarljósi við svæðisskipulagsgerð fyrir Austurland allt og talið er að samstaða sé um og þess farið á leit að sveitarfélagið taki afstöðu til hennar. Jafnframt er óskað eftir tilnefningum um tvo fulltrúa frá Djúpavogshreppi til setu í svæðisskipulagsnefnd. Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu. Fulltrúar Djúpavogshrepps verða Andrés Skúlason og Sævar Þór Halldórsson.

5. Viðauki vegna samnings um almenningssamgöngur

Sveitarstjóri kynnti viðauka við samning SSA og Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fjarðabyggðar og Djúpavogshrepps um framkvæmd hluta almenningssamgangna á starfssvæði SSA.
Með viðaukanum er gerður samningur um nýja leið (nr. 4 – Breiðdalsvík – Djúpivogur – Höfn) Sveitarstjóra falið að undirrita viðaukann f.h. sveitarfélagsins.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sölu eignanna Borgarland 38 og Borgarland 40. Báðar eignir hafa verið auglýstar til sölu og er ásett verð 15,5 milljónir.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir málefnum gæsluvallar sumarið 2016. Enginn sótti um auglýst starf á gæsluvellinum og skráð börn náðu ekki þeim lágmarksfjölda sem tilskilinn var. Gæsluvöllur verður því ekki starfræktur á Djúpavogi sumarið 2016.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir kynnisferð sem farin var með stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um Austfirði.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir könnun sem fara á fram fljótlega um ferðavenjur íbúa innanbæjar í tengslum við gerð nýs deiliskipulags fyrir miðbæjarsvæðið.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum lagfæringum á flugbrautinni á vegum Isavia.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

10.06.2016