Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

12. maí 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.05.2016

23. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. maí 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri óskaði eftir að liðir 2k og 3l yrðu teknir á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:


1. Fjárhagsleg málefni

a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2015 – síðari umræða.
Helstu niðurstöður ársreiknings 2015 eru, í þús. króna.

 

Rekstur A og B hluta  
Rekstrartekjur 546.676
Rekstrargjöld (535.234)
Afkoma fyrir fjármagnsliði 11.441
Fjármagnsliðir (19.551)
Tekjuskattur 160
Rekstrarniðurstaða (7.950)
   
Rekstur A hluta  
Rekstrartekjur 489.691
Rekstrargjöld (499.477)
Afkoma fyrir fjármagnsliði  (9.786)
Fjármagnsliðir  (17.930)
Rekstrarniðurstaða  (27.716)
   
Eignir A og B hluta  
Varanlegir rekstrarfjármunir  695.177
Áhættufjármunir og langtímakröfur  32.922
Óinnheimtar skatttekjur   13.581
Aðrar skammtímakröfur   30.089
Handbært fé   8.962
Eignir samtals   780.732
   
Eigið fé og skuldir A og B hluta  
Eiginfjárreikningar   330.507
Skuldbindingar   3.872
Langtímaskuldir   326.464
Skammtímaskuldir 119.889
Eigið fé og skuldir samtals  780.732
   
Eignir A hluta  
Varanlegir rekstrarfjármunir   420.327
Áhættufjármunir og langtímakröfur   55.422
Óinnheimtar skatttekjur   13.581
Aðrar skammtímakröfur  26.028
Handbært fé   3.353
Eignir samtals  518.711
   
Eigið fé og skuldir A hluta  
Eiginfjárreikningar   29.725
Langtímaskuldir  270.063
Skammtímaskuldir  218.923
Eigið fé og skuldir samtals   518.711

 

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

b) Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps staðfestir fyrri samþykkt sína frá 12. apríl 2016 um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 30.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Gauta Jóhannessyni kt. 070364-2559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

2. Fundargerðir

a) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 6. apríl 2016. Lögð fram til kynningar
b) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 18. apríl 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn SSA, dags. 19. apríl 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Samráðshópur um Neistavöll, dags. 20. apríl 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 20. apríl 2016. Samþykkt um upprekstur á Tungu í Álftafirði staðfest.
f) Hafnasamband Íslands, dags. 29. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
g) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags 29. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
h) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 4. maí 2016. Liður 3, gæsluvöllur. Sveitarstjóra falið að kann möguleika á opnum gæsluvelli í sumar líkt og í fyrra að því gefnu að aðstæður leyfi og starfsmenn fáist. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
i) Starfshópur um húsnæðismál, dags. 7. maí 2016. Lagt fram til kynningar.
j) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 12. maí 2016. Liður 3, ívilnanir til nýbygginga á íbúðarhúsnæði, staðfestur. Sveitarstjóra falið að uppfæra og kynna reglur þar um hið fyrsta. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Forsætisráðuneyti, tjón vegna óveðurs, dags. 18. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
b) Byggðastofnun, Samkomulag um aukna byggðafestu á Djúpavogi - drög, dags. 19. apríl 2016. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomin drög.
c) Hafnasamband Íslands, ársreikningur 2015, dags 19. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Samband ísl. sveitarfélaga, viljayfirlýsing, dags. 19. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
e) Starfa, ársreikningur, dags. 23. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
f) Flugfélag Austurlands, stofnun flugfélags með bækistöðvar á Austurlandi, dags. 26. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
g) Samband ísl. sveitarfélaga, Vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða, tengiliður, dags. 2. maí 2016. Samþykkt að Andrés Skúlason verði tengiliður Djúpavogshrepps.
h) Kambaklettur ehf., umsókn um nýtt gistileyfi í flokki II. Sveitarstjórn leggst ekki gegn leyfisveitingunni.
i) Kerhamrar ehf., umsókn um nýtt gistileyfi í flokki III. Sveitarstjórn leggst ekki gegn leyfisveitingunni.
j) Grafít ehf., styrkbeiðni vegna virknisskoðunar á gæðakerfi, dags. 9. maí 2016.
Styrkbeiðni hafnað.
k) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, ársreikningur, dags 9. maí 2016. Lagt fram til kynningar.
l) Sveitarfélagið Hornafjörður, Fyrirspurn um áhuga nágrannasveitarfélaga á sameiningu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps, dags. 11. maí 2016. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir sig tilbúna til að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna. Fulltrúar sveitarfélagsins í samstarfsnefnd, komi til þess, verða: Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, Andrés Skúlason oddviti og Rán Freysdóttir.

4. Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Útleiga íbúðarhúsnæðis til gistingar í flokki II samkvæmt skilgreiningu reglugerðar nr. 585/2007 er óheimil, þó verði þau leyfi sem veitt hafa verið vegna gistingar í flokki II í þéttbýlinu á Djúpavogi framlengd til ársins 2020, verði eftir því leitað.
Heimagisting í flokki I verði einungis heimiluð að undangenginni grenndarkynningu og verði að hámarki 8 gistirými í samræmi við skilgreiningu byggingarreglugerðar á flokkun húsnæðis m.t.t. brunavarna. Sýna verður fram á að næg bílastæði verði við húsið, það merkt og að starfsemin muni ekki hafa truflandi áhrif á íbúðabyggð

5. Umhverfis- og viðhaldsmál í sveitarfélaginu
Sveitarstjórn er sammála um að leggja áherslu á að viðhald og snyrting á umhverfi verði sett í forgang á næstu vikum í þorpinu. Á það við um eignir sveitarfélagsins, atvinnurekenda og einstaklinga. Sveitarstjóra í samráði við byggingarfulltrúa og formann skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefndar falið að fylgja málinu eftir.

6. Sala eigna.
Á fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 var sveitarstjóra falið að skoða hvort og þá með hvaða hætti hægt væri að selja einhverja/einhverjar af þeim íbúðum sem eru í eigu sveitarfélagsins. Að höfðu samráði við fasteignasala og sbr. bókun starfshóps um fjárhagsleg málefni, leggur sveitarstjóri til að Borgarland 38 og 40 verði sett í söluferli.
Núverandi íbúar njóti forkaupsréttar. Samþykkt og sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi fjármögnun á listsýningunni Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur sem sett verður upp í sumar. Ljóst er að náist ekki að afla þeirra styrkja sem gert var ráð fyrir verður sveitarfélagið að leggja til það sem upp á vantar.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi flotbryggjur í Djúpavogshöfn.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir nýrri heimasíðu Teigarhorns www.teigarhorn.is
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir 400 þús. kr. styrk sem Djúpavogshreppur fékk frá Umhverfissjóði Íslenskra fjallaleiðsögumanna ehf. til stikunar gönguleiða á Búlandstind.
e) Sveitarstjóri kynnti erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands varðandi átak í að fjarlægja ónýtar girðingar. Sveitarfélagið er tilbúið til samstarfs við Naust um verkefnið. Sveitarstjóra falið að hafa samband við samtökin og staðfesta þátttöku.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum vegna nýs húss á Neistavelli. Áætlað er að hefja framkvæmdir eftir 17. júní.
g) Sveitarstjóri gerði grein fyrir kjöri sínu sem varamanns í stjórn Austurbrúar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

13.05.2016