Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

12. apríl 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.04.2016

22. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 12. apríl 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarsstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri óskaði eftir að liðir 3m og 3n dags. 8. og 9. apríl yrðu teknir á dagskrá. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
Ársreikningur Djúpavogshrepps 2015 – fyrri umræða. Magnús Jónsson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu.

2. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 15. mars 2016. Lögð fram til kynningar
b) Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, dags. 16. mars 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. mars 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Starfshópur um þróun almenningssamgangna, dags. 21. mars 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Starfshópur um svæðaskipulag, dags. 22. mars 2016.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps staðfestir viljayfirlýsingu um þátttöku í vinnu við mótun svæðisskipulags fyrir Austurland. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
f) Starfshópur um húsnæðismál, dags. 30. mars 2016. Lögð fram til kynningar. Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði um þessar mundir. Starfshópnum falið að koma með tillögur fyrir næsta fund sveitarstjórnar um með hvaða hætti megi greiða fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu.
g) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 1. apríl 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 6. apríl 2016. Vegna liðar 4, lántökur hjá Lánasjóði sveitarfélaga var bókað eftirfarandi:
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 30.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Gauta Jóhannessyni kt. 070364-2559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Vegna liðar 5, sala á eignum, var bókað eftirfarandi: Sveitarstjóra falið að skoða hvort og með hvaða hætti hægt væri að selja einhverja/einhverjar af þeim íbúðum sem eru í eigu sveitarfélagsins. Endanleg ákvörðun um sölu eigna verði tekin á næsta fundi sveitarstjórnar.

3. Erindi og bréf

a) Skólaráð, dekkjakurl á sparkvelli, dags. 10. mars 2016. Vorfundur Umhverfisstofnunnar, Mast, og ráðuneyta verður haldinn 2.-3. maí þar sem lagðar verða fram samræmdar tillögur að aðgerðum. Samþykkt að fresta afgreiðslu þar til niðurstöður liggja fyrir.
b) Bæjarstjórn Seyðisfjarðar, bókun vegna Fjarðarheiðarganga, dags. 17. mars 2016. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps tekur undir með bæjarstjórn Seyðisfjarðar og fagnar þeim jákvæðu áföngum sem náðst hafa vegna undirbúnings Fjarðarheiðarganga. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps mun hér eftir sem hingað til styðja Seyðfirðinga í þeirri viðleitni að Fjarðarheiðargöng verði að veruleika.
c) Minjastofnun Íslands, styrkveiting til Faktorshúss hafnað, dags. 18. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Minjastofnun Íslands, styrkúthlutun – verndarsvæði í byggð, frestun úthlutunar, dags 21. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
e) UMFÍ, ályktun, dags. 21. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
f) Míla ehf, vegna lagningu ljósleiðara, dags 21. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
g) Kálkur ehf., framlenging á leigusamningi, dags. 23. mars 2016. Samþykkt. Sveitarstjóra falið að ganga frá nýjum samningi.
h) Vodafone, vegna lagningu ljósleiðara, dags. 29. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
i) Minjastofnun, 2 milljóna styrkveiting til gömlu kirkjunnar á Djúpavogi.
Lagt fram til kynningar.
j) Ferðamálastofa, 3,8 milljóna styrkveiting úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, dags. 31. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
k) Samband íslenskra sveitarfélaga, framkvæmd heilbrigðiseftirlits, dags. 31. mars. Lagt fram til kynningar.
l) Torfi Sigurðsson, upprekstrarsamningur, dags. 7. apríl 2016. Vísað til landbúnaðarnefndar.
m) Umf. Neisti, aðstaða við Neistavöllinn, dags. 8. apríl 2016. Samþykkt. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að hafa samráð við stjórn Neista varðandi framkvæmdina og gerð samnings um notkun hússins.
n) Skólastjóri Djúpavogsskóla, aðstaða við Neistavöllinn, dags. 9. apríl 2016.
Sjá bókun um lið m).

4. Reglur um félagslega liðveislu og fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
Lagt fram til kynningar.

5. Lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum.
Lögð fram til kynningar.

6. Samþykkt um byggingarleyfisgjöld
Afgreiðslu frestað.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir uppsögn Austurbrúar á tengingu við FS-netið á Djúpavogi. Mjög takmörkuð notkun hefur verið á fjarfundabúnaði og aðrar og ódýrari lausnir í boði
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu starfsmanns í upplýsingamiðstöð í sumar.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir rúmlega 2 milljóna kr. styrk sem Djúpavogsskóli fékk nýlega úr Sprotasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna innleiðingar Cittaslow í skólann.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

13.04.2016