Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

16. desember 2016

 

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 15.12.2016

29. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. desember 2016 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að lið 3l) væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2017.

Vegna fasteignagjaldaálagningar 2017 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I. Fasteignaskattur A 0,625%
II. Fasteignaskattur B 1,32%
III. Fasteignaskattur C 1,65%
IV. Holræsagjald A 0,30%
V. Holræsagjald B 0,30%
VI. Holræsagj. dreifbýli 8.320 kr.
VII. Vatnsgjald A 0,35%
VIII. Vatnsgjald B 0,35%
IX. Aukavatnsskattur 37,50 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald 17.472 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald 15.600 kr. pr. íbúð
XII. Sorpgjöld, frístundahús 12.480 kr.
XIII. Lóðaleiga 1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga 6
Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.
Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.

b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2017. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

c) Erindi um samningbundnar greiðslur, styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn. Skjalið verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.

d) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020, síðari umræða,fyrirliggjandi gögn kynnt.

Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ................................................ 232.905
* Fjármagnsgjöld A-hluta......................................... 27.331
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð.................. 51.002
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð .................... 53.960
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð ......... 1.011
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... 30.080
* Afskriftir A og B hluti .................................... 23.292
* Eignir ............................................................. 783.486
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.................... 339.160
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 127.655
* Skuldir og skuldbindingar samtals.................... 466.815
* Eigið fé í árslok 2017 ..................................... 316.671
* Veltufé til rekstrar áætlað ................................ 313
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........ 23.900

e) Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um rúmlega 1 millj.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um grunnþjónustu í sveitarfélaginu. Unnið verður áfram að uppbyggingu við Faktorshús og gömlu kirkju sem og verkefnum á Teigarhorni. Þá verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi á árinu 2017 ásamt framkvæmdum við fráveitu og hönnun viðbyggingar/endurbóta grunnskólans. Kannaðir verði áfram möguleikar á nýtingu á jarðhita á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast.
Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 11. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
b) Félagsmálanefnd, dags. 16. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 24. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Samtaka íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 29. nóvember 2016. Lögð fram til kynnningar.
f) Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 6. desember 2016.
g) Fundur bæjar- og sveitarstjóra, dags. 6. desember 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 7. desember 2016. Lögð fram til kynningar.
i) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 7. desember 2016. Lögð fram til kynningar.
j) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 7. desember 2016. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Samband íslenskra sveitarfélaga, Íslandsmót iðn- og verkgreina, dags. 17. nóvember 2016. Lagt fram til kynnningar.
b) Sveitarfélagið Hornafjörður, breytingar á sorpmálum, dags. 21. nóvember 2016. Samningi við Djúpavogshrepp varðandi urðun úrgangs í Syðra Firði er sagt upp með 6 mánaða fyrirvara og verður samningurinn laus frá og með 1. júní 2017. Sveitarfélagið Hornafjörður lýsir jafnframt yfir áhuga á áframhaldandi samstarfi við Djúpavogshrepp hvað varðar þennan málaflokk. Sveitarstjóra og formanni skipulags, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að fylgja málinu eftir fyrir hönd sveitarfélagsins.
c) Landgræðslan, styrkbeiðni, dags. 24. nóvember 2016. Samþykkt að styrkja samstarfsverkefnið „Bændur græða landið“ um 24.000 kr.
d) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 30 nóvember 2016. Samþykkt að styrkja Skógræktarfélag Djúpavogs með sama hætti og verið hefur undanfarin ár þ.e. með 300.000 kr. vinnuframlagi.
e) Aflið,, styrkbeiðni, dags. 1. desember 2016. Styrkbeiðni hafnað.
f) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, Ársreikningur 2015, dags. 2. desember 2016. Sveitarstjóra í samráði við starfshóp um fjárhagsleg málefni falið að bregðast við erindinu. Sveitarstjóri og oddviti munu jafnframt funda með eftirlitsnefndinni í janúar þar sem viðbrögðum sveitarfélagsins verður fylgt eftir.
g) Hammondhátíð Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 5. desember 2016. Samþykkt að styrkja Hammondhátíð Djúpavogs 2017 um 300.000 kr. auk vinnuframlags starfsmanna sveitarfélagsins líkt og verið hefur.
h) Samband íslenskra sveitarfélaga, tilkynning um skil starfshóps, dags. 6. desember 2016. Lagt fram til kynningar.
i) Áfangastaðurinn Austurland, staðfesting á framlagi sveitarfélaga, dags. 7. desember 2016. Sveitarstjórn staðfestir framlag Djúpavogshrepps.
j) Þroskahjálp, Húsnæðisáætlanir og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki, dags. 7. desember 2016. Lagt fram til kynningar.
k) Sýslumaðurinn á Austurlandi, rekstur sýslumannsembættisins 2017, dags. 8. desember 2016. Sveitarstjórn leggur áherslu á að rekstrargrundvöllur embættisins verði tryggður svo það geti staðið undir þeirri grunnþjónustu sem því er ætlað að veita. Sveitarstjóra falið að koma áherslum sveitarstjórnar á framfæri.
l) Björgunarsveitin Bára, styrkbeiðni 500.000. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 250.000 kr. styrk. Ákvörðun um viðbótarstyrkveitingu frestað til næsta fundar.
m) Sjávarklasinn, Verstöðin Ísland, ódags. Lagt fram til kynningar

4. Hitaveita

Formaður skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefndar fór yfir stöðu mála varðandi jarðhitaboranir fyrir Djúpavogshrepp en leitað hefur verið til Orkusjóðs um hámarksfyrirgreiðslu vegna áframhaldandi jarðhitaleitar. Á næstu vikum er stefnt að því að dýpka a.m.k. eina holu með það að markmiði að staðsetja vinnsluholu til framtíðar.

5. Ísland ljóstengt 2017

Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Úthlutunarfyrirkomulag er með svipuðu sniði og áður. Sveitarfélögum býðst að sækja um styrk úr 450 milljón króna heildarpotti fjarskiptasjóðs vegna Ísland ljóstengt. Skilmálar og umsóknargögn lögð fram til kynningar undir þessum lið. Sveitarstjórn lýsir yfir megnri óánægju með þá áherslubreytingu sem orðið hefur varðandi þennan málaflokk frá því upphaflegar hugmyndir voru settar fram. Hún áréttar jafnframt að hún er þeirrar skoðunar að ljósleiðaravæðing landsins sé hluti af grunnþjónustu sem hið opinbera eigi að tryggja íbúum óháð búsetu. Sveitarstjóra engu að síður falið að leggja inn umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins.

6. Skipulags- og byggingamál

a) Blábjörg – Deiliskipulag ferðaþjónustu-, útivistar- og landbúnaðarsvæðis:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða skipulagslýsingu á deiliskipulagi ferðaþjónustu-, útivistar- og landbúnaðarsvæðis á jörðinni Blábjörgum í Djúpavogshreppi dags. 30. nóvember 2016 ásamt meðfylgjandi drögum að tillögu dags. 24. nóvember 2016. Lýsingin var kynnt með dreifibréfi sent var út til eigenda nærliggjandi jarða 6. desember 2016. Ábendingafrestur var veittur frá 7. - 19. desember 2016. Sveitarstjórn telur að deiliskipulagið falli vel að markmiðum og sé í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Sveitarstjóra, að höfðu samráði við sveitarstjórn, hefur þegar verið falið að senda lýsinguna til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Rarik, Mílu og Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Óskað var eftir athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar eru fyrir 10. janúar 2017.
b) Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020: Breytt landnotkun í landi Teigarhorns: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Breytt landnotkun í landi Teigarhorns dags. 12. desember 2016. Lýsing á aðalskipulagsbreytingu var kynnt á borgarafundi á Djúpavogi 24. janúar 2015. Ábendingarfrestur var veittur frá 27. janúar til 5. febrúar 2015 og bárust engar ábendingar. Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að senda lýsingu á breytingu á aðalskipulagi dags. 27. janúar 2015 ásamt viðbótum dags. 12. febrúar 2015 til umsagnar Skipulagsstofnunar (umsögn dags. 25. febrúar 2015), Ferðamálastofu (umsögn barst ekki), Heilbrigðiseftirlits Austurlands (umsögn dags. 3. mars 2015), Minjastofnunar (umsögn dags. 6. mars 2015), Skógræktar ríkisins (umsögn barst ekki), Vegagerðarinnar (umsögn dags. 1. apríl 2015) og Veiðimálastofnunar (umsögn barst ekki).Miklar tafir hafa orðið á gerð skipulags á Teigarhorni vegna viðræðna við Vegagerðina um færslu Hringvegar nærri bæjarstæði á Teigarhorni og fyrir Eyfreyjunesvík en endanleg staðfesting Vegagerðinnar á framlagðri veglínu barst 22. júlí 2016. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að að senda tillögu að breytingu á aðalskipulagi dags. 12. desember 2016 hið fyrsta til umsagnar eftirfarandi aðila: Ferðamálastofu, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Skógræktar ríkisins, Vegagerðarinnar og Veiðimálastofnunar. Jafnframt verður tillagan kynnt með dreifibréfi sem sent verður til eigenda/ábúenda nærliggjandi jarða sem og hagsmunaaðila 19. desember 2016. Auk þess verður tilkynning hengd upp í Samkaupum og Við Voginn. Ábendingafrestur er veittur til og með 4. janúar 2016.
c) Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020: Uppbygging ferðaþjónustsu á Bragðavöllum – breytt landnotkun: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Uppbygging ferðaþjónustu á Bragðavöllum - breytt landnotkun, dags. 12. desember 2016. Dreifibréf til kynningar á lýsingu verður sent eigendum/ábúendum nærliggjandi jarða 19. desember 2016. Auk þess verður tilkynning hengd upp í Samkaupum og Við Voginn. Ábendingarfrestur verður veittur frá 19. desember 2016 til 4. janúar 2017. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda lýsingu á breytingu á aðalskipulagi til umsagnar eftirfarandi aðila: Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og Veiðimálastofnunar. Óskað er eftir að athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar eru fyrir 18. janúar 2017.
d) Lýsing – Deiliskipulag – Uppbygging ferðaþjónustu á Starmýri II í Djúpavogshreppi: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða skipulagslýsingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á jörðinni Starmýri II í Djúpavogshreppi dags. 12. desember 2016. Lýsingin verður kynnt með dreifibréfi sem sent verður til eigenda/ábúenda nærliggjandi jarða 19. desember 2016. Auk þess verður tilkynning hengd upp í Samkaupum og Við Voginn. Ábendingafrestur er veittur til og með 4. janúar 2016. Sveitarstjórn telur að deiliskipulagið falli vel að markmiðum og sé í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Sveitarstjóra verður falið að senda lýsinguna til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands Minjastofnunar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og Umhverfisstofnunar. Óskað verður eftir athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar eru fyrir 18. janúar 2017.
e) Kerhamrar í landi Múla í Djúpavogshreppi - deiliskipulagstillaga: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi á Kerhömrum í landi Múla vegna uppbyggingar ferðaþjónustu dags. 28. nóvember 2016. Aðalskipulagsbreyting vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar var staðfest af Skipulagsstofnun 14. apríl 2016. Sé horft til umfangs uppbyggingarinnar og þess að allar meginforsendur tillögunnar liggja fyrir í aðalskipulagi lítur sveitarstjórn svo á að heimilt sé að falla frá sérstakri kynningu á tillögunni sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er sveitarstjóra falið að koma tillögunni í auglýsingu sem fyrst.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir hleðslustöð sem Orkusalan færði sveitarfélaginu að gjöf.
Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hún verður sett upp. Málinu vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
b) Sveitarstjóri kynnti úthlutun hreindýraarðs til sveitarfélagsins fyrir árið 2016 sem áætluð er u.þ.b. 3 milljónir.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir símafundi með starfshópi um endurskoðun rekstrarfyrirkomulags flugvalla 14. desember.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við innleiðingu Wise lausna í bókhaldskerfi sveitarfélagsins sem tekið verður í notkun um áramót.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:45. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

16.12.2016

17. nóvember 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.11.2016

28. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 17. nóvember 2016 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sigurjón Stefánsson og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri fór fram á að lið 5 væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2017. Heimild til hámarksútsvars er 14,52%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2017.
b) Gjaldskrár 2017 til fyrri umræðu. Gjaldskrá grunn-, leik- og tónskóla vísað til fræðslu- og tómstundanefndar. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi allra gjaldskráa vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2017. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2017. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir, samningsbundnar greiðslur o.fl. v. ársins 2017. Vísað til afgreiðslu við síðari umræðu.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2016. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af KPMG í samráði við starfshóp um fjárhagsleg málefni og með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2017. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur 1 millj. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana og starfshópi um fjárhagsleg málefni milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til frekari hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2017. Að lokinni umfjöllun var samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu 15. desember kl. 16:00.

2. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, 20. september 2016. Lögð fram til kynningar.
b) Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 23. september 2016.
Lögð fram til kynningar.
c) Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 23. september 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Héraðsskjalasafnsins, dags. 26. september 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 6. október 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Hafnasambandsins, dags. 12. október 2016. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 14. október 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Aðalfundur Kvennasmiðjunnar ehf, dags. 17. október 2016. Lögð fram til kynningar.
i) Félagsmálanefnd, dags. 19. október 2016. Lögð fram til kynningar.
j) Stjórn Austurbrúar, dags. 25. október 2016. Lögð fram til kynningar.
k) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 26. október 2016. Lögð fram til kynningar.
l) Stjórn Sambands. ísl. sveitarfélaga, dags. 28. október 2016. Lögð fram til kynningar.
m) Stjórn SSA, dags. 1. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
n) Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Austurlands, dags. 2. nóvember 2016.
Lögð fram til kynningar.
o) Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins, dags. 3. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
p) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
q) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
r) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
s) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 10. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
t) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 16. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Stígamót, styrkbeiðni, dags. 10. október 2016. Styrkbeiðni hafnað.
b) Skógræktarfélaga Íslands, þakkir til Skógræktarfélags Djúpavogs og fleiri, dags. 14. október 2016. Lagt fram til kynningar.
c) Innanríkisráðuneytið, greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga 2016, dags. 27. október 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Samband íslenskra sveitarfélaga, undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks, dags. 28. október 2016. Lagt fram til kynningar.
e) Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, umsókn um byggðakvóta 2016/2017, dags. 31. október 2016. Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins fiskveiðiárið 2016/2017 er 300 þorskígildistonn. Sveitarstjórn gerir ekki tillögur um að vikið verði frá þeim almennu reglum sem gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í sveitarfélaginu fiskveiðiárið 2016/2017.
f) Minjavörður Austurlands, umsögn vegna byggingarrreits, dags. 2. nóvember 2016. Lagt fram til kynningar.
g) Stjórn Samtaka tónlistarskólastjóra, áskorun, dags. 4. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Mannvirkjastofnun, brunavarnaáætlun, dags. 7. nóvember 2016. Lagt fram til kynningar.
i) Austurbrú, Orkuskipti á Austurlandi, dags. 10. nóvember 2016. Lagt fram til kynningar.
j) Guðrún Guðmundsdóttir, ódagsett, v. Stekkáss. Formanni skipulags-, umhverfis- og framkvæmdanefndar falið að svara erindinu.

4. Sameining Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna vegna mögulegrar sameiningar Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Fyrir liggur vilyrði um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni veita fjárhagslega aðstoð vegna verkefnisins og gengið hefur verið frá samningi við KPMG um verkefnisstjórn.

5. Djúpavogsskóli
Þorbjörg víkur af fundi. Farið yfir framlögð gögn vegna hönnunarkostnaður viðbyggingar/endurbóta á grunnskóla Djúpavogs. Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samvinnu við Mannvit, skólayfirvöld og hagsmunaðila.
Þorbjörg kemur aftur til fundar.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir auglýsingu sem birtist í fjölmiðlum varðandi laus störf í Djúpavogshreppi.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir heimsókn erlendra blaðamanna sem væntanlegir eru á næstu dögum til að kynna sér Cittaslow.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á Hótel Framtíð 7. nóvember.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

18.11.2016

13. október 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 13.10.2016

27. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sigurjón Stefánsson og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri fór fram á að lið 5 væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Fjárhagsáætlun 2017
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu varðandi fjárhagsáætlun 2017 sem unnið hefur verið að undanfarið í samráði við KPMG og starfshóp um fjárhagsleg málefni. Tillaga að fjárhagsáætlun verður lögð fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga.
b) Viðauki II við fjárhagsáætlun 2016
Breytingar á fjárfestingu - Vegna aukinna umsvifa í sveitum í tengslum við ferðaþjónustu og byggingaráforma í þorpinu liggur fyrir að auka þarf fjármagn til skipulagsvinnu. Fjárfesting vegna skipulags færist í Eignasjóði og hækkar
um 5,0 millj. kr.
Breytingar á rekstrarkostnaði – Vegna aukinna byggingaráforma í sveitarfélaginu er lagt til að auka framlög varðandi þjónustu byggingarfulltrúa til ársloka 2016. Lagt er til að framlög til málaflokks 09 Skipulags og byggingarmála hækki um 2,0 millj. kr.
Rekstarniðurstaða – Rekstarhagnaður mun lækka um 2,0 millj. kr. og verða 1,3 millj. kr.
Handbært fé, breyting – Framangreind útgjöld verða fjármögnuð af handbæru fé. handbært fé mun lækka um 7,0 millj. kr. og verða 66,3 millj. kr.
Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Hafnasambands Íslands, 19. september 2016. Lögð fram til kynningar.
b) Félagsmálanefnd, dags. 21. september 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Heilbrigðisnefnd 21. september 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 5. október 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Aðalfundur SSA, 7.-8. október 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 11. október 2016. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Austurbrú, uppbygging á innviðum fyrir rafmagnsbíla, dags. 21. september 2016. Lagt fram til kynningar.
b) Þjóðskrá, meðferð kjörskrárstofna, dags. 29. október 2016. Lagt fram til kynningar.
c) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, form og efni viðauka við fjárhagsáætlun, dags. 3. október 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Snorraverkefnið 2017, styrkbeiðni, dags. 6. október 2016. Styrkbeiðni hafnað.
e) Dagur Bjarnason, kynningarbréf v. þjónustu sálfræðinga og geðlækna, ódagsett.
Lagt fram til kynningar

4. Kjörskrá
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskúrða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 29. október 2016 í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

5. Samgönguáætlun
Oddviti kynnti að samgönguáætlun til 4 ára hefur verið samþykkt frá Alþingi.
Við afgreiðslu á samgönguáætlun voru á lokametrum þingsins samþykktar breytingatillögur í nokkrum liðum sem minnihluti Umhverfis- og samgöngunefndar alþingis lagði til. Á meðal þeirra breytingatillagna er Axarvegur sem hefur nú verið færður inn á 4 ára áætlun með fjárframlag árið 2018 til undirbúnings og útboðs.
Tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að hefjast handa við framkvæmdir á nýjum Axarvegi í beinu framhaldi af framkvæmdum við Berufjarðarbotn sem bjóða á út að óbreyttu eftir áramótin. Þá er malarkaflinn í botni Skriðdals að Axarvegi á framkvæmdaáætlun 2018. Ljóst má vera að með þessu hefur náðst mikill áfangasigur fyrir hönd íbúa Djúpavogshrepps sem og hins almenna vegfarenda með því að tillögur minnihlutans í Umhverfis- og samgöngunefndar voru samþykktar. Sveitarstjórn vill af þessu tilefni fagna jákvæðum breytingum á samgönguáætlun og þakka um leið þeim fulltrúum þingsins sem hafa barist fyrir brýnum samgöngubótum fyrir hönd svæðisins svo og Umhverfis- og samgöngunefnd allri fyrir að samþykkja tillögur minnihlutans.

6. Djúpavogsskóli
Á síðasta fundi sveitarstjórnar voru kynntar áætlanir um hönnunarkostnað frá Mannviti, Eflu og Verkís vegna viðbyggingar við Grunnskóla Djúpavogs. Þá var samþykkt að afla frekari upplýsinga um framkomnar áætlanir og fresta afgreiðslu til næsta fundar. Erindi hefur borist frá Eflu og Verkís þar sem farið er fram á lengri frest til að skila inn gögnum. Sveitarstjórn fellst á það og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna vegna mögulegrar sameiningar Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps og greindi frá síðasta fundi sameiningarnefndar 28. september á Kirkjubæjarklaustri. Stefnt er að því að ráða verkefnisstjóra til að hafa yfirumsjón með verkefninu.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með sveitarstjórn ásamt opnum fundi með frambjóðendum Vinstri grænna sunnudaginn 9. október. Gert er ráð fyrir að fulltrúar fleiri stjórnmálaflokka verði á ferðinni á næstunni í aðdraganda kosninga þar sem tækifæri mun gefast til að koma helstu áherslum svæðisins á framfæri.
Á fundunum var meðal annars rætt að gefnu tilefni um mikinn skort á 3 fasa rafmagni og háhraðanettengingum í dreifbýli. Miklar breytingar í atvinnumálum hafa átt sér stað og eru í farvatninu til sveita. Þrátt fyrir að nokkrar jarðir standi áfram sterkt í hefðbundnum landbúnaði í Djúpavogshreppi þá hafa nýjar atvinnugreinar verið að vaxa mjög sbr. ferðaþjónusta, fullvinnsla í matvælaiðnaði o.fl., sumpart samhliða hefðbundnum búskap. Til þess að hægt sé að mæta þörfum dreibýlisins varðandi ný sóknarfæri í atvinnuuppbyggingu er því knýjandi að koma á bæði þriggja fasa rafmagni og háhraðaneti til þessara svæða. Fjölbreyttara atvinnulíf er forsenda þess að snúa við neikvæðri íbúaþróun í dreifbýlinu. Algert forgangsatriði í þessu sambandi er því að lagt verði 3 fasa rafmagn og ljósleiðari í dreifbýli og þéttbýli Djúpavogshrepps. Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að loknum kosningum að hefja þegar markvissa uppbyggingu á þessari grunnþjónustu með byggðasjónarmið að leiðarljósi.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi ungmennaráð. Gert er ráð fyrir að umsjón með ráðinu verði í höndum íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá og með áramótum.
d) Sveitarstjórn vill í ljósi vel heppnaðs kynningardags í Íþróttamiðstöðinni laugardaginn
8. okt. síðast liðinn, sem nú var haldinn annað árið í röð, fagna sérstaklega því frumkvæði sem einstaklingar á svæðinu hafa sýnt með samfélagsviðburði þessum. Þar ber fyrsta að telja Ágústu M Arnardóttur sem á hugmyndina að viðburðinum svo og öllum þeim fjölmörgu sem þátt hafa tekið og sýnt hvað mikið er í boði hér í samfélaginu. Viðburður þessi er til vitnis um að Djúpavogshreppur er Cittaslow sveitarfélag þar sem jákvætt frumkvæði heimamanna verður til þess að fjölbreytt starfsemi og vörur úr héraði eru til kynningar.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:10.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

14.10.2016

20. september 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 20.09.2016

26. fundur 2010-2014

 

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 20. september 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Júlía Hrönn Rafnsdóttir og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að liðum 3j) og 3k) væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Í ljósi aukinna umsvifa sem fyrirhuguð eru í ferðaþjónustu í dreifbýli sveitarfélagsins og nýbyggingaráforma á Djúpavogi er sveitarstjórn sammála um nauðsyn þess að auka fjárveitingar til skipulagsmála og starfs byggingarfulltrúa á árinu. Sveitarstjóra í samráði við KPMG falið að vinna drög að viðaukum sem lagðir verða fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
b) Forsendur fyrir vinnslu fjárhagsáætlana fyrir árið 2017 og fjárhagsáætlun til þriggja ára. Farið var yfir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. ágúst 2016.

2. Fundargerðir

a) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 27. júlí 2016. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 4. ágúst 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Landbúnaðarnefnd, dags. 15. ágúst 2016. Liður 1, Skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 16. ágúst 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 18.-19. ágúst 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Félagsmálanefnd, dags. 23. ágúst 2016. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Kvennasmiðjunnar, dags. 26. ágúst 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. september 2016. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 5. september. Lögð fram til kynningar.
j) Atvinnumálanefnd, dags. 12. september. Lögð fram til kynningar.
k) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 12. september 2016. Liður 2a) Umsókn um lóð við Vörðu 9, staðfestur. Sóley og Þorbjörg víkja af fundi. Liður 2b) Umsókn um lóð (nr. ótilgreint) við Hlíð, staðfestur. Sóley og Þorbjörg koma aftur til fundar. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
l) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 19 september 2016. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Samband íslenskra sveitarfélaga, samantekt um svör frá sveitarfélögum um löggæslukostnað vegna bæjarhátíða, minnisblað dags. 12. ágúst 2016. Lagt fram til kynningar.
b) Samband íslenskra sveitarfélaga, Samningur um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi – hlutdeild sveitarfélaga, dags. 16. ágúst 2016. Lagt fram til kynningar.
c) Samband íslenskra sveitarfélaga, Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum, dags. 23. ágúst 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, Ársreikningur 2015, dags. 2. september 2016. Sveitarstjóra í samráði við KPMG falið að bregðast við erindinu.
e) Atvinnu og nýsköpunarráðuneytið, umsókn um byggðakvóta fiskveiðiárið 2016/2017. Sveitarstjóri hefur þegar brugðist við erindinu.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, Alþingiskosningar 2016 – utankjörfundaratkvæðagreiðsla, dags. 9. september 2016.
Sveitarstjórn sammála um að Djúpavogshreppur taki áfram þátt i tilraunaverkefni um utankjörfundaratkvæðagreiðslu við alþingiskosningar í haust.
g) Míla, ljósleiðaravæðing sveitarfélaga, dags. 10. September 2016. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að fylgja umsókn eftir.
h) Minjastofnun Íslands, Úthlutun styrks úr húsafriðunarsjóði 2016. Verndarsvæði í byggð – Miðbæjarsvæði Djúpavogs. Djúpavogshreppi var úthlutað kr. 5.405.000.-
i) Vegagerðin, Hringvegur um Berufjörð, umsókn um framkvæmdaleyfi, dags. 15. September 2016. Sveitarstjórn fagnar því að útboð vegna vegaframkvæmda við botn Berufjarðar sé nú á næsta leyti og veitir Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. Jafnhliða staðfestingu sveitarstjórnar á framkvæmdaleyfi, hvetur hún Vegagerðina til að hafa samráð við viðeigandi stofnanir um framvindu ef ekki hefur verið leitað til þeirra nú þegar. Samþykkt samhljóða.
j) Minjastofnun Íslands, framkvæmdir við Hálskirkjugarð – umsögn, dags. 12. september. Lagt fram til kynningar.
k) Minjastofnun Íslands, minningarmörk o.fl.v. Hálskirkjugarður – umsögn, dags. 12. september. Lagt fram til kynningar.

4. Djúpavogsskóli

Sveitarstjóri kynnti áætlanir um hönnunarkostnað frá Mannviti, Eflu og Verkís vegna viðbyggingar við Grunnskóla Djúpavogs. Samþykkt að afla frekari upplýsinga um framkomnar áætlanir og fresta afgreiðslu til næsta fundar.

5. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu ferða- og menningarmálafulltrúa. Erla Dóra er farin í barneignaleyfi og hefur Bryndís Reynisdóttir verið ráðin tímabundið meðan á því stendur. Gert er ráð fyrir að Bryndís komi að fullu til starfa á skrifstofunni í byrjun desember en þangað til mun hún sinna hlutastarfi í fjarvinnslu.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfsmannamálum í þjónustumiðstöð. Axel Kristjánsson hefur sagt starfi sínu lausu og mun hann láta af störfum í lok september.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við nýja gangbraut í Hammersminni. Vinna er hafin og vonast er til að henni ljúki sem fyrst.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna vegna mögulegrar sameiningar Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Viðræður hafa legið niðri í sumar en næsti fundur er fyrirhugaður 28. september á Kirkjubæjarklaustri. Lögð verður áhersla á að halda íbúum upplýstum um ganga mála.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

21.09.2016

14. júní 2016 (aukafundur)

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.06.2016

7. aukafundur 2010-2014

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 14. júní kl. 08:15. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Kjörskrá

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá.
Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 08:30.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

15.06.2016

9. júní 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.06.2016

24. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. júní 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni. Viðauki við fjárhagsáætlun 2016 – Aðstaða á íþóttasvæði

Hús sem áður hýsti starfsemi Golfklúbbs Djúpavogs á Hamri verður flutt og sett niður við íþróttasvæði Neista í Blánni. Ekki var gert ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun 2016. Áhrif: Fjárfestingaráætlun 2016 hækkar um 4.000.000 og kemur til lækkunar á handbæru fé.

Heildaráhrif viðauka
Samþykkt viðauka hefur í för með sér nettó hækkun fjárheimilda til fjárfestinga að fjárhæð 4.000.000 kr. sem mætt verður með nýtingu á því handbæra fé sem sveitarfélagið hefur til umráða. Breytingar afskrifta, verðbóta og annarra afleiddra liða sem tengjast ofangreindum breytingum færast á afkomu ársins. Viðauki við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir árið 2016 er gerður í samræmi við 2. mgr., 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í yfirlitum sem lögð voru fyrir fundinn er sýnt hvaða áhrif viðaukinn hefur á upphaflega samþykkta fjárhagsáætlun 2016.
Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerðir

a) Félagsmálanefnd, 27. apríl 2016. Lögð fram til kynningar
b) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 17. maí Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 17. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 18. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 19. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn SSA, dags. 24. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
g) Félagsmálanefnd, dags. 25. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Héraðsskjalasafnsins, dags. 31. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
j) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 1. júní 2016. Liður 4, jafnréttisstefna Djúpavogshrepps staðfest. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Landskerfi bókasafna, ársreikningur, dags. 15. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
b) Bæjarstjórn Seyðisfjarðar, bókun, dags. 13. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
c) HSA, minnisblað, dags. 18. maí 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Strympa skipulagsráðgjöf f.h. Bagga ehf., beiðni um afgreiðslu skipulagslýsingar, dags. 20. maí 2016. Brugðist hefur við erindinu af hendi skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins sem bíður frekari gagna.
e) Strympa skipulagsráðgjöf, heimild fyrir stofnun lóðar úr lóðinni Lindarbrekku 2, dags. 23. maí 2016. Sveitarstjórn leyfir stofnun umræddrar lóðar.
f) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, ársskýrsla 2015, dags. 24. maí 2016. Lögð fram til kynningar.
g) Aðalfundur SSA 2016, drög að dagskrá, dags. 25. maí 2016. Lagt fram til kynningar.
h) Guðmundur Eiríksson og Sigrún Snorradóttir, athugasemd vegna niðurfellingar Starmýrarvegar, dags. 30. maí 2016. Sveitarstjóri hefur þegar sent erindi til Vegagerðarinnar þar sem tekið er undir athugasemdir bréfritara.
i) Auðunn Baldursson, umsókn um nýtt gistileyfi í flokki II, dags. 31. maí 2016. Með vísan til fyrri samþykktar sveitartjórnar varðandi skammtímaleigu húsnæðis á Djúpavogi leggst sveitarstjórn gegn leyfisveitingunni.
j) Rafey ehf., nettengingar, dags. 31. maí 2016. Lagt fram til kynningar.
k) Havarí ehf., umsókn um nýtt veitingaleyfi í flokki II, dags. 31. maí 2016. Sveitarstjórn leggst ekki gegn leyfisveitingunni.
l) Velferðarráðuneytið, orlofsmál fatlaðs fólks, dags. 2. júní 2016. Lagt fram til kynningar.
m) Haukur Elísson og Stefanía Björg Hannnesdóttir, vegna gistiþjónustu í íbúð, ódagsett.
Sveitarstjórn áréttar fyrri samþykkt varðandi skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi. Lagt fram til kynningar.

4. Svæðisskipulag fyrir Austurland

Lögð fram tillaga starfshóps um þær áherslur og þau verkefni sem hafa skal að leiðarljósi við svæðisskipulagsgerð fyrir Austurland allt og talið er að samstaða sé um og þess farið á leit að sveitarfélagið taki afstöðu til hennar. Jafnframt er óskað eftir tilnefningum um tvo fulltrúa frá Djúpavogshreppi til setu í svæðisskipulagsnefnd. Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu. Fulltrúar Djúpavogshrepps verða Andrés Skúlason og Sævar Þór Halldórsson.

5. Viðauki vegna samnings um almenningssamgöngur

Sveitarstjóri kynnti viðauka við samning SSA og Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fjarðabyggðar og Djúpavogshrepps um framkvæmd hluta almenningssamgangna á starfssvæði SSA.
Með viðaukanum er gerður samningur um nýja leið (nr. 4 – Breiðdalsvík – Djúpivogur – Höfn) Sveitarstjóra falið að undirrita viðaukann f.h. sveitarfélagsins.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sölu eignanna Borgarland 38 og Borgarland 40. Báðar eignir hafa verið auglýstar til sölu og er ásett verð 15,5 milljónir.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir málefnum gæsluvallar sumarið 2016. Enginn sótti um auglýst starf á gæsluvellinum og skráð börn náðu ekki þeim lágmarksfjölda sem tilskilinn var. Gæsluvöllur verður því ekki starfræktur á Djúpavogi sumarið 2016.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir kynnisferð sem farin var með stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um Austfirði.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir könnun sem fara á fram fljótlega um ferðavenjur íbúa innanbæjar í tengslum við gerð nýs deiliskipulags fyrir miðbæjarsvæðið.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum lagfæringum á flugbrautinni á vegum Isavia.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

10.06.2016

12. maí 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.05.2016

23. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. maí 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri óskaði eftir að liðir 2k og 3l yrðu teknir á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:


1. Fjárhagsleg málefni

a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2015 – síðari umræða.
Helstu niðurstöður ársreiknings 2015 eru, í þús. króna.

 

Rekstur A og B hluta  
Rekstrartekjur 546.676
Rekstrargjöld (535.234)
Afkoma fyrir fjármagnsliði 11.441
Fjármagnsliðir (19.551)
Tekjuskattur 160
Rekstrarniðurstaða (7.950)
   
Rekstur A hluta  
Rekstrartekjur 489.691
Rekstrargjöld (499.477)
Afkoma fyrir fjármagnsliði  (9.786)
Fjármagnsliðir  (17.930)
Rekstrarniðurstaða  (27.716)
   
Eignir A og B hluta  
Varanlegir rekstrarfjármunir  695.177
Áhættufjármunir og langtímakröfur  32.922
Óinnheimtar skatttekjur   13.581
Aðrar skammtímakröfur   30.089
Handbært fé   8.962
Eignir samtals   780.732
   
Eigið fé og skuldir A og B hluta  
Eiginfjárreikningar   330.507
Skuldbindingar   3.872
Langtímaskuldir   326.464
Skammtímaskuldir 119.889
Eigið fé og skuldir samtals  780.732
   
Eignir A hluta  
Varanlegir rekstrarfjármunir   420.327
Áhættufjármunir og langtímakröfur   55.422
Óinnheimtar skatttekjur   13.581
Aðrar skammtímakröfur  26.028
Handbært fé   3.353
Eignir samtals  518.711
   
Eigið fé og skuldir A hluta  
Eiginfjárreikningar   29.725
Langtímaskuldir  270.063
Skammtímaskuldir  218.923
Eigið fé og skuldir samtals   518.711

 

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

b) Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps staðfestir fyrri samþykkt sína frá 12. apríl 2016 um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 30.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Gauta Jóhannessyni kt. 070364-2559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

2. Fundargerðir

a) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 6. apríl 2016. Lögð fram til kynningar
b) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 18. apríl 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn SSA, dags. 19. apríl 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Samráðshópur um Neistavöll, dags. 20. apríl 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 20. apríl 2016. Samþykkt um upprekstur á Tungu í Álftafirði staðfest.
f) Hafnasamband Íslands, dags. 29. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
g) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags 29. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
h) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 4. maí 2016. Liður 3, gæsluvöllur. Sveitarstjóra falið að kann möguleika á opnum gæsluvelli í sumar líkt og í fyrra að því gefnu að aðstæður leyfi og starfsmenn fáist. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
i) Starfshópur um húsnæðismál, dags. 7. maí 2016. Lagt fram til kynningar.
j) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 12. maí 2016. Liður 3, ívilnanir til nýbygginga á íbúðarhúsnæði, staðfestur. Sveitarstjóra falið að uppfæra og kynna reglur þar um hið fyrsta. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Forsætisráðuneyti, tjón vegna óveðurs, dags. 18. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
b) Byggðastofnun, Samkomulag um aukna byggðafestu á Djúpavogi - drög, dags. 19. apríl 2016. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomin drög.
c) Hafnasamband Íslands, ársreikningur 2015, dags 19. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Samband ísl. sveitarfélaga, viljayfirlýsing, dags. 19. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
e) Starfa, ársreikningur, dags. 23. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
f) Flugfélag Austurlands, stofnun flugfélags með bækistöðvar á Austurlandi, dags. 26. apríl 2016. Lagt fram til kynningar.
g) Samband ísl. sveitarfélaga, Vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða, tengiliður, dags. 2. maí 2016. Samþykkt að Andrés Skúlason verði tengiliður Djúpavogshrepps.
h) Kambaklettur ehf., umsókn um nýtt gistileyfi í flokki II. Sveitarstjórn leggst ekki gegn leyfisveitingunni.
i) Kerhamrar ehf., umsókn um nýtt gistileyfi í flokki III. Sveitarstjórn leggst ekki gegn leyfisveitingunni.
j) Grafít ehf., styrkbeiðni vegna virknisskoðunar á gæðakerfi, dags. 9. maí 2016.
Styrkbeiðni hafnað.
k) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, ársreikningur, dags 9. maí 2016. Lagt fram til kynningar.
l) Sveitarfélagið Hornafjörður, Fyrirspurn um áhuga nágrannasveitarfélaga á sameiningu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps, dags. 11. maí 2016. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir sig tilbúna til að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna. Fulltrúar sveitarfélagsins í samstarfsnefnd, komi til þess, verða: Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, Andrés Skúlason oddviti og Rán Freysdóttir.

4. Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Útleiga íbúðarhúsnæðis til gistingar í flokki II samkvæmt skilgreiningu reglugerðar nr. 585/2007 er óheimil, þó verði þau leyfi sem veitt hafa verið vegna gistingar í flokki II í þéttbýlinu á Djúpavogi framlengd til ársins 2020, verði eftir því leitað.
Heimagisting í flokki I verði einungis heimiluð að undangenginni grenndarkynningu og verði að hámarki 8 gistirými í samræmi við skilgreiningu byggingarreglugerðar á flokkun húsnæðis m.t.t. brunavarna. Sýna verður fram á að næg bílastæði verði við húsið, það merkt og að starfsemin muni ekki hafa truflandi áhrif á íbúðabyggð

5. Umhverfis- og viðhaldsmál í sveitarfélaginu
Sveitarstjórn er sammála um að leggja áherslu á að viðhald og snyrting á umhverfi verði sett í forgang á næstu vikum í þorpinu. Á það við um eignir sveitarfélagsins, atvinnurekenda og einstaklinga. Sveitarstjóra í samráði við byggingarfulltrúa og formann skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefndar falið að fylgja málinu eftir.

6. Sala eigna.
Á fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 var sveitarstjóra falið að skoða hvort og þá með hvaða hætti hægt væri að selja einhverja/einhverjar af þeim íbúðum sem eru í eigu sveitarfélagsins. Að höfðu samráði við fasteignasala og sbr. bókun starfshóps um fjárhagsleg málefni, leggur sveitarstjóri til að Borgarland 38 og 40 verði sett í söluferli.
Núverandi íbúar njóti forkaupsréttar. Samþykkt og sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi fjármögnun á listsýningunni Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur sem sett verður upp í sumar. Ljóst er að náist ekki að afla þeirra styrkja sem gert var ráð fyrir verður sveitarfélagið að leggja til það sem upp á vantar.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi flotbryggjur í Djúpavogshöfn.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir nýrri heimasíðu Teigarhorns www.teigarhorn.is
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir 400 þús. kr. styrk sem Djúpavogshreppur fékk frá Umhverfissjóði Íslenskra fjallaleiðsögumanna ehf. til stikunar gönguleiða á Búlandstind.
e) Sveitarstjóri kynnti erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands varðandi átak í að fjarlægja ónýtar girðingar. Sveitarfélagið er tilbúið til samstarfs við Naust um verkefnið. Sveitarstjóra falið að hafa samband við samtökin og staðfesta þátttöku.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum vegna nýs húss á Neistavelli. Áætlað er að hefja framkvæmdir eftir 17. júní.
g) Sveitarstjóri gerði grein fyrir kjöri sínu sem varamanns í stjórn Austurbrúar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

13.05.2016

12. apríl 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.04.2016

22. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 12. apríl 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarsstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri óskaði eftir að liðir 3m og 3n dags. 8. og 9. apríl yrðu teknir á dagskrá. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
Ársreikningur Djúpavogshrepps 2015 – fyrri umræða. Magnús Jónsson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu.

2. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 15. mars 2016. Lögð fram til kynningar
b) Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, dags. 16. mars 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. mars 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Starfshópur um þróun almenningssamgangna, dags. 21. mars 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Starfshópur um svæðaskipulag, dags. 22. mars 2016.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps staðfestir viljayfirlýsingu um þátttöku í vinnu við mótun svæðisskipulags fyrir Austurland. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
f) Starfshópur um húsnæðismál, dags. 30. mars 2016. Lögð fram til kynningar. Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði um þessar mundir. Starfshópnum falið að koma með tillögur fyrir næsta fund sveitarstjórnar um með hvaða hætti megi greiða fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu.
g) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 1. apríl 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 6. apríl 2016. Vegna liðar 4, lántökur hjá Lánasjóði sveitarfélaga var bókað eftirfarandi:
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 30.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Gauta Jóhannessyni kt. 070364-2559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Vegna liðar 5, sala á eignum, var bókað eftirfarandi: Sveitarstjóra falið að skoða hvort og með hvaða hætti hægt væri að selja einhverja/einhverjar af þeim íbúðum sem eru í eigu sveitarfélagsins. Endanleg ákvörðun um sölu eigna verði tekin á næsta fundi sveitarstjórnar.

3. Erindi og bréf

a) Skólaráð, dekkjakurl á sparkvelli, dags. 10. mars 2016. Vorfundur Umhverfisstofnunnar, Mast, og ráðuneyta verður haldinn 2.-3. maí þar sem lagðar verða fram samræmdar tillögur að aðgerðum. Samþykkt að fresta afgreiðslu þar til niðurstöður liggja fyrir.
b) Bæjarstjórn Seyðisfjarðar, bókun vegna Fjarðarheiðarganga, dags. 17. mars 2016. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps tekur undir með bæjarstjórn Seyðisfjarðar og fagnar þeim jákvæðu áföngum sem náðst hafa vegna undirbúnings Fjarðarheiðarganga. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps mun hér eftir sem hingað til styðja Seyðfirðinga í þeirri viðleitni að Fjarðarheiðargöng verði að veruleika.
c) Minjastofnun Íslands, styrkveiting til Faktorshúss hafnað, dags. 18. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Minjastofnun Íslands, styrkúthlutun – verndarsvæði í byggð, frestun úthlutunar, dags 21. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
e) UMFÍ, ályktun, dags. 21. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
f) Míla ehf, vegna lagningu ljósleiðara, dags 21. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
g) Kálkur ehf., framlenging á leigusamningi, dags. 23. mars 2016. Samþykkt. Sveitarstjóra falið að ganga frá nýjum samningi.
h) Vodafone, vegna lagningu ljósleiðara, dags. 29. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
i) Minjastofnun, 2 milljóna styrkveiting til gömlu kirkjunnar á Djúpavogi.
Lagt fram til kynningar.
j) Ferðamálastofa, 3,8 milljóna styrkveiting úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, dags. 31. mars 2016. Lagt fram til kynningar.
k) Samband íslenskra sveitarfélaga, framkvæmd heilbrigðiseftirlits, dags. 31. mars. Lagt fram til kynningar.
l) Torfi Sigurðsson, upprekstrarsamningur, dags. 7. apríl 2016. Vísað til landbúnaðarnefndar.
m) Umf. Neisti, aðstaða við Neistavöllinn, dags. 8. apríl 2016. Samþykkt. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að hafa samráð við stjórn Neista varðandi framkvæmdina og gerð samnings um notkun hússins.
n) Skólastjóri Djúpavogsskóla, aðstaða við Neistavöllinn, dags. 9. apríl 2016.
Sjá bókun um lið m).

4. Reglur um félagslega liðveislu og fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
Lagt fram til kynningar.

5. Lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum.
Lögð fram til kynningar.

6. Samþykkt um byggingarleyfisgjöld
Afgreiðslu frestað.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir uppsögn Austurbrúar á tengingu við FS-netið á Djúpavogi. Mjög takmörkuð notkun hefur verið á fjarfundabúnaði og aðrar og ódýrari lausnir í boði
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu starfsmanns í upplýsingamiðstöð í sumar.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir rúmlega 2 milljóna kr. styrk sem Djúpavogsskóli fékk nýlega úr Sprotasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna innleiðingar Cittaslow í skólann.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

13.04.2016

10. mars 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 10.03.2016

21. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. mars 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarsstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri óskaði eftir að liður 1 o), fundargerð ferða- og menningarmálanefndar, dags. 9. mars yrði tekinn á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:


1. Fundargerðir

a) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. janúar 2016. Lögð fram til kynningar
b) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 10. febrúar 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn SSA, dags. 11. febrúar 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 12. febrúar 2016.
Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 16. febrúar 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 18. febrúar 2016. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 18. febrúar 2016. Farið er fram á hækkun framlaga frá aðildarsveitarfélögum safnsins þar sem launahækkanir hafi verið vanáætlaðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Ný fjárhagsáætlun fyrir árið gerir ráð fyrir því að laun og launatengd gjöld hækki um 1,5 millj. Rekstarframlög þurfi því að hækka úr 20 milljónum í 22 milljónir að teknu tillit til forsendna framlaganna. Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu með fyrirvara um að önnur aðildarsveitarfélög samþykki að verða við því fyrir sitt leyti fyrir 1. apríl n.k. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 19. febrúar 2016.
Lögð fram til kynningar.
i) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 24. febrúar 2016.
Lögð fram til kynningar.
j) Fundur sveitarstjóra um ljósleiðaravæðingu, dags. 24. febrúar.
Lögð fram til kynningar.
k) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 24. febrúar 2016. Lögð fram til kynningar.
l) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. febrúar 2016.
Lögð fram til kynningar.
m) Landbúnaðarnefnd, dags. 3. mars 2016.
Ekki er gert ráð fyrir að veita meira fjármagni til refa- og minkaveiða en tilgreint er í fjárhagsáætlun. Liður 1, Refa og minkaveiði, breytingar á samningi og reglum um grenjaleit og refaveiðar með meiri áherslu á grenjavinnslu, staðfestur.
Liður 2, upprekstur á Búlandsdal, staðfestur. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi þess efnis. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
n) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 8. mars 2016.
Liður 2, Svæðisskipulag Austurland, tilnefning Andrésar Skúlasonar sem fulltrúa í starfshóp fyrir hönd Djúpavogshrepps, staðfestur.
Liður 3, Kerhamrar í landi Múla 1 – ósk um breytingu á aðalskipulagi, staðfestur.
Liður 4, Fiskeldi Austfjarða – varðar umsókn um stöðuleyfi vegna fóðurstöðva í landi Urðarteigs við Berufjörð, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
o) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 9. mars 2016. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Austurbrú, þjónustusamningur við sveitarfélög vegna 2016, dags. 8. febrúar 2016. Lagt fram til kynningar.
b) Heimili og skóli, ályktun um niðurskurð í leik- og grunnskólum, dags. 11. febrúar 2016. Lagt fram til kynningar.
c) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, svæðisáætlanir um meðferð úrgangs, dags. 12. febrúar 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Félagsmálanefnd, gjaldskrá heimaþjónustu, dags. 16. febrúar 2016. Lagt fram til kynningar.
e) Skólastjóri Djúpavogsskóla, Læsisstefna Djúpavogsskóla, dags. 17. febrúar 2016. Lagt fram til kynningar.
f) Stjórn SSA, tilnefning fulltrúa í starfshóp um svæðisskipulag á Austurlandi. Þegar staðfest að Andrés Skúlason verður fulltrúi sveitarfélagsins í starfshópnum.
g) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárhagsáætlun 2016-2019, dags. 29. febrúar 2016. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við endurskoðendur sveitarfélagsins.

3. Innkaupareglur
Innkaupareglur sveitarfélagsins frá 2011 teknar til yfirferðar og endurskoðunar.
Nýjar innnkaupareglur sem taka gildi 10. mars 2016 samþykktar.

4. Kerhamrar – Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 er tekur til breyttrar landnotkunar á lóðinni Kerhömrum í landi Múla.
Breytingin felst í að lóðinni Kerhömrum er breytt úr íbúðarhúsalóð í lóð fyrir verslun og þjónustu. Jafnframt er afmörkun lóðarinnar breytt til samræmis við hnitasetningu frá mars 2016.
Í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 segir að stefnt sé að eflingu ferðaþjónustu á svæðinu, svo sem með samvinnu sveitarfélags, ferðaþjónustuaðila og íbúa. Að mati sveitarstjórnar Djúpavogshrepps er þessi tillaga að breytingu á aðalskipulagi til þess fallin að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á svæðinu og byggð í fámennri sveit. Þar sem svæðið hefur í áratugi verið nýtt til samkomuhalds eru tilteknir innviðir fyrir hendi t.d. rúmt bílastæði og gott aðgengi og að mati sveitarstjórnar hentar lóðin Kerhamrar því vel til þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er.
Til að sporna við neikvæðum umhverfisáhrifum leggur sveitarstjórn á það ríka áherslu að fyrirhuguð uppbygging ferðaþjónustu fari fram í eins mikilli sátt við umhverfið og frekast er unnt og frágangur sé í fullu samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps telur ekki ástæðu til að ætla að breytt landnotkun muni hafa eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á umhverfi og samfélag. Sveitarstjórn telur því að hér sé um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 að ræða sbr. 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 dags. 10. mars 2016 til staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er sveitarstjóra falið að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar, sbr. 2. mgr. 32. gr. sömu laga.

5. Staðan á húsnæðismarkaði á Djúpavogi
Ljóst er að mikill skortur er á hvort tveggja íbúðar- og skrifstofuhúsnæði á Djúpavogi. Sveitarstjórn er sammála um að miklu skipti að leita allra leiða til að bregðast við stöðunni. Samþykkt að stofna 3 manna starfshóp til að kortleggja ástandið og koma með tillögur til úrbóta eigi síðar en 1. júní. Í starfshópnum sitja Kári Snær Valtingojer, Þorbjörg Sandholt auk Andrésar Skúlasonar oddvita.

6. Skýrsla um ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla og áhrif þess á byggðafestu
Lögð fram til kynningar.

7. Flutningur þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga
Skýrsla unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands lögð fram til kynningar.

8. Húsnæðismál Djúpavogsskóla
Þorbjörg Sandholt vék af fundi. Sigurjón Stefánsson kom til fundar. Undir þessum lið voru lögð fram gögn sem starfshópur um húsnæðismál Djúpavogssskóla hefur tekið saman auk fundargerða hópsins frá 25. febrúar og 3. mars. Sóley Dögg Birgisdóttir formaður gerði grein fyrir tillögum hópsins sem mælir með eftirfarandi:
1. Horfið verði frá því að flytja 5 ára börnin í grunnskólann í haust.
2. Aldrei verði fleiri en 37 börn í leikskólanum og allt kapp lagt á að fá dagforeldra til starfa sem lausn fyrir þá sem ekki fá leikskólapláss.
3. Heildstæð áætlun, sem byggir á þarfagreiningu hópsins, um framtíðarlausn í húsnæðismálum Djúpavogsskóla verði klár í lok árs, þar sem öll starfsemi skólans verði komin í eigið húsnæði og gert ráð fyrir 3. deild leikskólans.
4. Þarfagreiningin verði send til fagaðila til úrvinnslu.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar tillögur hópsins. Sveitarstjóra falið að leita tilboða í úrvinnslu á þeim með það að markmiði að í lok árs liggi fyrir endanleg áætlun um framtíðarskipan húsnæðismála Djúpavogssskóla sem hægt verður að taka tillit til við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Við úrvinnsluna verði þess gætt að hvort tveggja, það húsnæði sem nú þegar hýsir skólastarfið og/eða nýbygging geti verið hluti af lausn á húsnæðisvanda skólans til framtíðar. Þorbjörg mætir aftur til fundar. Sigurjón Stefánsson vék af fundi.

9. Samþykkt um byggingarleyfisgjöld
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

10. Ljósleiðaravæðing Djúpavogshrepps
Sveitarstjóri lagði fram tilboð sem borist hafa í vinnu við gerð útboðsgagna vegna lagnar ljósleiðara í dreifbýli við Berufjörð. Samþykkt að fela Mannviti að vinna útboðsgögn samkvæmt tilboði. Samþykkt jafnframt að fresta frekari ákvörðunum um framkvæmdina þar til endanlegar reglur um úthlutun 2016 liggja fyrir frá hendi fjárveitingavaldsins.

11. Skýrsla sveitarstjóra
a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum breytingum innanhús í Geysi. Stefnt er að því að Minjavörður Austurlands og starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar verði í fundarherbergi á annari hæð og að skrifstofa sveitarstjóra flytji aftur niður.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti með Petur Petersen sendiherra Færeyja á Íslandi 2. mars.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við nýjar flotbryggjur í Djúpavogshöfn. Hafist hefur verið handa við rif á gömlu bryggjunni og gerir verkáætlun ráð fyrir að þeirri vinnu ásamd dýpkun verði lokið eigi síðar en 6. apríl. Nýjum flotbryggjum verður þá komið fyrir.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

11.03.2016