Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

10. desember 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 10.12.2015

18. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. desember 2015 kl. 15:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2016; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2016.

Vegna fasteignagjaldaálagningar 2016 gilda eftirtaldar ákvarðanir:

I. Fasteignaskattur A...........0,625%
II. Fasteignaskattur B..........1,32%
III. Fasteignaskattur C.........1,65%
IV. Holræsagjald A..............0,30%
V. Holræsagjald B...............0,30%
VI. Holræsagj. dreifbýli........8.000 kr.
VII. Vatnsgjald A................0,35%
VIII. Vatnsgjald B...............0,35%
IX. Aukavatnsskattur...........37,50 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald................16.800 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald..........15.000 kr. pr. íbúð
XII. Sorpgjöld, frístundahús..12.000 kr.
XIII. Lóðaleiga....................1% (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga............6

Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.
b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2016. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
c) Erindi um samningbundnar greiðslur, styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn. Skjalið verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.
d) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2016, síðari umræða, fyrirliggjandi gögn kynnt.

Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ......................................242.257
* Fjármagnsgjöld aðalsjóðs...............................25.995
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð.............26.404
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð ...............37.195
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð .....3.293
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) .......28.455
* Afskriftir A og B hluti ....................................23.625
* Eignir ........................................................789.734
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.....................354.376
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir.........95.977
* Skuldir og skuldbindingar samtals.....................450.353
* Eigið fé í árslok 2016 ....................................339.381
* Veltufé frá rekstri áætlað ...............................26.882
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) .........23.900

e) Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 3,3 millj.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um grunnþjónustu í sveitarfélaginu. Unnið verður áfram að uppbyggingu smábátahafnar, við faktorshús og gömlu kirkju sem og verkefnum á Teigarhorni. Þá verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi á árinu 2016. Kannaðir verði áfram möguleikar á nýtingu á jarðhita á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast. Sveitarstjórn er sammála að þrátt fyrir áfall í atvinnulífinu með brotthvarfi Vísis hf. af svæðinu þá sé full ástæða til bjartsýni á framtíðina, innviðir eru sterkir eftir sem áður og mannauður til staðar á svæðinu til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Sveitarstjórn telur því að Djúpavogshreppur hafi eftir sem áður mörg sóknarfæri til að treysta samfélagið enn frekar í sessi.

Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Fundargerðir

a) Ársfundur umsjónaraðila friðlýstra svæða, dags. 13. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 16. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 25. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 25. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 2. desember 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 3. desember. Sveitarstjóra falið að kynna sér fyrirkomulag varðandi dagforeldra í öðrum sveitarfélögum og kynna á næsta fundi sveitarstjórnar. Formanni FTN falið að endurvekja starfshóp um húsnæðismál Djúpavogsskóla og stefna að fundi sem fyrst á nýju ári. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Hammondhátíð Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 18. nóvember 2015. Samþykkt að styrkja Hammondhátíð Djúpavogs 2016 um 300.000 kr. og gert ráð fyrir því í fjárhjagsáætlun 2016.
b) Landgræðsla ríkisins, styrkbeiðni, dags. 23. nóvember 2015. Samþykkt að styrkja verkefnið „Bændur græða landið“ um 24.000 kr. og gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2016.
c) Innanríkisráðuneytið, breytingar á lögræðislögum, dags. 23. nóvember 2015. Lagt fram til kynningar.
d) Samtök sveitarfélaga á Austurlandi, framlenging á samningi um almenningssamgöngur, dags. 25. nóvember 2015. Lagt fram til kynningar.
e) Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, breyting á vinnslu úrgangs, dags. 26. nóvember 2015. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að annast viðræður um málið við fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, gerð leiðbeininga um störf almannavarnanefnda, dags. 26. nóvember 2015. Lagt fram til kynningar.
g) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 2. desember 2015. Samþykkt að styrkja Skógræktarfélag Djúpavogs með sama hætti og verið hefur sbr. fjárhagsáætlun auk 200.000 kr eingreiðslu vegna undirbúnings aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2.-4. september 2016.

4. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 að því tekur til breyttrar legu Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglínu Z ásamt umhverfisskýrslu sem henni fylgir. Tillaga að breytingunni ásamt umhverfisskýrslu var auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu 14. október 2015, og lágu gögnin frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofu Djúpavogshrepps sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess að vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins (www.djupivogur.is). Frestur til athugasemda var til og með 25. nóvember 2015. Þrjár athugasemdir bárust; frá Fjarðabyggð, sveitarstjórn Breiðdalshrepps og Eiði Ragnarssyni. Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar ábendingar og athugasemdir og samþykkir umsagnir um þær. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 dags. 25. júní 2015 með síðari uppfærslum (þeirri síðustu 9. desember 2015) ásamt umhverfisskýrslu til staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu, afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 2. mgr. 32. gr. sömu laga.

5. Skýrsla sveitarstjóra

a) Viðvera byggingarfulltrúa. Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á viðveru byggingarfulltrúa sem framvegis verður með viðveru á Djúpavogi 1. miðvikudag í hverjum mánuði.
b) Úthlutun hreindýraarðs. Sveitarstjóri kynnti úthlutun hreindýraarðs til sveitarfélagsins fyrir árið 2015 sem áætluð er rúmar 3 milljónir.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

11.12.2015