Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

9. apríl 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.04.2015

11. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. apríl 2015 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þorbjörg Sandholt, Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:
1. Fundargerðir

a) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 10. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 13. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 13. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 24. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 30. mars 2015.
1a) Refaveiðar. Sveitarstjórn sammála um að auka ekki fé til refaveiða árið 2015. Sveitarstjórn leggur hins vegar áherslu á að fyrirkomulag veiðanna verði tekið til endurskoðunar fyrir næsta ár og felur landbúnaðarnefnd að koma með tillögur um það með hvaða hætti þeim fjármunum sem ætlaðir verða til refaveiða verði best varið með tilliti til grenjavinnslu í sveitarfélaginu.
1b) Minkaveiðar. Sveitarstjórn sammála um að auka ekki fé til minkaveiða. Sami háttur verður hafður á við ráðningu minkaveiðimanna og verið hefur en áhersla lögð á að sinna fyrst þeim svæðum þar sem æðarvarp og fuglaskoðun er stunduð sérstaklega.
2. Upprekstrarsamningur á Tungu. Sveitarstjórn tekur undir bókun meirihluta landbúnaðarnefndar varðandi upprekstrarsamning við Torfa Sigurðsson vegna Tungu. Formanni landbúnaðarnefndar og sveitarstjóra falið að ganga frá nýjum samningi og funda með TS þar sem áherslum sveitarfélagsins verði komið á framfæri.
3. Veggirðingar og aðrar girðingar. Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar.
4. a) Skilarétt í Hamarsseli. Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar.
b) Rúlluplast. Samþykkt að fela sveitarstjóra í samráði við form. landbúnaðrnefndar að skoða fyrirkomulagi við söfnun á rúlluplasti.
f) Cittaslow v. stuðningsaðila, dags. 31. mars 2015. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Umhverfisstofnun, Lýsing. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Lýsing. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, dags. 6. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
b) Ferðamálastofa, Teigarhorn í Djúpavogshreppi – beiðni um umsagnir Ferðamálastofu dags. 11. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
c) Austurbrú, Tilnefningar vegna stjórnarkjörs hjá Austurbrú ses. dags 18. mars 2015 Lagt fram til kynningar..
d) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, Fjárhagsáætlun 2015-2018 dags. 18. mars 2015. Sveitarstjóra falið að svara EFS í samráði við KPMG.
e) Vegagerðin, Mögulegar veglínur um Teigarhorn dags. 21. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
f) Ágústa Margrét Arnardóttir og Guðlaugur Birgisson, Sumarlokun leikskóla, gæsluvöllur, íþrótta og æskulýðsstarf dags. 30. mars 2015. Sóley vék af fundi. Farið var yfir niðurstöður könnunar sem gerð var meðal foreldra varðandi mögulega notkun á gæsluvelli í sumar. Alls lýstu foreldrar 19 barna yfir áhuga á að nýta sér gæsluvöll ef hann yrði starfræktur. Notkun yrði þó mjög mismunandi milli vikna, mest fyrstu tvær vikurnar í ágúst og minnst síðustu vikuna. Sveitarstjórn sammála um að í ljósi þeirrar eftirspurnar verði gæsluvöllur opinn hluta úr degi í sumar meðan leikskólinn er lokaður. Sveitarstjóra og formanni fræðslu- og tómstundanefndar falið að útfæra fyrirkomulag við gæsluvöllinn. Sveitarstjóra að öðru leyti falið að svara erindinu í samráði við fulltrúa fræðslu- og tómstundanefndar og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Sóley kemur á fund.

3. Menningarsamningar

Sveitarstjóri kynnti drög að nýjum samstarfssamningi um menningarmál milli sveitarfélaga á Austurlandi. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við drögin og felur sveitarstjóra að undirrita samstarfssamninginn fyrir hönd Djúpavogshrepps.

4. Samningur um sóknaráætlun

Sveitarstjóri kynnti Samning um sóknaráætlun Austurlands 2015-2019 sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga gerðu með sér og var undirritaður 10. febrúar 2015.

5. Uppbygging Faktorshússins

Í ljósi þess árangurs sem náðst hefur er varðar nýjar starfstöðvar og stöðugildi á Djúpavogi er sveitarstjórn sammála um að hraða uppbyggingu Faktorshúss sem kostur er með það fyrir augum að skapa þar fjölbreytta starfsaðstöðu. Faktorshúsið hefur verið í uppbyggingu frá árinu 2004. Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna að frekari fjármögnun er varðar verkefnið en á þessu ári hefur verkefnið fengið 10 mkr. styrk af fjárlögum.

6. Gjaldskrá vegna fráveitugjalds

Sveitarstjóri lagði fram gjaldskrá vegna fráveitugjalds. Samþykkt samhljóða.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Framkvæmdir við flotbryggjur. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna flotbryggja. Fjárveitingar til framkvæmda í höfnum landsins hafa verið skornar verulega niður miðað við fyrri áætlanir. Þó er ljóst að Djúpavogshöfn mun fá áður áætlaða fjárveitingu kr. 19,9 millj. sem er 60% af áætluðum framkvæmdakostnaði að frádregnum virðisaukaskatti. Stefnt er að útboði vegna framkvæmdarinnar fljótlega.
b) Ársreikningur. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi ársreikning 2014. Gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn á næstu dögum og verður boðað til aukafundar þar sem hann verður tekinn til fyrri umræðu.
c) Málefni sparisjóðsins. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn Landsbankans varðandi áframhaldandi bankaþjónustu á Djúpavogi.
d) Uppbygging ljósleiðaranets og ríkisstyrktarreglur EES. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat ásamt stjórn SSA og oddvitum þeirra sveitarfélaga sem ekki eiga sæti í stjórninni þriðjudaginn 8. apríl. Á fundinn mættu fulltrúar Póst og fjarskiptastofnunar ásamt Haraldi Benediktssyni og Páli Pálssyni úr starfshópi um alþjónustu í fjarskiptum. Samþykkt að taka málið í heild sinni fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:20.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

13.04.2015