Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

12. mars 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.03.2015

10. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þorbjörg Sandholt, Rán Freysdóttir og Júlía Hrönn Rafnsdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Samþykkt að bæta lið 1 n) inn í dagskrána.

Dagskrá:
1. Fundargerðir

a) Starfsendurhæfing Austurlands, dags. 28. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Starfsendurhæfing Austurlands, dags. 30. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. janúar 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 11. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 11. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 12. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Hafnasamband Íslands, dags. 13. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 23. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
i) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. febrúar 2015. Lögð fram til kynningar.
j) Starfshópur um úttekt á Djúpavogsskóla, dags. 2. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
k) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 4. mars 2015. Liður 1, breyttar reglur grunn- og leikskólans staðfestar. Liður 2, ungmennaráð, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
l) Starfshópur um úttekt á Djúpavogsskóla, dags 10. mars 2015. Liður 1, úttekt á Djúpavogsskóla staðfestur og sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Skólastofuna slf – Rannsóknir og ráðgjöf. Stefnt er að frágangi viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi sveitarstjórnar.
m) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 11. mars.
Liður 8, hænsnfuglar í þéttbýli, afgreiðslu frestað. Að öðru leyti staðfest.
n) Ferða- og menningarmálanefnd, dags 9. mars 2015. Liður 1, myndefni Þórarins Hávarðssonar, staðfestur og sveitarstjóra falið að ganga frá kaupunum.
Liður 2, móttaka listamanns frá Vesteraalen samþykkt. Liður 4, tónleikahald og leiksýning, staðfestur. Liður 5, List án landamæra 20.000 kr. styrkur, samþykkt. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, styrkbeiðni, dags. 11. febrúar 2015. Styrkbeiðni hafnað.
b) Hildur Björk Þorsteinsdóttir, styrkbeiðni, dags. 15. febrúar 2015. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 50.000
c) Austurbrú, fréttabréf janúar og febrúar, dags. 17. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar.
d) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, framlag til Teigarhorns, dags. 20. febrúar 2015. Sveitarstjórn fagnar afgreiðslu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
e) Skipulagsstofnun, Lýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi Teigarhorns dags. 25. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar.
f) Vinnumálastofnun, virkjum hæfileikana, dags. 25. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar. Lagt fram til kynningar.
g) Skotmannafélag Djúpavogs, ósk um landsvæði fyrir starfsemi félagsins dags. 25. febrúar 2015. Sveitarstjórn staðfestir bókun SFU um sama mál dags. 11. mars 2015.
h) Innanríkisráðuneytið, staðfesting á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Djúpavogshreppi dags. 26. febrúar 2015. Lagt fram til kynningar.
i) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, umsögn um breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 og breytta notkun á jörðinni Teigarhorn og deiliskipulagi fyrir Teigarhorn dags. 3. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
j) Skógrækt ríkisins, breytt landnotkun á Teigarhorni samanber tillögu að deiliskipulagi dags. 3. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
k) Minjastofnun Íslands, Teigarhorn – umsögn um breytingu á aðalskipulagi og um lýsingu á deiliskipulagi dags. 6. mars 2015. Fallist er á ábendingar Minjastofnunar varðandi fornleifaskráningu á svæðinu. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3. Félagsþjónustan
Farið var yfir framkvæmdaáætlun í barnavernd og starfsáætlun Félagsþjónustu 2015 og hvort tveggja staðfest.

4. Starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi
Farið var yfir stöðu mála varðandi starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að í engu verði hvikað frá samþykkt stjórnar Austurbrúar frá 7. nóvember 2013 um að „..næstu störf sem auglýst verða hjá Austurbrú, sem eru ekki háð annarri staðsetningu, verði með staðsetningu á Seyðisfirði annars vegar og Djúpavogi hinsvegar.“

5. Skólaskrifstofa Austurlands
Farið var yfir nýjan samning um Skólaskrifstofu Austurlands sem undirritaður var 6. mars. Um er að ræða minniháttar breytingar frá fyrra samningi að höfðu samráði við hagsmunaaðila.

6. Menningarráð Austurlands
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Albert Jensson og Gauta Jóhannesson til vara sem fulltrúa Djúpavogshrepps á ársfund Menningarráðs Austurlands sem haldinn verður á Seyðisfirði 24. mars 2015.

7. Gjaldskrá vegna fráveitugjalds
Sveitarstjóri kynnti tillögu uppsetningu á gjaldskrá vegna fráveitugjalds. Stefnt að afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

8. Cittaslow
Farið yfir reglur um stuðningsaðila Cittaslow. Nokkrar umsóknir liggja fyrir. Sveitarstjóra falið að afgreiða umsóknir um stuðningsaðila Cittaslow í samráði við formann ferða- og menningarmálanefndar.

9. Skýrsla sveitarstjóra

a) Rauða kross námskeið. Sveitarstjóri kynnti námskeið sem haldið verður á vegum Rauða krossins fyrir barnfóstrur. Stefnt er að því að halda námskeið fyrir vorið.
b) Byggðakvóti. Sveitarstjóri kynnti úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015-2016. Alls nemur úthlutaður byggðakvóti á Djúpavogi 191 þorskígildistonni og skiptist á þrjá báta.
c) Starfsmannamál. Sveitarstjóri kynnti breytingar sem gerðar hafa verið á starfsmannahaldi í áhaldahúsinu en þar hefur starfsmönnum fækkað um einn og hefur Sigurbjörn Heiðdal tekið við forstöðu af Magnúsi Kristjánssyni.
d) Opnunartími skrifstofu. Sveitarstjóri fór yfir nýjan opnunartíma skrifstofu í tengslum við að starfshlutfall skrifstofustjóra hefur verið fært í 75%.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:00.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

13.03.2015