Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

8. janúar 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 08.01.2015

8. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 8. janúar 2015 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þorbjörg Sandholt, Júlía Hrönn Rafnsdóttir og Kári Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að liðum 3 d og e yrði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Endurfjármögnun langtímalána. Sveitarstjóri gerði grein fyrir lántöku sem gengið hefur verið frá hjá Lánasjóði sveitarfélaga sbr. samþykkt sveitarstjórnar dags. 11. des. 2014. Sveitarstjóri gerði jafnframt grein fyrir tilboðum sem borist hafa vegna endurfjármögnunar með 65 millj. króna láni til 15 ára. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá lántöku í samráði við KPMG.

2. Fundargerðir

a) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 6. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Cruise Iceland, dags. 4. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
c) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 10. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 12. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
e) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
f) Framkvæmdaráð SSA, dags. 18. desember 2014. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Eðvald Smári Ragnarsson og Hólmfríður Haukdal, athugasemdir vegna grenndarkynningar vegna byggingaráforma við Hammersminni 2b,
dags. 17. desember 2014. Kári Valtingojer víkur af fundi.
Sveitarstjórn sammála að vísa málinu til SFU – skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefndar – Kári kemur inn á fund.
b) Skipulagsstofnun, tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar, dags. 19. desember 2014. Lagt fram til kynningar.
c) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, starfsleyfi fyrir fráveitu þéttbýlisins við Djúpavog, dags. 29. desember 2014. Vísað til SFU.
d) Byggingarfulltrúi Þórhallur Pálsson, grenndarkynning vegna Mörk 2
dags. 6. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna innan tilskilins frests.
e) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, tilnefning fulltrúa Djúpavogshrepps í samráðsvettvang um gerð sóknaráætlunar fyrir Austurland 2015-2020.
Sveitarstjórn sammála um að tilnefna Gauti Jóhannesson.

4. Hunda- og kattahald

Samþykkt um hunda og kattahalds síðari umræða. Sveitarstjórn samþykkir aðild Djúpavogshrepps að samþykkt um katta- og gæludýrahald annarra en hunda annarsvegar og sérstaka samþykkt um hundahald hinsvegar á starfssvæði heilbrigðisnefndar austurssvæðis.

5. Skýrsla sveitarstjóra

a) Starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar á Djúpavogi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu þar sem kom fram að gert er ráð fyrir að stöðugildi starfsmanns Nýsköpunarmiðstöðvar með aðsetri á Djúpavogi verði auglýst innan skamms. Stöðugildið verður fjármagnað 70% af hálfu Nýsköpunarmiðstöðvar og 30 % af Austurbrú.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Þorbjörg Sandholt, fundarritari.

 

09.01.2015