Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

10. desember 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 10.12.2015

18. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. desember 2015 kl. 15:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2016; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2016.

Vegna fasteignagjaldaálagningar 2016 gilda eftirtaldar ákvarðanir:

I. Fasteignaskattur A...........0,625%
II. Fasteignaskattur B..........1,32%
III. Fasteignaskattur C.........1,65%
IV. Holræsagjald A..............0,30%
V. Holræsagjald B...............0,30%
VI. Holræsagj. dreifbýli........8.000 kr.
VII. Vatnsgjald A................0,35%
VIII. Vatnsgjald B...............0,35%
IX. Aukavatnsskattur...........37,50 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald................16.800 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald..........15.000 kr. pr. íbúð
XII. Sorpgjöld, frístundahús..12.000 kr.
XIII. Lóðaleiga....................1% (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga............6

Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.
b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2016. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
c) Erindi um samningbundnar greiðslur, styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn. Skjalið verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.
d) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2016, síðari umræða, fyrirliggjandi gögn kynnt.

Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ......................................242.257
* Fjármagnsgjöld aðalsjóðs...............................25.995
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð.............26.404
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð ...............37.195
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð .....3.293
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) .......28.455
* Afskriftir A og B hluti ....................................23.625
* Eignir ........................................................789.734
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.....................354.376
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir.........95.977
* Skuldir og skuldbindingar samtals.....................450.353
* Eigið fé í árslok 2016 ....................................339.381
* Veltufé frá rekstri áætlað ...............................26.882
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) .........23.900

e) Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 3,3 millj.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um grunnþjónustu í sveitarfélaginu. Unnið verður áfram að uppbyggingu smábátahafnar, við faktorshús og gömlu kirkju sem og verkefnum á Teigarhorni. Þá verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi á árinu 2016. Kannaðir verði áfram möguleikar á nýtingu á jarðhita á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast. Sveitarstjórn er sammála að þrátt fyrir áfall í atvinnulífinu með brotthvarfi Vísis hf. af svæðinu þá sé full ástæða til bjartsýni á framtíðina, innviðir eru sterkir eftir sem áður og mannauður til staðar á svæðinu til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Sveitarstjórn telur því að Djúpavogshreppur hafi eftir sem áður mörg sóknarfæri til að treysta samfélagið enn frekar í sessi.

Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Fundargerðir

a) Ársfundur umsjónaraðila friðlýstra svæða, dags. 13. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 16. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 25. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 25. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 2. desember 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 3. desember. Sveitarstjóra falið að kynna sér fyrirkomulag varðandi dagforeldra í öðrum sveitarfélögum og kynna á næsta fundi sveitarstjórnar. Formanni FTN falið að endurvekja starfshóp um húsnæðismál Djúpavogsskóla og stefna að fundi sem fyrst á nýju ári. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Hammondhátíð Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 18. nóvember 2015. Samþykkt að styrkja Hammondhátíð Djúpavogs 2016 um 300.000 kr. og gert ráð fyrir því í fjárhjagsáætlun 2016.
b) Landgræðsla ríkisins, styrkbeiðni, dags. 23. nóvember 2015. Samþykkt að styrkja verkefnið „Bændur græða landið“ um 24.000 kr. og gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2016.
c) Innanríkisráðuneytið, breytingar á lögræðislögum, dags. 23. nóvember 2015. Lagt fram til kynningar.
d) Samtök sveitarfélaga á Austurlandi, framlenging á samningi um almenningssamgöngur, dags. 25. nóvember 2015. Lagt fram til kynningar.
e) Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, breyting á vinnslu úrgangs, dags. 26. nóvember 2015. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að annast viðræður um málið við fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, gerð leiðbeininga um störf almannavarnanefnda, dags. 26. nóvember 2015. Lagt fram til kynningar.
g) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 2. desember 2015. Samþykkt að styrkja Skógræktarfélag Djúpavogs með sama hætti og verið hefur sbr. fjárhagsáætlun auk 200.000 kr eingreiðslu vegna undirbúnings aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2.-4. september 2016.

4. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 að því tekur til breyttrar legu Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglínu Z ásamt umhverfisskýrslu sem henni fylgir. Tillaga að breytingunni ásamt umhverfisskýrslu var auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu 14. október 2015, og lágu gögnin frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofu Djúpavogshrepps sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auk þess að vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins (www.djupivogur.is). Frestur til athugasemda var til og með 25. nóvember 2015. Þrjár athugasemdir bárust; frá Fjarðabyggð, sveitarstjórn Breiðdalshrepps og Eiði Ragnarssyni. Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar ábendingar og athugasemdir og samþykkir umsagnir um þær. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 dags. 25. júní 2015 með síðari uppfærslum (þeirri síðustu 9. desember 2015) ásamt umhverfisskýrslu til staðfestingar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu, afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 2. mgr. 32. gr. sömu laga.

5. Skýrsla sveitarstjóra

a) Viðvera byggingarfulltrúa. Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á viðveru byggingarfulltrúa sem framvegis verður með viðveru á Djúpavogi 1. miðvikudag í hverjum mánuði.
b) Úthlutun hreindýraarðs. Sveitarstjóri kynnti úthlutun hreindýraarðs til sveitarfélagsins fyrir árið 2015 sem áætluð er rúmar 3 milljónir.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

11.12.2015

16. október 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 16.10.2015

16. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 16. október 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Þorbjörg Sandholt og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að mál 2l, 7 og 8 verði tekin fyrir á fundinum þó þau séu ekki á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni – Fjárhagsáætlun 2016
Fjárhagsáætlun 2016. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu varðandi fjárhagsáætlun 2016 sem unnið hefur verið að undanfarið í samráði við KPMG og starfshóp um fjárhagsleg málefni. Tillaga að fjárhagsáætlun verður lögð fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga.

2. Fundargerðir

a) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 2. september 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 4. september 2015. Kári vék af fundi. Samþykkt ný reikniregla framlaga aðildarsveitarfélaga Brunavarna á Austurlandi, þ.e. að bætt yrði við launabreytu. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
Kári mætir aftur til fundar.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. september 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 15. september 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags 21. september 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 21. september 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 22. september 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Félagsmálanefnd, dags. 23. september 2015. Lögð fram til kynningar.
i) Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 25. september 2015. Lögð fram til kynningar.
j) Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 1. október 2015. Lögð fram til kynningar.
k) Hafnarnefnd, dags. 6. október 2015. Liður 1, seinkun á framkvæmdum við flotbryggjur, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
l) Ferða og menningarmálanefnd, dags. 9. október 2015. Liður 11, styrkbeiðni. Hafnað. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
m) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 13. október 2015. Lögð fram til kynningar ásamt minnisblaði sveitarstjóra vegna árshlutauppgjörs Djúpavogsskóla. Launakostnaður er verulega hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ljóst er að launakostnaður, sérstaklega í tónskóla, hefur verið vanáætlaður, hagræðingaraðgerðir hafa ekki náð fram að ganga og viðbótarlaunakostnaður vegna nýs vinnumats grunnskólakennara er umtalsverður. Ljóst er að taka verður afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti megi hagræða innan skólanna með tilliti til launakostnaðar og þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Samþykkt að starfshópurinn fundi með fulltrúum skólasamfélagsins og fari yfir málið fyrir fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.
n) Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 14. október 2015. Reglur í leik- og grunnskóla og um skólaakstur staðfestar. Að öðru leyti lögð fram til kynnningar.

3. Erindi og bréf

a) Skólastjórafélag Austurlands, dags. 23. september 2015. Ályktun vegna kjarasamninga. Lagt fram til kynningar.
b) Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, dags. 24. september 2015. Styrkbeiðni. Hafnað.
c) Heimili og skóli, dags. 25. september 2015. Ályktun vegna gervigrasvalla og eiturefna í dekkjakurli. Fyrir fundinn barst einnig erindi undirritað af hluta foreldra barna við Djúpavogsskóla þar sem þess er krafist að því kurli sem er á sparkvellinum verði skipt út. Samþykkt að taka erindið fyrir. Samþykkt að stefnt skuli að því að skipta út kurli á vellinum í samráði og samvinnu við nágrannasveitarfélög. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
d) Ungliðahreyfing Slow Food á Íslandi, dags. 28. september 2015. Styrkbeiðni vegna ferðar ábúenda á Karlsstöðum á ráðstefnuna We Feed the Planet. Samþykkt að styrkja verkefnið um 25.000 kr.
e) Kálkur ehf, dags. 4. október 2015. Heimild til breytinga á rekstarformi Ríkarðsafns. Málinu vísað til hönnuðar sýningarinnar og til umsagnar hjá ferða og menningarmálanefnd.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. október 2015. Móttaka sveitarfélaga á flóttamönnum. Lagt fram til kynningar.
g) Kristín Rögnvaldsdóttir, stofnun lóðar undir sumarhús Múli II, dags. 12. október 2015. Afgreiðslu frestað.
h) Félag eldri borgara, öldungaráð, dags. 12. október 2015. Sveitarstjórn fagnar frumkvæði félags eldri borgara við stofnun öldungaráðs. Samþykkt að Þorbjörg Sandholt og Óðinn Sævar Gunnlaugsson taki sæti í ráðinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

4. Langalág 10
Haft hefur verið samband við sveitarstjóra og falast eftir Löngulág 10 til kaups. Í ljósi þess áhuga sem virðist vera á eigninni er sveitarstjóra falið að auglýsa hana til sölu og ganga frá kaupsamningi og afsali fáist ásættanlegt verð enda verði húsið notað undir frístundabúskap.

5. Þjónusta N1 á Djúpavogi
Sveitarstjórn gerir enn og aftur alvarlegar athugasemdir við þjónustu N1 á Djúpavogi. Eldsneytisdælur hafa ítrekað verið bilaðar undanfarna mánuði og ár og engin salernisaðstaða er til staðar. Þess má geta að viðbragðsaðilar s.s. lögregla, sjúkra- og slökkvilið reiða sig nær eingöngu á þessa einu bensíndælu í sveitarfélaginu auk heimamanna. Skorti á salernisaðstöðu fylgir svo viðeigandi sóðaskapur.
Þolinmæði íbúa og sveitarstjórnar er þrotin gagnvart þessu ástandi og beinir sveitarstjórn því til stjórnenda fyrirtækisins að þeir nú þegar grípi til viðeigandi aðgerða til að tryggja að þessu ófremdarástandi linni.

6. Grenndarkynning – Hamrar 6
Farið hefur fram grenndarkynning vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hamra 6. Engar athugasemdir bárust innan tilskilins frests. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggt verði við húsið samkvæmt þeim uppdráttum sem liggja fyrir. Húseiganda er bent á að leggja fram byggingarleyfisumsókn og tilskilin gögn í samráði við byggingarfulltrúa.

7. Verndarsvæði í byggð
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að tillaga að verndarsvæði í byggð (sbr. lög nr. 87/2015) verði útbúin samhliða gerð deiliskipulags fyrir miðbæjarsvæði á Djúpavogi innan þess svæðis sem nú þegar nýtur hverfisverndar skv. Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020. Með þessu stefnir Djúpavogshreppur á að verða fyrsta sveitarfélagið á landinu til að útbúa tillögu af þessu tagi. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og formanni SFU að vinna að framgangi málsins.

8. Gangstétt í Hammersminni
Tekið var fyrir erindi frá Jóhönnu Reykjalín og sýnt myndband sem hún sendi og sýnir ástand gangstétta í Hammersminni. Jóhanna hafði áður komið erindinu á framfæri við sveitarstjóra sem gerði ráð fyrir endurbótum í tillögu að fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn sammála um að brýnt sé að bregðast við og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við formann skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefndar.

9. Skýrsla sveitarstjóra

a) Hraðahindrun. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi hraðahindrun á Hlíðarhæðinni. Ítrekað hefur verið haft samband við Vegagerðina vegna málsins og samkvæmt nýjustu upplýsingum verður farið í verkið fyrir lok mánaðarins.
b) Íbúafundur vegna deiliskipulags. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir íbúafundi sem haldinn var vegna deiliskipulags á miðbæjarsvæði.
c) Gangstéttir við Hraun. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við gangstéttir við Hraun. Framkvæmdum er lokið.
d) Faktorshús. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við Faktorshús. Vinnu við grjóthleðslu á þessu ári er lokið. Stefnt er að því að ljúka við grjóthleðslu og framkvæmdir á miðhæð fáist til þess fyrirgreiðsla á næsta ári.
e) Teigarhorn. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum á Teigarhorni. Miklar endurbætur hafa verið gerðar innanhúss og nú er unnið að viðgerðum á þaki sem stefnt er á að ljúki fljótlega. Verkefnið er fjármmagnað með styrk frá „Uppbygging innviða“.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:30.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

19.10.2015

29. september 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 29.09.2015

6. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 29. september 2015 kl. 12:00. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt ásamt Gauta Jóhannessyni sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 er varðar breytta legu Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglínu Z.

Tillaga að breytingunni var kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu 10. september sl., sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún aðgengileg á vef Djúpavogshrepps (www.djupivogur.is) og á skrifstofu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga rann út 24. september sl. Engar ábendingar bárust.

Þá bárust sveitarfélaginu umsagnir eftirfarandi stofnana varðandi lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar sem óskað var eftir 15. júlí sl.:

• Skipulagsstofnun dags. 23. júlí sl.
• Minjastofnun dags. 28. júlí sl.
• Umhverfisstofnun dags. 10. ágúst sl.
• Vegagerðin dags. 20. júlí sl.

Þá var jafnframt óskað eftir umsögn Veiðimálastofnunar en hún hefur ekki borist.

Í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar var 13. ágúst sl. óskað eftir viðbrögðum frá Vegagerðinni og bárust svör frá stofnuninni 24. ágúst.

Sveitarstjórn er samþykk breytingunni og felur sveitarstjóra að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar á breytingunni sbr. 3.mgr.30.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:30.

Fundarerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

30.09.2015

7. september 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.07.2015

15. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 7. september 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.
Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að mál 2k, 3l og 3m yrðu tekið fyrir á fundinum þó þau væru ekki á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:


1. Drög að ályktunum fyrir aðalfund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri sveitarstjórnarmál fylgdi úr hlaði drögum að ályktunum fyrir aðalfund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2.- og 3. október og fór yfir fyrirkomulag fundarins.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 28. maí 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júlí 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 8. júlí 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 20. júlí 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 20. ágúst 2015. Staðfest.
f) Stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags 21. ágúst 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 23.24. ágúst 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 24. ágúst 2015. Lögð fram til kynningar.
i) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 26. ágúst 2015. Lögð fram til kynningar.
j) Atvinnumálanefnd, dags. 4. september 2015. Lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð hafnarnefndar, dags. 7. september 2015. Staðfest.

3. Erindi og bréf

a) Sóknarnefnd Djúpavogskirkju, ódags. Styrkbeiðni vegna kaupa á nýju orgeli fyrir Djúpavogskirkju. Samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið um 400.000 kr.
b) Vegagerðin, Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020: Breytt lega Hringvegar um Berufjarðarbotn – veglína Z, dags. 20. júlí 2015. Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
c) Skipulagsstofnun, Berufjarðarbotn, breytt lega hringvegar, dags. 23. júlí 2015. Skipulagsstofnun gerir hvorki athugasemdir við lýsingu á skipulagsverkefninu né áherslur í umhverfismatinu.
d) Minjastofnun Íslands, Lýsing á breytingu aðalskipulags Djúpavogshrepps – veglína Z, dags. 28. júlí 2015. Minjastofnun gerir ekki frekari athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi en þegar hafa komið fram frá stofnuninni.
e) Umhverfisstofnun, Lýsing. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Breytt lega hringvegar um Berufjarðarbotn, dags. 10. ágúst 2015. Að mati Umhverfisstofnunnar er mikilvægt að fjallað verði um álit Skipulagsstofnunar frá 2011. Sömuleiðis verði fjallað um hvaða efnistökusvæði er áætlað að nýta og að brúarop verði nægilega stórt svo vatnsskipti verði næg fyrir lífríki innan brúar.
f) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, framkvæmd laga um leikskóla nr. 90/2008, dags. 14. ágúst 2015. Lagt fram til kynningar.
g) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innleiðing laga um um grunnskóla nr. 91/2008, dags. 15. ágúst 2015. Lagt fram til kynningar.
h) UÍA, styrkbeiðni vegna ungmennaverkefnis í Ungverjalandi, dags. 19. ágúst 2015. Samþykkt að veita 25.000 kr. styrk.
i) Benedikt V Warén, styrkbeiðni vegna Flugsögu Austurlands, dags. 22. ágúst 2015. Styrkbeiðni hafnað.
j) UÍA, Hreyfivikan, dags. 28. ágúst 2015. Lagt fram til kynningar.
k) Velferðarráðuneytið, Móttaka flóttafólks og sveitarfélög, dags. 1. september 2015. Í erindinu kemur fram “Við val á sveitarfélagi, sbr. 1. mgr., skal taka mið af aðstæðum öllum, þar með talið félagsþjónustu,heilbrigðisþjónustu, atvinnuástandi, menntunarmöguleikum, möguleikum á húsnæði og öðru sem eftir atvikum skiptir máli hverju sinni.Samningar við sveitarfélög skulu taka til þjónustu og náms sem ætla má að flóttafólkið þarfnist og eru á hendi sveitarfélaga, svo sem útvegun húsnæðis, leikskóla, grunnskóla, félagsráðgjafar, fjárhagsaðstoðar og aðstoðar við atvinnuleit. Enn fremur skal flóttafólki tryggð heilbrigðisþjónusta, sbr. 22. og 23. gr., íslenskukennsla og samfélagsfræðsla, sbr. 17. og 19. gr. Sveitarstjóra falið að leita upplýsinga um hvernig sambærileg sveitarfélög á starfssvæðinu hyggjast fara yfir þessi mál með tilliti til þeirra skilmála sem settir eru.
l) Steinþór Björnsson, stofnun lóðar „Stekkur“ undir frístundahús á Hvannabrekku, dags. 15. júlí 2015. Samþykkt.
m) Kristín Hanna Hauksdóttir f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, stofnun lóðar undir sumarhúsabyggð, dags. 1. september 2015. Samþykkt.

4. Þjóðarsáttmáli um læsi

Sveitarstjóri kynnti Þjóðarsáttmála um læsi sem hann undirritaði ásamt mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúa Heimilis og skóla 25. ágúst 2015.

5. Lögreglusamþykkt

Sveitarstjóri kynnti lög um lögreglusamþykktir og reglugerð um lögreglusamþykktir.
Sveitarstjórn sammála um að fresta ákvörðun um hvort setja beri sérstaka lögreglusamþykkt fyrir Djúpavogshrepp.

6. Viðmiðunarreglur kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði og fleira.

Farið var yfir reglurnar. Sveitarstjórn sammála um að standa myndarlega að endurbótum á kirkjugarðinum í samræmi við þær og að gera ráð fyrir þeim framkvæmdum við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

7. Átak í meðferð heimilisofbeldismála

Sveitarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum um átak í meðferð heimilisofbeldismála en honum var falið að kynna sér málið á fundi sveitarstjórnar 9. júlí 2015. Sveitarstjórn sammála um að fela sveitarstjóra að hafa samráð um frekari aðgerðir í málinu við aðra sveitarstjóra í sameiginlegri félagsmálanefnd.

8. Hraðahindrun

Sveitarstjóri kynnti framkvæmd við hraðahindrun við aðkomu í bæinn sem til stendur að koma fyrir mjög fljótlega. Sveitarfélagið hefur um langt skeið þrýst á úrbætur í þessum efnum og fagnar að lending sé komin í málið í samvinnu við Vegagerðina.

9. Gjaldskrá heimaþjónustu

Sveitarstjóri kynnti nýja gjaldskrá heimaþjónustu sem var samþykkt samhljóða.

10. Skýrsla sveitarstjóra

a) Ljósnet. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við ljósnet í byggðarlaginu. Að framkvæmdum loknum munu öll íbúahverfi á Djúpavogi hafa aðgang að ljósneti sem er mikilvægt skref í bættri þjónustu við íbúa.
b) Tryggvabúð. Sveitarstjóri gerði grein fyrir lagfæringum og endurbótum á Tryggvabúð sem hefur fengið mikla andlitslyftingu. Sveitarstjórn sammála um að gengið verði frá lóð og bílastæði næsta sumar og tekið verði tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar.

c) Skólamál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á starfsmannahaldi við grunn- og leikskólann, jafnframt breytingum innanhúss í grunnskólanum.

d) Flotbryggjur. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við flotbryggjur.
Gert er ráð fyrir að nýjar ytri flotbryggjur verði settar niður um miðjan september.
Að því loknu verði hafist handa við að rífa gömlu bryggjuna og nýjar innri bryggjur verði settar niður að því loknu.

e) Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa en William Óðinn Lefever og Gréta Mjöll Samúelsdóttir munu deila starfinu. Sveitarstjórn býður þau velkomin til starfa.

f) Gangstéttir við Hraun. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við gangstéttir við Hraun. Stefnt er að því að verkinu ljúki á næstu dögum.

g) Faktorshús. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við Faktorshús. Stefnt er að því að vinnu við grjóthleðslu ljúki innan tíðar.

h) Teigarhorn. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum á Teigarhorni. Miklar endurbætur hafa verið gerðar innanhúss og stefnt er að því að viðgerðir utanhúss hefjist fljótlega.

i) Viðgerðir á götum. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum viðgerðum á götum innanbæjar í næstu viku.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

08.09.2015

28. ágúst 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 28.08.2015

5. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 28. ágúst 2015 kl. 10:00. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt ásamt Gauta Jóhannessyni sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Beiðni um breytingu á reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að óska eftir við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að þeim útgerðum á Djúpavogi sem var úthlutað byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2014/2015 verði heimilað að víkja frá því skilyrði að að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta fyrir 1. september 2015. Ástæða beiðninnar er að byggðakvóti Djúpavogshrepps kom til úthlutunar þegar yfirstandandi kvótaár var rúmlega hálfnað sem torveldaði að mögulegt væri að tvöfalda byggðakvótaúthlutun til vinnslu á tilskildum tíma. Í ljósi þess áfalls sem útgerð og fiskvinnsla á Djúpavogi varð fyrir í fyrra þegar Vísir hf. tilkynnti um áform sín um að hætta starfsemi á staðnum, sem svo varð um áramót og þeirrar stöðu sem komin er upp hjá fiskeldi á staðnum sem að stórum hluta hefur selt afurðir sínar til Rússlands er afar brýnt að þær aflaheimildir sem þó eru eftir á staðnum nýtist á næstu vikum og mánuðum.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:15.

Fundarerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

08.09.2015

14. júlí 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.07.2015

4. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 14. júlí 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir sem einnig ritaði fundargerð, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Breytt lega Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglína Z

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020: Breytt lega Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglína Z. Lýsingin var kynnt fyrir skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd Djúpavogshrepps þann 24. júní sl. og á borgarafundi á Djúpavogi 25. júní sl. Ábendingarfrestur var veittur frá 1. júlí til 10. júlí 2015 og bárust engar ábendingar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda lýsingu á breytingu á aðalskipulagi dags. 25. júní 2015 ásamt viðbótum dags. 14. júlí 2015 til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Veiðimálastofnunar. Óskað er eftir að athugasemdum ofangreindra stofnana ef einhverjar eru fyrir 12. ágúst 2015.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:30.

Fundarerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

15.07.2015

9. júlí 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.07.2015

14. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. júlí 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.
Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:


1. Fjárhagsleg málefni

a) Kaup á fasteigninni Hammersminni 2b
Kári vék af fundi. Á síðasta fundi sveitarstjórnar 11. júní 2015 var sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Rafstöð Djúpavogs ehf varðandi kaup á fasteigninni Hammersminni 2b.
Fasteignamat er kr. 1.569.000, brunabótamat kr. 3.980.000 og verðmat fasteignasölunnar Inni dags. 9. mars 2015 er 2.500.000 - 3.000.000.
Sveitarstjóri kynnti að samkomulag hefði náðst um kaupverð kr. 2.000.000 miðað við afhendingu 1. september. Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi. Stefnt er að því að rífa eignina enda er í aðalskipulagi ekki gert ráð fyrir athafna- eða iðnaðarstarfsemi á þessu svæði til framtíðar.

b) Viðauki við fjárhagsáætlun 2015 – Kaup á fasteigninni Hammersminni 2b
Fjárfest verður í fasteigninni að Hammersminni 2b sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2015. Áhrif: Fjárfestingaráætlun 2015 hækkar um 2.000.000 og kemur til lækkunar á handbæru fé.

Heildaráhrif viðauka
Samþykkt viðauka hefur í för með sér nettó hækkun fjárheimilda til fjárfestinga að fjárhæð 2.000.000 kr. sem mætt verður með nýtingu á því handbæra fé sem sveitarfélagið hefur til umráða. Breytingar afskrifta, verðbóta og annarra afleiddra liða sem tengjast ofangreindum breytingum færast á afkomu ársins. Viðauki við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir árið 2015 er gerður í samræmi við 2. mgr., 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kári kemur aftur til fundar.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags 15. júní 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Almannavarnanefnd Múlaþings, dags 15. júní 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 23. júní 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 24. júní 2015. Lögð fram til kynningar
e) Félagsmálanefnd, dags. 25. júní 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Hafnarnefnd, dags. 30. júní. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Eðvald Smári Ragnarsson og Hólmfríður Haukdal, ósk um rétt til að kaupa Hammersminni 2b, dags. 11. júní 2015. Sveitarstjóri brást við erindinu 23. júní þar sem bréfriturum var bent á að það er ákvörðun eigenda Rafstöðvar Djúpavogs ehf að selja Djúpavogshreppi umrædda eign.
b) Lárus Einarsson, kaup á stáltönkum við bræðsluhúsið í Gleiðuvík, dags. 21. júní 2015. Sveitarstjórn sammála um að selja ekki tankana að svo stöddu.
c) Þjóðskrá Íslands, Fasteignamat 2016, dags. 24. júní. Lagt fram til kynningar.
d) Byggðastofnun, umsókn um þátttöku í verkefninu „Brothættar byggðir“, dags. 26. júní. Í bréfinu segir: „ Ekki er unnt að gefa loforð um að hægt verði að taka fleiri byggðarlög inn í verkefnið að svo stöddu. Framhaldið verður metið þegar líður á árið 2016 og fer þá eftir því hvort viðbótarfjármagn verður tryggt til verkefnisins svo hægt verði að taka inn fleiri byggðarlög.“
Sveitarstjórn furðar sig á ótrúlegum seinagangi stofnunarinnar við að svara erindinu en formleg umsókn var send Byggðastofnun í nóvember 2014. Í ljósi þess áfalls sem Djúpavogshreppur varð fyrir þegar Vísir hf hætti fiskvinnslu á staðnum á síðasta ári og flutti 90% af aflaheimildum byggðarlagsins með sér til Grindavíkur með tilheyrandi fólksflutningum er það ámælisvert að stofnunin telji sig ekki hafa átt þess kost að svara umsókn Djúpavogshrepps fyrr en nú. Samkvæmt 2. grein laga um Byggðastofnun segir að stofnunin skuli „vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni.“ Það að stofnunin skuli hafa þurft 8 mánuði til að afgreiða málið með neikvæðri niðurstöðu og ekki sýnt minnsta frumkvæði á tímabilinu að því að koma byggðarlaginu til aðstoðar hlýtur að teljast með öllu óforsvaranlegt. Byggðastofnun sjálf hefur því aðeins afrekað það með framkomu sinni að tefja framgang ákveðina mála sem sveitarfélagið hugðist horfa til og þar með veikt stöðu þess með sinnuleysi sínu þvert á yfirlýstan tilgang stofnunarinnar.
Sveitarstjóra falið að koma óánægju sveitarstjórnar á framfæri.
e) Verkefnisstjóri sveitarstjórnarmála, tilnefningar til Menningarverðlauna SSA, dags. 26. júní 2015. Lagt fram til kynningar.
f) Félagsmálanefnd, Átak í meðferð heimilisofbeldismála, dags. 29. júní. Sveitarstjóra falið að kynna sér málið frekar.

4. Kjör fulltrúa sveitarfélagsins

Til eins árs

Tveir aðalmenn og tveir til vara á aðalfund SSA
Andrés Skúlason Sóley Dögg Birgisdóttir
Rán Freysdóttir Kári Snær Valtingojer
Einn fulltrúi og annar til vara á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands
Gauti Jóhannesson Helga R Guðjónsdóttir

Einn fulltrúi og annar til vara á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands
Þorbjörg Sandholt Birgir Th Ágústsson

5. Lögreglusamþykkt

Sveitarstjóri kynnti lögreglusamþykktir nokkurra sveitarfélaga. Sveitarstjórn sammála um nauðsyn þess að gengið verði frá lögreglusamþykkt í sveitarfélaginu fyrir sumarið 2016. Sveitarstjóra falið að koma með drög til kynningar á næsta fund sveitarstjórnar.

6. Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019

Endanleg Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019 lögð fram til kynningar.

7. Aðalfundur SSA 2.-3. október á Djúpavogi

Drög að dagskrá aðalfundar SSA 2.-3. október á Djúpavogi lögð fram til kynningar. Þess er farið á leit við sveitarstjórn að hún komi með tillögur um málefni sem taka ætti til umræðu og afgreiðslu í nefndum aðalfundar SSA fyrir 20. ágúst. Sveitarstjóra falið að koma tillögum sveitarstjórnar á framfæri innan tilskilins frests.

8. Búlandsdalur – Hreindýraveiði

Fulltrúar Djúpavogshrepps hafa að gefnu tilefni á undanförnum mánuðum og vikum átt í viðræðum og fundum við stjórn FLH (stjórn félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum) ásamt fulltrúa Umhverfisstofnunar á Austurlandi sem hefur málaflokk hreindýraveiða á sinni könnu. Ástæða funda þessara varðar m.a. alvarlegar umkvartanir og ábendingar sem fulltrúum sveitarfélagsins hafa borist vegna slæmrar umgengni vegna notkunar á ökutækjum inn á Búlandsdal sem rekja má að mestu leyti til hreindýraveiða og mögulegra annarra aðila að einhverju leyti. Stjórn FLH hefur sýnt málefni þessu fullan skilning og átelur slíka umgengni og háttsemi mjög m.a. í Búlandsdal, þessa sé þó víðar að gæta. Í ljósi þeirra náttúruspjalla sem þegar hafa verið unnin á landi og vegna endurtekinna kvartana, þá samþykkir sveitarstjórn að allur akstur vélknúinna ökutækja,einnig vegna hreindýraveiða verði bannaður innan við göngubrú sem liggur yfir Búlandsá og uppbyggður vegur liggur að. Þá er áréttað að umferð ökutækja um fólkvanginn á Teigarhorni utan þegar lagðra vega er með öllu óheimil nema umsjónaraðilum á afmörkuðum svæðum. sbr. reglugerð. Síðast en ekki síst er sveitarstjórn sammála um að ekki sé hægt að réttlæta umferð ökutækja á umræddu svæði þar sem að nokkuð stórum hluta er um vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins að ræða sem liggur beggja vegna Búlandsár á dalnum.Bann þetta skal taka gildi frá og með 15 júlí næstkomandi og er sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri með skilmerkilegum hætti og senda stjórn FLH og UST afgreiðslu málsins. Að sama skapi vill sveitarstjórn óska ábendinga frá FLH um hvar megi bæta úr þegar mörkuðum vegslóðum á öðrum svæðum til að auðvelda veiðimönnum aðgengi að veiðslóð. Samþykkt samhljóða.

9. Sumarleyfi sveitarstjórnar 2015

Sumarleyfi ákveðið frá 15. júlí til 30. ágúst. Þó verður boðað til aukafunda ef þörf krefur á tímabilinu.

10. Skýrsla sveitarstjóra

a) Rúllandi snjóbolti. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi undirbúning sýningarinnar Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur sem opnar í Bræðslunni 11. júlí.
b) Fundarferð verkefnisstjóra sveitarstjórnarmála. Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaða fundarferð verkefnisstjóra sveitarstjórnarmála 7.-18. september. Tilgangur heimsóknanna er að fylgja úr hlaði drögum að ályktunum fyrir aðalfund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2.- og 3. október, fara yfir fyrirkomulag fundarins auk annarra mála er sveitarstjórnarmenn kunna að vilja ræða. Sveitarstjóra falið að finna hentugan fundartíma.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum heimsóknum umhverfisráðherra og atvinnu- og nýsköpunarráðherra á næstu dögum og vikum.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

10.07.2015

11. júní 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.06.2015

13. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. júní 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sigurjón Stefánsson, Þorbjörg Sandholt og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.
Andrés stjórnaði fundi. Oddviti óskaði eftir að liður 2l yrði tekinn fyrir á fundinum og var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:   


1.    Fjárhagsleg málefni
Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á afborgunum langtímalána í kjölfar endurfjármögnunar. Gert er ráð fyrir að afborganir lækki um sem nemur rúmum 26 millj. á ári 2015 og 2016, 8 millj. 2017 og 6 millj. 2018 og 2019 að öllu óbreyttu.

2.    Fundargerðir
a)    UÍA 65. sambandsþing, dags 11. apríl 2015. Lögð fram til kynningar.
Rán Freysdóttir mætir á fund.
b)    Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags 16. apríl 2015.  Lögð fram til kynningar.
c)    Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi, dags. 29. apríl 2015.  Lögð fram til kynningar.
d)    Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 11. maí 2015.  Lögð fram til kynningar.
e)    Ferða og menningarmálanefnd, dags 18. maí 2015.  Lögð fram til kynningar.
f)    Fræðslu og tómstundanefnd, dags 22. maí 2015.  Liður 2, skóladagatal, staðfestur.  Liður 3, skólastefna, staðfestur.  Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
g)    Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 22. maí 2015.  Lögð fram til kynningar.
h)    Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 29. maí.  Lögð fram til kynningar.
i)    Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 29. maí 2015.  Lögð fram til kynningar.
j)    Ferða og menningarmálanefnd, dags. 1. júní 2015.  Lögð fram til kynningar.
k)    Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 3. júní 2015.  Lögð fram til kynningar.
l)    Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 10. júní 2015. Kári vék af fundi undir lið 4 í fundargerðinni „Staða skipulagsmála vegna sölu lóðar sem rafstöð Djúpavogs stendur á“ og kom aftur á fund þegar umfjöllun um þann lið var lokið.  Liður 1 undir „Erindi og bréf“, „Lóðaumsóknir fyrir sumarhús við Vogaland dags. 20.05.2015“ staðfestur samhljóða.

3.    Erindi og bréf
a)    Varasjóður húsnæðismála, lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar og leiguíbúða á almennum markaði, dags. 21. maí 2015.
Lagt fram til kynningar.
b)    Samband íslenskra sveitarfélaga, gróðursetning, dags. 3. júní 2015.  Sveitarstjórn samþykkir að gróðursetja  trjáplöntur laugardaginn 27. júní til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni þess að 35 ár verða liðin frá því að hún var kjörin í embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörinn forseti.  
Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samvinnu við Skógræktarfélag Djúpavogs.
   
4.    Berufjarðarbotn
Með vísun til bréfs landeigenda Berufjarðar dags. 20. apríl 2015 er ljóst að allir landeigendur við botn Berufjarðar hafa nú, í fyrsta sinn, komist að sameiginlegri niðurstöðu er varðar veglínu um Berufjarðarbotn.
Í trausti þess að að undirritun og yfirlýsing landeigenda í áðurgreindu bréfi standi, fellst sveitarstjórn Djúpavogshrepps á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 í þá veru að í stað núgildandi veglínu sem staðfest var af Skipulagsstofnun 5. febrúar 2014, muni veglína verða færð til þess sem merkt er Z í matsskýrslu Vegagerðarinnar frá mars 2011, þó með þeim fyrirvara að hnika gæti þurft veglínunni eitthvað lítilsháttar þegar niðurstöður rannsókna vegagerðarinnar sem nú fara fram á framkvæmdarsvæðinu, liggja fyrir.
Vinna við breytingu á aðalskipulaginu, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er þegar hafin og verður lýsing breytingarinnar ásamt endanlegri veglínu kynnt á sérstökum íbúafundi sem haldinn verður 25. júní nk.
Sveitarstjórn leggur gríðarlega þunga áherslu á að það tímafreka og kostnaðarsama skipulagsbreytingaferli sem nú fer í hönd, geti gengið hindrunarlaust fyrir sig, og vænta má, ef ekki kemur neitt upp sem tefur framgang málsins, að breytingin á aðalskipulaginu verði staðfest í fyrsta lagi um næstu áramót. Gangi það eftir ætti því að vera mögulegt að bjóða framkvæmdir út strax í byrjun næsta árs.
Í tengslum við þessa umræðu hefur oddviti lagt áherslu á að fylgja málinu eftir af festu gagnvart umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, öllum þingmönnum kjördæmisins og vegamálastjóra, auk þess að senda inn sérstaka umsögn vegna framkvæmdarinnar til nefndarsviðs Alþingis þar sem hvatt er til þess í ljósi nýrrar stöðu, að framkvæmdum við Berufjarðarbotn verði lokið á tveimur árum í stað þriggja ára.
Eigi þessi áform að geta gengið eftir þarf sveitarstjórn að geta treyst því að vinnuferlið framundan gangi hnökralaust fyrir sig.    

5.    Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands
Lagt fram til kynningar.

6.    Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019
Lögð fram til kynningar.  Sveitarstjóra og formanni atvinnumálanefndar falið að vinna umsögn og koma til skila.

7.    Samningur um sjúkraflutninga á Djúpavogi
Lagður fram til kynningar.  

8.    Skipulagsmál – Rafstöð
Kári vék af fundi.  Rafstöð Djúpavogs hefur lýst yfir áhuga á að selja fasteignina að Hammersminni 2b sem hýsir verkstæði fyrirtækisins þar sem komið hefur í ljós að það er takmörkunum háð hvað hægt er að stækka húsið á viðkomandi reit.  Í ljósi þess að fasteignin býður ekki upp á áformaða stækkun miðað við lóðaskipulag, gagnvart nánasta umhverfi og skipulagsgerð á miðsvæðinu er sveitarstjóra falið að ganga til samninga um kaup á fasteigninni. Í Aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir athafna- eða iðnaðarstarfsemi á þessu svæði til framtíðar. Stefnt er að gerð viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi sveitarstjórnar ef samningur næst um kaupin.  
Samþykkt samhljóða. Kári mætir aftur til fundar.

9.    Teigarhorn
Hið opinbera hefur nýlega veitt myndarlegan styrk til uppbyggingar á Teigarhorni m.a. til endurbóta á íbúðarhúsi þar sem sveitarfélagið leggur áhersla á að verði heilsársbúseta í framtíðinni.  Í því ljósi og með það fyrir augum að treysta stöðu Teigarhorns enn frekar í sessi er sveitarstjóra og oddvita falið að ganga til samninga við Erlu Dóru Vogler ferða og menningarmálafulltrúa og Sævar Þór Halldórsson landfræðing og landvörð um búsetu og leigukjör þeirra á Teigarhorni frá og með ágúst á þessu ári til tveggja ára með endurskoðunarákvæði að þeim tíma liðnum enda falla störf þeirra og menntun fullkomlega að hugmyndum um framtíðaruppbyggingu á svæðinu.  Jafnframt verði Sævar ráðinn sem landvörður á svæðinu, sú ráðning taki þó ekki gildi fyrr en í febrúarbyrjun 2016.  Samþykkt samhljóða.

10.    Skýrsla sveitarstjóra
a)    Útboð skólaakstur.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi útboð á    skólaakstri en núgildandi samningur er runninn út.  Gert er ráð fyrir að útboð fari fram fljótlega.
b)    Gangstéttir.  Sveitarstjóri fjallaði um stöðuna varðandi gangstéttir við Hraun.  Stefnt er að því að steypa þær sem fyrst.
c)    Salernismál.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi sem náðst hefur við Hótel Framtíð varðandi aðgengi ferðamanna að salernisaðstöðunni á tjaldstæðinu.
d)    Starfsmannamál.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála í sumar
e)    Golfskálinn á Hamri.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við stjórn Neista vegna vegna golfskálans á Hamri.  Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að flutningi hússins í Blánna í samráði við landeigendur á Hamri, stjórn Neista og formann skipulags og umhverfisnefndar.
f)    Styrkvegasjóður.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir úthlutun 1,5 millj. styrks til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í vegaáætlun 2015.  Stefnt er að áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi á veginum um Búlandsdal.
g)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir minnisblaði starfshóps um ljósleiðaravæðingu frá 8. júní 2015.
h)    Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um birtingu gagna vegna sveitarstjórnarfunda á heimasíðu sveitarfélagsins.  Stefnt er að því að fylgiskjöl vegna einstakra mála verði aðgengileg samhliða því að ný heimasíða sveitarfélagsins verður kynnt sem verður fljótlega.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

15.06.2015

7. maí 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 07.05.2015

12. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 7. maí 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þorbjörg Sandholt, Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.
Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:


1. Fjárhagsleg málefni

a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2014, síðari umræða.

Helstu niðurstöður ársreiknings 2014 eru, í þús. króna:

Rekstur A og B hluta

Rekstrartekjur .............................. 515.096
Rekstrargjöld ............................... (456.133)
Afkoma fyrir fjármagnsliði ................ 58.964
Fjármagnsliðir ............................... (18.800)
Tekjuskattur ................................... 218
Rekstrarniðurstaða ......................... 40.381

Rekstur A hluta
Rekstrartekjur .............................. 446.272
Rekstrargjöld ............................... (426.052)
Afkoma fyrir fjármagnsliði .............. 20.220
Fjármagnsliðir ............................. (17.597)
Rekstrarniðurstaða ........................ 2.623

Eignir A og B hluta
Varanlegir rekstrarfjármunir ............. 679.756
Áhættufjármunir og langtímakröfur .... 32.922
Óinnheimtar skatttekjur .................... 12.288
Aðrar skammtímakröfur .................... 21.984
Handbært fé ................................... 41.984
Eignir samtals ................................. 788.933

Eignir A hluta

Varanlegir rekstrarfjármunir ............... 411.120
Áhættufjármunir og langtímakröfur ...... 55.422
Óinnheimtar skatttekjur .................... 12.288
Aðrar skammtímakröfur .................... 10.340
Handbært fé ......................................25.544
Eignir samtals ................................. 514.714

Eigið fé og skuldir A og B hluta
Eiginfjárreikningar ............................. 334.960
Skuldbindingar ................................... 4.033
Langtímaskuldir ................................. 329.337
Skammtímaskuldir ............................ 120.604
Eigið fé og skuldir samtals ................... 788.933

Eigið fé og skuldir A hluta
Eiginfjárreikningar ............................. 53.945
Langtímaskuldir ................................. 272.517
Skammtímaskuldir ............................ 188.252
Eigið fé og skuldir samtals ................... 514.714

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

b) Viðauki við fjárhagsáætlun 2015 – Breyting á rekstarútgjöldum
Gert er ráð fyrir að útgjöld verði 0,7 millj. hærri en fjárhagsáætlun 2015 gerði ráð fyrir. Helgast það af kostnaði vegna úttektar á Djúpavogsskóla.
Samþykkt viðauka hefur í för með sér hækkun rekstargjalda að fjárhæð 700 þús. sem mætt verður með því handbæra fé sem sveitarfélagið hefur til umráða.
Viðauki við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir árið 2015 er gerður í samræmi við 2. mgr., 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og bókun sveitarstjórnar frá 12. mars 2015. Viðaukinn samþykktur samhljóða.

2. Fundargerðir

a) Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 27. mars 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Hafnasamband Íslands, dags 10. apríl 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 13. apríl 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 15. apríl 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 16. apríl 2014.
Upprekstrarsamningur á Tungu. Sveitarstjórn staðfestir bókun landbúnaðarnefndar varðandi upprekstrarsamning við Torfa Sigurðsson vegna Tungu til eins árs. Varaformanni landbúnaðarnefndar og sveitarstjóra falið að ganga frá nýjum samningi og funda með TS þar sem tilgreint verði nákvæmlega með hvaða hætti staðið verði að fjallskilum sem mikil vanhöld voru á síðastliðið haust. Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á að umgengni og samskipti TS við land- og fjáreigendur verði með sómasamlegum hætti. Verði vanhöld á fyrirgerir TS möguleikum sínum til frekari upprekstrarsamninga. Samþykkt með atkvæðum AS, KSV og SDB. RF greiðir atkvæði á móti. ÞS situr hjá.
f) Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 21. apríl 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 27. apríl 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Hafnarnefnd, dags. 5. maí 2015.
1) Uppsátur í Djúpavogshöfn. Staðfest. Sveitarstjóra ásamt formanni hafnarnefndar falið að hefja undirbúningsvinnu að nýju uppsátri fyrir smábáta í Djúpavogshöfn.
i) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags 6. maí 2015.
1) Starfstími Djúpavogsskóla. Sveitarstjóra og formanni fræðslu- og tómstundanefndar falið að funda með skólastjóra varðandi starfstíma Djúpavogsskóla.
2) Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni um að unnið verði áfram með tillögur Skólastofunnar. Sveitarstjóra í samráði við formann fræðslu- og tómstundanefndar og skólastjóra falið að auglýsa starf leikskólastjóra hið fyrsta. Jafnframt verði tækifærið notað og auglýst eftir kennurum og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
j) Ferða- og menningarmálanefnd, dags 13. apríl 2015. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Gísli Sigurgeirsson, styrkbeiðni, dags. 4. nóvember 2014. Samþykkt að fela sveitarstjóra ganga til samninga við N4 um mánaðarlegt framlag.
b) Ráðrík, tilboð um ráðgjöf, dags. 24. mars 2015. Lagt fram til kynningar.
c) Vegagerðin, Teigarhorn í Djúpavogshreppi – beiðni um umsagnir Vegagerðarinnar, dags. 1. apríl 2015. Lagt fram til kynningar.
d) Svavar Pétur Eysteinsson, fyrirspurn varðandi ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn, dags. 7. apríl. Sveitarstjórn þakkar erindið og lýsir jafnframt yfir áhuga á að vinna með sérstökum hætti að þessu brýna hagsmunamáli. Sveitarstjórn er því sammála í ljósi umfangs málsins að stofna sérstakan starfshóp til að vinna að málinu með það fyrir augum að ná fram úrbótum til hagsbóta fyrir dreifbýlið í þessum efnum. Formanni atvinnumálanefndar falið að boða til fyrsta fundar í samráði við sveitarstjóra. Erindið jafnframt að hluta tekið fyrir undir lið 4 í fundargerð.
e) Minjastofnun Íslands, styrkúthlutun vegna Faktorshúss 2015, dags. 8. apríl 2015. Umsóknir til Faktorshússins voru sendar inn í tveimur hlutum.
Lagt fram til kynningar, að öðru leyti vísað til lið 3h) í fundargerð um sama málefni.
f) Landsbankinn, viðskipti við Landsbankann, dags 9. apríl 2015. Lagt fram til kynningar. Undir þessum lið kynnti oddviti aðkomu sveitarfélagsins að málinu og efni funda í Reykjavík og Djúpavogi með fulltrúum Landsbankans, sveitarstjórn fagnar því að tekist hafi að verja þessa mikilvægu þjónustu í heimabyggð.
g) Eigendur Berufjarðar, fyrirhuguð veglagning í botni Berufjarðar, dags. 20. apríl 2015. Lagt fram til kynningar og oddvita og sveitarstjóra falið hafa samband við Vegagerðina um málefnið.
h) Minjastofnun Íslands, Faktorshúsið – styrkur úr húsafriðunarsjóði 2015, dags. 29. apríl 2015. Djúpavogshreppi er veittur 10 millj. kr. styrkur vegna Faktorshúss til framkvæmda á árinu 2015. Sveitarstjórn þakkar veittan stuðning sem er mjög mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu við Faktorshúsið. Undir þessum lið gerði oddviti grein fyrir framlögum til hússins og lagði til í framhaldi að farið yrði í samfellda vinnu við fyrsta áfanga við Faktorshúsið þ.e. frágang lóðar og 1. hæð og þeim verkáfanga verði lokið á árinu 2016. Jafnframt verði haldið áfram að leita stuðnings við þetta mikilvæga verkefni. Faktorshúsið mun fá viðamikið og fjölbreytt hlutverk sem mun skila samfélaginu miklu til framtíðar litið.
Samþykkt samhljóða.
i) Ábúendur jarða sunnan Djúpavogs, refa og minkaveiðar, dags. 30. apríl 2015.
Að gefnu tilefni upplýsist að kostnaður Djúpavogshrepps vegna refaveiða frá árinu 2009 til 2015 er kr. 11.274.130. Endurgreiðslur frá ríkinu á sama tíma voru kr. 1.095.300. Til minkaveiði á sama tíma hefur verið varið kr. 3.723.669, mótframlag frá ríkinu var 1.694.483. Í ljósi þess að enginn sótti um starf minkaveiðimanns er sveitarstjórn sammála um að nýta það fé sem til þeirra var ætlað til refaveiða. Samþykkt að auka fé til refaveiða tímabundið um kr. 800.000 sem skiptist jafnt á veiðisvæði og er ætlað til grenjavinnslu eingöngu. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við refaveiðimenn varðandi framlengingu á samningum þeirra miðað við þessa aukafjárveitingu. Jafnframt verði fyrirkomulag veiðanna tekið til endurskoðunar sbr. bókun sveitarstjórnar 9. apríl 2015.
j) Búnaðarfélag Beruneshrepps, refa og minkaveiðar, ódags. Sjá bókun 3i)

4. Uppbygging ljósleiðaranets og ríkisstyrktarreglur EES

Farið yfir gögn frá Póst- og fjarskiptastofnun varðandi uppbyggingu ljósleiðaranets og ríkisstyrktarreglur EES. Að öðru leyti vísast til liðar 3d) í fundargerð.

5. Skýrsla sveitarstjóra

a) Hraðahindranir. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Vegagerðina vegna hraðahindrana en mikil þörf er á að draga úr hraða bifreiða sem koma inn í bæinn. Gert er ráð fyrir að umferðaröryggisfulltrúi heimsæki Djúpavog fljótlega.
b) Faktorshús. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við Faktorshús. Gert er ráð fyrir að vinna við grjóthleðslu hefjist um miðjan mánuðinn og ljúki fyrir miðjan júní.
c) Salernisaðstaða. Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við N1, Samkaup og Hótel Framtíð vegna salernisaðstöðu við Samkaup/tjaldstæði. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu áfram í samráði við umhverfis- og framkvæmdanefnd og byggingarfulltrúa.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

11.05.2015