Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

17. desember 2014 - aukafundur

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.12.2014

2. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 17. desember 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer, Þorbjörg Sandholt og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.


Dagskrá:

1. Fjárhagsvandi Austurbrúar – Rekstraráætlun 2015

Málefni Austurbrúar tekin til umfjöllunar og staða stofnunarinnar rædd.
Gögn frá Austurbrú lögð fram og erindi með tillögum, fjárhagsáætlun 2015 ásamt aðgerðaráætlun. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir eftirfarandi fyrir sitt leyti, að því gefnu að heildarfjármögnun verkefnis við endurskipulagningu reksturs liggi fyrir
með framlagi allra aðildarsveitarfélaga og annarra stofnaðila ásamt fjármagni ríkis og stofnana, með það að markmiði að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 haldi.

a) að fjármagn úr Atvinnuþróunarsjóði Austurlands, sem nú er til ráðstöfunar, verði nýtt til fjárhagslegrar endurskipulagningar Austurbrúar u.þ.b. 11.000.000 kr.
b) að á árunum 2016, 2017 og 2018 verði framlag Djúpavogshrepps til Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands tvöfaldað frá því sem það er á árinu 2014 og það renni til fjárhagslegrar endurskipulagningar Austurbrúar.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00.

18.12.2014

11. desember 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.12.2014

7. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. desember 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.

Andrés stjórnaði fundi. Oddviti óskaði eftir að lið 3u yrði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2015; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2015.
Vegna fasteignagjaldaálagningar 2015 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I. Fasteignaskattur A 0,625%
II. Fasteignaskattur B 1,32%
III. Fasteignaskattur C 1,65%
IV. Holræsagjald A 0,30%
V. Holræsagjald B 0,30%
VI. Holræsagj. dreifbýli 8.000 kr.
VII. Vatnsgjald A 0,35%
VIII. Vatnsgjald B 0,35%
IX. Aukavatnsskattur 37,50 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald 16.800 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald 15.000 kr. pr. íbúð
XII. Sorpgjöld, frístundahús 12.000 kr.
XIII. Lóðaleiga 1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga 6
Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.
Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.

b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2015. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2015. Fyrirliggjandi skjal borið undir atkvæði.
Það samþykkt samhljóða og undirritað á fundinum. Skjalið verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.

d) Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn. Skjalið verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.

e) Endurfjármögnun langtímalána. Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 38.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gauta Jóhannessyni kt. 070364-2559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Sveitarstjóra jafnframt heimilað að leita tilboða í endurfjármögnun 10 lána hjá Verðbréfastofu til 15 ára að upphæð 65 milljóna sem kynnt verða á næsta fundi sveitarstjórnar.


f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2015, síðari umræða, fyrirliggjandi gögn kynnt.
Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ......................................... 205.805
* Fjármagnsgjöld aðalsjóðs................................. 11.948
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð............... 11.379
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð ................. 16.605
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð ........ 10.569
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... 30.654
* Afskriftir A og B hluti .................................... 25.514
* Eignir ............................................................. 755.070
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.................... 343.270
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 100.198
* Skuldir og skuldbindingar samtals.................... 443.468
* Eigið fé í árslok 2014 ..................................... 311.607
* Veltufé frá rekstri áætlað ................................ 42.663
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........ 37.000

g) Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 10,5 millj.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um grunnþjónustu í sveitarfélaginu. Unnið verður áfram að uppbyggingu smábátahafnar, við faktorshús og gömlu kirkju sem og verkefnum á Teigarhorni. Þá verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi á árinu 2015. Unnið verði að áætlun á árinu 2015 í fráveitumálum. Kannaðir verði áfram möguleikar á nýtingu á jarðhita á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast fyrir okkur sjálf og aðra þá sem heimsækja Djúpavogshrepp. Sveitarstjórn er sammála að þrátt fyrir áfall í atvinnulífinu með brotthvarfi Vísis hf. af svæðinu þá sé full ástæða til bjartsýni á framtíðina, innviðir eru sterkir eftir sem áður og mannauður til staðar á svæðinu til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Sveitarstjórn telur því að Djúpavogshreppur hafi eftir sem áður mörg sóknarfæri til að treysta samfélagið enn frekar í sessi.

Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Fundargerðir

a) Starfsendurhæfing Austurlands, stjórnarfundur, dags. 4. júní 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Starfsendurhæfing Austurlands, dags. 12. september 2014. Lögð fram til kynningar.
c) Cruise Iceland, dags. 22. október 2014. Lögð fram til kynningar.
d) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 6. nóvember 2014. Framlög til refa og minnkaveiða verða í samræmi við fjárhagsáætlun síðasta árs.
f) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 12. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
g) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 20. nóvember 2014. Liður 2, reglur um tónskóla og leikskóla staðfestar. Sveitarstjóra og formanni fræðslu- og tómstundanefndar falið að hefja undirbúning að úttekt á Djúpavogsskóla í samráði við skólastjóra. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
h) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 21. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 21. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
j) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 21. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
k) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
l) Atvinnumálanefnd, dags. 26. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
m) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 1. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
n) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
o) Skipulags- framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 4. desember 2014. Liður 2, Orkufjarskipti – ósk um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara frá tengivirki í landi Teigarhorns, yfir Hálsa og út á Djúpavog sunnan megin Hálsa, um land Kambshjáleigu, Stekkjarhjáleigu, Hlauphóla og þaðan í línu ofan við Búlandshöfn og sem leið liggur að nýju kirkjunni þar sem ljósleiðarinn fer inn á lögn Mílu og þaðan út í símstöð staðfest. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Gísli Sigurgeirsson, styrkbeiðni, dags. 4. nóvember 2014. Afgreiðslu frestað.
b) Benedikt V. Warén, umsókn um styrk, dags. 10. nóvember 2014. Styrkumsókn hafnað.
c) Innanríkisráðuneytið, skil á fjárhagsáætlun 2015-2018, dags. 10. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
d) Hammondhátíð Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 10. nóvember 2014. Samþykkt að styrkja Hammondhátíð um kr. 300.000.-
e) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 11 nóvember 2014. Samþykkt að styrkja skógræktarfélagið um kr. 300.000.-
f) Björgunarsveitin Bára, styrkbeiðni, dags. 12. nóvember 2014. Samþykkt að styrkja Björgunarsveitina Báru um kr. 200.000.-
g) Snorrasjóður, stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2015, dags. 17. nóvember 2014. Styrkbeiðni hafnað.
h) Póst- og fjarskiptastofnun, leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES, dags. 20. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
i) Vinnumálastofnun, tilkynning vegna þjónustusamnings og óskar um viðtalsaðstöðu, dags. 21. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
j) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, breytingar á aðalnámskrá grunnskóla, dags. 24. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
k) Samband íslenskra sveitarfélaga, stefnumörkun sambandsins 2014-2018, dags. 25. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
l) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, styrkur vegna námsupplýsingakerfis, dags. 25. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
m) Gísli Pálsson og Valdimar Leifsson, styrkbeiðni, dags. 26. nóvember 2014. Vegna vinnslu heimildarmyndar um Hans Jónatan. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000.-
n) Austurbrú ses, sameiginleg markaðssetning á árinu 2015, dags. 27. nóvember 2014. Sveitarstjóra falið að afgreiða málið.
o) Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Styrkbeiðni, dags. 1. desember 2014. Styrkbeiðni hafnað.
p) Samband íslenskra sveitarfélaga, svar við erindi Vinnumálastofnunar um viðtalsaðstöðu, dags. 2. desember 2014. Lagt fram til kynningar.
q) Samband íslenskra sveitarfélaga, hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla, dags. 4. desember 2014. Lagt fram til kynningar.
r) Umhverfisstofnun, drög að hreindýraarði, dags. 4. desember 2014.
s) Félag eldri borgara, styrkbeiðni, ódags. Samþykkt að styrkja félag eldri borgara um kr. 100.000.-
t) Skúli Benediktsson, fyrirspurn vegna plans eða bílastæðis við Hvarf, dags. 7. desember 2014. Sveitarstjóra falið að hafa samband við aðila máls og svara erindinu.
u) Byggingarleyfisumsókn vegna endurbyggingar á heimilisrafstöð í landi Eyjólfsstaða og Stekkáss. Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hafliða Sævarssonar dags. 6.mars 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 46m2 og 95,1 m3 rafstöð, sem er endurbygging á eldri heimilisrafstöð. Hönnuður er Verkfræðistofa Austurlands. Fyrir liggur samþykki landeigenda. Sveitarstjórn samþykkir að veita byggingarleyfi vegna endurbyggingar á heimilisrafstöð enda sé skilyrðum annarra landeigenda um frágang framfylgt. Sveitarstjórn leggur til að leyfi verði veitt þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

4. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 29.nóv.2014 - drög að samþykktum um gæludýrahald

Drög að samþykktum um gæludýrahald lögð fyrir til fyrri umræðu. Sveitarstjórn leggur til að aðild sveitarfélagsins að samþykkt um katta og gæludýrahald annarra en hunda annarsvegar og sérstök samþykkt um hundahald hinsvegar á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis verði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.

5. Málefni lögreglunnar á Austurlandi

Í ljósi umræðu um tilfærslu lögregluembættisins á Hornafirði með suðursvæði lýsir sveitarstjórn Djúpavogshrepps sig andvíga öllum áformum um að rýra þjónustusvæði lögregluumdæmisins á Austurlandi frá því sem er í dag.
6. Aðalskipulagsbreyting: Breytt landnotkun í landi Teigarhorns
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 sem tekur til breyttrar landnotkunar á jörðinni Teigarhorni. Breytingin felur annars vegar í sér stefnubreytingu sveitarfélagsins sem miðar að því að heimila nauðsynlega uppbyggingu innviða á jörðinni svo sporna megi við neikvæðum umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega munu fylgja aukinni nýtingu jarðarinnar til útivistar og náttúruskoðunar. Lögð er á það rík áhersla að öll uppbygging muni fylgja ströngum reglum og viðmiðunum svo hún sé ávallt í sátt við einstaka náttúru og sögu staðarins. Hins vegar felur breytingin í sér uppfærslu á orðnum hlutum og má þar nefna takmörkun á landnotkun vegna nýrra friðlýsingarákvæða og skógræktar- og landgræðslusvæði sem nú er skilgreind landnotkun á jörðinni. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogs 2008 – 2020 er til þess fallin að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í ljósi breytts eignarhalds á jörðinni Teigarhorni og breyttra friðlýsingarákvæða. Það er því mat sveitarstjórnar Djúpavogshrepps að hér sé um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 að ræða, sbr. 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er sveitarstjóra falið að senda Skipulagsstofnun tillögu að breytingunni og óska staðfestingar, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga nr. 123/2010. Tillagan verður auglýst þegar staðfesting Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

7. Byggðakvóti

Undir þessum lið vék Sóley af fundi. Sveitarstjórn mun ekki setja sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta og vonast til þess að byggðakvótinn nýtist heimamönnum sem best. Samþykkt samhljóða.

8. Vegagerð um Berufjarðarbotn

Eftir umræður í sveitarstjórn og tilraunir til sátta á síðustu mánuðum, samskipti við samgönguyfirvöld, fundi við landeigendur hafa að mati sveitarstjórnar engin efnisleg rök komið fram sem styðji það að sveitarfélagið breyti afstöðu sinni fyrir þegar samþykktri skipulagsveglínu. Engar formlegar athugasemdir bárust sveitarfélaginu frá landeigendum eða ábúendum innan tilskilins frests við skipulagsveglínu sem staðfest var í aðalskipulagi árið 2010. Ekki komu heldur fram athugasemdir frá fyrr nefndum aðilum við auglýsta breytingu á aðalskipulagi um veglínur Háabrekka - Reiðeyri og fyrir botn Berufjarðar sem staðfestar voru af sveitarstjórn 9. Janúar 2014.
Fyrir liggur að afstöðnum fundi með landeigendum fyrir skemmstu að ekki er sátt meðal þeirra um val á veglínu. Tillaga að nýrri veglínu í viðleitni til sátta er ekki talinn raunhæfur kostur af hálfu vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir því að halda sig við skipulagsveglínu og felur sveitarstjóra að senda vegamálastjóra sérstakt bréf þess efnis ásamt hvatningu um að staðið verði fast við fyrirliggjandi áætlanir um framkvæmdir við botn Berufjarðar á næsta ári. RF sat hjá við afgreiðslu málsins.

9. Leyfi frá sveitarstjórnarstörfum

Kristján Ingimarsson aðalmaður á F - lista hefur óskað eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn frá áramótum í það minnsta 6 mán. Beiðnin var samþykkt samhljóða og mun Þorbjörg Sandholt F – lista taka sæti Kristjáns sem aðalmaður í sveitarstjórn og tekur jafnframt sæti sem form.í ferða- og menningarmálanefnd f.h. F – lista í fjarveru Kristjáns. Kosningu varamanns frestað.

10. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir flutningi á skrifstofu Minjastofnunar Íslands á Austurlandi til Djúpavogs frá og með 1. mars. Gert er ráð fyrir að ný skrifstofa verði staðsett í Geysi. Minjavörður á Austurlandi er Rúnar Leifsson og er hann boðinn velkominn til starfa á Djúpavogi.

b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætlunum um viðveru byggingarfulltrúa. Stefnt er að viðveru byggingarfulltrúa 1. og 3. þriðjudag í mánuði á næsta ári. Aðsetur byggingarfulltrúa verður í Geysi. Með því að bjóða upp á reglulega viðveru er stefnt að því að gera þjónustuna skilvirkari og betri. Þetta fyrirkomulag verður auglýst nánar á heimasíðu sveitarfélagsins.

c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Austurbrú vegna starfsstöðvar á Djúpavogi. Þegar Djúpavogshreppur gerðist stofnaðili að Austurbrú var gert ráð fyrir starfsstöð á Djúpavogi og stefnt að því að starfsmenn yrðu ekki færri en tveir. Þetta hefur ekki gengið eftir og hafa oddviti og sveitarstjóri ítrekað komið áherslum sveitarfélagsins á framfæri og munu gera það áfram í því umbreytingaferli sem nú á sér stað innan Austurbrúar.

 


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 21:50.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Kristján Ingimarsson, fundarritari.

12.12.2014