Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

13. nóvember 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 13.11.2014

6. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. nóvember 2014 kl. 16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason sem stjórnaði fundi, Sóley Dögg Birgisdóttir, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2015. Heimild til hámarksútsvars er 14,52%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2015.
b) Gjaldskrár 2015 til fyrri umræðu. Gjaldskrá grunn-, leik- og tónskóla vísað til fræðslu- og tómstundanefndar. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi allra gjaldskráa vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2015. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2015. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2015. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2014. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af R3 ráðgjöf í samráði við starfshóp um fjárhagsleg málefni, sbr. fundargerð dags. 4. nóvember 2014 og með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2015. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur 22 millj. Til að ná þeirri rekstarniðurstöðu þurfa hagræðingaraðgerðir og breytingar á lánum að ganga eftir. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana og starfshópi um fjárhagsleg málefni milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2015. Að lokinni umfjöllun var samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu 11. desember kl. 16:30.
g) Samgönguáætlun 2015-2018. Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsókn um fjármagn vegna framkvæmda í Djúpavogshöfn 2015-2018 unna af honum og formanni hafnarnefndar ásamt hafnarverði. Staðfest af sveitarstjórn.

2. Fundargerðir

a) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 9. september 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 12. september 2014. Lögð fram til kynningar.
c) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 24. september 2014. Lögð fram til kynningar.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 6. október 2014. Lögð fram til kynningar.
e) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 7. október 2014. Lögð fram til kynningar.
f) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 8. október 2014. Lögð fram til kynningar.
g) Aðalfundur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 8. október 2014. Lögð fram til kynningar.
h) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 10. október 2014. Lögð fram til kynningar.
i) Samtök sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 22. október 2014.
j) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 21. október 2014. Lögð fram til kynningar.
k) Atvinnumálanefnd, dags. 21. október 2014. Lögð fram til kynningar.
l) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 24. október 2014. Nokkur umræða varð um lið 5 a) varðandi samstarf um sjúkraflutninga. Sveitarstjóra falið að ræða við HSA og Brunavarnir Austurlands. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
m) Hafnasamband Íslands, dags. 31. október 2014. Lögð fram til kynningar.
n) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. október 2014. Lögð fram til kynningar.
o) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 3. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
p) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
q) Landbúnaðarnefnd, dags. 6. nóvember 2014. Samþykkt samhljóða að vísa málefni er varðar fjárveitingar til refa og minkaveiða vísað til síðari umræðu við fjárhagsáætlun. Að öðru leiti lögð fram til kynningar.
r) Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 6. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Byggðastofnun, atvinnumál á Djúpavogi, dags. 15. október 2014. Djúpavogshreppur óskaði með bréfi dags. 6. október eftir því að Byggðastofnun réði verkefnisstjóra til að vinna að atvinnumálum í sveitarfélaginu. Byggðastofnun lýsir sig tilbúna til að skoða málið í tengslum við verkefnið „Brothættar byggðir“. Sveitarstjóri kynnti drög að umsókn til Byggðastofnunar og honum í framhaldi af því falið að vinna áfram að málinu. Sveitarstjórn lýsir hins vegar yfir óánægju sinni vegna nafngiftar verkefnisins eins og áður hefur verið ítrekað.
b) Skipulagsstofnun, dags. 6. nóvember 2014. Tillaga að matsáætlun vegna 13.000 tonna aukningar í eldi á laxi og regnbogasilungi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Lagt fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra

a) Framkvæmdir við nýja trébryggju. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við nýja trébryggju í Djúpavogshöfn og kynnti kostnaðaráætlun lokafrágangs vegna rafmagns og lýsingar. Stefnt er að verklokum á næstu vikum.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir opnum Djúpsins sem er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps, AFLs starfsgreinafélags og Austurbrúar.
c) Sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflamarks. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fresti til 15. desember 2014 sem sveitarfélagið hefur fengið til að gera tillögur að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun aflamarks.
d) Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með landeigendum við botn Berufjarðar og fulltrúum beggja lista í sveitarstjórn. Á fundinum var staðfest að landeigendur eru ósammála um veglínur, bæði fyrirliggjandi skipulagsveglínu, sem og aðrar veglínur sem lágu fyrir í matsáætlun í upphafi. Niðurstaða fundarins var að senda erindi til Vegagerðarinnar varðandi mat á nýrri veglínu sem allir aðilar máls gætu sætt sig við.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:45
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Kristján Ingimarsson, fundarritari.

19.11.2014