Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

29. október 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 29.10.2014

1. aukafundur 2014 – 2018

 

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Andrés Skúlason sem stjórnaði fundi, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Reglur um úthlutun byggðakvóta.

Farið var yfir reglur um úthlutun byggðakvóta og stöðuna í byggðarlaginu hvað varðar
veiðar og vinnslu. Fundargerð atvinnumálanefndar frá 21. október lögð fram.
Eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

Í ljósi þess óvissuástands sem ríkir í sjávarútvegi á Djúpavogi í kjölfar brotthvarfs Vísis hf úr byggðarlaginu óskar sveitarstjórn Djúpavogshrepps, í samræmi við 3. gr. reglugerðar nr. 652 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014-2015, eftir fresti til 15. desember 2014 til að gera tillögur að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun aflamarks.
Sveitarstjóra falið að koma bókuninni til skila í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

2. Stefnur vegna Kvennasmiðjunnar ehf. (GJ og SDB viku af fundi)

Oddviti kynnti tvær stefnur sem birtar hafa verið sveitarfélaginu og varða Kvennasmiðjuna ehf. Samþykkt að fela lögmanni að fara yfir málin og bregðast við fyrir hönd sveitarfélagsins og GJ og SDB.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00
Kristján Ingimarsson, fundarritari

30.10.2014

16. október 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 16.10.2014

5. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 16. október 2014 kl. 16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason sem stjórnaði fundi, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
Viðaukar við fjárhagsáætlun. Sveitarstjóri kynnti viðauka við fjárhagsáætlun 2014 sem áður höfðu hlotið afgreiðslu hjá starfshópi um fjárhagsleg málefni.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2014. Tilfærslur og breyting á tekjum og rekstrarútgjöldum:

I. Tekjuhlið
Gert er ráð fyrir að tekjur verði 5,5 millj. lægri en fjárhagsáætlun 2014 gerði ráð fyrir. Helgast það af lægra útsvari sem nemur 8,18 millj. og minni tekjum hafnarsjóðs sem nemur 6,0 millj. Á móti koma auknar tekjur frá Jöfnunarsjóði 8,6 millj. og húsaleigubætur 0,1 millj.
Áhrif: Tekjur 2014 verða 5,5 millj. lægri en ráð var fyrir gert.
II. Útgjaldahlið
Gert er ráð fyrir að útgjöld verði 1,7 millj. hærri en fjárhagsáætlun 2014 gerði ráð fyrir. Helgast það af 3,0 millj. hærri útgjöldum vegna liðveislu og 1,0 millj. vegna annars kostnaðar. Á móti er gert ráð fyrir að laun verði 2,3 millj. lægri en ráð var fyrir
Áhrif: Útgjöld verða 1,7 millj. hærri en ráð var fyrir gert.

Heildaráhrif viðauka
Samþykkt viðauka hefur í för með sér nettó lækkun tekna að fjárhæð 5.479.000 og nettó hækkun rekstrargjalda að fjárhæð 1.749.000. Rekstraráhrif koma til lækkunar á afkomu ársins sem mætt verður með skammtíma lántöku. Rekstrarniðurstaða eftir breytingar er áætluð 1.787.000. Breytingar verðbóta og annarra afleiddra liða sem tengjast ofangreindum breytingum færast á afkomu ársins. Viðauki við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir árið 2014 er gerður í samræmi við 2. mgr., 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Viðaukinn samþykktur samhljóða.

2. Fundargerðir

a) HAUST, dags. 3. september 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Hafnasamband Íslands, dags. 3. september 2014. Lögð fram til kynningar.
c) SFU, dags. 16. september 2014. Lögð fram til kynningar.
d) SÍS, dags. 24. september 2014. Lögð fram til kynningar.
e) FTN, dags. 2. október 2014. Liður 5 frestað þar til atvinnumálanefnd hefur fjallað um málið. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
f) SÍS, dags. 8. október 2014. Lögð fram til kynningar.
g) Fundur starfshóps um fjárhagsleg málefni, dags. 16. október 2014. Liður 1 þegar staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Afkomendur Kristjáns Thorlacius, gjöf, dags. 11. september 2014. Börn Kristjáns Thorlaciusar hafa fært Djúpavogshreppi olíumálverk af Búlandstindi og umhverfi Djúpavogs að gjöf til minningar um föður sinn sem fæddur var á Búlandsnesi 1917. Sveitarstjórn þakkar innilega fyrir hina höfðinglegu gjöf. Sveitarstjóra falið að koma þakklætiskveðjum á framfæri og að finna myndinni verðugan stað.
b) Við stólum á þig, dags. 15. september 2014. Lagt fram til kynningar.
c) Hrönn Jónsdóttir, þakkir fyrir veittan stuðning, dags. 30. september 2014. Lagt fram til kynningar.
d) Skógræktarfélag Íslands, ályktun um lúpínu, dags. 9. október 2014. Lagt fram til kynningar.
e) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015, dags. 9. október 2014. Djúpavogi var úthlutað 194 þorskígildistonnum vegna fiskveiðiársins 2014/2015. Í ljósi þeirra áfalla sem Djúpavogshreppur hefur orðið fyrir undirstrikar þessi úthlutun þá augljósu meinbugi sem eru á gildandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Atvinnumálanefnd falið að fara yfir reglur samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa sem eru almennar og gera tillögur um breytingar á þeim ef þurfa þykir. Atvinnumálanefnd skili tillögum sínum eigi síðar en 24. október.
f) Innanríkisráðuneytið, drög að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætti til umsagnar, dags. 10. október 2014. Lögð fram til kynningar.
g) Tónskóli Sigurveins, málþing um tónlistarfræðslu, uppeldi og samfélag, dags. 10. október 2014. Lagt fram til kynningar.
h) Óskalistinn, erindi til sveitarstjórnar, dags. 10 október 2014. Lagt fram til kynningar.
i) Óskalistinn, botn Berufjarðar, dags. 12. október 2014. Áherslur Óskalistans varðandi veglagningu um botn Berufjarðar kynntar.

4. Siðareglur Djúpavogshrepps

Sveitarstjóri kynnti drög að siðareglum fyrir kjörna fultrúa í Djúpavogshreppi. Samþykktar og vísað til síðari umræðu.

5. Tilnefning í samgöngunefnd SSA

Andrés Skúlason tilnefndur sem aðalmaður og Júlía Hrönn Rafnsdóttir til vara.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Erla Dóra Vogler hefur verið ráðin nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps frá og með 1. febrúar n.k. Erla Dóra var valin úr hópi 14 umsækjenda. Erla Dóra hefur lokið meistaranámi í jarðfræði við Háskóla Íslands og sambærilegri gráðu í óperusöng frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg. Erla hefur víðtæka reynslu af ferða- og menningarmálum og hefur undanfarin ár m.a. starfað fyrir Raunvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun Íslands, Breiðdalssetur og Upplýsingamiðstöð Austurlands.
b) Sveitarstjóri hefur tekið sæti í stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
c) Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundum á síðustu vikum aðalfund SSA, landsþing sveitarfélaga, fjármálaráðstefnu og fundi með þingmönnum kjördæmisins ásamt sérstökum fundum sem þeir áttu m.a. með forsætisráðherra, atvinnu- og nýsköpunarráðherra og vegamálastjóra.
d) Kristján Ingimarsson form. menninngarmálan. skýrði frá útgáfuteiti í Löngubúð þann 11. október að tilefni útgáfu bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér sem fjallar um líf og starf Hans Jónatans. Gísla Pálssyni rithöfundi eru hér með færðar innilegar þakkir frá sveitarfélaginu vegna þessarar stórmerku og vönduðu bókar sem er sannarlega góð viðbót við þann merka menningararf sem Djúpavogshreppur hefur á að byggja.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:10
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Kristján Ingimarsson, fundarritari.

17.10.2014