Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

25. apríl 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 25.04.2014

46. fundur 2010 – 2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 25. apríl 2014 kl. 16:00. 

Fundarstaður: Geysir.

Mætt: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2013. Fyrri umræða. Magnús Jónsson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu.

2. Atvinnumál

Fjallað um atvinnumál í Djúpavogshreppi í ljósi áforma Vísis hf. um að hætta vinnslu á bolfiski.

Eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps krefst þess að stjórnvöld grípi nú þegar til aðgerða svo afstýra megi meiriháttar bakslagi í veiðum og fiskvinnslu á Djúpavogi. Djúpavogshreppur hefur nú í annað sinn á fáum árum orðið fyrir miklu höggi í sjávarútvegi, en skemmst er að minnast brotthvarfs allrar uppsjávarvinnslu af svæðinu árið 2006 án nokkurrar leiðréttingar. Sveitarstjórn krefst þess af stjórnvöldum að nú þegar verði tryggðar sambærilegar aflaheimildir og fyrirsjáanlegt er að hverfi úr byggðarlaginu til að forða hruni í bolfiskvinnslu á Djúpavogi.
Ef stjórnvöld ganga ekki fram af meiri ábyrgð í málefnum Djúpavogshrepps er ljóst að markmið 1.gr.laga um stjórn fiskveiða um að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu eru orðin tóm.
Í ljósi þess að ítrekað hefur verið reynt að ná stjórnarþingmönnum kjördæmisins saman til fundar vegna stöðunnar, er sveitarstjóra falið að fylgja því fast eftir að fá fund í heimabyggð sem fyrst með öllum þingmönnum kjördæmisins ásamt sjávarútvegsráðherra.

3. Fundargerðir

a) LBN, dags. 16. apríl 2014. Liður 4 í fundargerð, upprekstarsamningur borin upp til atkvæða
og samþykktur með atkv. AS, ÞS og SDB gegn atk.AJ og SAJ. Fundargerðin borin upp og samþykkt að öðru leyti.
b) HAUST, dags. 25. mars 2014. Lögð fram til kynningar.
c) SSA, dags. 25. mars 2014. Lögð fram til kynningar.
d) Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, dags. 9. apríl 2014.
e) Samtök sjávarútvegsfélaga, dags. 27. mars 2014. Sveitarstjóra falið að leita stuðnings hjá stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga við bókun sveitarstjórnar Djúpavogshrepps sbr. lið 2 í fundargerð.
f) StarfA, dags. 21. mars 2014. Lögð fram til kynningar
g) Cruise Iceland, dags. 1. apríl 2014. Lögð fram til kynningar
h) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. apríl 2014. Lögð fram til kynningar
i) Hafnasamband Íslands, dags. 28. mars. Lögð fram til kynningar

4. Erindi og bréf

a) Samorka, boð um að gerast aðili, 1. apríl 2014. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
b) Austurbrú, Nordregio fréttatilkynning, dags. 9. apríl 2014. Lagt fram til kynningar.
c) Minjastofnun Íslands, styrkúthlutanir, dags. 7. apríl 2014. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir styrkjum frá Minjastofnun Íslands, Faktorshús kr. 3.000.000 og byggða- og húsakönnun 400.000.
d) Landsbyggðin lifi, ályktanir, dags. 8. apríl 2014. Sveitarstjórn tekur undir ályktun Landsbyggðin lifi um fiskveiðistjórn og byggðamál.
Samtökin Landsbyggði lifi – LBL vara enn á ný við því að atvinnuréttur fólks í sjávarbyggðum sé af íbúum tekinn með sölu á kvótanum burt úr byggðunum og að þar með sé sjósóknarréttur og fiskvinnsla lögð niður um ófyrirsjáanlega framtíð. LBL minnir á tillögur samtakanna um að byggðunum verði tryggður varanlegur aflaréttur sem enginn geti selt frá sjávarbyggðum og einnig að réttur strandveiða smærri fiskiskipa séu íbúum frjálsar.Tillögur LBL í Byggðamálum hafa verið sendar til Atvinnuveganefndar Alþingis og miða að því að efla byggðir Íslands og tryggja festu til atvinnu, tekna og búsetu álandsbyggðinni. Stjórnvöld í landinu verða að stöðva þá byggðaröskun sem m.a. fyrirtækið Vísir í Grindavík hefur boðað með lokun fiskvinnslustöðva á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. LBL minnir á 1.grein laga um stjórn fiskveiða, þar segir svo: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign Íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Samtökin Landsbyggðin lifi – LBL krefjast þess að réttur íbúa í sjávarbyggðum verði varinn af alþingi og stjórnvöldum.
e) Sigurður Ingimarsson, gjöf, dags. 24. mars 2014. Olíumálverk (Búlandstindur frá Háubjörgum í Papey eftir Magnús H. Árnason). Sveitarstjórn þakkar Sigurði Ingimarssyni kærlega fyrir hina höfðinglegu gjöf. Hún hefur þegar verið hengd upp í félagsaðstöðu eldri borgara í Tryggvabúð. Sveitarstjóra falið að koma þakklæti sveitarstjórnar á framfæri.
f) Umhverfisstofnun, áætlun til þriggja ára um refaveiðar 2014-2016, dags. 11. apríl 2014. Lagt fram til kynningar. Vísað til landbúnaðarnefndar.
g) Hrönn Jónsdóttir, styrkbeiðni, apríl 2014 – vísað til menningarmálanefndar.
h) Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, styrkveiting 11.6 mkr. úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, til deiliskipulags og fl. v- Teigarhorns dags. 15. apríl 2014.
i) Nefndasvið Alþingis, 495. mál til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 15. apríl. 2014. Lagt fram til kynningar.

5. Dagvistarrými aldraðra, Tryggvabúð

Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með velferðarráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins þar sem lögð var fram ósk um viðbótar dvalarrými, ekki hefur borist svar frá ráðuneytinu þess efnis. Samþykkt á grunni þess að fresta opnun dagvistar til 1.september.

6. Nýbyggingar í Djúpavogshreppi

Sveitarstjóri og oddviti kynntu tillögur að úthlutunarreglum varðandi sérstakan húsbyggjendastyrk. Afgreiðslu frestað.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir ferð til Reykjavíkur

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari

28.04.2014

27. mars 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 27.03.2014

45. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 27. mars kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mætt: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir og Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir lið 10. sem ekki var á dagskrá fundarins.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Heimild til lántöku. Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 40.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2014, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gauta Jóhannessyni 070364-2559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

2. Fundargerðir

a) SBU, dags. 5. mars 2014.
Ólafur Eggertsson Berunesi 26.02.2014 – erindi er varðar ósk um heimild til landaskipta. Staðfest.
Ingi Ragnarsson 04.03.2014 – ósk um byggingarleyfi fyrir 3 smáhýsi. Staðfest.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) FMA, dags. 5. mars 2014. Lögð fram til kynningar.
c) SSA, dags. 4. febrúar 2014. Lögð fram til kynningar.
d) Framkvæmdaráð SSA, dags. 3. mars 2014. Lögð fram til kynningar.
e) Framkvæmdaráð SSA, dags. 17. mars 2014. Lögð fram til kynningar.
f) Framkvæmdastjórn SKA, dags. 6. mars 2014. Lögð fram til kynningar.
g) StarfA, dags. 28. febrúar 2014. Lögð fram til kynningar.
h) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 7. mars 2014. Lögð fram til kynningar.
i) Hafnasamband Íslands, dags. 28. febrúar 2014. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Þórunnborg Jónsdóttir og Steinunn Jónsdóttir, skipting lóðar út úr Bragðavöllum 1, dags. 9. mars 2014. Samþykkt samhljóða.
b) Þórir Stefánsson, Reynir Arnórsson, Kári Snær Valtingojer og Magnús Kristjánsson, tilfærslur og hugmyndavinna innan bæjarmarka Djúpavogshrepps, dags. 10. mars 2014. Sveitarstjóra og oddvita falið að funda með málsaðilum.
c) Austurbrú, tilnefning til aðalmanna og varamanna í fagráð Austurbrúar ses., dag. 24. febrúar 2014. Samþykkt að tilnefna að nýju Elísabet Guðmundsdóttur og Kristján Ingimarsson til vara.
d) Gísli Sverrir Árnason, eyðibýli á Íslandi, dags. 10. mars. Samþykkt samhljóða.
e) Ungmennafélag Íslands, umsókn og undirbúningur að framkvæmd Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2016, dags. 28. febrúar 2014. Lagt fram til kynningar.
f) Ungmennafélag Íslands, umsókn og undirbúningur að framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ árið 2017, dags. 28. febrúar 2014. Lagt fram til kynningar
g) Velferðarráðuneytið, öldrunarþjónusta – viðbót, dags. 20. mars 2014. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu frekar eftir.

4. KPMG - Stjórnsýsluskoðun 2013
Sveitarstjóri kynnti skýrslu frá KPMG um stjórnsýsluskoðun hjá sveitarfélaginu.

5. Nýbyggingar í Djúpavogshreppi
Sveitarstjórn samþykkir að veita hverjum þeim sem ræðst í nýbyggingu á íbúðarhúsnæði í Djúpavogshreppi sérstakan húsbyggingastyrk. Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna tillögur að úthlutunarreglum og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

6. Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs
Sveitarstjóri lagði fram reglur um félagslegt húsnæði til staðfestingar. Samþykktar samhljóða.

7. Starfsmannamál
Sveitarstjóri gerði grein fyrir uppsögn Sveins Þórðar Þórðarsonar, æskulýðs- og íþróttafulltrúa. Stefnt er að ráðningu í hans stað í samráði við Umf. Neista og skólastjóra Djúpavogsskóla.

8. Samþykktir SSA
Sveitarstjóra falið að koma athugasemdum sveitarstjórnar á framfæri.

9. Héraðs- og skólabókasafn Djúpavogs
Sveitarstjóri kynnti tillögu að stefnu um uppbyggingu safnkosts unna af Sigrúnu Guðmundsdóttur. Samþykkt að vísa málinu til menningarmálanefndar.

10. Olíudreifing ehf 11.02.2014
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir upplýsingum frá Olíudreifingu ehf um umfang og eðli starfseminnar í ljósi fyrirhugaðs deiliskipulags.

11. Skýrsla sveitarstjóra

a) Hraðahindranir. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Vegagerðina vegna hraðahindrana í þorpinu. Gert er ráð fyrir að í vor verði hraðahindrunin við slökkvistöðina endurbætt ásamt því sem settar verða nýjar hindranir í Sæbakkahæð við Brekku og Hlíðarhæð.
b) Framkvæmdir við nýja smábátabryggju. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála við smíði nýrrar smábátabryggju í Djúpavogshöfn.
c) Fiskeldi Austfjarða. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða. Unnið er að gerð samstarfssamnings milli sveitarfélagsins og FA vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar FA á Djúpavogi.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:10.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

02.04.2014