Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

20. febrúar 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 20.02.2014

44. fundur 2010-2014

 

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 20. febrúar kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mætt: Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir og Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Yfirdráttarheimild. Sveitarstjórn samþykkir að framlengja yfirdráttarheimild í Sparisjóði Hornafjarðar. Sveitarstjóra falið að ganga frá heimildinni við Sparisjóðinn.

2. Fundargerðir

a) HAUST, dags. 15. janúar 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, stjórnarfundur, dags. 6. janúar 2014. Lögð fram til kynningar.
c) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, aðalfundur, dags. 30. janúar 2014. Lögð fram til kynningar.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, stjórnarfundur, dags. 11. febrúar 2014. Lögð fram til kynningar.
e) Framkvæmdaráð SSA, dags. 7. janúar 2014. Lögð fram til kynningar.
f) Hafnasamband Íslands, dags. 17. janúar 2014. Lögð fram til kynningar.
g) Cruise Iceland, dags. 24. janúar 2014. Lögð fram til kynningar.
3. Erindi og bréf
a) Bakkabúð, ósk um framlengingu á lóðarleigusamningi vegna Bakka 2, dags. 22. janúar 2014. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá framlengingu á lóðaleigusamningi um 5 ár við eiganda Bakkabúðar.
b) Fljótsdalshreppur, ósk um umsögn um tillögu að Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014 – 2030, dags. 10. febrúar 2014. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir og felur sveitarstjóra að svara erindinu þess efnis.
c) Landssamband 60 +, útvistun á rekstri hjúkrunarheimila til einkaaðila, dags. 27. janúar 2014. Lagt fram til kynningar.
d) Innanríkisráðuneytið, tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar, dags. 27. janúar 2014. Lagt fram til kynningar.
e) ASÍ, gjaldskrárhækkanir, dags. 13. janúar 2014. Sveitarstjórn minnir á undir þessum lið að engar gjaldskrárhækkanir voru gerðar við síðustu fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Lagt að öðru leyti fram til kynningar.
f) Þjóðskrá Íslands, breytt verklag við uppsetningu á kjörskrá og skráningu kjördeilda, dags. 5. febrúar 2014. Lagt fram til kynningar.
g) Ívar Ingimarsson o.fl., þokustígur í Djúpavogshreppi, dags. 6. febrúar 2014. Djúpavogshreppur er viljugur til samstarfs um verkefnið og tilnefnir Albert Jensson formann FMA sem tengilið verkefnisins.
h) Landsnet, ný skýrsla um líftímakostnað loftlína og jarðstrengja, dags. 11. febrúar 2014. Lagt fram til kynningar.
i) Austurbrú, mat á stöðu sóknaráætlana 2013, dags. 13. febrúar 2014. Lagt fram til kynningar.
j) SSA, endurskoðun á samþykktum samtakanna, dags. 10. febrúar 2014. Lagt fram til kynningar. Vísað til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar í mars.
k) Skipulagsstofnun, staðfesting breytingar á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, breytt lega Axarvegar milli Háubrekku og Reiðeyrar og breytt lega hringvegar um Berufjarðarbotn og níu nýjar námur, dags. 5. febrúar.
l) Þórarinn Hávarðsson, myndefni frá Djúpavogi, dags. 10. febrúar 2014. Vísað til F&M.
m) Fiskeldi Austfjarða, staða mála hjá FA, dags. 18. febrúar 2014. Farið yfir stöðu Fiskeldis Austfjarða á Djúpavogi og framtíðaráform. Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir samskipti milli aðila og skýrðu frá að fyrir lægi fundur með fulltrúum sveitarfélagsins og Fiskeldis Austfjarða á næstu dögum.
n) SSA, Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 18. febrúar 2014 – Ósk um tilnefningu. Sveitarstjórn sammála um að tilnefna Sóley Dögg Birgisdóttir sem fulltrúa Djúpavogshrepps í stjórn Atvinnuþróunarsjóðs.
o) Héraðs-og Austurlandsskógar dags. 18.febrúar 2014. Tilkynning um fyrirhugaða stækkun um 90 ha á samningssvæði um skógrækt á jörðinni Bragðavöllum í Djúpavogshreppi. Svæðið er ekki á náttúruminjaskrá og ekki um fornminjar að ræða á umræddum reit svo vitað sé. Að fengnum upplýsingum heimilar sveitarstjórn því framkvæmdir við nýtt skógræktarsvæði á Bragðavöllum.

4. Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs

Kynntar voru nýjar gjaldskrár Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Samþykktar samhljóða.

5. Nýbyggingar íbúðarhúsa í Djúpavogshreppi

Farið yfir samskipti sveitarfélagsins og byggingarverktaka um hugsanlegar íbúðahúsabyggingar á Djúpavogi. Á fundinum var farið yfir lausar byggingarlóðir og í framhaldi rætt um möguleika á hugsanlegri aðkomu og leiðum fyrir sveitarfélagið til að liðka fyrir framkvæmdum meðal áhugasamra húsbyggjenda. Ákveðið að halda umræðunni áfram og gera tillögur í þessum efnum fyrir næsta fund.

6. Samþykkt um byggingarnefnd

Sveitarstjóri kynnti drög að samþykkt um byggingarnefnd í Djúpavogshreppi. Afgreiðslu frestað.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Suðurferð. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir síðustu fundarferð í Reykjavík í byrjun mánaðarins.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir ákvörðun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi þann 4. febrúar sl. um að sveitarstjóri Djúpavogshrepps yrði fulltrúi samtakanna í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:10.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

21.02.2014