Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

17. desember 2014 - aukafundur

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.12.2014

2. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 17. desember 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Sóley Dögg Birgisdóttir sem stjórnaði fundi, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer, Þorbjörg Sandholt og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.


Dagskrá:

1. Fjárhagsvandi Austurbrúar – Rekstraráætlun 2015

Málefni Austurbrúar tekin til umfjöllunar og staða stofnunarinnar rædd.
Gögn frá Austurbrú lögð fram og erindi með tillögum, fjárhagsáætlun 2015 ásamt aðgerðaráætlun. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir eftirfarandi fyrir sitt leyti, að því gefnu að heildarfjármögnun verkefnis við endurskipulagningu reksturs liggi fyrir
með framlagi allra aðildarsveitarfélaga og annarra stofnaðila ásamt fjármagni ríkis og stofnana, með það að markmiði að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 haldi.

a) að fjármagn úr Atvinnuþróunarsjóði Austurlands, sem nú er til ráðstöfunar, verði nýtt til fjárhagslegrar endurskipulagningar Austurbrúar u.þ.b. 11.000.000 kr.
b) að á árunum 2016, 2017 og 2018 verði framlag Djúpavogshrepps til Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands tvöfaldað frá því sem það er á árinu 2014 og það renni til fjárhagslegrar endurskipulagningar Austurbrúar.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00.

18.12.2014

11. desember 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.12.2014

7. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. desember 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.

Andrés stjórnaði fundi. Oddviti óskaði eftir að lið 3u yrði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2015; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2015.
Vegna fasteignagjaldaálagningar 2015 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I. Fasteignaskattur A 0,625%
II. Fasteignaskattur B 1,32%
III. Fasteignaskattur C 1,65%
IV. Holræsagjald A 0,30%
V. Holræsagjald B 0,30%
VI. Holræsagj. dreifbýli 8.000 kr.
VII. Vatnsgjald A 0,35%
VIII. Vatnsgjald B 0,35%
IX. Aukavatnsskattur 37,50 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald 16.800 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald 15.000 kr. pr. íbúð
XII. Sorpgjöld, frístundahús 12.000 kr.
XIII. Lóðaleiga 1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga 6
Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.
Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.

b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2015. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2015. Fyrirliggjandi skjal borið undir atkvæði.
Það samþykkt samhljóða og undirritað á fundinum. Skjalið verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.

d) Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn. Skjalið verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.

e) Endurfjármögnun langtímalána. Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 38.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gauta Jóhannessyni kt. 070364-2559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Sveitarstjóra jafnframt heimilað að leita tilboða í endurfjármögnun 10 lána hjá Verðbréfastofu til 15 ára að upphæð 65 milljóna sem kynnt verða á næsta fundi sveitarstjórnar.


f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2015, síðari umræða, fyrirliggjandi gögn kynnt.
Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ......................................... 205.805
* Fjármagnsgjöld aðalsjóðs................................. 11.948
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð............... 11.379
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð ................. 16.605
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð ........ 10.569
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... 30.654
* Afskriftir A og B hluti .................................... 25.514
* Eignir ............................................................. 755.070
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.................... 343.270
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 100.198
* Skuldir og skuldbindingar samtals.................... 443.468
* Eigið fé í árslok 2014 ..................................... 311.607
* Veltufé frá rekstri áætlað ................................ 42.663
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........ 37.000

g) Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 10,5 millj.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um grunnþjónustu í sveitarfélaginu. Unnið verður áfram að uppbyggingu smábátahafnar, við faktorshús og gömlu kirkju sem og verkefnum á Teigarhorni. Þá verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi á árinu 2015. Unnið verði að áætlun á árinu 2015 í fráveitumálum. Kannaðir verði áfram möguleikar á nýtingu á jarðhita á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast fyrir okkur sjálf og aðra þá sem heimsækja Djúpavogshrepp. Sveitarstjórn er sammála að þrátt fyrir áfall í atvinnulífinu með brotthvarfi Vísis hf. af svæðinu þá sé full ástæða til bjartsýni á framtíðina, innviðir eru sterkir eftir sem áður og mannauður til staðar á svæðinu til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Sveitarstjórn telur því að Djúpavogshreppur hafi eftir sem áður mörg sóknarfæri til að treysta samfélagið enn frekar í sessi.

Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Fundargerðir

a) Starfsendurhæfing Austurlands, stjórnarfundur, dags. 4. júní 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Starfsendurhæfing Austurlands, dags. 12. september 2014. Lögð fram til kynningar.
c) Cruise Iceland, dags. 22. október 2014. Lögð fram til kynningar.
d) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
e) Landbúnaðarnefnd, dags. 6. nóvember 2014. Framlög til refa og minnkaveiða verða í samræmi við fjárhagsáætlun síðasta árs.
f) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 12. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
g) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 20. nóvember 2014. Liður 2, reglur um tónskóla og leikskóla staðfestar. Sveitarstjóra og formanni fræðslu- og tómstundanefndar falið að hefja undirbúning að úttekt á Djúpavogsskóla í samráði við skólastjóra. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
h) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 21. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 21. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
j) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 21. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
k) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
l) Atvinnumálanefnd, dags. 26. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
m) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 1. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
n) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
o) Skipulags- framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 4. desember 2014. Liður 2, Orkufjarskipti – ósk um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara frá tengivirki í landi Teigarhorns, yfir Hálsa og út á Djúpavog sunnan megin Hálsa, um land Kambshjáleigu, Stekkjarhjáleigu, Hlauphóla og þaðan í línu ofan við Búlandshöfn og sem leið liggur að nýju kirkjunni þar sem ljósleiðarinn fer inn á lögn Mílu og þaðan út í símstöð staðfest. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Gísli Sigurgeirsson, styrkbeiðni, dags. 4. nóvember 2014. Afgreiðslu frestað.
b) Benedikt V. Warén, umsókn um styrk, dags. 10. nóvember 2014. Styrkumsókn hafnað.
c) Innanríkisráðuneytið, skil á fjárhagsáætlun 2015-2018, dags. 10. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
d) Hammondhátíð Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 10. nóvember 2014. Samþykkt að styrkja Hammondhátíð um kr. 300.000.-
e) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 11 nóvember 2014. Samþykkt að styrkja skógræktarfélagið um kr. 300.000.-
f) Björgunarsveitin Bára, styrkbeiðni, dags. 12. nóvember 2014. Samþykkt að styrkja Björgunarsveitina Báru um kr. 200.000.-
g) Snorrasjóður, stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2015, dags. 17. nóvember 2014. Styrkbeiðni hafnað.
h) Póst- og fjarskiptastofnun, leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES, dags. 20. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
i) Vinnumálastofnun, tilkynning vegna þjónustusamnings og óskar um viðtalsaðstöðu, dags. 21. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
j) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, breytingar á aðalnámskrá grunnskóla, dags. 24. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
k) Samband íslenskra sveitarfélaga, stefnumörkun sambandsins 2014-2018, dags. 25. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
l) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, styrkur vegna námsupplýsingakerfis, dags. 25. nóvember 2014. Lagt fram til kynningar.
m) Gísli Pálsson og Valdimar Leifsson, styrkbeiðni, dags. 26. nóvember 2014. Vegna vinnslu heimildarmyndar um Hans Jónatan. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000.-
n) Austurbrú ses, sameiginleg markaðssetning á árinu 2015, dags. 27. nóvember 2014. Sveitarstjóra falið að afgreiða málið.
o) Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Styrkbeiðni, dags. 1. desember 2014. Styrkbeiðni hafnað.
p) Samband íslenskra sveitarfélaga, svar við erindi Vinnumálastofnunar um viðtalsaðstöðu, dags. 2. desember 2014. Lagt fram til kynningar.
q) Samband íslenskra sveitarfélaga, hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla, dags. 4. desember 2014. Lagt fram til kynningar.
r) Umhverfisstofnun, drög að hreindýraarði, dags. 4. desember 2014.
s) Félag eldri borgara, styrkbeiðni, ódags. Samþykkt að styrkja félag eldri borgara um kr. 100.000.-
t) Skúli Benediktsson, fyrirspurn vegna plans eða bílastæðis við Hvarf, dags. 7. desember 2014. Sveitarstjóra falið að hafa samband við aðila máls og svara erindinu.
u) Byggingarleyfisumsókn vegna endurbyggingar á heimilisrafstöð í landi Eyjólfsstaða og Stekkáss. Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hafliða Sævarssonar dags. 6.mars 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 46m2 og 95,1 m3 rafstöð, sem er endurbygging á eldri heimilisrafstöð. Hönnuður er Verkfræðistofa Austurlands. Fyrir liggur samþykki landeigenda. Sveitarstjórn samþykkir að veita byggingarleyfi vegna endurbyggingar á heimilisrafstöð enda sé skilyrðum annarra landeigenda um frágang framfylgt. Sveitarstjórn leggur til að leyfi verði veitt þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

4. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 29.nóv.2014 - drög að samþykktum um gæludýrahald

Drög að samþykktum um gæludýrahald lögð fyrir til fyrri umræðu. Sveitarstjórn leggur til að aðild sveitarfélagsins að samþykkt um katta og gæludýrahald annarra en hunda annarsvegar og sérstök samþykkt um hundahald hinsvegar á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis verði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.

5. Málefni lögreglunnar á Austurlandi

Í ljósi umræðu um tilfærslu lögregluembættisins á Hornafirði með suðursvæði lýsir sveitarstjórn Djúpavogshrepps sig andvíga öllum áformum um að rýra þjónustusvæði lögregluumdæmisins á Austurlandi frá því sem er í dag.
6. Aðalskipulagsbreyting: Breytt landnotkun í landi Teigarhorns
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 sem tekur til breyttrar landnotkunar á jörðinni Teigarhorni. Breytingin felur annars vegar í sér stefnubreytingu sveitarfélagsins sem miðar að því að heimila nauðsynlega uppbyggingu innviða á jörðinni svo sporna megi við neikvæðum umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega munu fylgja aukinni nýtingu jarðarinnar til útivistar og náttúruskoðunar. Lögð er á það rík áhersla að öll uppbygging muni fylgja ströngum reglum og viðmiðunum svo hún sé ávallt í sátt við einstaka náttúru og sögu staðarins. Hins vegar felur breytingin í sér uppfærslu á orðnum hlutum og má þar nefna takmörkun á landnotkun vegna nýrra friðlýsingarákvæða og skógræktar- og landgræðslusvæði sem nú er skilgreind landnotkun á jörðinni. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogs 2008 – 2020 er til þess fallin að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í ljósi breytts eignarhalds á jörðinni Teigarhorni og breyttra friðlýsingarákvæða. Það er því mat sveitarstjórnar Djúpavogshrepps að hér sé um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 að ræða, sbr. 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er sveitarstjóra falið að senda Skipulagsstofnun tillögu að breytingunni og óska staðfestingar, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga nr. 123/2010. Tillagan verður auglýst þegar staðfesting Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

7. Byggðakvóti

Undir þessum lið vék Sóley af fundi. Sveitarstjórn mun ekki setja sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta og vonast til þess að byggðakvótinn nýtist heimamönnum sem best. Samþykkt samhljóða.

8. Vegagerð um Berufjarðarbotn

Eftir umræður í sveitarstjórn og tilraunir til sátta á síðustu mánuðum, samskipti við samgönguyfirvöld, fundi við landeigendur hafa að mati sveitarstjórnar engin efnisleg rök komið fram sem styðji það að sveitarfélagið breyti afstöðu sinni fyrir þegar samþykktri skipulagsveglínu. Engar formlegar athugasemdir bárust sveitarfélaginu frá landeigendum eða ábúendum innan tilskilins frests við skipulagsveglínu sem staðfest var í aðalskipulagi árið 2010. Ekki komu heldur fram athugasemdir frá fyrr nefndum aðilum við auglýsta breytingu á aðalskipulagi um veglínur Háabrekka - Reiðeyri og fyrir botn Berufjarðar sem staðfestar voru af sveitarstjórn 9. Janúar 2014.
Fyrir liggur að afstöðnum fundi með landeigendum fyrir skemmstu að ekki er sátt meðal þeirra um val á veglínu. Tillaga að nýrri veglínu í viðleitni til sátta er ekki talinn raunhæfur kostur af hálfu vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir því að halda sig við skipulagsveglínu og felur sveitarstjóra að senda vegamálastjóra sérstakt bréf þess efnis ásamt hvatningu um að staðið verði fast við fyrirliggjandi áætlanir um framkvæmdir við botn Berufjarðar á næsta ári. RF sat hjá við afgreiðslu málsins.

9. Leyfi frá sveitarstjórnarstörfum

Kristján Ingimarsson aðalmaður á F - lista hefur óskað eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn frá áramótum í það minnsta 6 mán. Beiðnin var samþykkt samhljóða og mun Þorbjörg Sandholt F – lista taka sæti Kristjáns sem aðalmaður í sveitarstjórn og tekur jafnframt sæti sem form.í ferða- og menningarmálanefnd f.h. F – lista í fjarveru Kristjáns. Kosningu varamanns frestað.

10. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir flutningi á skrifstofu Minjastofnunar Íslands á Austurlandi til Djúpavogs frá og með 1. mars. Gert er ráð fyrir að ný skrifstofa verði staðsett í Geysi. Minjavörður á Austurlandi er Rúnar Leifsson og er hann boðinn velkominn til starfa á Djúpavogi.

b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætlunum um viðveru byggingarfulltrúa. Stefnt er að viðveru byggingarfulltrúa 1. og 3. þriðjudag í mánuði á næsta ári. Aðsetur byggingarfulltrúa verður í Geysi. Með því að bjóða upp á reglulega viðveru er stefnt að því að gera þjónustuna skilvirkari og betri. Þetta fyrirkomulag verður auglýst nánar á heimasíðu sveitarfélagsins.

c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Austurbrú vegna starfsstöðvar á Djúpavogi. Þegar Djúpavogshreppur gerðist stofnaðili að Austurbrú var gert ráð fyrir starfsstöð á Djúpavogi og stefnt að því að starfsmenn yrðu ekki færri en tveir. Þetta hefur ekki gengið eftir og hafa oddviti og sveitarstjóri ítrekað komið áherslum sveitarfélagsins á framfæri og munu gera það áfram í því umbreytingaferli sem nú á sér stað innan Austurbrúar.

 


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 21:50.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Kristján Ingimarsson, fundarritari.

12.12.2014

13. nóvember 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 13.11.2014

6. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. nóvember 2014 kl. 16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason sem stjórnaði fundi, Sóley Dögg Birgisdóttir, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.


Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2015. Heimild til hámarksútsvars er 14,52%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2015.
b) Gjaldskrár 2015 til fyrri umræðu. Gjaldskrá grunn-, leik- og tónskóla vísað til fræðslu- og tómstundanefndar. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi allra gjaldskráa vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2015. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2015. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2015. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2014. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af R3 ráðgjöf í samráði við starfshóp um fjárhagsleg málefni, sbr. fundargerð dags. 4. nóvember 2014 og með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2015. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur 22 millj. Til að ná þeirri rekstarniðurstöðu þurfa hagræðingaraðgerðir og breytingar á lánum að ganga eftir. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana og starfshópi um fjárhagsleg málefni milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2015. Að lokinni umfjöllun var samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu 11. desember kl. 16:30.
g) Samgönguáætlun 2015-2018. Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsókn um fjármagn vegna framkvæmda í Djúpavogshöfn 2015-2018 unna af honum og formanni hafnarnefndar ásamt hafnarverði. Staðfest af sveitarstjórn.

2. Fundargerðir

a) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 9. september 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 12. september 2014. Lögð fram til kynningar.
c) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 24. september 2014. Lögð fram til kynningar.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 6. október 2014. Lögð fram til kynningar.
e) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 7. október 2014. Lögð fram til kynningar.
f) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 8. október 2014. Lögð fram til kynningar.
g) Aðalfundur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 8. október 2014. Lögð fram til kynningar.
h) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 10. október 2014. Lögð fram til kynningar.
i) Samtök sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 22. október 2014.
j) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 21. október 2014. Lögð fram til kynningar.
k) Atvinnumálanefnd, dags. 21. október 2014. Lögð fram til kynningar.
l) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 24. október 2014. Nokkur umræða varð um lið 5 a) varðandi samstarf um sjúkraflutninga. Sveitarstjóra falið að ræða við HSA og Brunavarnir Austurlands. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
m) Hafnasamband Íslands, dags. 31. október 2014. Lögð fram til kynningar.
n) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. október 2014. Lögð fram til kynningar.
o) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 3. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
p) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 4. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
q) Landbúnaðarnefnd, dags. 6. nóvember 2014. Samþykkt samhljóða að vísa málefni er varðar fjárveitingar til refa og minkaveiða vísað til síðari umræðu við fjárhagsáætlun. Að öðru leiti lögð fram til kynningar.
r) Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 6. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Byggðastofnun, atvinnumál á Djúpavogi, dags. 15. október 2014. Djúpavogshreppur óskaði með bréfi dags. 6. október eftir því að Byggðastofnun réði verkefnisstjóra til að vinna að atvinnumálum í sveitarfélaginu. Byggðastofnun lýsir sig tilbúna til að skoða málið í tengslum við verkefnið „Brothættar byggðir“. Sveitarstjóri kynnti drög að umsókn til Byggðastofnunar og honum í framhaldi af því falið að vinna áfram að málinu. Sveitarstjórn lýsir hins vegar yfir óánægju sinni vegna nafngiftar verkefnisins eins og áður hefur verið ítrekað.
b) Skipulagsstofnun, dags. 6. nóvember 2014. Tillaga að matsáætlun vegna 13.000 tonna aukningar í eldi á laxi og regnbogasilungi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Lagt fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra

a) Framkvæmdir við nýja trébryggju. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við nýja trébryggju í Djúpavogshöfn og kynnti kostnaðaráætlun lokafrágangs vegna rafmagns og lýsingar. Stefnt er að verklokum á næstu vikum.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir opnum Djúpsins sem er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps, AFLs starfsgreinafélags og Austurbrúar.
c) Sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflamarks. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fresti til 15. desember 2014 sem sveitarfélagið hefur fengið til að gera tillögur að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun aflamarks.
d) Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með landeigendum við botn Berufjarðar og fulltrúum beggja lista í sveitarstjórn. Á fundinum var staðfest að landeigendur eru ósammála um veglínur, bæði fyrirliggjandi skipulagsveglínu, sem og aðrar veglínur sem lágu fyrir í matsáætlun í upphafi. Niðurstaða fundarins var að senda erindi til Vegagerðarinnar varðandi mat á nýrri veglínu sem allir aðilar máls gætu sætt sig við.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:45
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Kristján Ingimarsson, fundarritari.

19.11.2014

29. október 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 29.10.2014

1. aukafundur 2014 – 2018

 

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Andrés Skúlason sem stjórnaði fundi, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Reglur um úthlutun byggðakvóta.

Farið var yfir reglur um úthlutun byggðakvóta og stöðuna í byggðarlaginu hvað varðar
veiðar og vinnslu. Fundargerð atvinnumálanefndar frá 21. október lögð fram.
Eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

Í ljósi þess óvissuástands sem ríkir í sjávarútvegi á Djúpavogi í kjölfar brotthvarfs Vísis hf úr byggðarlaginu óskar sveitarstjórn Djúpavogshrepps, í samræmi við 3. gr. reglugerðar nr. 652 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014-2015, eftir fresti til 15. desember 2014 til að gera tillögur að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun aflamarks.
Sveitarstjóra falið að koma bókuninni til skila í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

2. Stefnur vegna Kvennasmiðjunnar ehf. (GJ og SDB viku af fundi)

Oddviti kynnti tvær stefnur sem birtar hafa verið sveitarfélaginu og varða Kvennasmiðjuna ehf. Samþykkt að fela lögmanni að fara yfir málin og bregðast við fyrir hönd sveitarfélagsins og GJ og SDB.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00
Kristján Ingimarsson, fundarritari

30.10.2014

16. október 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 16.10.2014

5. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 16. október 2014 kl. 16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason sem stjórnaði fundi, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
Viðaukar við fjárhagsáætlun. Sveitarstjóri kynnti viðauka við fjárhagsáætlun 2014 sem áður höfðu hlotið afgreiðslu hjá starfshópi um fjárhagsleg málefni.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2014. Tilfærslur og breyting á tekjum og rekstrarútgjöldum:

I. Tekjuhlið
Gert er ráð fyrir að tekjur verði 5,5 millj. lægri en fjárhagsáætlun 2014 gerði ráð fyrir. Helgast það af lægra útsvari sem nemur 8,18 millj. og minni tekjum hafnarsjóðs sem nemur 6,0 millj. Á móti koma auknar tekjur frá Jöfnunarsjóði 8,6 millj. og húsaleigubætur 0,1 millj.
Áhrif: Tekjur 2014 verða 5,5 millj. lægri en ráð var fyrir gert.
II. Útgjaldahlið
Gert er ráð fyrir að útgjöld verði 1,7 millj. hærri en fjárhagsáætlun 2014 gerði ráð fyrir. Helgast það af 3,0 millj. hærri útgjöldum vegna liðveislu og 1,0 millj. vegna annars kostnaðar. Á móti er gert ráð fyrir að laun verði 2,3 millj. lægri en ráð var fyrir
Áhrif: Útgjöld verða 1,7 millj. hærri en ráð var fyrir gert.

Heildaráhrif viðauka
Samþykkt viðauka hefur í för með sér nettó lækkun tekna að fjárhæð 5.479.000 og nettó hækkun rekstrargjalda að fjárhæð 1.749.000. Rekstraráhrif koma til lækkunar á afkomu ársins sem mætt verður með skammtíma lántöku. Rekstrarniðurstaða eftir breytingar er áætluð 1.787.000. Breytingar verðbóta og annarra afleiddra liða sem tengjast ofangreindum breytingum færast á afkomu ársins. Viðauki við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir árið 2014 er gerður í samræmi við 2. mgr., 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Viðaukinn samþykktur samhljóða.

2. Fundargerðir

a) HAUST, dags. 3. september 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Hafnasamband Íslands, dags. 3. september 2014. Lögð fram til kynningar.
c) SFU, dags. 16. september 2014. Lögð fram til kynningar.
d) SÍS, dags. 24. september 2014. Lögð fram til kynningar.
e) FTN, dags. 2. október 2014. Liður 5 frestað þar til atvinnumálanefnd hefur fjallað um málið. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
f) SÍS, dags. 8. október 2014. Lögð fram til kynningar.
g) Fundur starfshóps um fjárhagsleg málefni, dags. 16. október 2014. Liður 1 þegar staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Afkomendur Kristjáns Thorlacius, gjöf, dags. 11. september 2014. Börn Kristjáns Thorlaciusar hafa fært Djúpavogshreppi olíumálverk af Búlandstindi og umhverfi Djúpavogs að gjöf til minningar um föður sinn sem fæddur var á Búlandsnesi 1917. Sveitarstjórn þakkar innilega fyrir hina höfðinglegu gjöf. Sveitarstjóra falið að koma þakklætiskveðjum á framfæri og að finna myndinni verðugan stað.
b) Við stólum á þig, dags. 15. september 2014. Lagt fram til kynningar.
c) Hrönn Jónsdóttir, þakkir fyrir veittan stuðning, dags. 30. september 2014. Lagt fram til kynningar.
d) Skógræktarfélag Íslands, ályktun um lúpínu, dags. 9. október 2014. Lagt fram til kynningar.
e) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015, dags. 9. október 2014. Djúpavogi var úthlutað 194 þorskígildistonnum vegna fiskveiðiársins 2014/2015. Í ljósi þeirra áfalla sem Djúpavogshreppur hefur orðið fyrir undirstrikar þessi úthlutun þá augljósu meinbugi sem eru á gildandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Atvinnumálanefnd falið að fara yfir reglur samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa sem eru almennar og gera tillögur um breytingar á þeim ef þurfa þykir. Atvinnumálanefnd skili tillögum sínum eigi síðar en 24. október.
f) Innanríkisráðuneytið, drög að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætti til umsagnar, dags. 10. október 2014. Lögð fram til kynningar.
g) Tónskóli Sigurveins, málþing um tónlistarfræðslu, uppeldi og samfélag, dags. 10. október 2014. Lagt fram til kynningar.
h) Óskalistinn, erindi til sveitarstjórnar, dags. 10 október 2014. Lagt fram til kynningar.
i) Óskalistinn, botn Berufjarðar, dags. 12. október 2014. Áherslur Óskalistans varðandi veglagningu um botn Berufjarðar kynntar.

4. Siðareglur Djúpavogshrepps

Sveitarstjóri kynnti drög að siðareglum fyrir kjörna fultrúa í Djúpavogshreppi. Samþykktar og vísað til síðari umræðu.

5. Tilnefning í samgöngunefnd SSA

Andrés Skúlason tilnefndur sem aðalmaður og Júlía Hrönn Rafnsdóttir til vara.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Erla Dóra Vogler hefur verið ráðin nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps frá og með 1. febrúar n.k. Erla Dóra var valin úr hópi 14 umsækjenda. Erla Dóra hefur lokið meistaranámi í jarðfræði við Háskóla Íslands og sambærilegri gráðu í óperusöng frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg. Erla hefur víðtæka reynslu af ferða- og menningarmálum og hefur undanfarin ár m.a. starfað fyrir Raunvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun Íslands, Breiðdalssetur og Upplýsingamiðstöð Austurlands.
b) Sveitarstjóri hefur tekið sæti í stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
c) Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundum á síðustu vikum aðalfund SSA, landsþing sveitarfélaga, fjármálaráðstefnu og fundi með þingmönnum kjördæmisins ásamt sérstökum fundum sem þeir áttu m.a. með forsætisráðherra, atvinnu- og nýsköpunarráðherra og vegamálastjóra.
d) Kristján Ingimarsson form. menninngarmálan. skýrði frá útgáfuteiti í Löngubúð þann 11. október að tilefni útgáfu bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér sem fjallar um líf og starf Hans Jónatans. Gísla Pálssyni rithöfundi eru hér með færðar innilegar þakkir frá sveitarfélaginu vegna þessarar stórmerku og vönduðu bókar sem er sannarlega góð viðbót við þann merka menningararf sem Djúpavogshreppur hefur á að byggja.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:10
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Kristján Ingimarsson, fundarritari.

17.10.2014

11. september 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.09.2014

4. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. september 2014 kl. 16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason sem stjórnaði fundi, Sóley Dögg Birgisdóttir, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer og Kristján Ingimarsson sem ritaði fundargerð. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Fundargerð starfshóps um fjárhagsleg málefni, dags. 9. september 2014.
Lögð fram til kynningar.

2. Fundargerðir

a) LBN, dags. 20. ágúst 2014. Liður 2, skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) AMN, dags. 4. september 2014. Lögð fram til kynningar.
c) HFN, dags. 8. september 2014. Lögð fram til kynningar.
d) FMN, dags. 10. september 2014. Lögð fram til kynningar.
e) Félagsmálanefnd, dags. 9. júlí 2014. Lögð fram til kynningar.
f) Hafnasamband Íslands, dags.15. ágúst 2014. Lögð fram til kynningar.
g) Skólaskrifstofa Austurlands, dags. 18. ágúst 2014. Lögð fram til kynningar.
h) Fundur stýrihóps um alþjóðlegan flugvöll á Egilsstöðum, dags. 1. september 2014.
Lögð fram til kynningar af sveitarstjóra sem á sæti í stýrihópnum.
i) Stjórn SSA, dags. 26. ágúst 2014. Lögð fram til kynningar.
j) HAUST, dags. 3. september 2014. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Samband íslenskra sveitarfélaga, ályktanir 9. fundar sveitarstjórnavettvangs EFTA um loftslags- og orkumál og málefni norðurslóða, dags. 10. júlí 2014. Lagt fram til kynningar.
b) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Dagur íslenskrar náttúru, dags. 27. ágúst 2014. Lagt fram til kynningar, erindinu hefur verið beint til Djúpavogsskóla.
c) Hafnasamband Íslands, hafnasambandsþing, dags. 25. ágúst 2014. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að fulltrúar sveitarfélagsins sitji næsta hafnasambandsþing.
d) Samband íslenskra sveitarfélaga, kynningarbæklingur, dags. 25. ágúst 2014. Lagður fram til kynningar.
e) Jafnréttisstofa, skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008, dags. 14. ágúst 2014. Lagt fram til kynningar.
f) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, ný reglugerð um starfsemi slökkviliða hjá Mannvirkjastofnun, dags. 1. september 2014. Lagt fram til kynningar.
g) Orkustofnun, framlenging á leyfi Melmis ehf., dags. 14. ágúst 2014. Lagt fram til kynningar.
h) Samtök ungra bænda, ályktun um varðveislu landbúnaðarlands, dags. 4. september 2014. Lagt fram til kynningar.
i) Sókn lögmannsstofa, dags. 3. september 2014. Tilboð í innheimtu og ráðgjafarþjónustu. Sveitarstjóra falið að leita tilboða frá Sókn lögmannstofu.
j) Íris Dögg Hákonardóttir, leikskólalokun, dags. 7. september 2014. Erindi vísað til fræðslu-og tómstundanefndar og atvinnumálanefndar.
k) Lárus Bjarnason, nýtt embætti Sýslumanns, dags. 3. september 2014. Fjárveitingar til embættis sýslumannsins á Austurlandi. Sveitarstjóra falið að boða til fundar með sýslumanni við fyrsta tækifæri.
l) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015, dags. 2. september 2014. Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/2015.

4. Almenningssamgöngur

Málefni almenningssamgangna á svæðinu rædd og staða Djúpavogshrepps í því sambandi. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir yfir vonbrigðum með að Djúpivogur skuli ekki vera tengdur við leiðakerfi Strætisvagna Austurlands og hvetur SSA til að bæta úr því án tafar.

5. Gjaldskrá Félagsþjónustu

Lögð fram til kynningar.

6. Viðbragðsaðilar á Djúpavogi

Staða slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila á svæðinu rædd.

7. Kjör fulltrúa á ársfund Sambands íslenskra sveitarfélaga

Andrés Skúlason aðalmaður – Sóley Dögg Birgisdóttir varamaður.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a) Tryggvabúð. Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfinu í Tryggvabúð. Ráðnir hafa verið tveir starfsmenn í 50% starf sem hafa með höndum umsjón með starfinu í húsinu.
b) Ferða- og menningarmálafulltrúi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsóknum um starf ferða- og menningarmálafulltrúa. Þegar hafa nokkrir sótt um starfið en umsóknarfrestur er til 15. september.
c) Bókavörður. Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu bókavarðar í 30% starf.
d) Æskulýðs og íþróttafulltrúi. Sveitarstjóri greindi frá ráðningum í starf æskulýðs- og íþróttafulltrúa. Tveir starfsmenn deila með sér starfinu og eru í nánu samstarfi við Djúpavogsskóla og Umf. Neista.
e) Gatnagerð í Hrauni. Sveitarstjóri gerði grein fyrir gatnagerð í Hrauni. Malbikað var í sumar og stefnt er að því að ganga frá gangstéttum sem fyrst.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi í stjórn almannavarna á starfssvæði lögreglustjórans á Eskifirði, vegna mengunar frá gosstöðvunum við Holuhraun.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Kristján Ingimarsson, fundarritari.

 

12.09.2014

17. júlí 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.07.2014

3. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 17.07 2014 kl. 16:30. 

Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir og Júlía Rafnsdóttir. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:


1. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, síðari umræða.

Fjallað hafði verið um tillögur að breytingum F og Ó lista á nefndakerfi sveitarfélagsins og erindisbréfum. Að lokinni umfjöllun var Samþykkt um stjórn og fundarsköp borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fyrir fundinum lágu einnig tilnefningar F og Ó lista um skipan í fastanefndir. Samþykkt samhljóða að eftirfarandi fastanefndir verði starfandi af hálfu sveitarfélagsins kjörtímabilið 2014 – 2018. Sveitarstjóra falið að senda tilkynningu þess efnis á þá einstaklinga sem tilnefndir hafa verið.

Hafnarnefnd

Aðalmenn:
Sigurjón Stefánsson form.
Sigurður Á Jónsson
Óskar Ragnarsson varaform.

Varamenn:
Brynjólfur Reynisson
Stefán Þór Kjartansson
Óðinn Sævar Gunnlaugsson

Fræðslu- og tómstundanefnd

Aðalmenn:
Sóley Dögg Birgisdóttir form.
Berta Björg Sæmundsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Helga Rún Guðjónsdóttir varaform.
Óðinn Sævar Gunnlaugsson

Varamenn:
Pálmi Fannar Smárason
Magnús Hreinsson
Hafdís Reynisdóttir
Birgir Th. Ágústsson
Júlía Hrönn Rafnsdóttir

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd

Aðalmenn:
Andrés Skúlason form.
Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir
Magnús Kristjánsson
Kári Snær Valtingojer varaform.
Ester Sigurðardóttir

Varamenn:
Albert Jensson
Þórdís Sigurðardóttir
Þór Vigfússon
Óskar Ragnarsson
Rán Freysdóttir

Atvinnumálanefnd

Aðalmenn:
Rán Freysdóttir form.
Júlía Hrönn Rafnsdóttir
Sveinn Kristján Ingimarsson
Guðbjört Einarsdóttir varaform.
Þórir Stefánsson

Varamenn:
Ester Sigurðardóttir
Óskar Ragnarsson
Svavar Pétur Eysteinsson
Lilja Dögg Björgvinsdóttir
Sóley Dögg Birgisdóttir

Ferða- og menningarmálanefnd

Aðalmenn:
Sveinn Kristján Ingimarsson form.
Þorbjörg Sandholt
Hörður Ingi Þórbjörnsson varaform.

Varamenn:
Þór Vigfússon
Berglind Häsler
Rán Freysdóttir

Landbúnaðarnefnd

Aðalmenn:
Steinþór Björnsson form.
Guðný Gréta Eyþórsdóttir varaform.
Gautur Svavarsson

Varamenn:
Guðmundur Eiríksson
Baldur Gunnlaugsson
Guðmundur Valur Gunnarsson

Starfshópur um fjárhagsleg málefni

Sóley Dögg Birgisdóttir
Kári Snær Valtingojer
Gauti Jóhannesson

Kjörstjórn

Egill Egilsson form.
Berglind Einarsdóttir
Bergþóra Birgisdóttir varaform.

Til vara:
Ásdís Þórðardóttir
Unnþór Snæbjörnsson
Ólafur Áki Ragnarsson

Endurskoðendur

KPMG - Endurskoðun hf


Til eins árs

Tveir aðalmenn og tveir til vara á aðalfund SSA

Sóley Dögg Birgisdóttir
Kári Snær Valtingojer

Kristján Ingimarsson
Andrés Skúlason

Einn fulltrúi og annar til vara á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

Helga R Guðjónsdóttir

Einn fulltrúi og annar til vara á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Kristján Ingimarsson

Birgir Th Ágústsson


Til fjögurra ára

Fulltrúi á Landsþing samb. ísl. Sveitarfélaga og annar til vara.

Gauti Jóhannesson

Rán Freysdóttir

Félagsmálanefnd (samstarfsvettvangur sveitarfélaga)

Júlía Hrönn Rafnsdóttir

Stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands (samstarfsvettvangur sveitarfélaga)

Þorbjörg Sandholt

Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands

Gauti Jóhannesson

Sóley Dögg Birgisdóttir

Stjórn Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Andrés Skúlason

Stjórn Nönnusafns

Þorbjörg Sandholt Rán Freysdóttir

Stjórn Ríkarðshúss

Andrés Skúlason
Þór Vigfússon
Gauti Jóhannesson

2.  Erindi og bréf

a)   Fjármála- og efnahagsráðuneytið, vatnsréttindi í Fossá, dags. 9. júlí 2014.  Óskað er eftir afstöðu Djúpavogshrepps til þess hvort sveitarfélagið telji það í þágu þess að samið verði um vatnsréttindi  ríkisins til Iceland Beverage Company ehf. áður en sameigendur réttindanna hafa samið.
Þar sem frekari upplýsingar skortir um verkefnið þá er sveitarstjórn samhljóða sammála um að fela sveitarstjóra að kalla eftir upplýsingum frá viðkomandi aðilum um áform sín, umfang verkefnisins og fyrirætlan svo hægt sé að meta áhrifin og þá hvort verkefnið sé í þágu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn telur sömuleiðis mikilvægt að leitað verði álits landeigenda.

b)  Skipulagsstofnun, beiðni um umsögn á allt að 24.000 tonna framleiðslu á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði, þar af 6000 tonna aukningu í Berufirði, dags. 3. júlí 2014.  Undir þessum lið vék Kristján Ingimarsson af fundi og Þorbjörg Sandholt tók sæti hans.  Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn er sammála um að umrædd stækkun sé í þágu uppbyggingar atvinnulífs á svæðinu, auk þess mun frekari stækkun tryggja svigrúm til þess að einstök fiskeldissvæði í Berufirði verði hvíld og þannig komið í veg fyrir hugsanleg og óæskileg umhverfisáhrif vegna uppsöfnunar úrgangs á sjávarbotni. Sveitarstjórn treystir því að fagstofnanir sem hafa fengið áætlunina til umsagnar taki til skoðunar þá þætti máls sem sveitarstjórn sem slík hefur ekki faglegar forsendur til að meta.  Sveitarstjórn lítur að öðru leiti svo á að mikilvægt sé að vinna að uppbyggingu fiskeldis í Berufirði í sátt við umhverfi og samfélag sbr smábátasjómenn, landeigendur og fleiri hagsmunaaðila.
Undir þessum lið kynnti oddviti áhugavert verklag sem sveitarfélög á strandsvæðum á Vestfjörðum hafa tekið sig saman um að vinna með stuðningi Sóknaráætlunar landshlutanna. Um er að ræða svokallaða nýtingaráætlun fyrir strandsvæði m.a.vegna hefðbundinna fiskveiða, uppbyggingar á fiskeldi og annari starfsemi í og við firði vestra. Sveitarstjórn sammála um að vísa málinu til frekari umfjöllunar í skipulags- framkvæmda og umhverfisnefnd.  Þorbjörg yfirgaf fundinn og Kristján tók sæti sitt aftur.

3.  Viðauki við fjárhagsáætlun 2014. Tilfærslur og breyting á rekstrarútgjöldum:

  1. I. Fjárhagsleg endurskipulagning og ráðgjöf.
    Á fundi sveitarstjórnar 30.06.2014 var sveitarstjóra falið að ganga til samninga við R3 Ráðgjöf um fjárhagslega endurskipulagningu og ráðgjöf.
    Áhrif:  Heildarkostnaður með vsk. er áætlaður 3.000.000 og kemur  til lækkunar á handbæru fé. 
  2. II. Tækjakaup
    Fjárfest verður í  þökuskurðarvél fyrir sveitarfélagið sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2014.  Áhrif: Fjárfestingaráætlun 2014 hækkar um 1.499.976 kr. og kemur til lækkunar á handbæru fé.

Heildaráhrif viðauka

Samþykkt viðauka hefur í för með sér nettó hækkun fjárheimilda til fjárfestinga að fjárhæð 1.499.976 kr. sem mætt verður annars vegar með nýtingu á því handbæra fé sem sveitarfélagið hefur til umráða.  Rekstrargjöld munu hækka nettó um 3.000.000 kr. og koma rekstararáhrif til lækkunar á afkomu ársins.  Breytingar afskrifta, verðbóta og annarra afleiddra liða sem tengjast ofangreindum breytingum færast á afkomu ársins. Viðauki við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir árið 2014 er gerður í samræmi við 2. mgr.,  63. gr.  sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

4.  Skýrsla sveitarstjóra 

a)  Malbikunarframkvæmdir.  Stefnt er að því að malbika Hraun 20.-22. júlí.  Í framhaldinu verður farið að huga að lagningu gangstéttar.
b)  Starfsmannamál.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfslokum Ugniusar Hervars Didziokas sem sagt hefur upp starfi sínu sem ferða- og menningarmálafulltrúi og mun láta af störfum 1. september.  Stefnt er að því að auglýsa starfið og verður nánari ákvörðun þar um tekin fljótlega.  Einnig er stefnt að því að auglýsa fljótlega starf í Tryggvabúð þar sem dagvist og félagsstarf eldri borgara verður til hús frá og með 1. september.  Gert er ráð fyrir einni 100% stöðu eða tveimur 50%.
c)  Myndlistarsýning í samstarfi við Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðina.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir opnun sýningarinnar Rúllandi snjóbolti 5/Djúpivogur sem haldin var í samstarfi við Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðin.  Sýningin verður opin til og með 15. ágúst.  Ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður vegna hennar en Menningarráð Austurlands styrkti viðburðinn um 800.000 kr.
d)  Vegagerð í Búlandsdal.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir nýlegum framkvæmdum við veginn í Búlandsdal.  Þar var framkvæmt fyrir 1.500.000 kr. sem fengust úr Styrkvegasjóði.
d)  Lokun skrifstofu.  Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð frá 21. júlí og opnar aftur að loknu sumarleyfi 18. ágúst. 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:30

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð. 

Fundarritari Kristján Ingimarsson.

21.07.2014

10. júlí 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 10.07.2014

2. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 10.07 2014 kl. 16:00. 

Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, fyrri umræða

Eftir samráðsfund F og Ó lista 8. júlí 2014 liggja fyrir tillögur að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins, lúta þær einkum að breytingum á fastanefndum og erindisbréfum. Eftir umfjöllun við fyrri umræðu var samþykkt að vísa samþykktum um stjórn og fundarsköp í heild sinni til síðari umræðu þann 17. júlí 2014.

2. Fundargerðir

a) Brunavarnir á Austurlandi, dags 23. júní 2014. Lögð fram til kynningar.
b) HAUST, dags. 25. júní 2014. Lögð fram til kynningar.
c) SÍS, dags. 27. júní 2014. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Kristrún Björg Gunnarsdóttir og Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, ábendingar varðandi bókasafnið, dags. 2. júní 2014. Bréfritarar leggja til að starfshlutfalli bókavarðar og opnunartíma verði breytt. Afgreiðslu frestað þar til fagnefnd hefur tekið til starfa.
b) Samband íslenskra sveitarfélaga, kosning fulltrúa á landsþing SÍS, dags. 6. júní 2014. Afgreiðslu frestað.
c) Þjóðskrá Íslands, fasteignamat, dags. 10. júní 2014. Fasteignamat hefur hækkað að meðaltali um 7,7%. Lagt fram til kynningar.
d) Hrókurinn, styrkbeiðni, dags. 11. júní 2014. Farið er fram á styrk vegna Skákfélagsins Hróksins á Grænlandi og Íslandi, 50 – 100.000 kr. Styrkbeiðni hafnað.
e) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 12. júní 2014.
Fjármálastjórn sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
f) Þjóðskrá Íslands, dags. 13. júní 2014. Fasteignamat 2015. Fasteignamat í Djúpavogshreppi hækkar um 7,7% og landmat um 2,6%. Lagt fram til kynningar.
g) Innanríkisráðuneytið, viðaukar við fjárhagsáætlanir, dags. 18. júní 2014. Lagt fram til kynningar.
h) Landeigendur og íbúar við botn Berufjarðar, þjóðvegur nr. 1, í botni Berufjarðar, dags. 25. júní 2014. Meginefni bréfsins er áskorun til sveitarstjórnar um að hún beiti sér fyrir því að veglínu við botn Berufjarðar verði breytt frá því sem liggur fyrir í samþykktu aðalskipulagi. Samþykkt samhljóða að sveitarstjóra verði falið að kalla eftir formlegu áliti sérfræðinga Vegagerðarinnar á málinu eins fljótt og auðið er þar sem m.a. áhrif á kostnað og tímasetningar verða metin.
i) Brunavarnir á Austurlandi, gjaldskrá til samþykktar, dags. 30. júní 2014. Gjaldskrá samþykkt.
j) Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, ályktanir frá 15. þingi Landssambandins, dags. 2. júlí 2014. Lagt fram til kynningar.
k) Skipulagsstofnun, Fiskeldi Austfjarða ehf, tillaga að matsáætlun.
(undir þessum lið vék Kristján Ingimarsson af fundi vegna vanhæfis og Þorbjörg Sandholt tók sæti hans við afgreiðslu)
Beiðni um umsögn á allt að 24.000 tonna framleiðslu á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði, dags. 3. júlí 2014, þar af 7000 tonna aukningu í Berufirði. Umsögn óskast fyrir 25. júlí 2014. Sveitarstjórn sammála um að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar sem verður þann 17. júlí 2014. (Kristján kemur aftur inn á fund.)
l) Samband íslenskra sveitarfélaga, boðun XXVIII. landsþings SÍS, dags. 4. júlí 2014. Frestað til næsta fundar.
m) KPMG, námskeið fyrir sveitarstjórnarfólk, dags. 4. júlí 2014. Sveitarstjóra falið að finna hentugan tíma eftir sumarfrí.

4. Endurskoðendur sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað og ráðningarbréf frá KPMG. Samþykkt samhljóða að KPMG annist endurskoðun fyrir Djúpavogshrepp.

5. Ákvörðun um laun sveitarstjórnar og nefnda kjörtímabilið 2014 - 2018.

Sveitarstjóri lagði fram tillögur að kjörum sveitarstjórnar og nefnda með hliðsjón af leiðbeinandi útgáfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á að nefndarfólk fái 10.000 kr fyrir fund og formaður 50% álag, sveitarstjórnarfólk fái 55.000 kr á mánuði oddviti fær það tvöfalt og varamaður 10.000 kr fyrir fund. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:20
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Fundarritari Kristján Ingimarsson.

 

20.07.2014

30. júní 2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 30.06.2014

1. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 30. júní 2014 kl. 16:00. 

Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kristján Ingimarsson, Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtingojer. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs.

a) Kosning oddvita.
Kosningu hlaut Andrés Skúlason með öllum greiddum atkvæðum.
(Hér tók nýkjörinn oddviti við fundarstjórn).
b) Kosning varaoddvita.
Tillaga kom fram um Rán Freysdóttur og Sóley Dögg Birgisdóttur
Kosningu hlaut Sóley Dögg Birgisdóttir með 3 greiddum atkvæðum, tveir voru á móti.
c) Kosning ritara.
Kosningu hlaut Kristján Ingimarsson með öllum greiddum atkvæðum.

2. Ráðning sveitarstjóra.

Oddvita veitt heimild til að ganga frá samningi við Gauta Jóhannesson vegna ráðningar hans í starf sveitarstjóra Djúpavogshrepps á grundvelli samningsdraga sem kynnt voru á fundinum. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

3. Nefndir og erindisbréf nefnda.

Lagðar fram tillögur um fastanefndir og fulltrúafjölda kjörtímabilið 2014 – 2018 ásamt erindisbréfum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögum um fastanefndir ásamt erindisbréfum til síðari umræðu um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps til staðfestingar í sveitarstjórn þann 10. júlí. og munu þá tilnefningar um fulltrúa jafnframt liggja fyrir frá hvorum lista í samræmi við niðurstöðu nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga.

Undir þessum lið minnti oddviti á að leitast verði við sem framast kostur er að hafa kynjahlutfall sem jafnast við tilnefningar í nefndir.

Samþykkt að vísa öðrum eftirtöldum liðum til síðari umræðu um stjórn og fundarsköp.
a. Siðareglur
b. Hæfi sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna
c. Aðgangur gagna fyrir sveitarstjórn
d. Boðun varamanna

4. Tillaga um færslu málaflokka sem heyra munu beint undir sveitarstjórn.

a) Byggingatengd mál.
Erindisbréf vegna fyrirkomulags um byggingartengd mál lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindisbréfi til síðari umræðu þann 10. júlí.
b) Húsnæðismál.
Erindisbréf vegna fyrirkomulags um húsnæðismál lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindisbréfi til síðari umræðu þann 10.júlí.

5. Kosningar og tilnefningar í félög, stjórnir og ráð til eins árs.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa eftirfarandi kosningum og tilnefningum til næsta fundar:
a) Kosning fulltrúa og varafulltrúa á fund SSA. 2 fulltrúar og 2 til vara.
b) Heilbrigðiseftirlit Austurlands 1 fulltrúi – og annar til vara á aðalfund
c) Skólaskrifstofa Austurlands. Framkvæmdastjóri sveitarf. og annar til vara á aðalfund
d) Menningarráð Austurlands 1 fulltrúi

6. Kosningar og tilnefningar í félög, stjórnir og ráð til 4 ára. 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa eftirfarandi kosningum og tilnefningum til næsta fundar:
a) Kosning fulltrúa á Landsþing sveitarfélaga 1 fulltrúi og 1 til vara
b) Fulltrúi í stjórn Héraðsskjalasafni Austfirðinga 1 fulltrúi á aðalfund og annar til vara.
c) Fulltrúar í stjórn Kvennasmiðjunnar 2 fulltrúar
d) Kosning yfirkjörstjórnar 3 fulltrúar

7. Kjörnir fulltrúar til 4 ára í sameiginlegar fastanefndir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa eftirfarandi kosningum og tilnefningum til næsta fundar.
a) Almannavarnarnefnd. 1 fulltrúi
b) Brunavarnir á Austurlandi. 1 fulltrúi
c) Félagsmálanefnd. 1 fulltrúi

8. Endurskoðendur sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða að fresta ákvörðun til næsta fundar.

9. Ákvörðun um laun sveitarstjórnar og nefnda kjörtímabilið 2014 - 2018.

Samþykkt samhljóða að fresta ákvörðun til næsta fundar.

10. Sumarleyfi sveitarstjórnar 2014.

Sumarleyfi ákveðið frá 15. júlí til 30. ágúst. Áskilinn er þó sá réttur að boða til aukafundar ef þörf krefur á tímabilinu.

11. Fjárhagsleg málefni.

Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um hagræðingu í rekstri Djúpavogshrepps og möguleikum í fjárhagslegri endurskipulagningu. R3 Ráðgjöf sem komið hefur að samskonar verkefnum hjá fjölda sveitarfélaga hefur lagt fram umfangs- og kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að endanleg skýrsla gæti legið fyrir um mánaðarmót ágúst/september nk. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við R3 Ráðgjöf á grunni framlagðra gagna.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Fundarritari Kristján Ingimarsson.

 

01.07.2014