Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

12. desemeber 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.12.2013

42. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 14:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2014; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2014.

Vegna fasteignagjaldaálagningar 2014 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I. Fasteignaskattur A 0,625%
II. Fasteignaskattur B 1,32%
III. Fasteignaskattur C 1,65%
IV. Holræsagjald A 0,25%
V. Holræsagjald B 0,25%
VI. Holræsagj. dreifbýli 7.500 kr.
VII. Vatnsgjald A 0,35%
VIII. Vatnsgjald B 0,35%
IX. Aukavatnskattur 37,50 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald 14.000 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald 12.500 kr. pr. íbúð
XII. Sorpgjöld, frístundahús 10.000 kr.
XIII. Lóðaleiga 1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga 6
Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.

b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2014. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2014. Fyrirliggjandi skjal borið undir atkvæði.
Það samþykkt samhljóða og undirritað á fundinum.
d) Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn.
e) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2014, síðari umræða, fyrirliggjandi gögn kynnt.
Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ......................................... 207.011
* Fjármagnsgjöld aðalsjóðs................................. 3.448
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð............... 6.945
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð ................. 12.050
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð ........ 11.539
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... 21.359
* Afskriftir A og B hluti .................................... 23.693
* Eignir ............................................................. 607.338
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.................... 332.719
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 103.449
* Skuldir og skuldbindingar samtals.................... 436.168
* Eigið fé í árslok 2013 ..................................... 171.169
* Veltufé frá rekstri áætlað ................................ 35.669
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........ 34.600

f) Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 11,5 millj.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um þá grunnþjónustu sem byggð hefur verið upp í sveitarfélaginu á undanförnum árum. Sveitarstjórn er sömuleiðis sammála um að kannaðir verði frekari möguleikar til að losa um eignir sem ekki koma við lögbundin verkefni. Sveitarstjórn stefnir að því að ráðast í jarðvegsskipti og endurnýjun lagna við göturnar Vogaland og Eyjaland árið 2014. Þá verður unnið að næstu skrefum við hönnun fráveitu með það að markmiði að hægt verði að ráðast í umtalsverðar framkvæmdir árið 2014, samhliða jarðvegsskiptum í Vogalandi.
Áfram verður unnið að uppbyggingu smábátahafnar í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Þá verður unnið áfram að uppbyggingu á Faktorshúsinu og gömlu kirkjunni en framvinda þeirra verkefna mun sem áður taka mið af mótframlögum. Áfram verður unnið að hönnun á Ríkarðshúsi í samstarfi við Teiknistofu GJ og Ólöfu og Ásdísi Ríkarðsdætur.
Þá verður áfram unnið að verkefnum er varðar uppbyggingu að Teigarhorni og m.a. stefnt á gerð deiliskipulags þar á svæðinu í samvinnu við aðra hagsmunaaðila. Sömuleiðis verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi á árinu 2014. Þá er stefnt á að halda áfram á árinu 2014 rannsóknarvinnu vegna nýtingar á jarðhita sem þegar hefur fundist hefur á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast fyrir okkur sjálf og aðra þá sem heimsækja Djúpavogshrepp.

Sveitarstjórn lítur björtum augum fram á veginn ekki síst í ljósi íbúaþróunar þar sem kraftmikið ungt fjölskyldufólk hefur verið að fjárfesta og setjast að á Djúpavogi í auknum mæli á síðustu árum, en hlutfall ungra barna á Djúpavogshreppi er það hæsta í fjórðungnum.

Þótt enn sé brýnt að bæta úr þá hefur dregið úr atvinnuleysi m.a. með aðgerðum og verkefnum sem sveitarfélagið hefur haft forgöngu um. Skráðir atvinnulausir á svæðinu hafa ekki verið jafn fáir um langan tíma.

Sveitarstjórn er sammála að með margvíslegum hagræðingaraðgerðum, auk þess að nýta ýmis sóknarfæri á síðustu misserum hafi umtalsverður árangur náðst í rekstri sveitarfélagsins, ekki síst ef litið er til þess erfiða rekstarumhverfis sem sveitarfélög almennt hafa glímt við á síðustu árum.
Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Ákvörðun um útsvarsprósentu 2014

Samþykkt samhljóða að útsvarshlutfall verði 14,52% árið 2014 með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum. Um er að ræða endurskoðun á ákvörðun frá fundi sveitarstjórnar 14. nóvember sem er til komin vegna tilkynningar frá Innanríkisráðuneytinu um fyrirhugaðar breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

3. Fundargerðir

a) HNN, dags. 29. nóvember 2013.
Liður 1, breytingar á gjaldskrá, staðfestur.
Liður 2, merki í innsiglingu í smábátahöfn, staðfestur.
b) SBU, dags. 6. des. 2013.
c) Haust, dags. 13. nóvember 2013. Lögð fram til kynningar.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 21. nóvember 2013. Lögð fram til kynningar.
e) SSA, dags. 31. október 2013. Lögð fram til kynningar.
f) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2013. Lögð fram til kynningar.
g) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 27. nóvember 2013. Lögð fram til kynningar.
h) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 4. október 2013. Lögð fram til kynningar.

4. Erindi og bréf

a) Karlakórinn Trausti, styrkbeiðni dags. 11. des. 2013. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
b) Tónleikafélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 6. desember Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
c) Hammondhátíð Djúpavogs, dags 6. desember 2013. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
d) Skógræktarfélags Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 6. desember 2013. Samþykkt að styrkja Skógræktarfélag Djúpavogs um sömu krónutölu og síðustu ár.
e) Bókasafn Djúpavogs, beiðni um aukið framlag til bókakaupa, dags. 29. nóvember 2013. Samþykkt samhljóða.
f) Umhverfisstofnun, breyting á Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008-2020 – bréf, dags. 27. nóvember 2013. Frestur til athugasemda rennur út þann 18.des. næstk.
g) Seyðisfjarðarkaupstaður, ályktun vegna ferjusiglinga, dags. 21. nóvember 2013.
Djúpavogshreppur styður heilshugar baráttu Seyðfirðinga fyrir núverandi og framtíðar ferjusiglingum milli Íslands og Evrópu. Seyðisfjarðarkaupstaður er eina sveitarfélagið á Austurlandi sem hefur lagt í mikla og sérhæfða uppbyggingu og kostnaðarsamar fjárfestingar er varðar ferjusiglingar. Fulltrúar Djúpavogshrepps hafa ítrekað komið á framfæri stuðningi inn á vettvangi SSA við Seyðfirðinga í þessum efnum og munu gera það áfram meðan þörf krefur.
h) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 25. nóvember 2013. Upplýsingar um starfsemi nefndarinnar. Lagt fram til kynningar.
i) Fornleifastofnun Íslands, ódags. Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að fara nánar yfir málið með fulltrúum stofnunarinnar.
j) Landgræðsla Ríkisins, styrkbeiðni, dags. 21. nóvember 2013. Samþykkt.
k) UMFÍ, dags. 15. nóvember 2013. Lagt fram til kynningar.

5. Cittaslow

Sveitarstjóri skýrði frá vinnu varðandi mótun á reglum fyrir Cittaslow. Stefnt að því að klára vinnu við nýjar reglur fyrir áramót og staðfesta þær í síðasta lagi á næsta fundi sveitarstjórnar.

6. Dagvistarrými fyrir aldraða

Enn hefur ekki borist staðfesting frá Velferðarráðuneytinu vegna dagvistarrýma fyrir aldraða. Sveitarstjórn undrast þann drátt sem orðið hefur á afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir. Ákveðið að efna til formlegrar vígslu á nýrri félagsmiðstöð að Markarlandi 2 fyrir jól. Dagsetning verður fundin í samráði við félag eldri borgara og auglýst á næstu dögum.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Hreindýraarður. Sveitarstjóri gerði grein fyrir hreindýraarði Djúpavogshrepps vegna 2013.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við nýja trébryggju í Djúpavogshöfn.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir uppgjöri við Hellu- og varmalagnir vegna bryggjuframkvæmda.
d) Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundarferð sem áætluð er til Reykjavíkur í næstu viku.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

13.12.2013