Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

14. nóvember 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.11.2013

41. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 16:00. 

Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Irene Meslo, Sóley Dögg Birgisdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að liður 8. í fundargerð yrði tekin á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2014. Heimild til hámarksútsvars er 14,48%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2014.
b) Gjaldskrár 2014 til fyrri umræðu. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2014. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2014. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2014. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2014. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og KPMG með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2014. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur. 12,6.m. Til að ná tilvitn. rekstarniðurstöðu þarf m.a. sala á eignum og frekari hagræðingaraðgerðir í rekstri að ganga eftir. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2014. Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 12. desember kl. 16:00.

2. Fundargerðir

a) FMA, dags. 24. október 2013. Lögð fram til kynningar.
b) SBU, dags. 25. október 2013.
Liður 1. Byggingarleyfisumsókn v/ geymslu á lóðinni við Hraun 5. Staðfest.
c) FJN, dags. 4. nóvember 2013.
Liður 1. Málefni leik- og tónskóla.
Leikskóli. Sveitastjórn staðfestir að börn verði tekin inn 11 mánaða og áfram stefnt að því að ekki sé biðlisti við leikskólann.
Tónskóli. Skólanefnd mælir með því að á nýrri önn verði ekki fleiri nemendum bætt við. Staðfest.
Skólanefnd leggur til að frá og með næsta hausti verði börnum í 1.-3. bekk boðið upp á hálft nám. Sveitarstjóra falið í samráði við skólastjóra að koma umræddri breytingu í framkvæmd um áramót.
Liður 2. Gjaldskrá Djúpavogsskóla.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við skólastjóra að endurskoða og samræma gjaldskrá Djúpavogsskóla. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.
d) HAUST, dags. 13. október 2013. Lögð fram til kynningar.
e) Aðalfundur SKAUST, dags. 12. nóvember 2013. Lögð fram til kynningar.
f) Hafnasamband Íslands, dags. 18. október 2013. Lögð fram til kynningar.
g) SÍS, dags. föstudaginn 25. október 2013. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Skólastjóri Djúpavogsskóla, húsnæðismál Djúpavogsskóla, dags. 25. október 2013.
Fram kemur í bréfi skólastjóra að nemendum í Djúpavogsskóla muni fjölga um 30% á næstu 3 árum að öllu óbreyttu og við því verði að bregðast hvað húsnæði varðar. Sveitarstjórn þakkar skólastjóra greinargott bréf og telur mikilvægt að láta greina nánar stöðu og þörf Djúpavogsskóla í húsnæðismálum í ljósi fjölgunar nemenda sem og í ljósi þeirra krafna sem almennt eru gerðar til skólamannvirkja í dag. Sveitarstjórn leggur því til á þessu stigi máls að skipaður verði starfshópur sem taki húsnæðismál Djúpavogsskóla til umfjöllunar. Starfshópurinn hafi það markmið að greina stöðu og þörf Djúpavogsskóla í húsnæðismálum og skal í framhaldi af úttekt skila tillögum til sveitarstjórnar. Starfshópurinn skal leitast við að sýna fram á hvernig kröfum varðandi húsnæðismál Djúpavogsskóla verði mætt með sem bestum hætti til lengri tíma litið. Starfshópurinn verði skipaður eftirtöldum, sveitarstjóra, skólastjóra, form. fræðslunefndar, fulltrúi kennara, fulltrúa foreldra. Sveitarstjóri boðar til funda. Sveitarstjórn er sammála um að starfshópurinn skili tillögum til úrbóta í síðasta lagi fyrir lok mars 2014.
b) UÍA, framlög til starfsemi UÍA árið 2013, dags. 21. október 2013.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja UÍA á árinu 2013.
c) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjármál sveitarfélaga, dags. 23. október 2013. Lagt fram til kynningar.
d) Mannvirkjastofnun, gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa, 30. október 2013. Lagt fram til kynningar.
e) Stígamót, um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2014, dags. 20. október 2014. Styrkbeiðni hafnað.
f) Snorrasjóður, stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2014, dags. 4. nóvember 2013. Styrkbeiðni hafnað.

4. Atvinnuþróunarsjóður Austurlands
Sveitarstjóri kynnti drög að stofnsamningi fyrir nýjan Atvinnuþróunarsjóð fyrir Austurland. Sveitarstjórn samþykkir aðild sveitarfélagsins að nýjum sjóði og felur sveitarstjóra að staðfesta aðild.

5. Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Sveitarstjórn samþykkir að Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2013. Sóley Dögg Birgisdóttir til vara.

6. Safnahúsið á Egilsstöðum
Sveitarstjóri kynnti tillögur Fljótsdalshéraðs varðandi breytingu á eignarhaldi Safnahússins á Egilsstöðum. Sveitarstjóra heimilað að afgreiða málið fyrir hönd Djúpavogshrepps í samræmi við tillögurnar á aðalfundi Héraðsskjalasafns Austurlands 21. nóvember 2013.

7. Cittaslow
Farið yfir drög að reglum er varða Cittaslow. Sveitarstjórn sammála um að endanlegar reglur verði staðfestar á næsta fundi sveitarstjórnar. 

8. Málefni Kvennasmiðjunnar
Á aðalfundi Kvennasmiðjunnar ehf. 29. ágúst 2013 var óskað eftir því að haldinn verði sérstakur hluthafafundur vegna tillagna frá hluthöfum. Andrési Skúlasyni falið að fara með hlut Djúpavogshrepps á fundinum sem boðaður verður fljótlega.

9. Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði
Oddviti gerði grein fyrir samtölum við fulltrúa Tálknafjarðarhrepps og framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfjarða er varðar vinnu við svokallaða nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða.

10. Skýrsla sveitarstjóra

a) Starfsstöðvar Austurbúar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindi sem hann sendi stjórn Austurbrúar varðandi starfsstöðvar stofnunarinnar.
b) Atvinnumálaráðstefna. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir ráðstefnunni Auðlindin Austurland sem haldin var á Hallormsstað 6. og 7. nóvember sl.
c) Golfklúbbur Djúpavogs. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi við Golfklúbb Djúpavogs en starfsemi klúbbsins á Hamarsvelli hefur verið lögð niður.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við húsnæði og frágang lóðar við hús fyrir félagsstarf eldri borgara.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir málum er varða nýja félagsaðstöðu fyrir unglinga.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18.40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

15.11.2013