Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

17. október 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.10.2013

40. fundur 2010 – 2014

 

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 17. október 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Sóley Dögg Birgisdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að bæta við lið 3d. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Fjárhagsáætlun 2014. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu varðandi fjárhagsáætlun 2014.

I. Unnið hefur verið undanfarið með forstöðumönnum stofnana og launafulltrúa að yfirferð á launaliðum. Ljóst er að launakostnaður hefur farið vaxandi samhliða fjölgun nemenda í Djúpavogsskóla. Á þetta einkum við um leik- og tónskóla. Ljóst er að taka verður afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti megi hagræða innan skólans með tilliti til launakostnaðar, gjaldskrár o.fl. Fræðslu- og jafnréttisnefnd falið, í samráði við skólastjóra og launafulltrúa, að gera tillögur þar um fyrir 1. nóvember nk.

II. Fjárfestingar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum 2014 miðað við gildandi 3 ára áætlun. Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna frekar að fjárfestingartillögum ársins 2014 fyrir 1. nóvember nk.

b) Viðauki við fjárhagsáætlun 2013. Tilfærslur og breyting á rekstrarútgjöldum og fjárfestingu:

I. Sala á fasteignum B hluta fyrirtækisins Nordic Factory ehf.
Í upphaflegri fjárhagsáætlun 2013 var gert ráð fyrir að sölu á fasteignum Nordic Factory ehf., að fjárhæð 25.217.000 kr. Nú er fyrirséð að ekki verður af sölu umræddrar eignar á fjárhagsárinu 2013 og því er ekki gert ráð fyrir þessum fjármunum á árinu 2013.
Áhrif: Tekjur af sölu eigna í fjárfestingaráætlun ársins lækka um 25.217.000 kr. og koma til lækkunar á handbæru fé.
II. Fjárfesting í félagsaðstöðu eldri borgara að Markarlandi 2
Í upphaflegri fjárhagsáætlun 2013 var gert ráð fyrir fjárfestingu vegna félagsaðstöðu eldri borgara í fasteigninni að Markarlandi 2, að fjárhæð 6.000.000 kr. Nú er fyrirséð að framkvæmdakostnaður verður umtalsvert hærri og er nú gert ráð fyrir að hann muni nema 15.000.000 kr. á árinu 2013.
Áhrif: Fjárfestingaáætlun 2013 hækkar um 9.000.000 kr. og koma til lækkunar á handbæru fé og með viðbótar lántöku.
III. Launakostnaður í fræðslumálum - leikskóli
Í upphaflegri fjárhagsáætlun 2013 var gert ráð fyrir launakostnaði í leikskóla að fjárhæð 33.724.000 kr. Nú er fyrirséð að launakostaður verður hærri og skýrist það af fjölgun barna umfram áætlun sem leitt hefur af sér aukin kostnað við starfsfólk. Því er gert ráð fyrir að kostnaður við laun og tengd gjöld vegna leikskóla nemi 45.724.000 kr. á árinu 2013.
Áhrif: Launakostnaður við málaflokk 04, fræðslu- uppeldismál, hækkar um 12.000.000 kr. á milli ára og koma rekstraráhrif til lækkunar á afkomu ársins.

Heildaráhrif viðauka
Samþykkt viðauka hefur í för með sér nettó hækkun fjárheimilda til fjárfestinga að fjárhæð 39.000.000 kr. sem mætt verður annars vegar með nýting á því handbæra fé sem sveitarfélagið hefur til umráða og hins vegar með viðbótarlántöku.
Rekstrargjöld munu hækka nettó um 12.000.000 kr. og koma rekstararáhrif til lækkunar á afkomu ársins.
Breytingar afskrifta, verðbóta og annarra afleiddra liða sem tengjast ofangreindum breytingum færast á afkomu ársins.
Viðauki við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir árið 2013 er gerður í samræmi við 2. mgr., 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

2. Fundargerðir

a) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 27. september 2013. Lögð fram til kynningar.
b) AsAust, dags. 8. október 2013. Lögð fram til kynningar.
c) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. september 2013. Lögð fram til kynningar.
d) Cruise Iceland, dags. 1. október 2013. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Innanríkisráðuneytið, barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, dags. 18. september 2013. Lagt fram til kynningar.
b) Fjárlaganefnd alþingis, fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd, dags. 26. september 2013. Lagt fram til kynningar.
c) Landsbyggðin lifi, umsókn um styrk, dags. 2. október 2013. Styrkbeiðni hafnað.
d) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Samkvæmt bréfi ráðuneytisins fékk Djúpavogshreppur úthlutað 99 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2013-2014. Sveitarstjórn sammála um að víkja ekki frá reglum ráðuneytisins.

4. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020.

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 að því tekur til breyttrar legu Axarvegar (veglínu G) milli Háubrekku og Reiðeyrar, breyttrar legu hringvegar um Berufjarðarbotn milli stöðva 21070 og 17200, og staðsetningar níu nýrra efnistökusvæða í landi Berufjarðar.Tillaga að breytingunni var kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu 15. ágúst sl., sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún aðgengileg á vef Djúpavogshrepps (www.djupivogur.is) og á skrifstofu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga rann út 20. ágúst sl. Engar ábendingar bárust.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda breytingartillöguna dags. 20. maí 2013/uppfært 10. október 2013 til umsagnar og eftirfylgni eftirfarandi stofnana:
Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Veiðimálastofnunar. Sveitarstjórn samþykkir að stefnt skuli að auglýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar 6. nóvember 2013 og er óskað eftir athugasemdum ofangreindra stofnana fyrir þann tíma ef einhverjar eru, ellegar á auglýsingartíma.

5. Staða hjúkrunarfræðings.

Sveitarstjóri og oddviti skýrðu frá samskiptum við HSA og heilbrigðiráðuneyti varðandi stöðu hjúkrunarfræðings á Djúpavogi en viðurkenning fékkst á þeirri stöðu til af hálfu heilbrigðisyfirvalda á síðastliðnu ári. Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur nú staðfest að hjúkrunarfræðingurinn Berta Sæmundsdóttir hefur verið ráðinn frá og með 1.des. nk. með aðsetur á Djúpavogi. Ljóst er að með ráðningu hjúkrunarfræðings, auk nýráðins læknis hefur heilbrigðisþjónusta verið styrkt mjög í Djúpavogslæknishéraði. Ljóst er að staða hjúkrunarfræðings mun koma sér mjög vel er varðar þjónustu við elstu og yngstu íbúa sveitarfélagsins sem er sérstakt fagnaðarefni, en starfsvið hjúkrunarfræðingsins verður helst ungbarnavernd, skólahjúkrun og heimahjúkrun á Djúpavogi og í Breiðdal. Auk þessa mun hjúkrunarfræðingur verða með viðveru á skiptistofu til að taka á móti sjúklingum í eftirlit og sárameðferð.
Sveitastjórn fagnar þeim árangri sem náðst hefur með bættri heilbrigðisþjónstu í Djúpavogslæknishéraði.

6. Ályktanir Aðalfundar SSA

Lagðar fram til kynningar.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Framkvæmdir – sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmd við smábátahöfn og við félagsaðstöðu eldri borgara að Markarlandi 2.
b) Fundir í RVK. – sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundum í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin var 3 - 4 okt. í Reykjavík.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

 

18.10.2013