Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

26. september 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 26.09.2013

39. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 26. september 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Árshlutauppgjör. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins eftir fyrstu 8 mánuði árins. Sveitarstjóra falið að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun sem lagður verður fyrir næsta fund sveitarstjórnar í október.
b) Fjárhagsáætlun 2014. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2014. Stefnt er að því að fjárhagsáætlun verði tekin til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í nóvember.

2. Fundargerðir

a) LBN, dags. 30. ágúst 2013. Liður 1, gangnaboð, staðfest.
b) SBU, dags. 16. september 2013. Lögð fram til kynningar.
c) AsAust, dags. 20. ágúst 2013. Lögð fram til kynningar.
d) SASSA, dags. 20. ágúst 2013. Lögð fram til kynningar.
e) HAUST, dags. 2. september 2013. Lögð fram til kynningar.
f) SSA, dags. 12. september 2013. Lögð fram til kynningar.
g) SSA, dags. 14. september 2013. Lögð fram til kynningar.
h) Brunavarnir á Austurlandi. dags. 6. september 2013. Lögð fram til kynningar.
i) SÍS, dags. 13. september 2013. Lögð fram til kynningar.

3. Heilbrigðismál

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi stöðu læknis við Djúpavogslæknishérað en Þórarinn Baldursson mun taka við starfinu í byrjun október og verða með aðsetur á Djúpavogi. Sveitarstjórn lýsir yfir sérstakri ánægju með þessa niðurstöðu en fulltrúar sveitarfélagsins hafa um langt skeið lagt þunga áherslu á það við heilbrigðisyfirvöld að verja stöðu læknishéraðsins á Djúpavogi.
Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú hafi tekist að manna stöðu læknis í Djúpavogslæknishéraði og er Þórarinn boðinn velkominn til starfa á Djúpavogi.

4. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi 2013. 

Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir Aðalfundi SSA sem fram fór í Fjarðabyggð 13. og 14. september síðastliðnum.

5. Teigarhorn, staða mála- skýrsla landvarðar – vinna við verndaráætlun

Oddviti fór yfir hvernig til hefði tekist þetta fyrsta sumar sem Djúpavogshreppur hefur umsjón með jörðinni Teigarhorni. Kom fram í máli hans að vel hafi tekist til og samstarf við alla hagsmunaaðila hafi verið mjög gott. Djúpavogshrepppur hefur þegar unnið mikið hreinsunarstarf á svæðinu og komið að slætti og snyrtingu og fl. verkefnum innan jarðarinnar. Oddviti kom inn á árangursríkt og gott starf landvarðar síðastliðið sumar og lagði því til staðfestingar fram skýrslu Brynju Davíðsdóttur landvarðar sem hún skilaði inn til Umhverfisstofnunar og Djúpavogshrepps nú í haust. Skýrslan er mikil að vexti og öll hin vandaðasta en þar er fjallað um málefni er varðar náttúru og menningarminjar, ferðamennsku á svæðinu, húsakost, hvar aðkallandi er að bæta úr og fl. Þessi gögn landvarðar munu meðal annars nýtast stjórn fólkvangsins vel við gerð verndaráætlunar sem nú stendur yfir. Oddviti og formaður stjórnar fólkvangsins gerði undir þessum lið grein fyrir þeirri vinnu sem þegar er komin af stað er varðar gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir Teigarhorn.
Í stjórn fólkvangsins á Teigarhorni sitja Andrés Skúlason form. F.h. DPV., Ólafur A Jónsson sviðstj. f.h. Umhverfisstofnunar, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður f.h. Þjóðminjasafnsins og Kristján Jónsson jarðfr. frá Náttúrufræðistofnun.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Framkvæmdir við nýja smábátabryggju í Djúpavogshöfn. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
b) Félagsaðstaða heldri borgara. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
c) Gatnaframkvæmdir. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda í Hrauni.
d) Húsverndarverkefni – Faktorshús og fl.
e) Cittaslow – sveitarstjóri gerði grein fyrir dagskrá í tenglsum við Cittaslowsunnudag sem haldinn verður þann 29.sept. í Löngubúð.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:10.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

27.09.2013