Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

22. ágúst 2013 (aukafundur)

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 22.08.2013

4. aukafundur 2010 – 2014

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 22. ágúst 2013 kl. 16:00.  Fundarstaður:  Geysir. Mættir, Andrés Skúlason, Sóley Birgisdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Irene Meslo og Albert Jensson.  Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð .Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 er varðar breytta legu Axarvegar (veglínu G) milli Háubrekku og Reiðeyrar, staðsetningu nýrra T-vegamóta Hringvegar (1) um Berufjarðarbotn og staðsetningu átta nýrra efnistökusvæða í landi Berufjarðar, ásamt umhverfisskýrslu.

Tillaga að breytingunni var kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu 15. ágúst sl., sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún aðgengileg á vef Djúpavogshrepps (www.djupivogur.is) og á skrifstofu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga rann út 20. ágúst sl. Engar ábendingar bárust.

Sveitarstjórn er samþykk breytingunni og felur sveitarstjóra að óska eftir heilmild Skipulagsstofnunar til auglýsingar á breytingunni sbr. 3.mgr.30.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

2.    Fundargerðir

a)    HNN, dags. 5. júlí 2013. Liður 1 í fundargerð staðfestur af sveitarstjórn.
b)    Fræðslunefnd 16. júlí.2013. Liður.1 Sveitarstjórn sammála um að umræða um framtíðarlausn á húsnæðismálum Djúpavogsskóla verði tekin upp samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Liður 5. Sveitarstjóra falið að taka til skoðunar ráðningu aðstoðarskólastjóra við Djúpavogsskóla í samráði við skólastjóra. Liður 6. Nýjar reglur tónskólans lagðar fyrir og samþykktar samhljóða. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.  
c)    Cruise Iceland, dags. 8. maí 2013. Til kynningar
d)    Ársfundur Menningarráðs Austurlands, dags. 14. maí 2013. Til kynningar
e)    Félagsmálanefnd, 24. júní 2013. Til kynningar
f)    HAUST, dags. 27. júní 2013.  Til kynningar
g)    SÍS, dags. 28. júní 2013.  Til kynningar
h)    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 2. júlí 2013. Til kynningar
i)    SSA, dags. 9. ágúst 2013. Til kynningar
j)    Félagsmálanefnd, 19. ágúst 2013.  Til kynningar
k)    SSKS, dags. 19. ágúst 2013.  Til kynningar

3.    Gatnagerð

Stefnt er að því innan nokkra vikna að hefjast handa við jarðvegsskipti og endurnýjun á lögnum í götunni Hrauni. Samið hefur verið við SG vélar um verkið.
Með þessu móti er ekkert því til fyrirstöðu að gatan verði malbikuð sumarið 2014. Íbúum við götuna verður tilkynnt með fyrirvara um framkvæmdina.

4.    Erindi og bréf

a)    Hagsmunasamtök heimilanna, stöðvun nauðungarsala án dómsúrskurðar. Lagt fram til kynningar.
b)    Innanríkisráðuneytið, þjónusta við hælisleitendur, dags. 10 júlí 2013. Lagt fram til kynningar.
c)    SSA, Menningarverðlaun SSA 2013, dags. 11. júlí 2013. Sveitarstjóra og oddvita falið að bregðast við erindinu.
d)    Umhverfisstofnun, lýsing – með breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 – Umsögn, dags. 8. ágúst 2013.
e)    Veiðimálastofnun lýsing – með breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 – Umsögn, dags. 22. ágúst 2013.


5.     Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Sveinn Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn íþrótta-og æskulýðsfulltrúi til Djúpavogshrepps og hefur hann þegar tekið til starfa. Er þetta í fyrsta sinn sem ráðin er einstaklingur til starfans í Djúpavogshreppi og eru bundnar vonir við að ráðning þessi muni styrkja enn betur en orðið er barna og unglingastarf í sveitarfélaginu.  Djúpavogshreppur hefur á síðustu árum lagt mjög mikið af mörkum að byggja upp fjölskyldumiðað samfélag, ráðning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er einn þáttur í að styrkja þá stefnu enn frekar. Sveitarstjórn f.h. Djúpavogshrepps býður Svein og fjölskyldu velkomin til Djúpavogs.  Frekari kynning á starfi- og starfsmanni verður birt nánar á heimasíðu sveitarfélagsins í næstu viku.

6.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Bryggjusmíði. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi smíði trébryggju í Djúpavogshöfn. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist að nýju sem fyrst í samráði við Siglingastofnun og heimamenn.
b)    Starfsmannamál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu varðandi starfsmannamál hjá sveitarfélaginu.
c)    Búlandsdalur. Sveitarfélagið fékk framlag úr Styrkvegasjóði til áframhaldandi lagfæringa á veginum inn í Búlandsdal. Með framkvæmd þessari verður aðgengi enn betra en orðið er að Búlandsdal. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist sem fyrst.Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

23.08.2013