Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

14. maí 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  14. 05. 2013

37. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn. 14. maí 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Irene Meslo og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að bæta lið f. á dagskrá. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1.    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2012, síðari umræða.            .

Helstu niðurstöður ársreiknings 2012 eru, í þús. króna:

Rekstur A og B hluta    
    
Rekstrartekjur ..............................        408.571
Rekstrargjöld ...............................        (358.277)
Afkoma fyrir fjármagnsliði .............        50.294
Fjármagnsliðir .............................        (38.960)
Tekjuskattur .................................        288
Rekstrarniðurstaða .......................        11.622

Rekstur A hluta    
    
Rekstrartekjur ..............................        346.352
Rekstrargjöld ...............................        (329.535)
Afkoma fyrir fjármagnsliði .............        16.817
Fjármagnsliðir ..............................        (34.335)
Rekstrarniðurstaða ......................        (17.518)

Eignir A og B hluta    
    
Varanlegir rekstrarfjármunir .............    554.038
Áhættufjármunir og langtímakröfur ...    40.612
Óinnheimtar skatttekjur ....................    12.337
Aðrar skammtímakröfur ....................    14.942
Handbært fé ........................................    38.173
Eignir samtals ....................................    660.101
    
Eignir A hluta    
        
Varanlegir rekstrarfjármunir .............    391.153
Áhættufjármunir og langtímakröfur ...    63.112
Óinnheimtar skatttekjur ....................    12.337
Aðrar skammtímakröfur ....................    17.758
Handbært fé ........................................    37.786
Eignir samtals ....................................    522.146
        
Eigið fé og skuldir A og B hluta    
        
Eiginfjárreikningar .............................    173.270
Skuldbindingar ...................................    4.448
Langtímaskuldir .................................    385.046
Skammtímaskuldir ............................    97.338
Eigið fé og skuldir samtals ...................  660.101
        
Eigið fé og skuldir A hluta    
    
Eiginfjárreikningar .............................    66.924
Langtímaskuldir .................................    327.886
Skammtímaskuldir ............................    127.337
Eigið fé og skuldir samtals .................    522.146

Sveitarstjórn telur að mjög góður árangur hafi náðst síðustu ár í fjármálum Djúpavogshrepps við annars erfiðar aðstæður, en skuldahlutfall sveitarfélagsins hefur síðustu þrjú ár færst frá 190% niður í 119% í dag sem hlýtur að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Á síðasta ári tók sveitarsjóður engin ný lán þrátt fyrir ýmsar fjárfrekar framkvæmdir sbr. gatnagerð. Þá hefur þjónustustigi almennt verið haldið á mjög góðu róli að mati sveitarstjórnar og um þessar mundir er unnið að því að bæta sérstaklega úr þjónustu er varðar eldri íbúa á svæðinu með uppbyggingu félagsaðstöðu og fl. Þá er sömuleiðis stefnt að enn bættri þjónustu við ungt fjölskyldufólk með ráðningu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Unnið verður að jarðvegskiptum í einni götu á árinu þ.e. í Hrauni.  Sveitarstjórn fagnar því þeirri stöðu sem náðst hefur í fjármálum sveitarfélagsins og telur viðeigandi að þakka sveitarstjóra sérstaklega hlut hans í þeim árangri sem náðst hefur. Sveitarstjórn er sem áður sömuleiðis meðvituð um að áfram þarf að gæta aðhalds í rekstri.

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn

2.    Stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps
Sveitarstjóri kynnti drög að samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps. Samþykkt að vinna áfram að málinu og leggja fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í byrjun júní.

3.    Gjaldskrá fyrir byggingarleyfisgjöld
Sveitarstjóri kynnti nýja samþykkt um byggingarleyfisgjöld. Samþykkt samhljóða.

4.    Fundargerðir

a)    SSA, dags. 23. apríl 2013.
b)    StarfA, dags. 15. febrúar 2013.
c)    StarfA, dags. 22. apríl 2013.
d)    Hafnasamband Íslands, dags. 8. apríl 2013.
e)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. apríl 2013.
f)    Fundargerð FMA dags.23.apríl.2013.
Liður 6. Styrkur vegna app leiðsagnarkerfis samþykktur
Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Starfsmannamál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á starfsmannahaldi í Þjónustumiðstöð og stöðu mála varðandi ráðningu nýs æskulýðs- og íþróttafulltrúa.
b)    Hafnarframkvæmdir. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við nýja smábátabyggju og opnum kynningarfundi sem haldinn var 3. maí.
c)    Vogur. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum í Vogi, nýrri félagsaðstöðu eldri borgara á Djúpavogi.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:50.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

15.05.2013